Leita í fréttum mbl.is

Gengiđ um garđ sumariđ 2019

 

Ţegar ég var á ferđ um Flókadal í Borgarfirđi í sumar er

leiđ, til ađ hitta kveđskapar-bróđur minn Dagbjart Kort

Dagbjartsson á Hrísum, fóru áćtlanir mínar nokkuđ á

annan veg en ađ var stefnt.

 

Ég fékk fréttir af ţví ađ Dagbjartur vćri í önnum á

yfirstandandi bjargrćđistíma,og auđvitađ kom mér ekki

til hugar ađ fara ađ trufla hann viđ heyskaparvinnu á

öđrum bć í dalnum. Breytti ég ţví snarlega áćtlun minni

á ţann veg, ađ ég renndi vagni mínum niđur í Reykholt og

átti ţar nokkra viđdvöl.

 

Međan Kristján sonur minn brunađi ţar um malbikuđ svćđi

á einhjólinu sínu, gekk ég um kirkjugarđinn hljóđur í

bragđi og hugđi ţar ađ leiđum.

 

Sá ég ţá ađ í litlum skika ţar voru fjórir ţjóđkunnir

menn jarđsettir nánast hliđ viđ hliđ. Ţađ voru ţeir

Guđmundur Hagalín, Jónas Árnason, Flosi Ólafsson og

Ingólfur Margeirsson. Hugđi ég um stund ađ leiđum ţeirra

og kvađ yfir Gvendi :

 

Hagalín međ Unni ól

aldur sinn á Mýrum.

Fann sér efri ára skjól,

enn međ huga skýrum.

 

Svo leit ég á leiđi Jónasar og bćtti viđ :

 

Drýgđi sálar sinnar föng,

saup úr mörgu glasi.

Kátur hló og kvađ og söng

Kópareykja-Nasi.

 

Síđan sneri ég mér ađ leiđi Flosa og kvađ ţar :

 

Međan Flosi á Bergi bjó,

brattur sig hann stćlti.

Sveitin öll ađ sumu hló

sem hann gerđi og mćlti.

 

Ţar nćst hvarflađi ég augum ađ leiđi Ingólfs :

 

Ingó Margeirs eins er hér

undir jarđarmosa.

Nćrri systur sinni er,

sem var kona Flosa.

 

Svo varđ mér hugsađ til kvennanna sem hvíla ţarna og kvađ :

 

Bjuggu sínum mönnum međ

mála bjartar sunnur.

Bćttu ţeirra gerđ og geđ,

Guđrún, Lilja og Unnur.

 

Svo signdi ég yfir öll leiđin – kvaddi ţannig hina ágćtu

sofendur sem ţarna hvíldu, og gekk minn veg.

 

Ritađ í byrjun október 2019,

Rúnar Kristjánsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 213
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 1451
  • Frá upphafi: 317709

Annađ

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 1135
  • Gestir í dag: 187
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband