13.10.2020 | 11:00
Tákn tímanna segja sitt !
Tímarnir sem við lifum á eru sýnilega mjög örlagaríkir. Hraðinn á öllu er orðinn slíkur að greinilegt er að einhver er orðinn í meira lagi tímanaumur og hver skyldi það nú vera ? Það eru þó alls staðar viðvaranir í gangi, en þeim er lítt sinnt og flestir virðast ætla að arka blindandi í feigðarósinn !
Það er líklega að verða búið úr stundaglasinu því framtíð mannkynsins er myrkvuð voðaskýjum. Alls staðar blasa við andlegum sjónum tákn upp á Mene Tekel Upharsin. Hvorki virðist þó iðrun eða afturhvarf í nánd, heldur aðeins meiri og meiri forherðing gegn boðum Skaparans !
Nínive var spillt borg til forna. Hún var ein helsta borg Assýringa, en þeir voru grimmir menn og herskáir. Sagnir um pyntingar þeirra og einstaklega illa meðferð á herteknum mönnum, gerðu þá mjög hataða meðal annarra þjóða og allir óttuðust þá og óskuðu þeim ills !
Þjóðin var hrokafull og yfirgangssöm í meira lagi. En að því kom, að vonska Assýringa og þar með íbúa Nínive, steig upp fyrir auglit Guðs. Þar af gerðist sagan um Jónas spámann. Guð vildi senda hann til að boða íbúum Nínive sinn örlagadóm og gefa þeim færi á að iðrast !
En Jónasi leist ekki á að fara til þessarar vondu borgar og prédika þar iðrun og afturhvarf eins og Drottinn bauð honum. Hann reyndi því að flýja það köllunarhlutverk sitt. En það gat hann ekki og varð að lokum að hlýða Guði eins og reyndar hver maður á að gera !
Hann fór því til Nínive og flutti þar boðskapinn - ,, Að 40 dögum liðnum skal Nínive verða í eyði lögð ! Það var ekki lítið sem átti að gerast með þessa miklu borg, sem var ein af stórborgum þess tíma !
Jónas fór um borgina og flutti orð sín um yfirvofandi eyðingu hennar, en þá brá svo við að íbúarnir trúðu orðum hans. Þeir vissu upp á sig skömmina og fundu í hjörtum sínum að hin hörðu dómsorð voru verðskulduð. Þeir höfðu verið vondir og áttu ekkert gott skilið !
Þeir iðruðust því gjörða sinna og hrópuðu til Guðs um miskunn. Og þegar Guð sá að iðrun þeirra var heil og sönn, og að þeir létu jafnframt af illri breytni sinni, vægði hann þeim og borginni !
En Jónas tók því ekki vel. Honum hefur líklega fundist hann gerður ómerkur orða sinna. Hann fór í fýlu og lagðist fyrir austan við borgina og beið þess sem verða vildi !
En þá kenndi Guð honum dýrmæta lexíu, að einn runni sem látinn var spretta upp honum til skjóls og síðan stunginn niður, væri sannarlega ekki jafnvirði borgar upp á 120 þúsundir manna. Vil ég benda mönnum á að lesa þessa frásögn sem segir sitt um hjarta manns og hjarta Guðs !
Og nú skulum við athuga aðra borg í ljósi þessarar sögu. Ef einhver væri sendur með hliðstæðan boðskap til Reykjavíkur og Jónas til Nínive, myndi enginn taka mark á honum. Hann yrði hafður að háði og spotti. Þar þykjast menn nefnilega sjálfum sér nógir um alla hluti og þar lifa allir á öllum !
En Reykjavík gæti samt alveg orðið fyrir því að eyðast og það jafnvel á einum degi. Það gæti til dæmis orðið jarðskjálfti þar sem myndi hrista öll hrokalæti úr fólki í einni svipan og látið það finna neyð sína að fullu !
Það gæti orðið tífalt Vestmanneyjagos í miðjum bænum eða allt um kring ! Hver veit hvað verður og hvar er öryggi að finna á meintum örlagatímum ?
,,Af hverju hafa þá ekki slíkar hamfarir átt sér stað í höfuðborginni ?gætu sumir spurt í vantrúar rómi, en kannski hefur verið vernd þar til staðar sem ekki er þar lengur ? Slík vernd skapast fyrir raunverulegt andlegt gildi, en hvar er slíkt að finna nú í glanshöllum hégóma, hroka og yfirskins ?
Það skapast hvergi samfélagslegt öryggi við framkomu sem mótast af yfirgangi, græðgi og tillitsleysi við náungann. Það er engin vernd til staðar fyrir samfélag sem lyftir í öllu undir slíkar hneigðir !
Við höfum sjálf í sérgæsku seinni tíðar unnið gegn þeirri vernd sem við fengum í arf frá fyrri kynslóðum. Reykjavík er andlega séð orðin að nokkurskonar Nínive norðursins og yfir borginni er ekki lengur sú blessun sem líklega var í eina tíð. Það veit ekki á gott !
Öllum er þörf á æðri vernd og ekki síst á miklum örlagatímum. Þegar bænavernd fyrri kynslóða fyrir landi og þjóð er einskisvirt og burtu tekin, hvað verndar þá ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)