Leita í fréttum mbl.is

Sigurđur málari

 

 

Sigurđur Guđmundsson sjúkur lá,

ţađ sannađi glćr og tekin brá,

ađ sá var kominn ađ sćkja hann

sem sýnir ei hlífđ viđ nokkurn mann;

ţví dauđamörkin ei duldust ţar

og dimmt fyrir sjónum ţegar var.

 

Úr tćrđum augum ţó tignin skein

og tilfinningin svo undur hrein,

sem sýndi hvernig hans sál var gerđ,

hann sannađi ţađ á lífsins ferđ,

ađ íslenskur var hann í innsta merg

og alinn viđ landsins stuđlaberg.

 

Svo oft hafđi líf hans ţrautir ţekkt,

ađ ţađ var í sannleika hrćđilegt.

En snillinga umfađmar engin ţjóđ

svo örlög ţeirra eru sjaldnast góđ.

Og viđ höfum okkar „ séní “ svelt

og síđast ţau mörg úr hungri fellt.

 

Á hátíđ ţjóđar í ţúsund ár

á Ţingvöllum kringum frćgar gjár,

var fjöldi manna í frískum móđ

og fagnađarstemmning rík og góđ.

Ţar skynjuđu allir Íslands lag

sem ómađi í hjörtum ţennan dag.

 

Og Sigurđur Guđmundsson glćsta búđ

ţar gerđi međ fagurt blómaskrúđ,

ţví listamannshöndin lék viđ allt

ţó löngum andađi um hana kalt.

Og fólkiđ undrađist fegurđ ţá

sem fyrir hans verk ţar mátti sjá.

 

Er konungur Dana gekk í garđ,

ţađ gjörla sást ađ hann hrifinn varđ.

Hann lofađi snjallan listamann

og landshöfđingjann svo spurđi hann:

Er ekki hćgt ađ gera honum gott

ţví gjörvöll búđin er snilldarflott ?“

 

En Hilmar á konunginn hissa leit

og harđlega svo á vör hann beit,

og svarađi orđum hans seint og kalt,

og sagđi – ţó hvorki hátt né snjallt,

han har ikke fortjent noget !”

Sĺ lydede danske sproget.

 

Í augum konungs var undrun séđ

og ekki féll honum vel í geđ

ađ heyra óvildar hreiminn ţar

og hugann sem fćddi ţetta svar.

En kyrrt lét hann ţó - ađ kónga siđ,

sem koma ekki brot á ţegnum viđ !

 

Rúnar Kristjánsson fecit 2003.

                                                       

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband