Leita í fréttum mbl.is

Mannblót

 

 

Hvađ má segja um eigin ćvi

írskur snáđi hertekinn ?

Strax í skipi á svölum sćvi

sá ég fyrir dauđa minn.

 

Ég var ţrćll og frelsi firrtur,

fékk ađ reyna ţraut og stríđ.

Allar stundir einskis virtur,

allt mitt líf var kvalatíđ.

 

Stöđug ţrćlkun stakk og sćrđi,

steig ég hvergi vonarskref.

Ţrautagangan táp mitt tćrđi,

tíminn óf mér sáran vef.

 

Stundum grét ég eins og ćrđur,

ekkert gafst sem líknar stođ.

Loks var ég til fórnar fćrđur

fyrir blóđţyrst heiđin gođ.

 

Illa mér ţau örlög féllu,

engin vćgđin bauđst mér ţó.

Dreginn ber ađ beittri hellu,

brjóst mitt eggin sundur hjó.

 

Blćddi mér ţar út og enginn

áleit neitt til vansa ţar.

Enginn hirti um unga drenginn

er ţar saklaus drepinn var.

 

Stökkt var mínu blóđi úr bolla,

bölvuđ gođin fengu sitt.

Ţeim var gefiđ hlautiđ holla,

hjartasćrđa lífiđ mitt.

 

Glćpur sá um víddir vega

var í öllu mennsku hrap.

Heiđindómsins hryllilega

hrollvekja mig kvaldi og drap.

 

Von ađ góđar vćttir hljóđni

viđ ţá siđi er harma ber.

Ţó var mörgum Ţór og Óđni

ţannig fórnađ eins og mér.

 

Hvergi slíkum buđust bjargir,

botnlaust var hiđ heiđna dramb.

Enda varđ ég eins og margir

illra siđa fórnarlamb.

 

Biđ ég ţess frá öld til aldar

oft ţó röddin mín sé veik,

ađ aldrei slíkar vítis valdar

venjur ráđi á nýjan leik.

                         

                           Rúnar Kristjánsson fecit


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1235
  • Frá upphafi: 317429

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 939
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband