Leita í fréttum mbl.is

Göngum sjálfstćđir til framtíđar !

 

 

Skagstrendingar ! Nú nálgast sú stund ađ okkur verđi bođiđ ađ verđa íbúar í hinni uppteiknuđu, ríkiskapitalísku og suđur-sameinuđu Blönduóss-byggđ ! Ţađ er ekki slorlegt – eđa hvađ ?

 

Einhverntíma sagđi víst einhver hér á Skagaströnd, í vonbrigđum yfir lélegu stundargengi, ađ Skagstrendingar hugsuđu ekki um neitt nema slor ! Ţađ er auđvitađ nokkuđ mikiđ sagt međ ţví og náttúrulega er stađhćfingin ekki rétt, en hvađ er annars ađ ţví ađ stunda sjóinn ?

 

Hafiđ gefur enn sem fyrr og víđasthvar yrđi menningarblóminn í landinu líklega heldur smár ađ vöxtum ef ekki vćri róiđ til fiskjar !

 

Hvert gat fólkiđ fariđ ţegar sveitirnar voru orđnar yfirfullar og hokrađ var á óbyggilegum heiđakotum út um allt land viđ óbćrileg skilyrđi ? Auđvitađ út ađ sjónum, ţar var bjargrćđiđ og ţar er bjargrćđiđ enn !

 

Hvađ er ríkisloppan ađ skipta sér af okkar frelsi til lífs og athafna ? Af hverju megum viđ ekki fá ađ lifa í friđi í okkar byggđarlagi og af hverju eigum viđ ađ fara ađ axla skuldabagga sem eru ekki okkar ?

 

Ţó ađ viđ höfum óneitanlega búiđ viđ skađlegt forustuleysi í allt of langan tíma hér á Skagaströnd, megum viđ ekki gefa okkur ađ svo verđi um alla framtíđ !

 

Ţađ eru ekki minni möguleikar á samfélagslegri framfarasókn hér en víđa annars stađar, en ţađ vantađi hinsvegar lengstum forustumenn sem gátu séđ einhverja möguleika til ávinnings, utan viđ sinn persónulega hag. Ţađ er leyndarmál sem allir vita !

 

Sjálfsagt er ađ hafa víđtćkt samstarf viđ nágranna sveitarfélögin um öll helstu hagsmunamál byggđanna, en viđ ţurfum samt ekki ađ láta éta okkur út úr eigin tilveru !

 

Áróđursgyllingar um aukna ţjónustu og fjárframlög frá ríkinu hafa löngum reynst innistćđulítil loforđ. Ţađ munu ţeir finna sem glepjast vilja af slíku tali sem er ekkert annađ en lýđskrum !

 

Látum ekki yfirtaka okkur !

 

Ţađ í ljósi sönnu sést,

sjá má ţađ og skilja,

ađ sjálfstćđ dafnar byggđin best,

bundin heimavilja !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 851
  • Frá upphafi: 356696

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 661
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband