Leita í fréttum mbl.is

Er mannkyniđ enn á dauđaveginum til Stalingrad ?

 

 

 

Í tilefni ţess ađ innan fárra daga eru 80 ár liđin frá einum stćrsta vođaatburđi síđustu aldar, atburđi sem kostađi milljónir mannslífa og gífurlega eyđileggingu í mörgum löndum, skrifa ég eftirfarandi pistil.

 

Innrás Nazista-Ţýskalands í Sovétríkin 22. júní 1941 hófst međ beitingu herafla upp á fjórar milljónir manna, ţar af rúmlega ţriggja milljóna ţýskra hermanna. Skriđdrekar voru 3350, fallbyssur 7000, og meira en 2000 flugvélar. Ţađ var búiđ ađ villa og trylla ţýsku ţjóđina svo međ linnulausum áróđri og lygum, ađ flestir virtust halda ađ sigur yrđi í höfn áđur en rússneski veturinn gengi í garđ !

 

En bitinn sem átti ađ gleypa reyndist hinsvegar allt of stór fyrir ţýska herveldiđ. Um miđjan júlí var frumkvćđiđ í raun ekki lengur í höndum ţýsku nasistaherjanna. Ţeir gátu einfaldlega ekki sótt í 3 áttir samtímis og mannfall var mun meira en reiknađ hafđi veriđ međ. Í ágústlok 1941 voru yfir 400.000 fallnir eđa sćrđir. Stór hluti ţess mannfalls var úr kjarna ţýska heraflans og ţađ skarđ var vandfyllt !

 

Rússar höfđu ţá samt orđiđ fyrir verulegum skakkaföllum, mest út af ţví hvađ ţeir höfđu reynst undarlega illa á verđi fyrir hinni komandi ógn. Ţađ var ađallega Stalín ađ kenna. Hann trúđi jafnvel ekki nákvćmum upplýsingum njósnarans Richard Sorges um innrásina !

 

Á fyrstu vikum stríđsins misstu Rússar 3500 skriđdreka, meira en 6000 flugvélar og um tvćr milljónir manna, ţar á međal drjúgan hluta af ţáverandi hershöfđingjum sínum. Ţađ var auđvitađ mikil blóđtaka, en engan bilbug var samt á ţeim ađ finna. Stöđugt var nýjum herjum teflt fram og í desember fóru ţeir í fyrsta sinn ađ ná yfirburđum í lofti !

 

Sigurganga ţýsku innrásarherjanna í Rússlandi varđ ţví ekki ýkja löng ţegar á allt er litiđ og eftir ţví sem verr gekk, jókst glóruleysiđ í ţýsku yfirherstjórninni uns ţar var ekki heil hugsun eftir !

 

Sovéski T-34 skriđdrekinn reyndist miklu betri en skriđdrekar Ţjóđverja og líklega mun hann hafa veriđ jafnbesti skriđdrekinn sem fram kom í öllu stríđinu. Ađrir hćfari og hertari hershöfđingjar tóku viđ af ţeim sem féllu og seigla og úthald Rússa reyndist miklu meira en Ţjóđverjar höfđu reiknađ međ. Ţađ kom nazistum mjög á óvart, ţví sumir foringjar ţeirra höfđu taliđ ađ Sovétríkin myndu fljótlega hrynja eins og spilaborg !

 

Ivan Stamenov sendiherra Búlgaríu í Moskvu hafđi hinsvegar rétt fyrir sér er hann sagđi viđ Molotov í upphafi stríđsins : ,, Ţótt ţiđ ţurfiđ ađ hörfa alla leiđ til Úralfjalla munuđ ţiđ hafa sigur ađ lokum !”

 

Um sumariđ ţegar Ţjóđverjar voru ađ framleiđa 500 skriđdreka á mánuđi, hafđi Halder formađur ţýska herráđsins sagt Hitler ađ Sovétmenn framleiddu 1200 skriđdreka á mánuđi. Hitler hafđi ţá bariđ í borđiđ og sagđi ađ ţađ vćri einfaldlega ekki hćgt. En ţessi tala var samt allt of lág !

 

Áriđ 1942 jókst skriđdreka-framleiđsla Sovétmanna úr 11000 á fyrstu sex mánuđum ársins í 13600 á síđari sex mánuđunum, eđa ađ međaltali 2200 á mánuđi. Smíđi flugvéla jókst á sama tími úr 9600 á fyrri helmingi ársins í 15800 á ţeim síđari. Verksmiđjurnar sem fluttar höfđu veriđ austur fyrir Úralfjöll dćldu úr sér hergögnunum í ótrúlegum mćli allan sólarhringinn !

 

Viđ Stalingrad, sem varđ hinn hrćđilegi endapunktur sóknar Ţjóđverja, urđu ţeir svo fyrir sínum mesta ósigri og misstu ţar yfir 500.000 manns, um 90.000 voru teknir höndum og ţar á međal 22 hershöfđingjar !

 

Ţar fjarađi ţýska sóknin endanlega út og viđ tók gagnsókn Rússa sem lauk ekki fyrr en međ töku Berlínar. Ţýskaland nazismans náđi ekki Leningrad, náđi ekki Moskvu, náđi ekki Stalingrad !

Innrásin mikla misheppnađist algerlega og hiđ svokallađa Stór-Ţýskaland varđ ađ lokum ađ gefast skilyrđislaust upp, heiminum öllum til heilla !

 

Hér á eftir lćt ég fylgja athyglisverđar umsagnir nokkurra valdamanna nazista-Ţýskalands á ýmsum stigum stríđsins. Ţćr ćttu ađ segja sitt um glóruleysiđ í ţessu öllu saman :

 

,,Upprćta verđur gyđingabolsévismakerfiđ í eitt skipti

 

fyrir öll.”

 

Erich von Manstein hermarskálkur, í upphafi stríđsins.

 

 

,,Segiđ ţeim í Moskvu ađ ég hafi veriđ andsnúinn ţessari

 

innrás.”

 

Joachim von Ribbentrop utanríkisráđherra viđ sovéska

 

sendiherrann.

 

 

,,Víđáttur Rússlands gleypa okkur !”

 

Gerd von Rundstedt hermarskálkur

 

 

,,Ţegar stríđiđ hófst reiknuđum viđ međ um 200 óvinahersveitum, en höfum ţegar taliđ 360 !”

 

Franz von Halder, formađur ţýska herráđsins, í dagbók

 

sinni 11. ágúst 1941.

 

 

,,Stríđiđ gegn Rússlandi stendur ađeins í fjóra mánuđi.”

 

Rosenbach-Lepinski majór í ţýska hernum, 1941.

 

 

,,Hárin rísa á höfđi manns, viđ ađ sjá til hvađa ađgerđa á ađ grípa í Rússlandi og hvernig kerfisbundiđ á ađ yfirfćra herlög á hernumda ţjóđ til ađ beita hana stjórnlausri kúgun – hreinni skrumskćlingu á lögum og reglu. Ţetta gerir Ţjóđverja ađ fyrirbćrum sem hingađ til hafa ađeins veriđ til í áróđri óvinanna. Herinn mun verđa ađ taka á sig ţá kvöđ ađ myrđa og brenna sem hingađ til hefur veriđ verk SS !”

 

Ulrich von Hassell fyrrum sendiherra, í dagbók sinni í

apríl 1941.

 

 

,,Ef ţeir endurgjalda fjórđung af ţví sem viđ erum ađ gera í Rússlandi og Póllandi frú lćknir, munum viđ ţjást og eiga ţađ skiliđ !”

 

Ţýskur hermađur í leyfi frá austurvígstöđvunum í samtali viđ Christabel Bielenberg lćkni.

 

 

,,Á austurvígstöđvunum er hermađur ekki ađeins sá sem berst samkvćmt ţeim reglum sem gilda um stríđ, heldur einnig sá sem vćgđarlaust heldur á lofti ţjóđernishugsjónunum og hefnir alls ţess skepnuskapar sem drýgđur hefur veriđ gegn ţýsku ţjóđinni. Ţess vegna verđur hermađurinn ađ skilja til hlítar nauđsynina á ţeim réttlátu en maklegu málagjöldum sem veita verđur ţeim ómennsku lífverum gyđingum.

 

Úr tilskipun Walter von Reichenaus hermarskálks til 6. hersins 10. október 1941, studdri af Gerd von Rundstedt.

 

 

,,Útrýming á ţessum sömu gyđingum, sem styđja bolsévisma og drápsarmi ţeirra, skćruliđunum, er sjálfsvörn !”

 

Hermann Hoth skriđdreka-hershöfđingi.

 

 

,,Ţetta stöđuga vanmat á getu óvinarins er ađ taka á sig furđulega mynd og verđa hćttulegt !”

 

Franz von Halder, formađur ţýska herráđsins í dagbók

 

sinni í júlí 1941.

 

 

,,Rússarnir berjast alls stađar til síđasta manns. Ţeir gefast ekki upp nema stöku sinnum.”

 

Franz von Halder, formađur ţýska herráđsins í dagbók

 

sinni í júlí 1941.

 

 

,,Lýsnar eru eins og Rússarnir, mađur drepur einn og tíu ađrir birtast í hans stađ !”

 

Ţýskur skriđdrekahermađur í Stalingrad.

 

 

,,Fólkiđ heima má aldrei fá ađ vita hvađ hér er ađ gerast !”

 

Ţýskur hermađur í lok Stalingrad-orustunnar.

 

 

,,Dauđir menn hafa ekki áhuga á hernađarsögu !”

 

Friedrich Paulus hermarskálkur, orđ hans í lok Stalingrad-orustunnar.

 

 

Sagan á ţađ til ađ endurtaka sig. Ţađ er ekkert sem segir ađ slíkir atburđir geti ekki gerst aftur á okkar dögum og ţá í enn hryllilegri mćli. Menn lćra aldrei neitt af sögunni og áfram munu milljónir manna fá ađ gjalda fyrir hliđstćđ stríđsćsinga og glóruleysismál ef fer sem horfir !

 

Enginn veit hvađ framundan er. Hvađ gerir Nato á komandi árum ? Hvađ gera Rússar og hvađ gera Kínverjar ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 154
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 959
  • Frá upphafi: 356855

Annađ

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 765
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband