6.11.2021 | 13:00
Nútíminn er gerður svo yfirþyrmandi !
Flestallir í nútímanum virðast vera haldnir þeirri hugsun að allt sé núna. Sýn til baka virðist engin vera eða mjög takmörkuð og sýn fram á við í svipuðu fari. Það er bókstaflega rekinn áróður fyrir því að núið eigi að vera allsráðandi. Hvaða áhrif getur svona einsýni haft á fólk ?
Verður fólk sem er tvítugt í dag og telur sig þar með á toppi lífsins, sálarlega samanfallið eftir tíu ár, vegna þess að það er ekki lengur á toppnum og orðið gamalt ? Kemur því til með að finnast lífið einskisvirði fyrst það er ekki lengur tvítugt á toppnum ?
Hverskonar vitleysa er þetta gagnvart ungu fólki sem á lífið allt framundan og þarf að þekkja heildarmyndina, þekkja möguleika þeirrar tilveru sem við búum við ?
Lífið býður upp á ýmis hlutverk og hvert þeirra getur haft sinn sjarma. Hver og einn verður að tileinka sér þá hæfni að læra þessi hlutverk og njóta þeirra !
Tvítuga fólkið í dag á vonandi eftir að eignast sín börn og barnabörn og meðtaka sjarmann sem því fylgir. Þau ævintýri gerast ekki þegar fólk er um tvítugt. Lífið er sem betur fer miklu meira en nakið núið !
En nútíminn er svo yfirþyrmandi, með sölumennsku-viðhorf sín og hagsmunastýringu varðandi alla hluti. Það er hamrað stöðugt á því að fólk sé alltaf að missa af einhverju, lífið sé bara núna, og fólk hleypur fram og aftur í ofboði og keppist við þetta og hitt og gleymir um leið að lifa !
Allt sem áður hefur verið hluti af lífinu er allt í einu sett upp eins og eitthvað sem er að gerast í fyrsta skipti. Jafnvel það að fæða börn verður eitthvað svo ótrúlega stórkostlegt í nútímanum. En forsendan fyrir lífi fólks í dag er nákvæmlega sú sama og hún hefur alltaf verið, sem sé sú - að það hafa fæðst börn áður, og við sem eldri erum en tvítug erum í þeirra hópi. Ef svo væri ekki væri unga fólkið í dag ekki til !
Það er ekki langt síðan konur ólu börn sín heima og engum þótti það neitt undur. En nú í hinu einstaka, uppstrílaða núi, er sem allt sé að gerast í fyrsta sinn. Og það er komið heilt kerfi í kringum það að koma barni inn í heiminn. Lífið er nefnilega sagt vera núna eins og það hafi aldrei verið áður og komi ekki aftur. Lífið virðist þannig lagt undir eitt augnablik mannsævinnar !
Þetta er mannskemmandi kjaftæði. Meðan þú lifir áttu líf, hvort sem þú ert um tvítugt, þrítugt, fertugt eða eldri. Og öllu lífi ber virðing. Meðan þú lifir ertu að kynnast nýjum viðhorfum og læra. Það er ekkert nú sem á að ráða örlögum þínum og taka allt frá þér eftir augnablik. Þú átt líf meðan þú lifir, alveg sama á hvaða aldri þú ert og hvert aldursskeið getur búið yfir sínu ævintýri !
Látum ekki yfirkeyra okkur með markaðsáróðri og svikamenningar-kenningum. Verum heilbrigð og metum sjálf hvað okkur er fyrir bestu. Nútíminn er ekkert merkilegri tími en sá tími sem liðinn er eða sá tími sem á eftir að koma. Gerum okkur grein fyrir því með fullri skynsemi !
En hann er vissulega og verður sá tími sem við eigum yfirstandandi, hvort sem við erum yngri eða eldri. Reynum því að njóta hans með eðlilegum hætti og forðumst að gera hann svo yfirþyrmandi, að hann taki með rangspiluðu öfgaferli augnabliksins lífið frá okkur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)