Leita í fréttum mbl.is

Nútíminn er gerđur svo yfirţyrmandi !

 

 

Flestallir í nútímanum virđast vera haldnir ţeirri hugsun ađ allt sé núna. Sýn til baka virđist engin vera eđa mjög takmörkuđ og sýn fram á viđ í svipuđu fari. Ţađ er bókstaflega rekinn áróđur fyrir ţví ađ núiđ eigi ađ vera allsráđandi. Hvađa áhrif getur svona einsýni haft á fólk ?

 

Verđur fólk sem er tvítugt í dag og telur sig ţar međ á toppi lífsins, sálarlega samanfalliđ eftir tíu ár, vegna ţess ađ ţađ er ekki lengur á toppnum og orđiđ gamalt ? Kemur ţví til međ ađ finnast lífiđ einskisvirđi fyrst ţađ er ekki lengur tvítugt á toppnum ?

 

Hverskonar vitleysa er ţetta gagnvart ungu fólki sem á lífiđ allt framundan og ţarf ađ ţekkja heildarmyndina, ţekkja möguleika ţeirrar tilveru sem viđ búum viđ ?

 

Lífiđ býđur upp á ýmis hlutverk og hvert ţeirra getur haft sinn sjarma. Hver og einn verđur ađ tileinka sér ţá hćfni ađ lćra ţessi hlutverk og njóta ţeirra !

 

Tvítuga fólkiđ í dag á vonandi eftir ađ eignast sín börn og barnabörn og međtaka sjarmann sem ţví fylgir. Ţau ćvintýri gerast ekki ţegar fólk er um tvítugt. Lífiđ er sem betur fer miklu meira en nakiđ núiđ !

 

En nútíminn er svo yfirţyrmandi, međ sölumennsku-viđhorf sín og hagsmunastýringu varđandi alla hluti. Ţađ er hamrađ stöđugt á ţví ađ fólk sé alltaf ađ missa af einhverju, lífiđ sé bara núna, og fólk hleypur fram og aftur í ofbođi og keppist viđ ţetta og hitt og gleymir um leiđ ađ lifa !

 

Allt sem áđur hefur veriđ hluti af lífinu er allt í einu sett upp eins og eitthvađ sem er ađ gerast í fyrsta skipti. Jafnvel ţađ ađ fćđa börn verđur eitthvađ svo ótrúlega stórkostlegt í nútímanum. En forsendan fyrir lífi fólks í dag er nákvćmlega sú sama og hún hefur alltaf veriđ, sem sé sú - ađ ţađ hafa fćđst börn áđur, og viđ sem eldri erum en tvítug erum í ţeirra hópi. Ef svo vćri ekki vćri unga fólkiđ í dag ekki til !

 

Ţađ er ekki langt síđan konur ólu börn sín heima og engum ţótti ţađ neitt undur. En nú í hinu einstaka, uppstrílađa núi, er sem allt sé ađ gerast í fyrsta sinn. Og ţađ er komiđ heilt kerfi í kringum ţađ ađ koma barni inn í heiminn. Lífiđ er nefnilega sagt vera núna eins og ţađ hafi aldrei veriđ áđur og komi ekki aftur. Lífiđ virđist ţannig lagt undir eitt augnablik mannsćvinnar !

 

Ţetta er mannskemmandi kjaftćđi. Međan ţú lifir áttu líf, hvort sem ţú ert um tvítugt, ţrítugt, fertugt eđa eldri. Og öllu lífi ber virđing. Međan ţú lifir ertu ađ kynnast nýjum viđhorfum og lćra. Ţađ er ekkert nú sem á ađ ráđa örlögum ţínum og taka allt frá ţér eftir augnablik. Ţú átt líf međan ţú lifir, alveg sama á hvađa aldri ţú ert og hvert aldursskeiđ getur búiđ yfir sínu ćvintýri !

 

Látum ekki yfirkeyra okkur međ markađsáróđri og svikamenningar-kenningum. Verum heilbrigđ og metum sjálf hvađ okkur er fyrir bestu. Nútíminn er ekkert merkilegri tími en sá tími sem liđinn er eđa sá tími sem á eftir ađ koma. Gerum okkur grein fyrir ţví međ fullri skynsemi !

 

En hann er vissulega og verđur sá tími sem viđ eigum yfirstandandi, hvort sem viđ erum yngri eđa eldri. Reynum ţví ađ njóta hans međ eđlilegum hćtti og forđumst ađ gera hann svo yfirţyrmandi, ađ hann taki međ rangspiluđu öfgaferli augnabliksins lífiđ frá okkur !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 430
  • Sl. sólarhring: 439
  • Sl. viku: 1668
  • Frá upphafi: 317926

Annađ

  • Innlit í dag: 353
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 340
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband