Leita í fréttum mbl.is

Um ţríflokkslega flokksleysu !

 

 

 

Sumir stjórnmálaflokkar landsins virđast ţannig úr garđi gerđir, ađ ţeir séu hreint ekki stofnađir til ađ bera fram nokkra frambćrilega stefnu varđandi íslensk ţjóđmál. Ţađ er sýnilega eitthvađ allt annađ sem rćđur tilvist ţeirra og allri framgöngu. Samfylkingin, Píratar og Viđreisn eru ađ mínu mati ţannig flokkar !

 

Til hvers eru ţeir, fyrir hvađ standa ţeir ? Eru ţeir sannir varnarađilar fyrir heilbrigđan ţjóđarhag og ganga ţeir fyrir einhverjum trúverđugum forsendum varđandi ţjóđleg og söguleg menningargildi okkar Íslendinga ?

 

Ekki get ég fundiđ ţađ á málflutningi ţeirra og ţví sem ég vil kalla ábyrgđarlausu lýđskrumi ţeirra og dćmalausum undirlćgjuhćtti ţeirra gagnvart allri erlendri ásćlni !

 

Mér sýnist sem umrćddir flokkar séu fyrst og fremst ţađ sem kalla mćtti flokka innflytjenda. Ţeir virđast hlaupa upp til handa og fóta ţegar ţeir telja ađ verja ţurfi einhvern útlendan gervasoni og ţá á ađ ausa peningum úr ríkissjóđi til allra ţarfa slíkra ađila. Ţađ er stundum eins og litiđ sé svo á ađ ótakmarkađir fjármunir séu til og međ öllu ţarflaust ađ gćta ţar hófs !

 

Slíkur málflutningur dćmir sig sjálfkrafa. Hann er enganveginn bođlegur. Í ţjóđlegum skilningi er hann fyrir neđan allar hellur. Íslensk mannréttindi eru líka nokkuđ sem ţarf ađ verja og ef viđ landsmenn sjálfir gerum ţađ ekki gerir ţađ enginn. Viđ ţurfum ekki flokka hér á öđrum forsendum en ţeim sem ţjóna íslenskum ţjóđarhagsmunum međ heilbrigđum hćtti.

Umrćddir ţrír flokkar eru ađ mínu áliti illa hćfir til ađ taka ţátt í ríkisstjórn međ ábyrgum hćtti fyrir land og ţjóđ !

 

Hjörtu ţessara flokka virđast ekki slá hérlendis. Kannski eru ţau innsigluđ til sláttar í Brussel eđa öđrum sambćrilegum valdapólum erlendis ?

Ég veit ţađ ekki, en ég ţykist hinsvegar vita ađ ţau séu ekki ţjóđfélagslega lifandi tákn hér innanlands og víst er ađ ţjóđleg viđmiđ skora ekki hátt hjá ţessum flokkum. Ţađ ţykir mér alveg augljóst mál !

 

Í mínum huga sýna umrćddir flokkar ađeins afvegi lýđrćđisins, enda finnst mér ađ ţeir fylgi slíkum afvegum og bćti ekki lýđrćđiđ á nokkurn hátt. Lýđskrum og fyrirlitlegur tćkifćrissinnabragur einkennir hinsvegar ađ mínu mati allt ţeirra atferli. Ţar er ekkert sem getur gert kröfu til virđingar á eđlilegum og frambćrilegum forsendum !

 

Íslensk ţjóđ vćri, ađ minni hyggju, sannarlega betur komin án ţessara villuráfandi vanhyggjuflokka !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 50
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 356701

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 661
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband