23.8.2022 | 16:43
Að kalla ógæfuna yfir sig !
Svíþjóð er og hefur verið í vondum málum. Það er augljóst hverjum þeim sem kýs að rýna í framvindu mála í þessari fyrrum háttlofuðu paradís jafnaðarmennskunnar. Fjölmenningarstefnan hefur þar beðið eitt sitt versta skipbrot í álfunni þó að fæstir vilji viðurkenna það og líklega síst Svíar sjálfir. Þessvegna mun framvindan halda þar áfram á sinni óheillabraut !
Svíar gengu einna lengst þjóða í að opna land sitt fyrir innflytjendum og þá var lítið sem ekkert hugað að því hverskonar fólk var að koma til landsins. Allir virðast hafa þar verið boðnir velkomnir, jafnt heiðarlegt fólk sem glæpamenn. Og það virðast hreint ekki svo fáir hafa nýtt sér gestrisnina með vanþakklátum og rangsnúnum hætti eins og dæmin sanna !
Slíkir innflytjendur hafa breytt Svíþjóð úr friðsömu, norrænu velferðarríki í óvissuríki allrar velferðar á tiltölulega fáum árum. Byssukúlur granda nú fleiri manneskjum í Svíþjóð en í nokkru öðru landi Evrópu þar sem ekki á að heita styrjöld í gangi. Það eru ávextirnir af kolrangri innflytjendastefnu og hreint og beint yfirgengilegum sleikjuhætti gagnvart fjölmenningar-átrúnaðinum !
Það eru margar þjóðir Evrópu enn í dag uppteknar við það að leyfa með sænskum hætti innflutning á vandræðum. En það er eðlilega mikill munur á æskilegum innflytjendum og óæskilegum. En það má ekki viðhafa neina greiningu í þeim efnum. Það er talið mannréttindabrot af öskurhópum eins og þeim sem iðulega hlaupa niður á Austurvöll til að skemmta sér í opinberu mótmælapartíi, með fullkomlega ábyrgðar-lausum hætti !
Það er hinsvegar alveg ljóst að fjölmenningarstefnan, sem átti víst að búa til alfullkomna Evrópumenn, soðna upp úr marglitum fjölþjóðapotti, er löngu hrunin og hefur aðeins skilið eftir sig slóð eyðingar í álfunni. Menningarverðmæti hafa verið fótum troðin og mörgu kastað á glæ sem síðar meir mun ótvírætt sannast að mikil þörf var að varðveita. Þar hefur margt glatast. En þjóðernislegar rætur í Evrópu liggja djúpt og þær verða ekki skornar burt með neinum hætti né gerðar að engu !
Aðstreymi fólks af öðrum kynþáttum og frá öðrum menningarheimum mun aðeins skerpa andstæðurnar þegar frá líður. Evrópumenn reyndu lengi að leggja undir sig Afríku en hinar afrísku þjóðir héldu fast í sitt. Suður-Afríka var sterkasta dæmið um það. Þjóðirnar heimafyrir stóðu fast á sínum frumburðarrétti til landsins og hann varð ekki frá þeim tekinn !
Eins er það með Evrópuþjóðirnar. Þær munu ekki gefa eftir sinn rétt þótt undanhaldsstefnan hafi verið ærin um skeið. Þjóðleg gildi munu aukast og endurskírast. Evrópa er ekki að sameinast. Hún er að fá gleggri sýn á hin þjóðlegu verðmæti. Hver þjóð þarf að hlynna að sinni arfleifð. Það gerir enginn annar, hvorki í Svíþjóð né annarsstaðar !
Tékkar og Slóvakar fóru hvorir sína leið. Júgóslavía var rifin upp og hver þjóð þar valdi sér sinn veg. Skotland vill fara sína þjóðfrelsisleið en hefur til þessa verið í klóm fjármálavaldsins í London. Þegar Skotar losna úr þeim fjötrum, er líklegt að Wales fylgi á eftir. Baskar hafa lengi barist fyrir eigin ríki á Norður Spáni og Katalóníumenn vilja ráða sínum örlögum !
Víða í Evrópu eru menn að átta sig á því að þeir hafa ekki gætt nægilega vel að sínum menningararfi og sofið á verðinum. Þar hefur hinn illa falski og uppskrúfaði fjölmenningar-draumur villt um fyrir mörgum vel meinandi mönnum, en hann er löngu orðinn að martröð um alla álfuna og menn eru sem betur fer að vakna frá þeim vonda draumi og fá vit sitt aftur !
Svíþjóð býr við áður óþekkt ofbeldi. Sænsk manngildis-sjónarmið eru ekki virt af fjölmörgum borgurum landsins, innflytjendum sem aldrei komu til landsins með þjóðhollustu í huga, heldur til að hafa gott af því sem þar stóð þeim til boða. Hvaða ríki er í þörf fyrir slíka þegna ?
Sérhvert ríki sem kallar yfir sig slíka óværu og ógæfu, verður að taka afleiðingum þess. Svíar voru á sínum tíma langt komnir á góðri leið, en þeir fóru út af hinni réttu braut þjóðlegra gilda og tóku til við að þjóna öðrum og vafasamari gildum. Af því súpa þeir seyðið nú !
Þeir verða annaðhvort að rífa sig upp úr fjölmenningarfeninu sem þeir hafa sökkt sér í eða að missa land sitt inn í endanlega upplausn og hrærigraut ofbeldis ólíkra hópa sem eiga enga samleið. Það er ekki annað í boði !
Ísland má líka vara sig. Fjölmenningarfarsóttin hefur skaðað margt hér til þessa og margir virðast enn sjá farsældarríkið í gegnum litað gler blekkinganna. En við Íslendingar erum ekki margir og megum ekki við miklu og hættan er mörg. Við skulum átta okkur á því að íslensk þjóðmenning er einskisvirði í augum þeirra sem ganga á seið gerninganna og ánetjast draumórum fjölmenningar-tálsins !
Varðstaða okkar fyrir eigin gildum verður að vera raunhæf. Lærum af óförum Svía og annarra þjóða sem hafa þegar glatað miklu af því sem var þeim til ávinnings og æru. Sem Íslendingar höfum við skyldur við eigin þjóð og þær eiga og þurfa að vera í forgangi. Það mun enginn gæta menningar okkar og þjóðararfs ef við gerum það ekki sjálfir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 4
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 732
- Frá upphafi: 376869
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 606
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)