Leita í fréttum mbl.is

Svíđur í gömlum sárum, sagan er full af tárum !

 

 

Allar tilraunir sem gerđar hafa veriđ til ađ sameina ţjóđir Evrópu í einn allsherjar sértrúarsöfnuđ einhverra kennisetninga hafa mistekist og ţćr munu halda áfram ađ mistakast. Lúđvík XIV reyndi hvađ hann gat ađ leggja allt undir sig á sínum langa valdatíma, en skildi viđ allt í miklu verra ástandi en hann tók viđ ţví. Napóleon kom eins og eldibrandur fram úr svartnćtti frönsku byltingarinnar og tók sér alrćđisvöld. Hvađ varđ um hann og alla hans sigurvinninga ? Slóđ hans um álfuna var vörđuđ líkum hundruđ ţúsunda manna sem hefđu átt ađ fá ađ lifa lengur og í friđi !

 

Sameining Evrópu sem verđa átti undir hakakrossfánanum og forrćđi nazista varđ einn hryllingur frá upphafi til enda. Ţar sökk ein hćfileikamesta ţjóđ veraldar svo djúpt í svörtustu ómennsku ađ ţess eru fá dćmi. Sovétríkin međ sinn kommúnisma buđu aldrei upp á neinn frambćrilegan valkost til sameiningar Evrópu. Og ţađ gerir Evrópusambandiđ ekki heldur međ neinum hćtti !

 

Hrokafull afskiptasemi Breta á gullaldartímum veldis ţeirra náđi til allra ríkja Evrópu. Alltaf var Bretinn annađhvort beint eđa óbeint ađ ráđskast međ frelsi annarra ţjóđa álfunnar. Oftar var ţó krumlu ţeirri beitt ađ tjaldabaki og hinn sterki Englandsbanki ţótti jafnan styđja ofríkiđ eins og best hann gat. Ţađ var heldur ekki viđ öđru ađ búast !

 

En nú er Bretinn sem betur fer ađeins svipur hjá sjón. Ţar sprikla bara litlir karlar eins og Boris Johnson nú til dags. Ţeir reyna ađ vísu ađ rífa kjaft en fá ekki áheyrn eins og í fyrri daga. Stórveldis-stćlar Breta eru eiginlega bara hlćgilegir nú til dags og Englandsbanki hefur ekki ţađ vćgi sem hann eitt sinn hafđi. Ţađ ber enganveginn ađ harma ţađ !

 

Viđ íbúar Evrópu ćttum ađ vera búnir ađ fá fullkomna sönnun fyrir ţví ađ í einhverju risavöxnu skriffinsku-bákni verđur frelsi mannsins aldrei vel fyrir komiđ. Skrifstofuvald sérhvers alrćđiskerfis hefur alltaf og verđur alltaf fjarlćgt öllu eđlilegu mannfrelsi. Ţađ hefur sannast til fulls í sögulegum skilningi í París, Berlín og Moskvu og mun sannast í Brussel og reyndar hvar sem er. Mannfrelsi unir aldrei hlekkjum til lengdar !

 

Eitt sterkasta ákall ţjóđa heims á öllum tímum hefur beinst ađ ţeirri sjálfsögđu, mannlegu kröfu ađ ţćr fái ađ vera í friđi. Ađ ţćr fái ađ ráđa örlögum sínum og ţurfi ekki ađ búa viđ ágang annarra. Fái ađ rćkta sinn garđ og sitt lífsmengi í friđi. Stundum gerist ţađ, ađ svonefndar vinaţjóđir eru verstar međ ţađ ađ láta fólk ekki í friđi. Ţar er hin yfirlýsta vinátta oftar en ekki skilyrt fyrirkomulag og í raun ekkert nema aukning á áţján !

 

Reynum ađ halda heilbrigđri sýn í moldviđrum samtímans. Vökum sjálf yfir velferđ okkar og fylgjum engum fölskum vinum fyrir björg. Ţó ađ sagt sé, ađ sćlt sé sameiginlegt fall er ţađ ekki ţannig í veruleikanum. Hverri ţjóđ er einbođiđ ađ gćta sjálfs sín af fullri ábyrgđ og vera á verđi fyrir varasamri íhlutun annarra, jafnvel og engu síđur, ţó vinir teljist !

 

Eitthvert miđstjórnarbákn og sjálfskaparvítisvald er ekki ţađ sem ţjóđir Evrópu sćkjast eftir. Hver ţjóđ vill fyrst og fremst fá ađ una viđ sitt í friđi eins og ćttsveitirnar fyrir daga konungsvaldsins. Allt hiđ brjálađa basl heilaţveginna kerfisţrćla viđ ađ búa til risastóran miđstjórnarkastala til ađ stjórna öllu, yfirleitt í nafni einhverrar blekkingarbólginnar hugmynda-frćđi, ţjónar ađeins einum tilgangi – ađ koma öllu valdi á sem fćstar hendur. Ţađ er líklega undirbúningsvinnan fyrir komu Antikrists !

 

Enginn er annars bróđir í leik og öll saga Evrópu bćđi fyrr og síđar - er og hefur veriđ afar fórnfrekt vitni um ţá ísköldu og óţćgilegu stađreynd veruleikans !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1611
  • Frá upphafi: 319575

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1289
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband