Leita í fréttum mbl.is

Andlegir krypplingar ?

 

 

Í bókinni Stefnumót í Jerúsalem segir frá ţví er Lydía Christensen talar viđ Arne Konrad, sem starfađ hafđi viđ kristnibođsstörf í Kína. Hún sagđi frá sínum ađstćđum og Konrad horfđi á hana međ tindrandi augum og sagđi: ,, Systir Christensen, Danmörk er full af andlegum krypplingum sem hafa heyrt kall Guđs, en veriđ hrćddir viđ ađ stíga trúarskrefiđ. Ţú skalt ekki verđa einn af ţeim !“

 

Ţegar ég las ţessi orđ varđ mér hugsađ til stöđu mála í ţessum efnum á Íslandi. Hvernig skyldi hún vera ? Hvađ skyldu ţessir andlegu krypplingar vera margir hérlendis ? Hvađ margir skyldu hafa svikiđ köllun sína og fariđ međ líf sitt í annađ en Guđ ćtlađi ţeim ađ gera ? Og fundiđ til ţess síđan alla tíđ ađ ţeir hafi brugđist köllunarhlutverki sínu ?

 

Ég veit ekki svariđ viđ ţeirri spurningu, en hef ţađ sterkt á tilfinningunni ađ stađan sé hér engu betri en hún var á umrćddum tíma í Danmörku. Hjarta afar margra Íslendinga virđist nefnilega nú á tímum nákvćmlega vera ţar sem veskiđ ţeirra er og enginn getur ţjónađ tveimur herrum. Sá sem ánetjađur er Mammon getur ţví ekki ţjónađ Guđi !

 

Hin venjulega mannsćvi hér á jörđinni er ekki löng, jafnvel ţó hún nái hinum oftnefndu 70-80 árum. Og hvađ tekur ţá viđ ? Flestir eru ţannig hugsandi ađ ţeir búast viđ einhverju framhaldi lífsins, í einni eđa annarri mynd. Og í ţví sambandi verđur mér á ađ hugsa, en hvađ međ ţá sem hafa komiđ inn í heiminn gagngert til ađ svara köllun sem ţeir hafa svo brugđist ? Hvađ bíđur ţeirra viđ hin endanlegu skil ?

 

Erum viđ kannski öll fćdd til einhverrar köllunarskyldu í lífinu og hvernig höfum viđ tekiđ á ţví máli ? Skyldi sambandsleysi af okkar hálfu viđ Guđdóminn hafa leitt okkur afvega og komiđ í veg fyrir ađ viđ sinntum ćtluđu lífshlutverki okkar međ ţeim hćtti sem okkur bar ? Ţađ skyldi ţó aldrei vera svo ? Höfum viđ kannski öll meira og minna reynst andlegir krypplingar í samskiptum okkar viđ Almćttiđ ?

 

Ég hef ađeins hitt einn mann á lífsleiđinni sem taldi allt líf búiđ eftir jarđlífiđ. Ţađ var gagnheiđarlegur mađur og virđingarverđur í allan máta og einstaklega óeigingjarn. Hann var meira ađ segja ţađ sem margir á ţeim tíma kölluđu kommúnista. En hann er einn af bestu mönnum sem ég hef umgengist og haft samskipti viđ og ég verđ alltaf ţakklátur fyrir ađ hafa fengiđ ađ kynnast honum og lćrt ađ meta manngildi hans !

 

Ég trúi ţví ađ sá mađur hljóti ađ eiga góđa heimvon til annars lífs ţó hann segđist ekki trúa ţví ađ slíkt vćri í bođi. Breytni hans var ţannig alla tíđ ađ hann lét annarra ţarfir ganga fyrir sínum og var trúr ţjónn Guđdómsins ţó hann segđist ekki trúa á neinn guđdóm. Sérgćska var ekki til í hans huga, hann var sannur í öllu dagfari sínu og heill í hjarta gagnvart náunga sínum eins og allir ćttu ađ vera !

 

Ţađ hlýtur ađ vera ömurlegt hlutskipti ađ vera andlegur krypplingur og ganga lífsveginn á ţeim forsendum. Ţađ er ţví öllum nauđsyn ađ gera ţađ upp viđ sig, eins tímanlega og ţeir mögulega geta, hvađa afstöđu ţeir hafa til Guđs og hvađa skyldur ţeir hafa gagnvart Almćttinu. Ţađ varđar ekki bara tímanlega velferđ ţeirra heldur eilífa velferđ ţeirra og áframhaldandi líf í kćrleiks-ţjónustu áframhaldandi köllunar !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 357104

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband