Leita í fréttum mbl.is

Hvenćr hrynja Bandaríkin ?

 

Allt er í heiminum hverfult og ekkert varir til lengdar. Stórveldi rísa og stórveldi hrynja. Ţađ er ekkert til viđvarandi framtíđar sem mennirnir gera. Ţegar eitthvađ stórt er byggt upp, hleđst ađ ţví stuđningur á margan hátt, ađallega af hagsmunalegum ástćđum. En slík hagsmuna-blökk verđur aldrei varanleg. Og ţeir svíkja oftast sem síst skyldi. Allt tekur breytingum !

 

Ein af meginspurningum dagsins er hvort tími sambandsríkja af stćrra taginu sé ađ ganga yfir ? Ţjóđfélagshópar finna sig best í tengslum viđ ađra á ţjóđernislegum forsendum og sú stađreynd er enn sem fyrr ađ stađfesta sig í ţróun mála í dag !

 

Bandaríkin sem sambandsríki hafa gliđnađ mikiđ sundur á síđustu 20-30 árunum. Ţau innifela nú svo miklar ţjóđfélagslegar andstćđur ađ mikil spurning er hvort fólk á ţar lengur samleiđ ?

 

Gamli valdakjarninn sem tengdist mikiđ austurríkjunum og Nýja Englandi hefur glatađ stöđu sinni ađ miklu leyti. Suđurríkjakjarninn er orđinn mun blendnari og meira tvíátta en hann var. Mikil fjölgun fólks af spćnskum uppruna hefur breytt mjög valdastöđunni í suđvesturhluta ríkisins. Allt vekur ţetta áleitnar spurningar um framtíđarstöđu ríkjabandalagsins ?

 

Sambúđ svartra og hvítra um nánast öll Bandaríkin er viđkvćm og viđsjárverđ og getur hvenćr sem er kveikt bál sem tćpast verđur slökkt. Ţar virđist nóg eldsneyti til fyrir heiftarlega borgara-styrjöld. Svart fólk getur ekki endalaust búiđ viđ ţađ sem ţví er bođiđ upp á. Friđurinn er dýrmćtur, en margt getur eyđilagt hann !

 

Sovétríkin hrundu nánast á einni nóttu. Stćrsta sambandsríki veraldar. Ákveđinn valdahópur rćndi ríkinu og eignum ţess og sagđi skiliđ viđ alla arfleifđ ţess. Sérhagsmunaliđ í forréttinda-stöđu tók öll völd. Gćti eitthvađ hliđstćtt átt sér stađ í Ameríku ?

 

Stađa bandaríska ríkisins í efnahagslegu tilliti virđist skelfileg. Ríkisskuldir eru ríflega 31 trilljón dollara. Í forustusveit margra ríkja er vaxandi ótti viđ veikingu á stöđuvaldi dollarans. Byrjađar eru tilraunir af hálfu annarra ríkja međ ađ leysa hann af hólmi međ öđrum gjaldmiđli og ţá áđur en Bandaríkin fara á hausinn einn daginn. En enginn veit hver framvindan verđur. Kannski rćna auđmenn í lykilstöđum ríkiseignum ađ lokum og skilja allan almenning eftir í syndum spilltu skulda-díkinu ?

 

Afleiđingar hruns Bandaríkjanna yrđu gífurlegar um heim allan. Enginn veit hvađ mun eiga sér stađ viđ ţćr efnahagslegu hamfarir, en víst er ađ lífskjör tugmilljóna manna munu raskast og líklega versna ađ miklum mun. Fátćkt og eymd munu verđa hlutskipti íbúa Norđur-Ameríku um ófyrirsjáanlegan tíma. Bandaríkjamenn munu ţá fá ađ kynnast nýjum og verri veruleika. Sem fyrr mun ţađ ţá sannast ađ dramb er falli nćst !

 

Allt of mikiđ hefur veriđ bundiđ viđ ţá trú ađ Bandaríkin myndu ćtíđ halda velli. En skuldadagarnir í ţeim efnum virđast nálgast nokkuđ hratt og lítiđ virđist gert til ađ varna ţví ađ ríkjasamsteypan hrynji ađ lokum svipađ og Sovétríkin !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 680
  • Frá upphafi: 365578

Annađ

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 592
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband