Leita í fréttum mbl.is

Ađ vera innanspillingar eđa utanspillingar ?

 

 

Íslenskt samfélag er ekki stórt, en raddir ţess eru margar. Ţađ er breitt bil í ţessu litla samfélagi milli tekjuhópa og ţađ hefur alltaf veriđ erfitt fyrir láglauna-fólk ađ njóta hér skilnings!

 

Harđlínustefna hefur löngum veriđ til stađar hjá atvinnurekendum og ţar veriđ spilađ af mikilli og útfarinni kunnáttu á allar viđsjár sem fundist hafa innan verkalýđshreyfingarinnar og ţćr hafa stundum veriđ margar. Forustuöfl verka-lýđsins ţurfa á hverjum tíma ađ vera vel á verđi fyrir sundrungarpólitík af slíku tagi !

 

Sýn leiđandi manna á samfélagiđ er mjög breytileg. Viđhorfin eru fyrst og fremst mörkuđ ţví hvort innanspillingarmađur eđa utanspillingarmađur verđur fyrir svörum. Innanspillingarmenn tala nánast sumir hverjir um íslenskt samfélag eins og ţađ sé á himnum, en utanspillingarmenn líkja ţví eđa ađ minnsta kosti hlutum ţess öllu frekar viđ annan stađ sem ekki ţykir eftirsóknarverđur !

 

Og barátta íslenskra launţega, í lćgri kanti launastigans, vćri áreiđanlega ekki sú sem hún er, ef Ísland ćtti eitthvađ skylt viđ himnaríki. Íslenskir atvinnu-rekendur eru heldur ekki neinir englar.

Kapítalistahjartađ í ţeim flestum virđist yfirleitt afskaplega hart og tilfinninga-laust. Ţađ er djöfullegt viđ ţá ađ eiga í samningum og hefur alltaf veriđ !

 

Ţađ er oft eins og ţessir menn komi annarsstađar ađ, utan úr geimnum eđa neđan úr jörđinni. Samfélagssýn ţeirra virđist allavega óralangt frá öllum ţeim viđhorfum sem barist er fyrir í réttlćtishugsjón heilbrigđrar verkalýđs-baráttu og ţađ er meiniđ !

 

Eins og margir vita hefur fyrrverandi forustumađur í samtökum atvinnurekenda tekiđ viđ nýju starfi og eftir fréttum ađ dćma verđa launakjör hans líklega mjög rífleg. En af hverju ţarf mađurinn svona há laun í himnaríkis-samfélagi sinna líka ?

 

Ţađ er líklega vegna ţess ađ háu launin marka sýn hans, og ţeirra sem honum eru líkir, til samfélagsins. Ţeir verđa ađ hafa slík laun, annars er ekki um neitt himnaríki ađ rćđa fyrir ţá né yfirleitt menn sem meta allt til verđs !

 

Ţessir gullkálfar virđast ţví halda býsna fast í auralega stöđu sína og svo hefur alltaf veriđ. En verđmat ţeirra á eigin hćfni er svívirđa í öllum samfélagslegum skilningi og ćtti ekki ađ líđast!

 

En ţađ virđist jafnframt vera beinhörđ starfsleg skođun og skylda slíkra manna ađ sjá til ţess ađ há laun séu bara fyrir ţá sem eiga ţau skiliđ, ađ mati hinna innmúruđu og innvígđu. Sérgćskan rćđur í ţeim heimi ţar sem enginn óverđugur skal stíga fćti né nokkur sanngirni finnast !

 

Og láglaunafólk Íslands tilheyrir sannar-lega ekki ţeim hópi sem um gullsalina á ađ ganga og ţađ á bara ađ vera utan ţess himnaríkis sem fjármagnsöflin hafa vafiđ utan um sig í ţessu landi sjálfum sér til dýrđar og dagláta. Ţar skal allt vera í sama svikrćđisfarinu og löngum fyrr !

 

Ţannig er Ísland í dag ! Himnaríki fyrir sérhagsmunaöflin og innanspillingarhyskiđ en nćr hinum endastađnum ađ áliti almennings og utanspillingarfólksins í landinu. Ţađ er breitt bil á milli ţessara tveggja ólíku ţjóđa sem búa hérlendis, gullkálfaliđsins og allrar alţýđu manna, og ţađ bil virđist stöđugt breikka !

 

Ađ lokum getur ekki veriđ ţar um neina samleiđ ađ rćđa né samfélag međ ţeim hćtti sem veriđ hefur. Ţađ hlýtur ađ koma ađ ţeim skuldadögum og ţar međ ađ leiđarlokum sameiginlegra laga. Og hvađ tekur ţá viđ ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband