Leita í fréttum mbl.is

Um kjarnalaust tímabil í íslenskri pólitík !

 

Einstaklega lágkúrulegu og virđingarlausu tímabili í pólitískri sögu ţjóđar okkar fer vonandi brátt ađ ljúka, tímabili ţar sem engin manneskja í valdasessi hefur unniđ sér nokkurn orđstír samkvćmt ţjóđlegum, íslenskum mannskilningi !

 

Ţađ er alltaf dapurlegt ţegar ţjóđir búa viđ lélega forustu, ţegar ţeir sem völdin hafa, hegđa sér međ ţeim hćtti ađ ţeir missa frá sér alla virđingu samfélagsins. Ţađ gera menn ţegar ţeir draga sjálfa sig og samfélagiđ allt niđur fyrir öll ţau viđurkenndu gildi sem góđum markmiđum ţjóna og meiđa međ slíku orđstír lands og ţjóđar í lengd og bráđ !

 

Ţađ er sannfćring mín ađ viđ höfum búiđ viđ slíka forustu undanfarin ár. Og mér sárnar ţađ mjög, Íslands vegna. Ađ mínu áliti er ţjóđin bitastćđari en stjórn-völdin. En allt of oft sćttir hún sig samt viđ hluti sem ćttu ađ vera og eru óásćttanlegir. Og einmitt ţessvegna erum viđ í svo aumu fari sem raun ber vitni ?

 

Sú stađa er uppi vegna ţess ađ glórulítil stjórnvöld okkar gera í ţví ađ láta flćkja sig og okkur inn í stórveldatogstreitu sem er hćttulegri en orđ fá lýst. Viđ látum erlenda ađila ráđskast međ fjöregg Íslands, ađila sem í raun vilja okkur ekkert gott og hafa ađeins orđiđ okkur til bölvunar !

 

Ţađ lá alltaf fyrir frá byrjun ađ Ísland hafđi ekkert ađ gera inn í hernađar-bandalag. En ţar var ekkert lýđrćđi viđhaft og ţjóđin herleidd í snöruna. Íslenska ţjóđin var fámenn og friđsöm, hafđi um aldir sagt skiliđ viđ allt hernađarbrölt og vildi fá ađ una sínu lífi í friđi og í hlutleysi gagnvart deilum annarra ríkja !

 

Fullveldis-yfirlýsing ţjóđarinnar frá 1918 segir eiginlega allt um ţađ hvernig viđ vildum hafa hlutina ađ eigin vilja. Viđ lýstum ţví yfir ađ viđ vildum ástunda friđsamleg samskipti viđ allar ađrar ţjóđir og gerđum okkur grein fyrir ţví ađ ţađ myndi í öllu farsćlast fyrir íslenskan ţjóđarhag ađ halda ţannig á málum !

 

En ađrir vildu ráđskast međ okkur og ađ ţví kom ađ margyfirlýstar vinaţjóđir okkar vildu draga íslensku ţjóđina inn í ófriđ og milliríkja svartnćtti sem enginn sá í gegnum. Og ţađ var sannarlega ekki vegna okkar hagsmuna heldur vegna eigin ţarfa ţessara tvöföldu vinaţjóđa sem aldrei hafa sýnt okkur heilindi !

 

Og lýđveldiđ sem var stofnađ á Íslandi 1944, líklega ekki hvađ síst fyrir atbeina hersetuvalds Breta og Kana og međ alveg sérstakri sérgćskublessun ţeirra stjórn-valda, var ţannig frá upphafi ćtlađ til ađ vera verkfćri sem ţjónađi ţeim en ekki okkur sem ţjóđ. Okkar lýđrćđisţarfir komu í raun ekkert viđ sögu í ţví valdaspili !

 

Ţessvegna ţótti til dćmis aldrei nein ţörf á ţví ađ fullklára vinnu viđ íslenska stjórnarskrá, ţví hún skipti Breta og Bandaríkjamenn auđvitađ engu máli. Máliđ af ţeirra hálfu var ađ geta ráđskast međ hiđ - í orđum kveđna - sjálfstćđa Ísland sem ósjálfstćtt ríki og ţađ hefur ađ mestu veriđ gert allt til yfirstandandi dags og ađ flestu leyti okkar ćtlađa ţjóđlega frelsi til skemmdar og skađa !

 

Utanríkismál okkar hafa hvorki veriđ sjálfstćđ né miđast viđ hagsmuni lands og ţjóđar. Ţar hefur alltaf veriđ mađkur í mysunni og minkur í hćnsnakofa ţjóđar-innar. Viđ höfum alltaf orđiđ ađ sökkva í svartnćtti annarra hagsmuna en ţeirra sem gagnast myndu ţjóđinni best, í anda full-veldis-samningsins frá 1918 !

 

Ţegar ein helsta ţjóđ Nató réđist á okkur ítrekađ í landhelgisstríđunum, sem átti ekki ađ geta gerst samkvćmt varnarsamningi Natóţjóđa, gerđi Nató ekkert okkur til varnar. Vćgi Bretlands fyrir hagsmuni Nató skipti öllu en litla Ísland og lífs-hagsmunamál ţess engu. Ţá sást gjörla hvađ réđi ferđ og viđ vorum ţar einskisvirđi !

 

En ţá forsmán létu menn yfir sig ganga. Jafnvel Norđmenn gengu erinda Nató gegn okkur og ţá var ekki mikiđ talađ um frćndsemi og vinakynni. Öll sú saga er svo ljót og andstyggileg í blygđunarlausri tvöfeldni sinni ađ ţađ hálfa vćri nóg !

 

Persónugervingar Bjarna og Eysteins virđast ennţá, andlega talađ, á stans-lausum ţönum milli Íslands og Banda-ríkjanna eđa á milli Reykjavíkur og Brussel, líklega til ađ sćkja ófrelsis-fyrirmćlin međ tilheyrandi hneigingum !

 

Nató rćđur öllum lagbođum og nú er ţađ tónasyrpan Highway to Hell sem greinilega gildir í fílabeinsturni generálanna, manna sem virđast helst draga svip af persónu-einkennum James Matoon Scott úr örlaga-kvikmyndinni Sjö Dagar í Maí !

 

Slík er veruleikafirringin orđin viđ hringborđ ćđstu stjórnar Nató. En ţar er enginn Arthúr, enginn Merlin, engin vitrćn hugsun í gangi, enda ábyrgđar-leysiđ slíkt ađ stefnt virđist vera ađ meiriháttar styrjöld og milljóna-dauđa í framhaldinu !

 

Og hver skyldi orđstír íslenskrar ţjóđar verđa í öllu ţví dauđaferli sem stefnt er ađ ? Hann hlýtur ađ verđa neđar núlli eins og til hefur veriđ sáđ, enda hefur hann stöđuglega veriđ ađ nálgast punkt gildis-leysisins í stjórnleysislegu hugleysi hér-lendra ráđamanna síđustu árin, ţar sem enginn ađili mála virđist öđrum skárri !

 

Í ţeim efnum er augljóst ađ lengi getur vont versnađ og ţjóđarhagur verđur ađ óbreyttu brátt á hverfanda hveli - sem rjúkandi fórnfćring á altari Nató !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 333
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 1972
  • Frá upphafi: 320226

Annađ

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 1642
  • Gestir í dag: 281
  • IP-tölur í dag: 277

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband