Leita í fréttum mbl.is

Sumt getur veriđ ekta en margt er óekta !

 

 

 

Ţegar fariđ er yfir herstjórnarhćfni hershöfđingja bandamanna í seinni heims-styrjöldinni, kemur fljótt í ljós ađ helstu hershöfđingjar Breta og Banda-ríkjamanna voru ekki neinir afburđamenn í ţeim efnum. Međal Breta var eiginlega ekki um neinn sérstakan ađ rćđa og hjá Bandaríkjamönnum var Patton kannski helsti foringinn sem stóđ sig sćmilega á vígvellinum !

 

Líklega hefur sovéski hershöfđinginn Giorgi Zukhov veriđ rismesti hershöfđingi bandamanna, en Sovétmenn áttu samt ýmsa ađra hershöfđingja sem stóđu honum ekki langt ađ baki. Ţar má nefna Konstantin Rokossovski, Ivan Konev, Andrei Yeremenko, Nikolai Vatutin, Alexander Vasilevski, Ivan Bagramyan, Nikolai Voronov, Rodion Malinovski, Feodor Tolbukhin, Vassily Chuikov o.fl.

 

Virđist ţó svo, ađ jafnvel sćmilegir áhugamenn um stríđssöguna hafi ţekkt lítiđ til forustumanna í herjum Sovétríkjanna, enda löngum lítiđ veriđ gert til ađ halda nöfnum ţeirra á lofti á Vesturlöndum. Vestrćnar heimildir tala yfirleitt bara um Stalín og yfirleitt bara á einn veg !

 

En á hinn bóginn er stöđugt flaggađ nöfnum eins og Eisenhower, MacArthur og Montgomery, enda kannast jafnvel ţeir sem lítiđ sem ekkert vita um styrjöldina, viđ nöfn ţeirra. En líklega hefur enginn ţeirra veriđ sérlega mikill bógur sem hershöfđingi, ţó ţeir hafi haft réttu samböndin til ađ öđlast tignargráđurnar !

 

Ţađ má segja um framangreinda hers-höfđingja Sovétmanna, ađ ţeir hafi allir veriđ vígvallahershöfđingjar međ bardaga-reynslu. Einn ţeirra Nikolai Vatutin féll í fyrirsát úkraínskra fasista sem börđust međ nazistum. Ţeir voru jafnvel verri en ţýskir SS menn, eins og sannađist í Babi Yar og víđar. Vatutin var mjög hugmynda-ríkur og snjall hershöfđingi !

 

Vestrćn fréttatúlkun hefur löngum veriđ mikils til allsráđandi á Íslandi. Hún segir međal annars : Rússar eru ruslara-lýđur, í stríđinu voru ţeir bara međ drasl, allir leiđtogar ţeirra voru glćpamenn og ţeir áttu enga frambćrilega menn til eins eđa neins og ţannig hefur ţađ alltaf veriđ !“

 

En af hverju sigruđu Rússar Hitlersherina, af hverju komu ţeir fram međ jafnbesta skriđdreka stríđsins, af hverju voru ţeir fyrstir til ađ senda mann út í geiminn o.s.frv. o.s.frv o.s.frv ?

 

Er ekki eitthvađ athugavert viđ vestrćnar fréttaskýringar ? Hvenćr byrjuđu Íslend-ingar almennt á ţví ađ gleypa viđ fréttum frá öđrum ađilanum í stríđi eđa deilum og telja ađ ţar sé sannleikurinn sagđur ? Gamalt ţjóđlegt spakmćli segir : ,, Sjaldan veldur einn ţá tveir deila !“ En fjöldi Íslendinga gleypir stöđugt viđ áróđursbeitunni áratugagömlu : ,, Ţađ er allt Rússum ađ kenna !“

 

Sumir hafa fylgt ţeirri línu ađ segja ađ allt vćri Gyđingum ađ kenna, og öll veröldin yrđi bara góđ ef ţeim vćri útrýmt, enda trúa sumir ţví. Ađrir hafa fariđ í sömu spor varđandi Rússa. En ţađ er engin ţjóđ annarri betri og óţokkar eru alls stađar til og illska og mannhatur sömuleiđis !

 

Margt er ađ í heimsmálunum, en einna verst er ţó ţegar ţeir sem ţykjast öđrum betri og telja sig góđu gćjana, fremja síst minni glćpi en hinir sem brennimerktir eru sem vondir gćjar. Og svo eru glćpir ţeirra jafnan ţaggađir niđur en glćpum hinna haldiđ á lofti linnulaust. Hvađ á slík túlkun sameiginlegt međ réttlćti ?

 

Í tuttugu ár kvöldu Bandaríkin víetnömsku ţjóđina á allan hugsanlegan máta, drápu og pyntuđu, eyddu landsgćđum međ allra handa eiturhernađi, til ađ gera ţjóđinni ókleift ađ lifa í landinu. Ţeir notuđu nála-sprengjur, kúlusprengjur, gas, bensín-hlaup og napalm. En Víetnamar voru ekki sigrađir, ekki frekar en af Frökkunum ţar á undan. Jafnvel Mongólar á sínu ćgilega herhlaupi yfir Asíu og vestur í Evrópu, gátu ekki sigrađ Víetnama og ekki Kín-verjar međ innrás á fyrri öldum heldur !

 

Ađeins á árunum 1965 til 1967 var kastađ meira sprengjumagni á Víetnam en á Evrópu alla í síđari heimsstyrjöldinni. Í hörđum bardögunum um bandarísku herstöđina Khe Sanh notuđu hinir yfirlýstu ,,góđu gćjar“ meira en 100.000 tonn af sprengjum á svćđi sem var ađeins nokkrir ferkílómetrar ađ stćrđ. Ţađ var fimm sinnum meira magn en fólst í kjarnorkusprengjunni sem ţeir vörpuđu á Hírósíma, en samt urđu ţeir ađ flýja ađ lokum !

 

Í skýrslu frá 1966 taldi bandarískur vísindamađur ađ 750.000 börn hefđu látiđ lífiđ í Suđur-Víetnam vegna stríđsins en 250.000 vćru örkumla. Ţetta er ađeins eitt dćmi um heimsvaldasinnađan og blóđugan yfirgang Bandaríkjanna gagnvart umheiminum og Víetnamar eru sannarlega í hópi margra ţjóđa sem orđiđ hafa ađ ţola slíkt. En ţjóđ sem stendur slíkt af sér er hetjuţjóđ !

 

Bandarískir hershöfđingjar í Víetnam voru eins og bandarískir hershöfđingjar hafa langflestir veriđ, tćplega miđlungsmenn ađ getu og atgervi, og höfđu ekkert í einhuga, víetnamskan ţjóđarvilja ađ segja. Ţeir komu til Víetnam, uppblásnir af amerískum herraţjóđarhroka, og fóru ţađan eins og sprungnar blöđrur !

 

Stríđ sem stefnir ađ kúgun heillar ţjóđar, frelsis-sviptingu og ţrćlkun milljóna manna, getur aldrei skilađ neinum endan-legum sigri. Svo viđ notum íslensk hugtök, - ţađ er hćgt ađ kúga og undiroka í einhvern tíma, en kvikan safnast saman og skilar af sér gosi og gjörbreyttum ađstćđum til ađ lifa áfram !

 

Bandaríkjamenn héldu til dćmis ađ ţeir hefđu byggt upp sterkan og vel vopnađan her í Afghanistan gegn Talibönum, en sá her leystist upp og hćtti ađ vera til á nokkrum dögum. Allur herbúnađurinn lenti svo í höndum Talibana. Banda-ríkjaher er heldur ekki eins öflugur og Washington-valdaklíkan heldur. Til ţess eru innantómu fúleggin í hershöfđingja-bransanum orđin, vćgast sagt, allt of mörg !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 365520

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband