Leita í fréttum mbl.is

EINSTAKLINGA -ŢJÓĐFÉLAGIĐ !

Eru Íslendingar ţjóđ ? Er í rauninni hćgt ađ nota slíkt samheiti yfir jafn óstýrilátan og einţykkan söfnuđ ? 

Er ekki full ástćđa til ţess, ađ viđ veltum ţví örlítiđ fyrir okkur hvernig viđ erum ađ standa okkur sem ţjóđ ef viđ verđskuldum ţá ađ heita ţađ ?

Sumir tala um ađ hér búi 300.000 einstaklingar sem flestir vilji sem minnst af öđrum vita ţegar allt kemur til alls. Ţađ viđhorf virđist víđa fyrir hendi ađ kynni af fólki bjóđi ađeins upp á vandrćđi. Sérstaklega er sú afstađa áberandi í óđaţéttbýli höfuđborgartorfunnar. Ţar getur fólk búiđ í sama stigaganginum í blokk árum saman án ţess ađ hafa nokkur samskipti viđ granna sína ţar.

Ţađ hugsar sennilega međ sér : " Ég ćtla ekki ađ fara ađ venja eitthvađ pakk á ađ leita til mín ! ". Já, framkoman getur veriđ ţögul og fjandsamleg, fólk horfir ekki á hvert annađ ţegar ţađ mćtist á göngunum og byggir stöđugt upp veggi milli sín og annarra. Ţađ telur sig trúlega vera ađ ađ verja sig međ ţessu atferli fyrir hugsanlegu áreiti.

Svo fer ţađ kannski á mótmćlafund gegn Ísrael og krefst ţess ađ veggurinn sem ţar hefur veriđ byggđur verđi rifinn niđur. Hann sé ómanneskjulegt fyrirbćri og hindri eđlileg samskipti. En ţar hafa menn ţó veriđ ađ verja sig fyrir áţreifanlegu áreiti sem hefur kostađ marga lífiđ. En ţar fyrir utan leysa múrar milli fólks aldrei neinn vanda - en ţađ gera hinsvegar samskipti ef ţau eru byggđ á ţeim grunni ađ fólk geti talast viđ.

Einstaklingshyggjan er rík í Íslendingum og verst er ađ fylgja hennar er svo oft lítilsvirđing á félagslegum tengslum og sam-mannlegum gildum. Ţeir sem frekast hafa misnotađ félagslega ađstöđu eru oftast ţeir sem vađa fram í oftrú á eigin rétti en trađka jafnframt á rétti annarra. Ţađ gerir enginn mađur sem er trúr félagslegum lausnum og hefur til ađ bera heilbrigđa samfélagskennd.

Ég hef kynnt mér nokkuđ atferli manna varđandi ţessi mál og veit um allnokkur tilfelli ţess ađ fólk sem vill rústa félagslegum kerfum, er oft allra frekast í ađ fá fyrirgreiđslu í gegnum ţau. Ţađ getur ţví ekki flokkast undir ţađ ađ vera sjálfu sér samkvćmt. En ţar kemur til ţessi ofvaxna einstaklingshneigđ sem er svo sjálfhverf ađ ţađ er hiklaust brotiđ á rétti annarra. Sá sem einblínir međ slíkum hćtti á sinn rétt tekur bara ekki eftir ţví ţegar hann valtar yfir ađra međ yfirgangi og frekju.

Sumir eru ţjóđarţegnar međ réttu og hafa til ađ bera ţá heildarhugsun sem skilur ţá stöđu, en ađrir eru bara einstaklingar og ekkert nema einstaklingar. Ţeir gerast kannski ađilar ađ ţessu og hinu, en alltaf er hugsunin sú ađ hafa eitthvađ upp úr hlutunum. Ţeir líta á sig sem hluthafa í ţjóđfélaginu og vilja stöđugt fá góđan arđ út á sitt hlutabréf, hvernig svo sem markađsstađan er.

Ţegar illa gengur vilja ţeir fá óafturkrćfan styrk frá samfélaginu en ţegar vel gengur vilja ţeir gleypa allan arđinn. Slíkir einstaklingar hafa svikiđ og hlunnfariđ íslenskt ţjóđfélag meira en nokkrir ađrir í áranna rás.

Viljum viđ hafa hér ţjóđfélag 300.000 einstaklinga af slíkri gerđ eđa viljum viđ stefna áfram ađ ţví ađ reyna ađ vera ein ţjóđ sem stendur saman um félagslegt jafnrétti og réttlćti öllum til handa ?

Er ţađ ekki knýjandi mál ađ hver og einn svari ţví fyrir sig ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband