Leita í fréttum mbl.is

ÍSLENSKA KÚLTÚRSNOBBIĐ

 


Ţví hefur löngum veriđ haldiđ fram ađ svokölluđ menning hafi alltaf veriđ mikill gerandi í ţví ađ skapa velmegun međal fólks. En ţađ er nú enganveginn rétt ađ ţví er tekur til almennings. En ţađ hafa alltaf veriđ til yfirstéttarklíkur og stórborgarar sem hafa haft tilhneigingar til ađ framleiđa menningar-uppákomur af ýmsu tagi. Ţćr hafa hinsvegar yfirleitt veriđ gegnum-snobbađar og lítt viđ hćfi venjulegs fólks. Ţar hefur ţví ekki veriđ um menningu ađ rćđa međ sönnum hćtti, heldur gervimenningu og hégóma sem ađeins hefur snúist um yfirborđ og ekkert nema yfirborđ.

Jónas heitinn Árnason rithöfundur segir margt gott í viđtalsbók sem gefin var út áriđ 1985. Hann vandar ţar kúltúrsnobbinu ekki kveđjurnar og bendir á  misrćmiđ milli ţess og lífskjara fólks. Í ţessari bók segir Jónas međ spámannlegum orđum:

" Ég veit ekki hvenćr ellilaun hér á landi komast upp í ţađ ađ hćtta ađ vera viđurstyggileg móđgun viđ gamalt fólk. Ég veit ekki heldur hvenćr láglaunafólki verđur tryggđur sá dagvinnutaxti ađ ţađ geti lifađ mannsćmandi lífi. En mér sýnist ýmislegt benda til ţess ađ löngu áđur en til slíks komi, verđi risiđ tónlistarhús á heimsmćlikvarđa í Reykjavík ".

Og  hvađ höfum viđ fyrir augunum í dag. Menningarmafían er á reykvískum   rottuspretti eftir hégómanum svo ţađ sem Jónas heitinn sagđi fyrir rúmum 20 árum er ađ koma fram. Tónlistarhöllin sem er veriđ ađ byggja, verđur aldrei fyrir almenning ţessa lands, ekki frekar en synfónían ţar sem miđar kosta um 5000 kr. á hverja tónleika. Ţarna er ađeins á ferđinni dćmigerđ framvinda menningar á gerviforsendum, sérverđlögđ menning fyrir svokallađra betri borgara, en fólkiđ, hinn breiđi fjöldi, er ekki međ. Venjulegt fólk hefur engin efni á bruđlinu sem gervimenningin útheimtir ţví hégóminn er dýr.

Stefán heitinn Jónsson sagđi eitt sinn ađ " snobb vćri yfirveguđ leit eftir einhliđa gyllingu ! "

Ţađ er nokkuđ beinskeytt lýsing.

En áfram heldur kúltúrsnobbiđ ađ vaxa og vera til, ţví hégómi er nokkuđ sem mannskepnan virđist ćtla ađ ala međ sér alla tíđ. Kúltúrsnobbarar eru sannnefndir hégómar hégómans. Ţađ sést best á ţví hvađ ţeim ţykir nauđsynlegast ađ gera.

Allt er sett í gang til ađ fá heimsfrćga einstaklinga til ađ koma til Íslands á uppblásnar menningarhátíđir, til ađ syngja, spila og dansa eđa láta bara sjá sig á kaffihúsum íslensku menningarborgarinnar. Og forstjórarnir sem hafa fitnađ á arfleifđ sambandsins sáluga eđa á hliđstćđan hátt, borga tugmilljónir króna til ađ fá heimsfrćgđar-listamenn til ađ koma og trođa upp fyrir samkvćmishópinn.

Ţvílík gervimennska, ţvílíkt menningaröfugstreymi, ţvílík eftiröpunardella !

Er hćgt ađ komast lengra í andlegum aumingjadómi ?

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 821
  • Frá upphafi: 356666

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband