Leita í fréttum mbl.is

Pistill í tilefni 11. sept.

 

 


"ÓSÓMA SVÍNHLAĐINN "

 

Hryđjuverka-forsprakkinn Osama Bin Laden frá Sádi-Arabíu er almennt talinn hafa veriđ heilinn á bak viđ árásina sem gerđ var á Bandaríkin ţann 11. sept. 2001, fyrir réttum 6 árum. Og víst er ađ rökin fyrir ţví ađ hann hafi lagt ţar á ráđin hljóta ađ teljast nokkuđ sterk. Glćpurinn var augljóslega framinn eftir ţví hryđjuverka-forriti sem hann hefur gefiđ út og ţví er mađurinn sannkallađur heimsósómi.

Slíkan mann má ekki gera ađ dýrlingi eđa píslarvotti í augum milljóna manna. Ţađ ţarf ađ ná honum lifandi og stefna honum fyrir rétt ţar sem  fletta má ofan af honum og ná ađ sýna hann í ljósi sannleikans sem hryđjuverkamann sem virđir mannslíf einskis. Aumkvunarverđan mann sem hefur lokađ sjálfan sig inn í ţráhyggju-vítahring ofbeldis og manndrápa.

Viđ sem byggjum ţennan heim verđum ađ bregđast viđ ţeirri ógn sem hryđjuverk eru međ skipulegum hćtti. Ég held ađ fćstir geri sér fulla grein fyrir ţví hvílíkt vođaverk var framiđ ţann 11. september 2001 í New York. Glćpurinn sem slíkur er stórfelldur og hrikalegur og samviskuleysiđ ađ baki honum algjört. Ţúsundir manna sem voru ađ hefja starfsdaginn voru skyndilega og fyrirvaralaust ţurrkuđ út fyrir tilverknađ örfárra brjálćđinga. Og skipunin um ţessi ólýsanlegu hryđjuverk virđist hafa veriđ gefin af andlega sjúkum manni sem felur sig í óbyggđum fjarlćgs lands og sigar öđrum til morđa og misgerđa.

Ţađ sama og gerđist 2001 í New York getur gerst hvar sem er í heiminum og hefur gerst. Öryggi venjulegra borgara hefur međ ţví veriđ stórlega skert og hryđjuverk eru orđin alheimsógn.

Á heimurinn ađ sćtta sig viđ trúarleg viđhorf manna sem telja sig ţjóna guđi sínum best međ ţví ađ myrđa sem mest í hans nafni ?  Nei, ţađ má aldrei verđa !

Vesturlönd verđa hinsvegar ađ taka sig saman varđandi stefnu sína gagnvart öđrum heimshlutum. Hryđjuverkin eru bein afleiđing ástands sem verđur ađ breytast. Postular hatursins nýta sér ţađ ástand til ađ afla sér stuđnings alveg eins og Hitler nýtti sér viđvarandi Gyđingahatur til ađ komast til valda.

Hitler bjó ekki til Gyđingahatriđ. Ţađ var ţegar til stađar vegna ástands sem skapađ hafđi veriđ.

Ástandiđ í Austurlöndum nćr er afleiđing langvarandi arđráns og spillingar og skapađ ađ talsverđum hluta af Vesturlöndum međ Bandaríkin í broddi fylkingar. Ţađ verđur ađ snúast gegn hatrinu sem logar í ţessum heimshluta međ mannúđ og kćrleika ţess heims sem vill virđa kristin gildi.

Ţađ má alls ekki nota hryđjuverkaógnina sem tćki til ţess ađ afnema borgaraleg réttindi og skerđa ţađ lýđrćđi sem er ţjóđfélagsleg undirstađa okkar á Vesturlöndum. Nokkuđ hefur boriđ á ţví ađ öfgafullir hćgrisinnađir stjórnmálamenn hafi viljađ nota tćkifćriđ til ađ ţoka okkur í átt ađ lögregluríkinu viđ ţessar ađstćđur.

En lausn vandans felst ekki í Stóra bróđur ađferđum ţar sem menn eru undir eftirliti hverja mínútu sólarhringsins. Ţađ ţarf ađ efla borgaralegt traust međ ţeim hćtti ađ borgararnir séu međvirkir í lagaumhverfi sínu og leggi sitt til málanna. Allir eiga og verđa ađ bera sinn hlut af ţeirri ábyrgđ sem fylgir ţví ađ halda uppi ţjóđfélagi sem flestir ćtlast áreiđanlega til ađ rekiđ sé á manneskjulegum forsendum. Ţar getur enginn veriđ  " stikkfrír " !

En jafnframt verđur ađ láta lög og rétt hafa sinn gang gagnvart ţeim fulltrúum hatursins sem hafa stigiđ endanlega fram af brún hins mannlega og gerst djöflar í mannsmynd.

Ţar er einna fremstur í flokki sá mađur sem er svínhlađinn ósóma og viđbjóđi, hryđjuverka-forsprakkinn, Osama Bin Laden.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 845
  • Frá upphafi: 356690

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 659
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband