Leita í fréttum mbl.is

Bankakerfisrúllettan og fyrirhyggjuleysiđ

 

 


 "Valdiđ hefur sút og sekt,

síst til hjálpar beysiđ,

fyrr og síđar fjandalegt,

fyrirhyggjuleysiđ."

 

Ég hef dálítiđ veriđ ađ velta ţví fyrir mér upp á síđkastiđ hvort gamla lagiđ " Give me my old time religion " muni verđa međ vinsćlli lögum á Íslandi í komandi tíđ, ađ sjálfsögđu međ öđrum og nýjum texta," Give me my old time state banks ". Ţađ skyldi ţó aldrei fara svo ?

Fyrirhyggjuleysi hefur löngum fylgt Íslendingum og einkum ţeim sem hafa haft ríkar hneigđir til ađ sýna sig nokkrum númerum stćrri en viđ hćfi hefur veriđ. Ég hef lúmskan grun um ţađ, ađ strákarnir sem fengu bankana okkar til ađ leika sér ađ sem einhverskonar ţroskaviđfangsefni, séu nú ţegar farnir ađ misţyrma ţessum leikföngum og kannski eru ţeir strax orđnir leiđir á ţeim.

Ég ritađi eitt sinn hörmungarpistil um Móđuharđindin gömlu og kom ţar inn á margt. Nú er ţađ von mín ađ ekki hlaupi slíkur gaddjaxl í bankakerfiđ okkar, ađ ţjóđin ţurfi ađ sverfa hann međ stáli úr forsjármönnum bankanna. Ţađ vćri nefnilega spurning međ ţá suma hvort hćgt sé ađ komast ađ gaddjöxlunum fyrir grćnjöxlunum í ţeim.

Menn geta fengiđ sárindi og sýkingu í munn og tannhold, háls og eitla, eftir ađ hafa sporđrennt og kokgleypt allskonar stórfjárfestingar á mettíma, svo mađur tali nú ekki um forkaupsréttarhlunnindi á hlutabréfum og hagstćđa starfslokasamninga sem hesthúsađir eru oftast án ţess ađ nokkur viti. Međan hćgt er ađ fá lánsfé á sérkjörum eiga sumir ţađ til ađ fá hreint og beint kaupćđi.

Og bankastrákarnir hafa keypt og keypt og keypt. Í Baunverjalandi voru menn farnir ađ hafa stórar áhyggjur af ţví ađ eggiđ vćri ađ kaupa hćnuna í heilu lagi !

Og strákarnir á hvítu skyrtunum, međ bindin og uppbrettu ermarnar, hlógu dátt ţar sem ţeir sátu fyrir framan tölvuskjáina og kölluđu svo hátt ađ ţađ heyrđist upp í stjórnarráđ: " Iss, ţetta er öfund, hrein og klár öfund, viđ erum bara miklu snjallari en ţeir !"

Og hagspekingar annarra landa sem varađ hafa viđ íslensku bankarúllettunni, eru afgreiddir í heilu kippunum. " Gamaldags viđhorf, úrelt sjónarmiđ, fylgjast ekki lengur međ, ekkert ađ marka ţessa fauska, os.frv.

Einn sléttgreiddur strákur var álitinn svo mikill snillingur ađ hann var keyptur háu verđi inn í tiltekinn banka, fékk hlutabréf og hvađeina og sagt var ađ međ ţví ađ samtvinna hagsmuni hans og bankans yrđi hann miklu trúrri fyrir vikiđ. Svo kom býsna fljótt ađ ţví ađ bankinn var tilbúinn ađ borga hundruđ milljóna í starfslokasamning til ađ losa sig viđ snillinginn !

Hvađ varđ um alla snilldina og hollustuna - ég spyr ?

Og hvađ gerđist svo ? Annar strákur var keyptur međ sama hćtti, sömu hlunnindum og rúllettan er á fullu. Greiningadeildir starfa og meta hagstjórnarmöguleikana í sífellu og einn bankinn hefur fyrir nokkurskonar mottó ađ menn eigi ađ hugsa lengra. Hann ćtlađi svo ađ kaupa erlendan banka, " mestu kaup Íslandssögunnar " var sagt, en innan ţriggja mánađa var séđ ađ ţetta var tóm vitleysa og komiđ var í veg fyrir gjörninginn. En ţađ voru engin mistök viđurkennd, ađeins tekiđ fram ađ markađsađstćđur hefđu breyst !

Ţrír mánuđir - hugsađu lengra, greiningadeildir o.s.frv............ !

En svo skall ein ófyrirséđ markađsdýfa yfir og allt hrundi um leiđ. Yfirheilinn í viđkomandi banka var sendur í hvínandi hvelli til arabísku furstadćmanna til ađ reyna ađ sleikja út ţarlent fjármagn sem auđvitađ er sagt fást án nokkurra skuldbindinga !

Og leikfanginu er áfram ţeytt fram og aftur milli eyrnablautra sléttgreiddra slána sem spila á nótur fyrirhyggjuleysisins međ sérstakri blessun yfirvalda.

Og persónugervingur Calvin Coolidges sem hefur setiđ um hríđ efst í pýramída hins íslenska stjórnkerfis, segir eins og forđum: " Leyfum ţeim ađ leika sér !"

( sem ţýđir međ öđrum orđum = Wall Street is safe forever. )

En fyrirhyggjuleysi getur veriđ dauđasynd. Gunnar átti ekki aukastreng í bogann og var drepinn fyrir vikiđ, Kjartan fór ađ heiman međ ónýtt sverđ og var drepinn fyrir vikiđ, Vésteinn hlýddi ekki ađvörun og var drepinn fyrir vikiđ.

Dćmin eru mörg og nú er orđin hćtta á ţví ađ yfirstrákarnir í bankakerfinu fái gaddjaxl og  geispi jafnvel golunni út af ţví og annarri innanskömm. Fái sem sagt aldrei ađ njóta blessunar starfslokasamninganna.

Svei mér ţá, mér vöknar um augu ţegar ég hugsa um ţetta !

En ég veit ađ ég ţarf svo sem ekki ađ hafa miklar áhyggjur. Ţađ er óţarfa tilfinningasemi í mér ađ fara ađ vatna músum út af ţessu.  Ţjóđin verđur auđvitađ látin koma snillingunum sínum til hjálpar ef ţeim verđur ţađ á ađ brjóta leikföngin sín í hita leiksins. Calvin Coolidge sér til ţess - jafnvel ţótt Wall Street hafi ekki veriđ öryggiđ sjálft ţegar til kom.

Fyrirhyggjuleysi - já, fyrirhyggjuleysi !

Hvađ skyldi ţađ fyrirbćri koma til međ ađ kosta okkur Íslendinga á komandi árum ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 135
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 915
  • Frá upphafi: 357096

Annađ

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 731
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband