23.7.2008 | 17:48
Prestar tíðarandans
Ég hef lengi leyft mér að líta svo á að nokkuð margir af þeim einstaklingum sem sækjast eftir guðfræðimenntun nú á dögum, hafi í raun sáralítið andlegt veganesti til þess ábyrgðarstarfs að vera prestar.
Að taka að sér að verða Drottins þjónn og hirðir fyrir kristinn söfnuð hlýtur að þurfa að byggjast á þeim grundvelli að viðkomandi finni í sér köllun til slíkrar þjónustu. Prestsstarfið er í eðli sínu köllunarstarf og það er því enganveginn fyrir hvern sem er að gegna því.
Oft var í gamla daga minnst á stúdenta sem fóru í guðfræðinám vegna þess að þeir höfðu ekki efni á því að mennta sig í því fagi sem hugur þeirra stóð helst til.
Það var ódýrara að fara í guðfræðinám og sagt var að þá hefði stundum verið talað eitthvað á þessa leið: " Jæja, skítt með það, ég fer þá bara í prestinn !"
Það var eins og það skipti engu sérstöku máli að taka að sér prests-embætti.
En á þeim tímum var það þó enn það skýrt fyrir fólki hvað presturinn ætti að standa fyrir, að margir sem gerðust prestur á þessum hæpnu forsendum fóru að vaxa með starfinu og urðu hinir nýtustu menn.
Andlegar aðstæður unnu með því að svo varð því köllunarhugsjón starfsins skýrðist smám saman fyrir þeim.
Í dag er þjóðfélagið hinsvegar orðið svo gegnsýrt af efnishyggju og Mammons-hugarfari, að prestar í slíku ástandi sem að framan greinir, fá lítinn sem engan andlegan stuðning frá sínum sóknarbörnum. Þeir finna bara að það er ætlast til þess að þeir verði þægir og meðfærilegir og hleypi ekki málum í flóka.
Engin köllun skýrist fyrir sjónum þeirra með tímanum, þeir samsama sig þvert á móti þeim anda sem veður uppi í þjóðfélaginu og kappkosta að verða ekki ásteytingarsteinar á vegi hans.
Þá þyrstir í vinsældir og þeir virðast þess albúnir að semja um hvað sem er til að hljóta klapp á bakið og fá hrós sem prestar þó þeir standi í litlu sem engu á þeim grundvelli sem Orð Guðs býður.
Slíkir Drottins þjónar standa ekki undir nafni því þeir þjóna ekki Guði heldur tíðarandanum, - þeir eru tíðarandaprestar !
Afstaða þeirra til Guðdómsins einkennist af vantrú og kæruleysi, afstaða þeirra til kirkjunnar er afstaða til mannlegrar stofnunar en ekki kirkju Hins Lifandi Guðs !
Þeir eru andlega dauðir hirðar sem hafa ekkert fram að færa sem næringu getur gefið - þeir bjóða fram steina í staðinn fyrir brauð !
Trúr prestur sem þjónar Guði í anda og sannleika, veit að hann á ekki að beygja sig fyrir tíðaranda sem afneitar hinni heilnæmu kenningu. Hann á að rísa yfir hverja sveiflulægingu mannlegs samfélags og leiða sína hjörð áfram í stefnu á það ljós sem kristindómurinn er og á að vera.
Það á að vera köllun hans og skylda !
Kunnur prédikari sagði eitt sinn " að Satan hefði verið fyrsti menntaði guðfræðingurinn ! "
Sú umsögn kom illa við marga, en meiningin var að þegar guðfræðin væri aðeins orðin þurr fræðigrein í hugum manna og snerist eingöngu um kreddur og kennisetningar, væri hinn rétti andi ekki lengur til staðar.
Við getum haldið áfram að dæla guðfræðingum út í samfélagið eftir mikið til andlega dauðri háskólaleið, en þeir hafa í mörgum tilfellum lítið sem ekkert atgervi í það að þjóna sem prestar, hvorki köllun, skilning né áhuga.
Eina atriðið sem virðist höfða til þeirra er að geta búið við sæmilega notalegt starf sem gerir ekki of miklar kröfur.
Sú afstaða sýnir einmitt skilningsskort slíkra manna á prestsstarfinu, því það er í raun eitt mesta ábyrgðarstarf þjóðfélagsins. Menn sem gegna prestsstarfi án þess að leggja í það líf og sál, eru því í raun að þjóna andstæðu valdi !
Þeir þjóna tíðarandanum, þeir þjóna sveiflum samtímans, en standa ekki á Bjargi aldanna. Þeir útþynna grundvallarsannindi trúarinnar með tækifærissinnuðum málamiðlunum.
Þeir eiga það jafnvel til að leggja Kristi í munn orð sem aldrei gengu eða gátu gengið út af Hans munni.
Þeir afsaka syndir í nafni mannréttinda, þeir taka sér vald sem enginn maður hefur, - þeir sveigja og beygja Guðs Orð eftir kröfum tíðarandans, til þess eins að njóta stundlegra vinsælda í mannfélagi sem öllu öðru fremur þarfnast trúrrar og heilbrigðrar andlegrar leiðsagnar.
Slíkir eru tíðarandaprestarnir - þeir eru í raun og veru óþarfastir allra manna !
Að sjálfsögðu þörfnumst við ekki slíkra presta, - við þörfnumst presta sem segja okkur til syndanna, presta sem við getum borið traust til, presta sem eru Guðs menn og vita að þeir bera ábyrgð á hjörð sinni gagnvart Almættinu.
Ég bið þess að við megum eignast og eiga sem flesta sanna og trúa presta, menn sem hafa virkilega spámannlega köllun og andlegan eld til að bera.
Nóg er þörfin fyrir slíka hirða og sálgæslumenn í heimi þar sem andlega hungruð og blæðandi hjörtu eru á hverju strái.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2008 kl. 22:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)