Leita í fréttum mbl.is

BLESSUNARLAUS blessun

Um nokkurt skeiđ hef ég fylgst undrandi međ sumum prestum ţar sem ţeir virđast keppast um ţađ í fjölmiđlum ađ skora mörk í vinsćldakeppni Tíđarandans sem sérstakir málsvarar samkynhneigđar !

Ég velti ţví fyrir mér hverskonar nám ţađ sé sem ţessir menn hafa stundađ til ađ verđa guđfrćđingar, ţegar ţeir tala sem gamalgrónir kerfiskarlar sitt stofnunarmál og virđast eingöngu líta á kristna kirkju eins og hvert annađ veraldlegt ráđuneyti.

Sumir ţessara manna hafa birt langar greinar í blöđum varđandi samkynhneigđ, ţar sem ţeir ţvćla fram og aftur um kirkjusögulegt efni, ýmsar ákvarđanir kirkjuţinga, hin og ţessi ummćli Lúthers  o.s.frv. o.s.frv.

Ţađ er varpađ stórum orđum í allar áttir en vísvitandi forđast ađ koma inn á kjarna málsins. Ekki er í einu orđi minnst á Ađalpersónu lífsins, ţá Persónu sem er algjör forsenda ţess ađ kirkjan er til og ég spyr ţví í hreinskilni hjartans:

Hvar er Guđ í ţessu sambandi og Orđ hans ?

Menn sem eiga öllum öđrum fremur ađ verja Heilaga Ritningu og bođskap hennar, hlaupa út og suđur međ efni hennar eftir kröfu ţrýstihópa, sem virđast hafa ţađ eitt í sigtinu ađ brjóta niđur kristin gildi. Ţađ ţarf víst ekki ađ furđa sig á ţví ađ mađur eins og Sten Nilsson hafi talađ um Satan sjálfan sem fyrsta frjálslynda guđfrćđinginn !

Hvar eru ţeir prestar staddir sem telja sig ţess umkomna ađ blessa ţađ sem Orđ Guđs segir ađ sé ekki blessunarhćft ? Telja ţeir sig orđna ćđri Guđi eđa er Guđ ekki til fyrir ţeirra sálarsjónum ?

Ţegar slíkir menn tala um ađ blessa ţađ sem Orđ Guđs segir ađ ekki sé hćgt ađ blessa, um hverskonar blessun er ţá ađ rćđa ?  Ađ minni hyggju er ţar ađeins í gangi merkingarlaust sjónarspil manna sem ganga ekki á Guđs vegum og hlýđa ekki Orđinu sem eitt getur veriđ grundvöllur ţess ađ ţeir rćki starf sitt međ eđlilegum hćtti.

Slíkir prestar virđast vera međ ţađ eitt í huga ađ sćkjast eftir hylli manna og hávćrir minnihlutahópar virđast eiga auđvelt međ ađ fá ţá til liđs viđ sig og sínar kröfur. En hylli manna er löngum skammgóđur vermir og ég trúi ţví ađ ţađ muni ţessir skammsýnu hirđar fá ađ reyna áđur en lýkur nösum.

Enginn ţjónn kristinnar kirkju hefur rétt til ađ blessa ţađ sem Orđ Guđs segir ekki blessunarhćft. Svo einfalt er máliđ.

Ég hef tekiđ eftir ţví ađ menn virđast skammast sín svolítiđ ţegar ţeir tala um blessun međ ţeim hćtti sem ţeir gera, ţeir tala ekki um Guđsblessun, ţeir tala  um blessun kirkjunnar og sinn eigin vilja til ađ blessa ţetta og hitt.

En ég gef ekkert fyrir slíkar blessanir. Blessun af hálfu presta er ekki mikils virđi ef hún helgast ekki af Orđinu og sannleika ţess. Ţeir prestar sem tala um ađ blessa ţađ sem Orđiđ dćmir sem synd bćta međ ţví synd ofan á synd.

Blessun af hálfu Drottins er aftur á móti stórkostlegt undur. Ađ veita slíka blessun er ekki á mannlegu fćri, nema fyrir sérstaka Náđ Guđs og smurningu sem veitt er í ţví skyni ađ ofan, ţví eins og segir í bćn Davíđs konungs í Ritningunni, ţađ sem Guđ blessar er blessađ ađ eilífu.

Hver sá sem breytir inntaki Orđsins gćti ađ sáluhjálp sinni !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband