10.9.2008 | 19:40
Um kaldastríðsmál
Það er bæði svo að tímarnir merkja menn og menn merkja tímana. Á þeim árum sem kennd voru við kalda stríðið, þegar risaveldin stóðu grá fyrir járnum hvort gegn öðru, urðu margir merktir af tímunum og það sennilega fyrir lífstíð.
Það var með ólíkindum hvað hægt var að telja mönnum trú um í nafni vestrænnar samvinnu til hægri handar og roðans í austri til vinstri handar.
Menn gleyptu jafnvel við lygum vitandi vits í þeirri argvítugu einfeldni að allt væri gjaldgengt fyrir málefnið og sannleikurinn þyrfti ekki alltaf að vera sagna bestur. En það málefni sem þarf að nærast á lygum til að haldast við, hlýtur að vera meinum bundið á margan hátt.
Nú hefur einn af þeim mönnum sem stýrðu nokkuð umræðu mála á tímum kalda stríðsins, gert dagbækur sínar eða hluta þeirra að lestrarefni fyrir þá sem vilja.
Þegar hefur komið í ljós að sumt af efni því sem þar hefur trúlega verið fært inn í einfeldni hugarfarsins, virðist nokkuð úr lausu lofti gripið og hefur litla staðfestingu hlotið frá þeim sem sagðir eru koma þar við sögu.
Í þessu vil ég vísa til máls varðandi mann sem mun hafa starfað á Þjóðviljanum sáluga á sínum tíma og þar af leiðandi haft nokkuð vafasaman stimpil á sér í augum postula vestrænnar samvinnu. Ef draga skal lærdóm af umræddu máli um gildi viðkomandi dagbókarfærslna, verður að segjast að miklar efasemdir hljóta að vakna varðandi þær hugsanapælingar sem þar er að finna.
Nú er það svo að tíminn líður hratt og menn sem hafa lengi staðið í flóðljósum umræðusviðsins una því kannski illa þegar aldurinn fer að skola þeim út af vellinum. Það eru því líklega mannleg viðbrögð að reyna hvað hægt er til að tolla í tengslum og halda í áhrif. En stundum reyna menn slíkt með þeim hætti að það skilar sér illa jafnt fyrir þá sjálfa og þann málstað sem þeir hafa staðið fyrir. Marktækni þeirra geldur afhroð í hugum manna og umsagnir þeirra um menn og málefni verða kannski aðeins eitthvað sem kastað er á milli manna í hálfkæringi, á grundvelli einhvers skemmtunargildis í besta falli.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir gamla höfuðsmenn í kaldastríðs varnarsveit vestrænnar samvinnu að upplifa það að upplifun þeirra á þessum árum sé ekki talin merkilegri en raun ber vitni í samtímanum.
Sumir átta sig ekki á því að það eru komnir nýir menn inn á völlinn og leikbrögð liðins tíma eru jafnvel talin hlægileg nú til dags. Krossferðarandinn sem í þeim bjó á ekki við lengur og það þýðir ekkert að reyna að hita upp nýjan völl með gömlum áróðurslummum.
Sumir deyja fyrir tímann að sagt er, en aðrir deyja eftir tímann - lifa sjálfa sig og þá samtíð sem átti þá með húð og hári. Það er ekki á færi slíkra manna að tengja sig við allt aðra samtíð og reyna að vera þar í æðstaprests hlutverki.
Dagbókarfærslur af því tagi sem hér eru gerðar að umræðuefni eru því vafasöm sagnfræði en geta hinsvegar verið töluverður fróðleikur um hugsanagang þess sem ritar þær, ef menn hafa áhuga á að kynnast þeim viðhorfum.
Það hefur ekki vantað í ákveðnum hópum að Moggaritstjórarnir gömlu hafi verið lofsungnir fyrir að hafa opnað Morgunblaðið sem almennan umræðugrundvöll - og leyst blaðið þannig undan flokksræði og pólitísku valdi !
Ég held hinsvegar að þar sé farið nokkuð frjálslega með staðreyndir.
Það er nefnilega skýr skoðun mín, að báðir hafi þessir menn í raun verið helbláir kaldastríðsgaurar og séu það að miklu leyti enn. Þeir munu sennilega aldrei breytast eða losna úr því móti sem þeir fengu steypingu í á tímum McCarthys og hans líka.
Matthías og Styrmir opnuðu vissulega Morgunblaðið, en þeir gerðu það fyrst og fremst vegna þess að þeir sáu að það var lífsnauðsyn fyrir blaðið sjálft ef það ætti að halda velli til framtíðar. Sú ákvörðun bjargaði líklega blaðinu á sínum tíma en enn er þó ekki víst að það haldi velli til lengdar.
Ritstjórarnir voru fyrst og fremst að bjarga blaðinu, vinnu sinni og annarra og reyna um leið að halda áfram í þau miklu áhrif sem Morgunblaðið óneitanlega hafði haft. Tímarnir voru breyttir, heimurinn var orðinn annar og aðstæður kröfðust aðlögunar.
Ég hygg að innst inni myndu þeir Matthías og Styrmir báðir helst óska þess að blaðið gæti áfram verið jafn rígbundið Sjálfstæðisflokknum og það var í gamla daga - en það var einfaldlega ekki hægt að reka það þannig lengur - og það sáu þeir þó blindir væru á margt.
Það gæti vissulega verið fróðlegt að fá að sjá dagbókarfærslur frá Styrmi Gunnarssyni og bera þær saman við lýsingar Matthíasar Johannessen þar sem það á við.
En ég hef hingað til lifað við það að þekkja lítið til Matthíasar og get vel hugsað mér að halda því áfram. Hvernig hann lýsir atburðarás í liðnum tíma getur enganveginn orðið mér trúverðugt mál eða hugstætt.
En ég hef haft nokkur samskipti við Styrmi og tel honum ýmislegt til gildis í gegnum þau kynni, en seint hygg ég að ég muni taka gildar atburðalýsingar hans frá tímum liðinnar stjórnmálasögu. Það skilur einfaldlega of mikið á milli skoðana okkar til að traust geti skapast í þeim farvegi.
En eins og ég hef sagt hér að framan, ef einhverjir finna eitthvað skemmtunargildi í einnota umbúðalýsingum tiltekinnar atburðarásar, er ekkert við það að athuga.
Hver og einn velur sér þá afþreyingu sem hann telur við sitt hæfi og í sumum tilfellum getur - eins og dæmin sanna - verið um nauðaómerkilega afþreyingu að ræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 27
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 377541
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)