Leita í fréttum mbl.is

Karllægur miðpunktur

  Sumar konur virðast þannig gerðar nú til dags, að þær telji sig hreint og beint í stríði við karlmenn. Þær megi ekki heyra minnst á það að karlmenn séu að gera eitthvað, þá er eins og sé verið að taka eitthvað frá þeim og þær belgja sig upp af reiði og þusa um endalausan yfirganginn í karlpeningnum. Þær tala um karlavígi sem verði að falla, þörfina á jákvæðri mismunun varðandi þá hluti og fleira og fleira. Sumt af því sem varpað er fram í þeim efnum er alveg út úr korti.

Sérstaklega virðist þetta ástand eiga við ofmenntaðar konur, konur sem hafa trúlega haldið að lærdómsgráður uppfylltu allar þarfir þeirra, en þegar þær komast að því að svo er ekki, virðast þær fyllast illsku út í karlmenn og telja glataða gæfu þeim að kenna.

Það er auðvitað rangt af konum að stilla málum upp með þessum hætti !

Menntaðar konur ættu náttúrulega að geta séð í hverju heilbrigð lífssýn er fólgin. Ef menntun þeirra hefur með einhverjum hætti blindað þær fyrir því, er eitthvað verulega bogið við hlutina og þær þurfa þá skiljanlega hjálpar við eins og allar manneskjur sem eiga bágt.

Heilbrigð lífssýn innifelur nefnilega víðtæka samvinnu karla og kvenna og innifaldar í þeirri samvinnu eru meðal annars forsendurnar fyrir framhaldi mannlífsins á þessari jörð. Svo þessi samvinna er hreint ekki lítilvæg fyrir okkur öll.

Við þurfum því væntanlega öll sem eitt að stuðla að því að þessi samvinna haldist í sem bestu fari, í stað þess að vera sífellt að kasta stríðshanskanum.

Ef einhverjar konur vilja hinsvegar, í uppblásnum menntahroka, lýsa yfir stríði gegn karlmönnum og telja þá upp til hópa kúgara og eitthvað þaðan af verra, geta þær hinar sömu málað sig út í horn gagnvart eðlilegri þróun lífsins.

Þær geta því endað eins og gamla konan sem setti upp hænsnabú með jafnmörgum hönum og hænum, og sagðist aðspurð ætla að sjá til þess að hænurnar hennar þyrftu ekki að líða það sem hún hefði þurft að líða !

Það er alltaf betra að fólk sjái að sér áður en það er orðið um seinan.

Nýlega varð það að deilumáli í höfuðborginni, að samþykkt var að setja upp styttu af borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í borgarstjórn, töldu að þarna væri verið að viðhalda úreltum hlutum. Auk þess og illu heilli væri hugsunin varðandi þessa ætluðu listsköpun menguð " karllægum viðhorfum ! "

Þarna væri því enganveginn um nýja og frjóa listsköpun að ræða.

Það væri karllægur fnykur af þessu máli og gamaldags styttur væru hlutir sem ýttu undir ranghugmyndir hjá uppvaxandi kynslóð. Þarna væri hugsunin að reisa táknmynd um borgaralegt yfirlæti og slíkt væri bara hneyksli.

Þvílík slepja og femínistakjaftæði !

Það hlýtur að fara að líða að því að karlmenn upp til hópa teljist úrelt fyrirbæri að mati þessa liðs sem stöðugt telur sig vera í stríði við helminginn af mannkyninu.

Eitt er víst alveg fyrir hendi, sem örugglega er körlum til mikils vansa, í augum styttubandsstorða af þessu tagi, það er jú karllægur miðpunktur á þeim flestum !

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 148
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 717
  • Frá upphafi: 365615

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 628
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband