26.9.2008 | 22:01
Fíllinn eða asninn - John McCain eða Barack Obama ?
Það skiptir ennþá töluvert miklu máli fyrir heimsbyggðina hver er forseti í Bandaríkjunum ! Það skiptir máli hvort þar er við völd sæmilega almennilegur maður sem hugsanlega er hægt að búast við einhverju þolanlegu af, eða þá tækifærissinnaður lýðskrumari eða ofbeldishneigður heimsvaldasinni !
Það ætti enginn að þurfa að vera í vafa um hvaða dilk það getur dregið á eftir sér fyrir heimsfriðinn, ef kosinn er í þetta valdamikla embætti einhver verulega hættulegur vitleysingur eins og stundum hefur nú legið við og gæti svo sem gerst hvenær sem er !
Það ætti heldur ekki neinum að blandast hugur um að heimsbyggðin er alveg búin að fá nóg af George W. Bush og Dick Cheney og þeirra herskáu fylgifiskum. Öfga hægristefnan sem hefur verið við völd vestra undir þeirra forustu hefur að flestra mati beðið mikið skipbrot og á sér varla viðreisnar von í bráð - sem betur fer.
En það verður samt að hafa í huga að menn verða að gæta sín á því að sveiflast ekki við huganlegar stefnubreytingar yfir í alveg gagnstæða vitleysu !
Bush-stjórnin sagði nefnilega sumum öflum stríð á hendur sem allt of lengi höfðu notið stöðugrar undanlátssemi og gengið á lagið, til skaða fyrir vestræn samfélög. Þó margt hafi farið afskaplega illa á aðgerðastigi, hafa þessi öfl sum hver verið afhjúpuð með illan tilgang sinn gagnvart vestrænum gildum og það er þó nokkurs virði. Það má því ekki hlaupa í gamalt flónskufar, í undanlátssemi við háskaleg öfl og endurtaka ávirðingarnar sem áttu sér stað í stjórnartíð Clintons, en þær voru hreint ekki svo fáar.
Clinton var auðvitað langt frá því að vera algóður og gæta verður að því að Bush hefur heldur ekki verið alvondur, þó seint verði hann talinn með betri forsetum Bandaríkjanna.
Valkostirnir sem nú er boðið upp á af hálfu stóru flokkanna í Bandaríkjunum virðast heldur ekki neitt sem heimurinn getur hrópað húrra fyrir.
John McCain er líklegur til að halda ýmsu í stefnumálum Bush áfram í gangi, en í sumum málum þykir hann tiltölulega frjálslyndur og á þar jafnvel frekar samleið með demókrötum. Reynsla hans er eflaust nokkuð víðtæk, en sumum þykir það helst spilla fyrir honum að hann er kominn nokkuð til ára sinna.
Þó virðist maðurinn hinn ernasti og ólíkt brattari að sjá en Ronald Reagan var undir lok sinnar embættistíðar, þegar hann minnti helst á lifandi lík. Það var löngum talað um gamla karla við völd í Sovét en þegar Reagan karlinn trónaði á toppnum í JúEssEi, elliær og farinn, var Gorbasjov á besta aldri og ólíkt reffilegri að sjá.
En ég er ekki viss um að McCain yrði svo slæmur forseti ef hann næði kjöri og tel mig hafa vitað sumt verra í boði fyrir bandaríska kjósendur í þeim efnum.
Ef til vill má segja að það sé einna erfiðast fyrir McCain að vera í framboði fyrir Republikanaflokkinn, því flokkurinn á talsvert í vök að verjast vegna þeirrar andúðar sem ríkir víða gegn Bushstjórninni. Það hefur sett svartan blett á flokkinn í margra augum, ekki síst ungra kjósenda.
Margir eru því líklegir til að hafna manninum þó þeir hafi ekki mikið út á hann að setja, vegna þess að þeir hafa fengið nóg af flokknum og telja nú skynsamlegast að hleypa Demókrötum að.
Það myndi auðvitað hafa mikið að segja ef annarhvor frambjóðandinn gerði einhver afgerandi mistök á þeim stutta tíma sem eftir er fram að kosningunum, verður fótaskortur á tungunni eða hinu pólitíska svelli á heildina litið. Það gæti skipt sköpum varðandi úrslitin. En það er ekki beint líklegt að svo verði því menn eru leikreyndir og æfðir í því að sýna ekki óhreinu spilin.
En segjum nú að McCain næði kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna, en félli svo frá á kjörtímabilinu, - þá yrði draumur varaforsetans að veruleika og Sarah Palin, tiltölulega lítt þekkt kona frá Alaska, reynslulítil í mörgum mikilvægum málaflokkum, yrði allt í einu orðin forseti !
Ég efast um að hún sé vel undirbúin til að gegna því embætti og víst yrði það kaldhæðnislegt ef hún yrði þannig fyrsta konan til að komast að embætti forseta Bandaríkjanna - í gegnum varaforsetadrauminn !
Sérstaklega væri það athyglisvert í ljósi þess hvernig Hillary Clinton féll út sem frambjóðandi eftir að hafa notið mikils fylgis og vakið sterkar væntingar í brjóstum margra, ekki síst þeirra sem vilja sjá öll karlavígi falla.
Við þær aðstæður mætti sannarlega segja að hamingjudísin hefði haft Hillary Clinton að leiksoppi en gælt heldur betur við Söruh Palin.
En hugum ofurlítið að frambjóðandanum Barack Obama - hverskonar maður er hann og fyrir hvað stendur hann ?
Óneitanlega hefur hann sýnt nokkra tilburði sem lýðskrumari, stefna hans virðist nokkuð á reiki í málum og helst taka mið af því hvað vænlegast er til atkvæðaveiða. Breytingar þær sem hann hefur boðað, eru því undir nokkuð stóru spurningarmerki, og ég er ekki viss um að hann hafi mikið í sér til að verða góður forseti. Val hans á varaforsetaefni þykir mér líka heldur snautlegt og kannski verður það eitt af því sem verður til þess að hann tapar í væntanlegum kosningum.
En ef Obama nær hinsvegar að sigra McCain, tel ég töluverða hættu fyrir hendi á því að reynt verði að ráða hann af dögum. Ég hygg að hvítir öfgamenn trúi því hreint ekki ennþá, að svartur maður eigi raunhæfa möguleika á því að verða forseti Bandaríkjanna og verði það, muni ýmsir slíkra hafa fullan hug á því að senda hann út úr þessum heimi sem fyrst. Í augum slíkra manna er vafalaust ekki marktækur munur á Obama og Osama - báðir munu taldir réttdræpir !
Ofbeldið hefur stundum spilað stórt hlutverk í bandarískum stjórnmálum og enn gæti það endurtekið sig til tjóns fyrir alla.
En eins og staðan er núna, hygg ég að möguleikar beggja frambjóðendanna séu nokkuð vænlegir, en tel samt að Obama þurfi á meiru að halda en því sem fyrir virðist liggja, ef hann ætlar að ná því að sigra McCain !
Ég hygg því að fíllinn sé í ívið betri stöðu en asninn, en ef asninn vinnur, er varla asnalegt að hugsa til þess með nokkrum kvíða, hvað það er í raun ákaflega óljóst - fyrir nánast öllum - hvað hann gæti komið til með að gera !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 112
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 681
- Frá upphafi: 365579
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)