30.9.2008 | 20:07
Fallnir á prófinu........
Og ekki er nú langt síðan það var.
Við virðumst vera að upplifa dæmisöguna um glataða soninn. Hann er kominn heim eftir að hafa sóað fé sínu og farið illa með það sem honum var lagt til. Eftir ábyrgðarlaust líferni stendur hann illa til reika við dyr síns gamla heimilis og kostnaðurinn við heimkomuna nemur 84 milljörðum !
Þessa peninga verður heimilisfólkið, það er að segja þjóðin, að greiða !
Ríkisyfirtakan á Glitni átti sér stað 29.september og hún kom öllum á óvart, ekki síst greiningardeild bankans, sem hafði eflaust sofið vært á sínum launum fram að þessum gjörningi. Laugardaginn 27. september var meginhluti baksíðu blaðsins " 24 stundir " lagður undir auglýsingu frá Glitni, undir fyrirsögninni " Opinn fundur um fjármál heimilanna. " Fundurinn var sagður verða 1. október og sagt var að ráðgjafar Glitnis myndu veita persónulega ráðgjöf í anddyri, og Glitnismenn vildu ræða um hvert stefndi í fjármálum heimilanna, hvernig ætti að spara, hvar tækifærin lægju og hvað bæri að forðast !!!
Það var kynntur fyrirlestur um gildi þess að horfast í augu við fjármálin og taka þau föstum tökum. Það var nefnt að fjallað yrði um markmiðasetningu í fjármálum o.s.frv.o.s.frv. !!!
Og þessi fundur er auglýstur í fjölmiðlum tveimur dögum áður en viðkomandi banki er yfirtekinn af ríkinu til að koma í veg fyrir að hann fari á hausinn !!
Hvað er þetta fólk að hugsa sem þykist vilja bjarga öðrum en getur ekki bjargað eigin fyrirtæki ? Við höfum reyndar orð forsætisráðherrans fyrir því að engum sé um að kenna hvernig komið er. " Þetta fór bara svona, " er vafalaust viðkvæðið hjá honum og öðrum einkavæðingarsinnum.
"Einskær óheppni," "Krísan í útlöndum," "Bölvuð krónan," blablablablabla !!!
Kannast menn ekki við þessar áróðursyfirlýsingar í síbylju þegar menn eru á harðahlaupum frá afleiðingum verka sinna ?
Og nú á að koma bankanum aftur á réttan kjöl fyrir almannafé og selja hann svo á nýjan leik innan tíðar fyrir slikk einhverjum gæðingum, sem geta svo farið að blóðmjólka hann af fullum krafti áður en langt um líður.
Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar er Lárus Welding forstjóri Glitnis með 26.458.000 kr. á mánuði í tekjur, annar toppur hjá Glitni er með 24.723.000 kr.
50 aðrir einstaklingar í stjórnunarstörfum hjá bankanum eru með frá 7.000.000 kr. niður í milljón á mánuði.
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri, nú skráður fjárfestir, er sagður með 43.000.000 kr. í mánaðarlaun ! Ekki er óeðlilegt að ætla að aðal tekju-uppspretta hans hafi verið umræddur banki. Það er nefnilega til nokkuð sem heitir forréttindi við hlutabréfakaup og starfslokasamningar.
Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi er með nærri 62 milljónir í kaup á mánuði. Það þarf hátt í tvö þúsund almenna starfsmenn á landsbyggðinni til að hafa við þessum manni í launum. Hann er með meir en þrítugföld laun Forseta Íslands og um fjörutíu og fimm föld laun forsætisráðherrans.
Kristján Arason, millistjórnandi hjá Kaupþingi hefur nítjánföld ráðherralaun, sem ættu þessvegna að duga vel fyrir farseðli til Kína og heim aftur.
Margir yfirmenn Landsbankans eru með 10 - 20 og allt uppundir 30 milljónir á mánuði í laun. Svo eru menn hissa á því að þessi ofurlaunastefna sem ráðið hefur í bankakerfinu dragi dilk á eftir sér.
Eins og staðan er, miðað við árangurstengd laun, ættu allir stjórnendur hjá Glitni að lækka verulega í launum eða hreinlega víkja. Það hefur verið sérstök góðviðristíð alllengi í efnahagsmálum og ekkert hefur reynt á þessa ofurlaunamenn fyrr en núna, en hvað gerist þá ?
Þeir bókstaflega falla saman eins og sprungnar blöðrur, allir þessir margyfirlýstu fjármálasnillingar og launin sem þurftu að vera svona há vegna þeirrar gífurlegu ábyrgðar sem þeir voru sagðir bera, haggast ekki og þegar til kemur virðist ábyrgðin ekki vera nein !!!
En þetta er víst ekki þeim að kenna, eftir því sem Geir Haarde segir, og ekki ber að véfengja hans orð - eða hvað ?
Það lá svei mér við því að ég fyndi til með forsætisráðherra þegar hann var að lýsa því í Kastljósi hvað hann tók sárt til þess að nota almannafé til að borga brúsann af fjárfestinga-veisluhöldum Glitnis.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið einstakir gæslumenn almannahagsmuna eins og allir vita. Hvernig var með ríkisábyrgðina fyrir Íslenska erfðagreiningu á sínum tíma, mikið tóku þeir út þegar þeir veittu heimild til hennar eða hitt þó heldur. Sérhagsmunir hafa víst aldrei átt upp á pallborðið hjá þeim - eða þannig !!!
Það er fullyrt af forsjármönnum ríkisins, að Glitnir hafi stefnt beint í það að fara í þrot, þó greiningardeild bankans sæi ekki neitt benda til þess, en ég hygg að þeir sem hafa malað sér gull innan bankans síðustu árin, séu hreint ekki við það að fara sömu leið. Þvert á móti hygg ég að þeir séu margir hverjir orðnir auðugir menn fyrir ofurlaun og aðra sérkjarabitlinga.
Einkavæðing bankanna átti að styrkja heilbrigði fjármálakerfisins og dreifa valdinu með fjölbreyttri eignaraðild - að sagt var.
En auðvitað varð niðurstaðan þveröfug og það vissu menn þó þeir töluðu fagurt.
Almenningur var ekki í þeirri stöðu að geta keypt neitt sem heitið gat, það voru þeir sem áttu peningana sem keyptu og urðu stórum ríkari og til þess var leikurinn auðvitað gerður. Annað var aldrei í kortunum.
Niðurstaða mála er mikill áfellisdómur fyrir frjálshyggjuna og þá eigingirni og þann hroka sem hún hefur keppst við að endurvarpa um allt samfélagið til tjóns fyrir heilbrigt mannlíf og samstöðu þjóðarinnar.
Valdatími Davíðs Oddssonar skapaði auðstétt í þessu landi. Peningaöflin fengu allrahanda fríðindi fyrir atbeina yfirvaldanna og það var beinlínis aumkvunarvert þegar Davíð sjálfur kom í sjónvarpið á sínum tíma og kvartaði yfir því hvað alikálfarnir gengu langt í því að skenkja sjálfum sér gullið.
Við hverju bjóst hann eiginlega af slíku liði ? Það gerði nákvæmlega það sem búast mátti við af því !
Gulldrengirnir hafa fallið á prófinu, ekki bara þeir hjá Glitni, heldur allir þessir eyrnablautu skóladrengir sem hafa verið yfirlýstir sem fjármálasnillingar og þannig fengið að leika sér með fjöregg þjóðarinnar varðandi efnahagslegt sjálfstæði okkar undanfarin ár. Mál er að linni.
Verst er að sama valdaklíkan og kom einkavæðingu bankanna á, er enn við völd.
Það eru því engar sérstakar forsendur til að fagna að sinni og full ástæða fyrir almenning að vantreysta slíkum stjórnvöldum.
Andi Hannesar Hólmsteins og Milton Friedmanns svífur enn yfir daunillum Davíðsvötnum stjórnarráðsins og meðan svo stendur er ekki við miklu að búast.
Í viðbót við það sem hér er sagt, er það svo tillaga mín að kvótakerfið verði lagt niður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)