5.10.2008 | 16:23
Ræningjar þjóðarbúsins
Það er ljóst þegar litið er til tuttugustu aldarinnar, að hún var öld mikillar félagslegrar framfarasóknar á Íslandi. Ungmennafélögin blésu hverri nýrri kynslóð í brjóst eldmóði til nýsköpunar fyrir land og lýð, samvinnuhugsjónin byggði menn upp til samfélagslegrar þjónustu og verkalýðshugsjónin vann að því að draga úr misrétti og tryggja öllum mannsæmandi líf. Allt miðaði þetta í raun að sama marki, að byggja hér upp þjóðfélag jafnaðar og samstöðu.
Það má segja að vel hafi miðað um skeið og miklir sigrar verið unnir. En engin barátta af því tagi sem hér er verið að minnast á verður háð án fórna.
Heil kynslóð lagði á sig erfiðustu byrðarnar til að koma þjóðinni upp úr aldagömlu fari og inn í tíma framfara og félagslegra umbóta. " Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá, " er oft sagt þegar vísað er til frumherjanna sem fórna sér fyrir ávinning þeirra sem síðar koma.
Þessi félagslega sókn síðustu aldar fór að fjara út eftir 1970 þegar vaxandi tilhneigingar gætti hjá ýmsum öflum að heimta stöðugt stærri hlut af áunnum gæðum og um 1980 var annar andi að fullu farinn að verka hér, sendur hingað af erlendum Mammons öflum til að kynda undir sérgæskuna sem hér var fyrir. Hin félagslegu öfl brugðust fyrst í stað hart til varnar gegn þessum vágesti sem kynntur var undir nafninu " frjálshyggja." Það vantaði ekki að nafnið á óvættinni væri fagurt.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tjaldaði frjálshyggjunni fyrst í kosningum, undir leiftursóknarformerkjum, var því mætt með slagorðinu " Leiftursókn gegn lífskjörum ! " Þá var fólkið í landinu enn ekki ginnkeypt fyrir fylgjendum gullkálfsins og gætti betur að sínu en síðar varð.
En á bak við tjöldin voru hinsvegar skuggalegir hlutir að gerast. Sérhagsmunaöflin voru að leggja drögin að kvótakerfinu, einu viðbjóðslegasta fyrirbæri Íslandssögunnar. Ávinningi samstæðrar þjóðar í landhelgismálunum átti að koma í hendur hinna útvöldu. Og þegar þetta helvítis kerfi komst á, var lagður grunnur að mestu ranglætismiðstöð sem starfað hefur í þessu landi.
Auðlind þjóðarinnar fór að mala gull fyrir sérhagsmunaöflin og ein afleiðingin varð mismunun í stórum stíl sem leiddi til þess á fáum árum að tvær þjóðir urðu til í þessu landi. Og ranglætið í kvótakerfinu sem gerði svonefnda sægreifa svo forríka, varð til þess að þeir og áhangendur þeirra urðu krónískri siðvillu að bráð. Þeir vörðu ranglætið af hörku af því að það þjónaði efnalegum hagsmunum þeirra. Þannig var margur góður maður afvegaleiddur og eyðilagður af anda Mammons.
Auðsöfnun útvalinna einstaklinga í kringum kvótakerfið, skapaði fjárfestingar af þeirra hálfu hér og þar. Allt í einu voru nokkrir einstaklingar sem ekki höfðu átt bót fyrir boruna á sér, orðnir gífurlega fjársterkir í okkar litla þjóðfélagi og valdamiklir að sama skapi.
Frjálshyggjan óð áfram og félagslegu öflin misstu hvert vígið af öðru í hafsjó hinnar yfirvaðandi einstaklingshyggju sem fylltist óseðjandi græðgi. Þjóðhagsstofnun var lögð niður, enda var hún bara sögð vera fyrir. Flestar varúðarreglur réttarkerfisins voru smám saman sniðgengnar. Hersveit hinna ungu fjármálasnillinga var í svo mikilli sókn að engin leið var að fylgja henni eftir á yfirveguðum nótum.
Ríkisvaldið var í höndum frjálshyggjumanna og þjónaði undir gerðir þeirra í kvótakerfi og öðru. Þannig byrjaði Hrunadansinn.
Spilaborg eftir spilaborg var hlaðið upp og ríkisstjórnin jafnt sem forsetinn dásömuðu snilld hinna íslensku oligarka, sem höfðu þó fengið allt í sínar hendur á röngum forsendum. Leikföngin höfðu verið afhent þeim úr öryggisforðabúri þjóðarinnar.
Það var ekki svo lítið talað um útrásina á þessum tíma og litlu þjóðina sem var að leggja undir sig heiminn. Og menntunin var dásömuð en ekkert talað um reynsluna sem þarf að styðja menntun einstaklingsins svo hún komi að heilbrigðum notum. Hinir nýju goðorðsmenn voru ekki að hugsa um að byggja upp í kringum sig eins og gömlu hetjukarlarnir, Einar Guðfinnsson, Haraldur Böðvarsson eða Aðalsteinn Jónsson. Nei, þeir voru bara að hugsa um að verða ríkir og enn ríkari. Það virtist skipta þá litlu máli hvernig það ríkidæmi færi með aðra.
Og yfirþjóðin lifði í svellandi sælu gróðavímunnar meðan undirþjóðin barðist við að hafa í sig og á. Ríkisstjórnin snerist af einstakri þjónustulund kringum oligarkana og vildi stöðugt vita hvað hægt væri að gera fyrir þá ?
Forsetinn flaug um allar trissur með auðmönnum veraldar eins og hann væri eilífðarkóngur í Paradís norðurhjarans og glansveldið stækkaði eins og regnbogalituð sápukúla.
En svo varð sprengingin ! - sápukúlan sprakk allt í einu og froðukúfarnir þeyttust í allar áttir, en þeir voru ekki hreinir því óhreinindin innan í kúlunni höfðu verið svo mikil. Glansinn hafði bara verið að utanverðu !
Og þegar svo er komið er allri ábyrgðinni af bruðlinu vísað til undirþjóðarinnar, þá er það hún sem á að bjarga og bæta fyrir afglöp yfirþjóðarinnar.
Nú er þjóðarsáttartalið komið enn einu sinni í umferð og þá á almenningur að borga. Lífeyrissjóðir fólksins eiga að koma í stað milljarðanna sem oligarkarnir hafa sópað að sér og hirt.
Og Geir Haarde, Pétur Blöndal og allur íhaldskórinn syngur sama lagið undir lagboðanum " Það er engum um að kenna / allt fór þetta bara að renna ! " Kreppan í útlöndum er sögð valda öllum vandanum og þannig á að fela óstjórnina, græðgina, yfirganginn og helbláar ránshendurnar hér heima !!!
En málið liggur ljóst fyrir og almenningur veit hvað gerðist. Menn vita hverjir eru ræningjar þjóðarbúsins.
Það er ekki meiningin með þessum skrifum að krefjast þess að einhverjir verði hengdir fyrir alvarleg brot gegn þjóðarhag, en það er nauðsynlegt að það liggi ljóst fyrir hvað gerðist, svo hægt verði í framtíðinni að forðast þjóðhagslegt öfugstreymi af því tagi sem nú er í gangi.
Það verður að láta gullkálfa undanfarinna ára axla ábyrgð sína, ekki síst í sögulegu samhengi. Þeir hafa niðurlægt nafn Íslands og komið skammarstimpli á þjóðfélag sem búið var að koma til manns með ærnum fórnum.
Það á engin yfirþjóð að vera í þessu landi og engin undirþjóð heldur. Hér á að lifa sameinuð þjóð sem þekkir takmörk sín og virðir lög og rétt.
Hin góðu gildi geta aldrei haldið rótum í þjóðfélagi þar sem ranglæti og misskipting er við lýði, þar sem oligarkar eigingirninnar njóta sérkjara á ríkisins kostnað og frjálshyggjan fær að fara sem logi yfir akur.
Látum ekki ræningjana komast upp með meiri gripdeildir - snúum aftur til félagshyggjunnar og höldum áfram því farsæla verki sem hún stóð fyrir í þessu landi.
Ég legg svo til að kvótakerfið verði afnumið sem allra fyrst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)