Leita í fréttum mbl.is

ÁSTANDSVÍSUR - Ortar 9. okt. 2008.

 

Formáli :

 

Eftirfarandi vísur urđu til ađ gefnu tilefni og fara trúlega ađ ýmsu leyti nćrri ţeim hugsunum sem leituđu á ţjóđina - fólkiđ í landinu - á settum tímapunkti, og leitar enn.

Ţegar kjörin yfirvöld bregđast skyldum sínum viđ ţjóđina, verđur fólk ađ finna mátt sinn í samstöđunni, en ekki má horfa framhjá ţví sem gert var.

Viđ verđum ţví ađ nota fyrsta lýđrćđislega tćkifćriđ sem gefst til ađ losa okkur viđ ţá óhćfu forustumenn sem sett hafa alla uppbyggingarstarfsemi ţjóđarinnar, - frá ţví hún hlaut sjálfstćđi sitt og frelsi - í skelfilega stöđu.

 

Allt í súginn er ađ fara,

ástandiđ er líkt og mara.

Engar lausnir liggja á borđum,

logiđ samt međ fögrum orđum !

 

Nú skal frysta lágu launin,

láta fólkiđ ganga hraunin.

Sú er alltaf glćpagjörđin

gripin ţegar brennur jörđin !

 

Sitja menn viđ svikaborđiđ,

saman biđja ţar um orđiđ.

Sérgćđinga sokkinn dallur

settur skal á ríkiđ allur !

 

Spilavítis spunagaldur

spilltur er ađ hruni valdur.

Grćđgin réđi gjörđum öllum,

glatt var ţá í Mammonshöllum !

 

Leikföngin nú liggja brotin,

lítiđ rćtt um undanskotin.

Veislan búin - víniđ drukkiđ,

vođalegt ţar reyndist sukkiđ !

 

Ţó mun gegnum eril anna

efst á blađi ráđamanna,

ađ ţegar blćs í ţjóđarkaunin

ţurfi ađ vernda ofurlaunin !

 

Ţví skal alla alikálfa

upp í samkórsleiknum ţjálfa.

Svo ađ rati á sama stefiđ

sakleysiđ sem ţeim er gefiđ !

 

En ţađ er fals og fyrirsláttur,

frjálshyggjunnar andardráttur.

Megi hann kafna í eigin ćlu,

allur vafinn lygaţvćlu !

 

Ćvintýragengiđ grófa

gjörspillt var ađ hćtti ţjófa.

En ţó ađ brot um bođa ólgi

bjarga á hverjum sökudólgi !

 

Fjölmiđlar í fari skökku

fram nú setja í máli klökku,

samúđ međ ţeim seku  ( og ríku ),

sjást ţar merki stórrar klíku !

 

Ţar má líta vísan vottinn,

vćmnislegan kattarţvottinn.

Alin ţýin upp til hópa

undir teppin skítnum sópa !

 

Klćkjabrögđin varast verđur,

víđa er illur seiđur gerđur.

Toga býsn í bláa spotta

bak viđ tjöldin menn sem glotta !

 

Snúum baki viđ ţeim vörgum,

víkjum ekki ađ ţeirra hörgum.

Fyrirlítum flćrđ og lygi,

flokksgćđinga- höfuđvígi !

 

Hirđum ekki um hrćsnisrćđur,

horfum ekki í tálsins glćđur.

Hlustum ekki á hrunin gođin,

hyllum ekki svikabođin !

 

Forđumst trú á falska dóma,

finnum aftur veg til sóma.

Reisum fánann upp úr ösku

öll međ sóknarbragđi rösku !

 

Sitthvađ lćrir barniđ brennda,

burt skal skemmdum eplum henda.

Svo ţau eitri ei eđlisgóđar

undirstöđur heillar ţjóđar !

 

Gleymum aldrei leiknum ljóta,

lygaspili sleipra ţrjóta.

Meinsemda ţar mćlist flokkur,

munum hvađ hann gerđi okkur !

                                                      

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 1080
  • Frá upphafi: 358594

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 924
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband