17.1.2009 | 11:34
FRAMSÓKNARFLOKKURINN NÝI - EÐA HVAÐ ?
Það hefur verið mjög fróðlegt, með hliðsjón af mannlegu eðli, að fylgjast með Framsóknarmönnum að undanförnu. Þeir hafa farið sumir hverjir marga hringi í umræðunni og tala nú eins og Halldór Ásgrímsson hafi aldrei verið til.
Síðast í morgun var talað við einn þeirra í útvarpinu og talaði hann þá fjálglega um Framsóknarflokkinn sem öflugan valkost milli forræðishyggju og frjálshyggju ! Fréttamaðurinn sá enga ástæðu til að minna manninn á fortíðina. Halló, var það ekki Framsókn sem tryggði fullan framgang auðvalds og frjálshyggju í þessu landi, það sem hefur lagt hér allt í rúst, með því að leggjast hundflöt undir íhaldið og Davíðsgengið þar ?
Var það ekki Framsókn sem sló afgerandi fyrra þjónkunarmet við íhaldið, sem Alþýðuflokkurinn sálugi átti, og sleikti Sjálfstæðisflokkinn enda á milli árum saman í taumlausri græðgi og Davíðsdýrkun ?
Hvar eru Framsóknarmenn staddir í tilverunni, þeir eru varla á Íslandi, fyrst þeim er fyrirmunað að sjá og skilja afleiðingar gerða sinna ?
Er Framsóknarflokkurinn kannski orðinn Nýr Framsóknarflokkur, eins og Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing og Nýi Landsbankinn ? Hreinsaður af syndum fortíðar sinnar og tilbúinn í slaginn aftur, tandurhreinn og strokinn ?
Nei, Framsóknarflokkurinn verður trúlega aldrei aftur það sem hann þó var. Hann mun sennilega aldrei geta skilið á milli sín og skítsins sem mun loða við hann eftir Júdasarárin !
Menn verða nefnilega að hafa það í huga að Framsóknarflokkurinn er eiginlega verri en íhaldið og er þá mikið sagt. Íhaldið var að framkvæma sína stefnu, svo bölvuð sem hún var, og nýtti færið sem Framsókn gaf því út í ystu æsar - lét þjóðareignir fjúka á útsöluverði ofan í uppvaxandi útrásarhyski af fullkomnu ábyrgðarleysi gagnvart almannahag. Íhaldið hefur aldrei verið almenningsvænn flokkur, og hyglar sínum óspart af ríkisfé eins og það hefur alltaf gert.
En Framsóknarflokkurinn sveik sína stefnu, Framsóknarflokkurinn sveik varðstöðu sína sem félagshyggjuflokkur og afhenti Sjálfstæðisflokknum lykilinn að því að leyfa alikálfunum að féfletta þjóðina eftir einkavinavæðinguna alræmdu.
Og það bar ekki á öðru en Framsókn ætti þá sína alikálfa líka því ekki voru mennirnir í S- hópnum geðslegri en sjallarnir nema síður væri og sannarlega var græðgin þar ekki minni. Megi það lið taka út allt sem það hefur sáð til - bölvun landvætta Íslands í merg og bein um allan sinn aldur.
Þjónkunin við íhaldið hefur gert Framsóknarflokkinn smáan til sanda og sæva. Flokkurinn er orðinn lítill og ómerkilegur til orðs og æðis og vandséð hvaða framtíð hann getur átt sér í samfélagi nútímans.
En þrátt fyrir það þykist Framsóknarflokkurinn nú vera endurfæddur, vera orðinn nýr og betri flokkur, Halldórshryllingurinn sé genginn yfir og Valgerðarvillan að baki og ekkert framundan nema slétt og fellt hugsjónahaf félagshyggjunnar !
En ég spyr, eru Framsóknarmenn algjörlega veruleikafirrtir, telja þeir sig ekki þurfa að gera upp við fortíðina ? Eru það bara kommúnistar sem þurfa að gera upp við görótta fortíð, eru aðrir sem brjóta stórlega af sér gagnvart þjóð sinni fleygir og frjálsir til frekari framavinninga - eins og ekkert hafi í skorist ?
Í ræðu á yfirstandandi flokksþingi leyfði Lómatjarnarfrúin sér að segja : " hina köldu krumlu frjálshyggjunnar verður að losa af hálsi þjóðarinnar !" Átti hún ekki mikinn þátt í að þrýsta þeirri krumlu á þann stað, hvar skildi á milli hennar og sjálfstæðismannanna í þeim verknaði ? Gekk hún ekki næst Halldóri Ásgrímssyni í þjónkuninni við íhaldið ?
Hverskonar siðvilla er þetta eiginlega ? Viljum við svona manneskjur sem fulltrúa fyrir fólkið í landinu ? Einstaklinga sem hafa brotið stórlega af sér gegn hagsmunum þjóðarinnar og kannast svo ekki við neitt og þykjast jafnvel vera komnir í björgunarmannahlutverk ?
Meðan Valgerður Sverrisdóttir situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er spillingarmarkið á flokknum engu síðra en spillingarmarkið sem verður á íhaldinu meðan Davíð situr í Seðlabankanum.
Þessir einstaklingar eru orðnir holdgervingar spillingar og stórkostlegra mistaka í stjórn ríkisins í augum þúsunda Íslendinga og það þýðir ekki að bjóða fólki upp á slíka valkosti lengur.
Framsóknarflokkurinn verður ekki trúverðugur á neinn hátt aftur, fyrr en hann gerir upp við hinn skuggalega Halldórstíma, árin sem hann þjónaði undir íhaldið og Davíð, árin sem hann sveik hugsjónir félagshyggjunnar og fór að tilbiðja skurðgoð frjálshyggjunnar. Hann þarf að biðja þjóðina fyrirgefningar á sínum stóra hlut í þeirri glötunarstefnu sem hér réði á þeim tíma.
Þá fyrst er hugsanlegt - aðeins hugsanlegt - að hann geti smám saman byrjað að vinna sér traust á ný !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)