23.4.2009 | 10:14
Veruleikafirring íhaldsins
Margir sjálfstæðismenn virðast hafa tekið þann kostinn undanfarið að leika sig nánast veruleikafirrta og telja það sýnilega það skásta sem þeir geti gert eins og sakir standa. Þeir vita upp á sig skömmina með svo margt að það hálfa væri nóg.
Þessvegna kjósa þeir margir hverjir að láta sem staðan sé allt önnur og betri en hún er. Hinar föllnu stjörnur flokksins, Davíð Oddsson og Geir Haarde, hafa líka gengið á undan í þessum efnum og ekki viljað kannast við að þeir hafi gert nokkuð rangt eða að þeim sé þörf á því að biðja þjóðina afsökunar á einu eða neinu. " Eftir höfðinu dansa limirnir " segir máltækið og það hefur ekki hvað síst sannast á Sjálfstæðisflokknum.
Davíð Oddsson flutti veruleikafirrta ræðu á nýafstöðnum landsfundi flokksins og reyndi að leika þar skemmtikraft á skrítnum nótum, en lítið fór þar fyrir ábyrgum forustumanni. Salurinn hló samt og klappaði fyrir aulafyndni hans og mátti segja að ræðumaðurinn hæfði salnum og salurinn honum.
Sjaldan hefur manni fundist landsfundur sjálfstæðismanna vera jafn mikill lágkúruvettvangur og hann sýnilega var undir þessari dæmalausu ræðu Davíðs.
Verst var þó að ræðan sem slík bjó ekki yfir neinu efnislegu gildi.
Þarna var bara beiskyrtur og vonsvikinn maður að hella úr skálum reiði sinnar og tala neikvætt um fólk sem var þarna hvergi nærri og viðstaddir létu sér það heyranlega vel líka. Það lýsir því væntanlega hvers konar söfnuður þetta er sem kemur þarna saman.
Ekki get ég séð fyrir mér prúðmenni á borð við Geir Hallgrímsson flytja slíka ræðu, en samt gekk hann í gegnum erfiða reynslu á sínum pólitíska ferli, reynslu sem hefði gert margan manninn beiskan. En Geir kom sýnilega út úr þeim reynslueldi sem heilsteyptari og þroskaðri maður.
En Geir Hallgrímsson var líka formaður í öðrum Sjálfstæðisflokki en þeim sem nú hefur höggvið svo illa að rótum hins íslenska sjálfstæðismeiðs. Sú stefna sem flokkurinn hefur fylgt undanfarin ár hefur nefnilega ekki aðeins skaðað þjóðina heldur hefur hún hreinsað burt úr flokknum flest það sem var þó einna skást við hann, þó aldrei væri hann góður.
Nú er það trú margra, að innviðir flokksins séu orðnir gegnrotnir af spillingaranda. Það megi því segja að þeir minni helst á innvolsið í Dorian Grey eins og það mun hafa verið orðið undir það síðasta og sennilega er ástæðan fyrir meinsemdinni söm í báðum tilfellum, enda skrattanum skemmt.
Ef ég hefði ekki á sínum tíma farið sérstaklega í það verk að gera mér glögga grein fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn er og hvernig hann er, hefði ég hugsanlega getað farið að vorkenna honum í dag. En sem betur fer veit ég út á hvað flokksmaskínan þar gengur og fyrir hverju og því er það alveg útilokaður hlutur að ég geti fundið til með þeirri sérhagsmuna og samtryggingarófreskju sem Sjálfstæðisflokkurinn er.
En sem betur fer gerist það merkilega oft, að áróður sjálfstæðismanna verður svo vitleysislegur að hann snýst gegn þeim sjálfum. Þeir eru nefnilega oftast svo uppteknir af eigin sjálfsupphafningu, að þeir taka ekki eftir því þegar þeir fara rökfræðilega villuhringi í málflutningi sínum.
Tökum eitt dæmi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða stóð ekki á því að Morgunblaðið talaði um rússneska kosningu. En sú var tíðin að Davíð Oddsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 98% atkvæða, en ekki kallaði Morgunblaðið það rússneska kosningu.......Nei, nei, nei !
Þar var bara verið að sýna yfirgnæfandi traust til yfirnáttúrulega hæfs leiðtoga !
En þannig var einmitt viðhorfið til hinna rússnesku toppskarfa meðan þeir voru og hétu og þó sjálfstæðismenn fordæmdu þá persónudýrkun sem viðgekkst austantjalds, virðast þeir engu að síður hafa iðkað hana í eigin flokki og einkum gagnvart þeim manni sem þar hefur náð mestum alræðisvöldum.
En veruleikinn er ekki svarthvítur og fólk lætur ekki blekkja sig endalaust með sömu rökvillunum. Forusta Sjálfstæðisflokksins mætti því virkilega huga að því sem skáldið sagði forðum : " Hálfsannleikur oftast er / óhrekjandi lygi ! "
Meðferð Sjálfstæðisflokksins á fjöreggi lands og þjóðar hefur verið slík, að jafnvel ég - lífstíðar svarinn andstæðingur flokksins - hefði ekki búist við því að óreyndu, að flokkurinn gæti farið svo hrapallega að ráði sínu sem reyndin sýnir.
Ég hef þó sem fyrr segir, enga samúð með flokknum, en þjóðarinnar vegna hefði ég samt kosið að staðan væri önnur, því íslenska þjóðin er svo óendanlega miklu meira virði en nokkur stjórnmálaflokkur.
Við hljótum nú að vera búin að fá nóg í bráð af sérhagsmunadekri á kostnað alþjóðar, og ef við eigum að halda velli til frambúðar verðum við að standa saman og huga betur að því sem heldur okkur sameiginlega uppi sem þjóð.
Því er það einlæg ósk mín og von, að komandi kosningar leiði til þess að hér taki við völdum með fullu umboði stjórn sem hefur heildarhagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi á næstu árum.
Því Ísland er landið sem áður
og öll við það tryggðin sé fest.
Og heill vor og hamingjuþráður
að hlynna að því sem best !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 167
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 736
- Frá upphafi: 365634
Annað
- Innlit í dag: 162
- Innlit sl. viku: 647
- Gestir í dag: 162
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)