1.5.2009 | 20:10
" Að virkja bæjarlækinn "
Um langt skeið hefur sú banvæna hugsunarstefna ríkt í virkjunarmálum á Íslandi að þjóna beri undir erlend auðfyrirtæki á kostnað lands og þjóðar.
Forustumenn í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, voru löngum sammála um þessa stefnu og mun þó íhaldið hafa markað hana öðrum fremur og ætti það ekki að koma neinum á óvart.
Forustan í þessum flokkum taldi sem sagt eðlilegt að selja útlendingum aðgang að auðlindum okkar fyrir vinnu. Íslenskir neytendur voru látnir niðurgreiða rafmagn til hinna stóru kaupenda og þegar fólk kvartaði yfir því hvað orkan væri dýr, var svarið að það væri verið að tryggja íslensku verkafólki störf !
Við höfum þannig alltaf verið látin borga dýrum dómum fyrir það að fá að þræla fyrir útlendingana, svo arðrán þeirra gæti viðgengist hér og verið sem allra mest. Það virðist aldrei hafa verið hugleitt að auðlindir okkar, eins og fallorkan, ættu að skapa beinar forsendur fyrir bættum lífskjörum fólksins í landinu ?
Það var því miður alltaf hugsað um þessa hluti út frá hinni gömlu hugsun íhaldsins, " ef venjulegt fólk á að fá einhvern pening út úr þessu, skal það þurfa að hafa fyrir honum ! "
Í kreppunni miklu voru erfiðleikar með atvinnu í Reykjavík og þá var rætt um að fólk fengi einhvern fjárstyrk fyrir brýnustu nauðþurftum, en fulltrúar íhaldsins brugðust þá ókvæða við. Það gengi ekki að venjulegt fólk fengi pening fyrir ekki neitt. Í augum íhaldsmanna jafngilti slíkt öfugri verkun sjálfra náttúruaflanna !
Svo niðurstaðan var sú, að verkamenn voru látnir vinna við íshögg og allskonar þrælavinnu, suma tilgangslausa með öllu, svo það væri nú alveg öruggt að þeir væru ekki að fá einhverja aura fyrir ekki neitt. Þannig var viðhorf íhaldsins þá og það eimir sannarlega eftir af því enn þann dag í dag.
Almenningur þessa lands á ekki að fá að búa við góð kjör, hann á ekki að fá að njóta góðs af auðlindum landsins. Það hefur löngum verið hin allt um lykjandi hugsun í kjörveldisklíku ráðamanna, sem virðist oft og tíðum líta á sig sem líknarstofnun fyrir erlenda auðhringi.
Og þegar stjórnvöld eru búin að versla með sínu óþjóðlega lagi, við arðránsgráðuga útlendinga um nýtingu auðlinda okkar, er fólki náðarsamlegast boðið upp á að fá vinnu hjá Alusuisse, Alcoa og öðrum erlendum " hjálparstofnunum ", og það hefur alltaf verið að mati íslenskra ráðamanna - hin besta lausn !
En það á ekki að fara í virkjanir og samninga með slíkum hætti. Það á ekki að virkja með það að markmiði að þjóna útlendum auðfyrirtækjum. Það á að fara í virkjanir til hagsbóta fyrir þjóðina sem býr í þessu landi.
Það á að virkja með sama hugarfari og menn höfðu þegar þeir voru að virkja bæjarlækina í gamla daga.
Til að gera fólkinu í landinu lífið léttbærara !
Það er lítið vit að virkja, ef það á alltaf að kosta meira strit, og halda þjóðinni sífellt í þeirri neyðarstöðu, að hún fái aldrei notið hlunnindanna af eigin auðlindum.
Það á að virkja til að skapa lífskjör sem byggja upp og búa til manneskjulegt og fjölskylduvænlegt samfélag og það á að gera það í sátt við landið og þjóðina. Auðlindir okkar eiga að vera hornsteinar og forsendur fyrir slík markmið.
Fallvötnin okkar miklu eru stóru bæjarlækirnir okkar - sú orka sem þar fæst á fyrst og fremst að nýtast íslenskum þjóðarhagsmunum - hún er og á að skila sér sem orkan okkar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 138
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 707
- Frá upphafi: 365605
Annað
- Innlit í dag: 134
- Innlit sl. viku: 619
- Gestir í dag: 134
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)