Leita í fréttum mbl.is

Kaldhćđni sögunnar

 

Ţegar sameinuđ auđvaldsöfl landsins ákváđu á sínum tíma ađ bjóđa ađstöđu hér fyrir erlent herliđ, lá auđvitađ fyrst og fremst ađ baki sú hugsun ađ ţéna á hlutunum hvort sem svínaríiđ yrđi meira eđa minna. Ţjóđleg sjónarmiđ áttu ţar engan hlut ađ máli og ţjóđaratkvćđagreiđsla um máliđ kom ekki til greina, ţví menn í hernámsflokkunum vissu ađ mikill meiri hluti ţjóđarinnar var á móti ţessu.

Ástćđan fyrir ţví ađ Bandaríkjamenn vildu fá ađstöđu hér var fyrst og síđast ótti ţeirra viđ Sovétríkin og ţannig varđ tilvist kommanna fyrir austan alla tíđ meginforsendan fyrir ţví ađ íslenska auđvaldiđ gat vađiđ í bandarísku fé í fulla hálfa öld. Allt hermangiđ og ţessi mikla auđsuppspretta byggđist á ţví ađ Óvinurinn vćri til stađar.

Ţegar Sovétríkin voru lögđ niđur 1991 var forsendan fyrir bandaríska herliđinu hér brostin og Kanar vildu bara fara ađ haska sér burt.

En íslenska auđvaldiđ barđist viđ ţađ í nokkur ár ađ reyna ađ halda í ţá og vildi umfram allt ekki missa spenana sem ţađ hafđi tottađ af áfergju í heilan mannsaldur. Sumir svínaldir kapítalistar á suđvesturhorninu fóru jafnvel ađ tala af tregasárri eftirsjá um  " hina góđu tíma ţegar Sovétríkin voru til !"

Ţađ fór nefnilega smám saman ađ renna upp fyrir ţeim ađ ţađ voru Sovétríkin sem höfđu međ tilvist sinni skapađ ţeim ţann ofsagróđa sem ţeir höfđu haft í öll ţessi ár. Bandaríkjamenn voru ósparir á dollarana međan ţeir voru haldnir af óttanum viđ vofu kalda stríđsins, en ţegar Sovétríkin liđu undir lok hvarf sú vofa međ ţeim.Ţađ var engin ástćđa lengur til ađ moka bandarískum fjármunum í einhverja hćgri karla hérlendis - ţađ var ekki lengur nein hćtta á ferđum.

En viđ ţessar breyttu ađstćđur urđu hinir oföldu hermangarar alveg grútfúlir út í " verndarana ", sem svo hikstalaust hlupu frá heilögum skyldum sínum, og völdu ţeim hin verstu orđ. Ţannig reyndist hin vestrćna brćđralagsást tál eitt og frođa, ţegar peningarnir lágu ekki lengur á lausu í Pentagon fyrir undirtyllur heimsvaldastefnunnar bandarísku norđur í Dumbshafi.

Jafnvel Davíđ hinn almáttugi gat ekki taliđ Könum hughvarf ţó hann fćri til Washington og grátbćđi Bush og Rumsfeld  báđa tvo, um framlengingu á hervistinni hér. Samt voru ţessir ţrír menn áreiđanlega í einum anda varđandi flest önnur mál.

Suđurnesin sukku í víl og volćđi ţegar herinn var farinn og grétu sín Gósen ár.

" Ó, bara ađ Sovétríkin hefđu ekki liđiđ undir lok, ţá vćrum viđ enn í gulldyngjunni miđri " hljómađi víđa frá munni manna og jafnvel inn í miđri Keflavík !

Svona er kaldhćđni Sögunnar oft mikil.

Menn bíđa eftir ţví ađ einhver eđa eitthvađ lognist út af, en ţegar ţađ gerist verđur ţađ stundum međ ţeim hćtti ađ ţeir standa sjálfir miklu verr ađ vígi á eftir. Ţađ er aumt ađ vita harđsvírađa, Pentagon-innmúrađa kaldastríđsgaura, óska ţess nú heitt og innilega ađ gömlu, góđu tímarnir, ţegar dollararnir runnu stanslaust í hendur ţeirra, komi aftur.

Og samraddađir tauta ţeir ofan í bringu eins og heilaţveginn sértrúarsöfnuđur:

" We want the Soviet Union back and an open Pentagon purse !!!

Í hugum slíkra virđist stöđugt hljóma slitin plata frá liđinni tíđ, plata sem gengur út á stefiđ " Give me the Old Time Religion " !

Stórkapítalistarnir hér voru nefnilega einskonar íslenskir ađalverktakar sem gerđu út á kommagrýluna. Ţegar hún hvarf hćtti bandaríska gullgćsin fljótlega ađ verpa eggjum sínum í skaut ţeirra og ţví fór sem fór.

Sic Transit Gloria Mundi...................!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 119
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 688
  • Frá upphafi: 365586

Annađ

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 600
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband