27.9.2009 | 14:54
Spjall um dýrkendur Davíðs og fleira
Það kom mér vissulega á óvart, að Davíð Oddsson skyldi gerður að ritstjóra Morgunblaðsins, jafnvel þótt það mætti svo sem teljast fyrirsjáanlegur leikur af hálfu Óskars Magnússonar, sem er áreiðanlega í þeim hópi manna sem kallast mega dýrkendur Davíðs.
Það hefur lengi verið ljóst og vitað mál, að það er tiltekinn hópur innan vébanda Sjálfstæðisflokksins sem dýrkar Davíð og hefur hann á stalli og sér ekkert og mun aldrei sjá neitt athugavert við framferði hans og feril. Þessi hópur er mjög áþekkur sértrúarsöfnuði upp á bandaríska vísu. Hann þarf að hafa sinn spámann, sinn andlega leiðtoga, sinn óskeikula forsjármann. Davíð Oddsson er og hefur verið þessi leiðtogi í augum þeirra sem fylla þennan hóp, og þótt Ísland færi forgörðum og himinn og jörð að auki, myndi ekkert geta breytt tilbeiðslunni á honum af hálfu þeirra sem hópi þessum tilheyra .
Óskar Magnússon mun vera sonur Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns, sem var áreiðanlega á sínum tíma afar harður sjálfstæðismaður. Hann skrifaði oft smápistla í Moggann hér á árum áður, sem sýndu ljóslega mjög flokkspólitíska, og að minni hyggju, einsýna afstöðu til þjóðmála
En Magnús gat svo sem líka verið glettinn og gamansamur maður þegar sá gállinn var á honum og því fannst manni gerlegt að fyrirgefa pólitíska einsýni hans, þótt hún kæmi manni oft ærið undarlega fyrir sjónir. En hvað sem um þá hluti væri frekar hægt að segja, þá virðist Magnúsi hafa tekist uppeldið á syninum bærilega, því þar er sannarlega skeggið skylt hökunni og viðhorfin í sama fari.
Varðandi pistla Magnúsar Óskarssonar vil ég líka segja það, að þeir koma stundum í huga minn þegar ég les hliðstæða pistla í Mbl. eftir Svein Andra Sveinsson. Sveinn virðist nefnilega skrifa út frá líku hugarfari og Magnús og að minni hyggju svipaðri einsýni til mála og virðast viðhorfin byggjast á því að flokksleg hollusta eigi að ríkja öllu ofar og líka þar sem ég myndi segja, að þjóðleg hollusta ætti fyrst og fremst að ráða.
En höldum áfram með smjörið eða öllu heldur smjörklípuna.
Davíð Oddsson sem var að flestra áliti kominn út úr pólitíkinni, er nú sem sagt orðinn ritstjóri Mbl. og það þýðir náttúrulega að hann er kominn inn í pólitíkina aftur. Það þýðir sennilega líka að Mbl. hefur snúið sér frá þeirri frjálslyndu stefnu sem það þóttist vera búið að taka upp og framvegis mun það eflaust þjóna með pólitískari og líklega flokkshollari hætti en það hefur gert lengi. Þröngsýnin mun vafalaust aukast og bláhandarleg vinnubrögð munu trúlega fara að sjást í vaxandi mæli. Umræðan mun þá jafnframt verða einsleitari í blaðinu og það mun færast í það horf að verða flokksmálgagn aftur. Ólíklegt er að rekstur blaðsins komi til með að standa betur undir sér þegar svo verður komið málum.
Auk Davíðs sest í ritstjórastól á blaðinu Haraldur Johannessen, sem er trúlega af ætt gamla Matthíasar Moggaritstjóra. Ég fæ ekki betur séð en hann sé nauðalíkur Matta svo það er engu líkara en sá gamli sé aftur kominn í djobbið, einhvernveginn erfðafræðilega uppfærður eins og Dolly forðum.
Það er hræðileg niðurstaða, ef það er engan veginn hægt að losna við svona grameðlur gengins tíma og fá eitthvað ferskt í staðinn. Það virðast bara koma fram uppfærð eintök af gömlu settunum sem tyggja gömlu slagorða lummurnar af engu minni áfergju en þau gerðu fyrir hálfum mannsaldri.
Er þetta virkilega tillag Mbl. til uppbyggingar Nýja Íslands, að gera Davíð Oddsson og Harald Johannessen að ritstjórum blaðsins ?
Svei því segi ég og auðvitað sagði ég blaðinu upp samstundis, þó ég komi til með að sakna vissra efnisþátta í því, en spurning er náttúrulega hvort þeir verði óbrenglaðir áfram, úr því að yfirstjórnin er orðin sú sem hún er.
Slæmur þótti Ólafur Thors afturgenginn, segir í þekktri vísu eftir Halldóru B. Björnsson, en það eru smámunir hjá því að sjá Davíð Oddsson aftur genginn fram á pólitíska sviðið og nú starfandi á Mogga og það sem ritstjóri.
Og ekki bætir það úr að nauðalíkur ættmaður gamla Mogga-Matta er líka sestur í stjórastól á blaðinu !
Það er sem sagt bert orðið og augljóst núna, að það hefur átt sér stað helblár flokkspólitískur samruni milli yfirstjórnar Moggans og hins fyrrgreinda sértrúar-safnaðar Sjálfstæðisflokksins og umskiptingurinn sem hefur orðið til við þessar innpólitísku samfarir er sjáanlega alfarið þess sinnis, að vilja halda af öllum kröftum í gamla Ísland. Sá blágotungur ætlar sér greinilega ekki að vera með í för, í því verkefni að byggja upp gagnsæja og gildisholla framtíð fyrir land og þjóð.
Ég hef satt best að segja enga trú á því að hinir nýju ritstjórar muni standa fyrir nokkru góðu í störfum sínum og tel reyndar að annar þeirra hafi þegar reynst þjóðinni hinn óþarfasti maður.
Ég get því hvorki óskað Davíð Oddssyni né Haraldi Johannessen gengis í þeim störfum sem þeir hafa tekið að sér við það fyrirbæri sem áður var oft kallað
" blað allra landsmanna ", og vona bæði mín vegna og þjóðarinnar, að vera þeirra á ritstjórnarstólum hjá Morgunblaðinu verði sem allra, allra styst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Ort til gamans af litlu tilefni !
- Er greiningarhæfni Íslendinga að verða að engu ?
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 7
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 379098
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 519
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)