Leita í fréttum mbl.is

Nokkur inngangsorđ ásamt Hlerunarbrag

 

 

Ţađ er margsannađ mál ađ lýđrćđiđ er vandmeđfariđ og mörgum valdamönnum reynist ţađ ţrautin ţyngsta ađ skilja eđli ţess og tilgang.

Ţađ kemur ţví oft fyrir ađ vinnubrögđ stjórnvalda í lýđfrjálsum ríkjum draga dám af einrćđiskenndu framferđi, ekki síst ţar sem leiđtogar hafa lengi setiđ ađ völdum og fariđ ađ ímynda sér ađ ţeir vćru kóngar.

Sérstaklega hefur ţótt neyđarlegt ţegar sjálfskipađir lýđrćđisvarnarmenn hafa gripiđ til ólýđrćđislegra vinnubragđa gegn pólitískum andstćđingum eins og oft hefur komiđ fyrir. Ţá getur ţađ gerst ađ " vörnin gegn glćpnum " verđur glćpnum verri. Dćmi um slíkt eru ţekkt í öllum löndum og eftirfarandi bragur var ortur á sínum tíma varđandi atburđarás sem einmitt gćti flokkast undir slíkt tilfelli.

 

Hlerunarbragur ortur í maílok 2008.

Hugsađur sem orđrćđa til Ragnars Arnalds sem var

einn ţeirra  " stórhćttulegu " manna sem hlerađ var hjá.

 

Ragnar minn, Ragnar minn,

raun er ađ heyra.

Sífellt er síminn ţinn

sat ţér viđ eyra,

íhaldiđ út í bć

önn ţurfti ađ bera,

sat viđ ţađ sí og ć

símann ađ hlera !

 

Einhver á verđi var,

vildi ţig skođa.

Öryggi alţjóđar

allt ţótti í vođa.

CIA-deild íslensk ein

upp reis til starfa,

vildi svo hjartahrein

hreinsa burt arfa !

 

Stórt okkar stjórnarráđ

steig fram í vanda,

sýndi međ sćmd og dáđ

sjálfstćđan anda.

Reis upp gegn rauđri vá,

rismikiđ löngum.

Lýđrćđis hugsjón há

heit brann í vöngum !

 

Ađstođar Nató naut

náttuglan hvíta.

Illgresiđ upp međ rót

allt varđ ađ slíta.

Ógnina ađ austan var

erfitt ađ bera.

Frelsi til framdráttar

frjálst ţótti ađ hlera !

 

McCarthy áfram óđ,

ígildi herja.

Lýđrćđisgildin góđ

greitt ţóttist verja.

Afturhald Íslands sá

andann ţar bestan.

Fann sig á föstu ţá,

fjarstýrt ađ vestan !

 

Kynnti ţađ siđinn sinn,

sat viđ ađ hlera,

dagana út og inn,

ógn var ađ gera.

Hvítliđa hvötin ţar

hvíldist ei nokkuđ.

Alţýđan öll ţar var

andspyrnu flokkuđ !

 

Ţjóđin var ţar međ í

ţrumandi villu.

Vitkast hún varđ á ný,

vísast međ illu.

Afturhalds klíkan körg

kaus ţví ađ rausa.

Sótti um Cia-björg

samviskulausa !

 

Enn er sá andi til,

óhreinn og svikull.

Iđkandi eitrađ spil,

argur og hvikull.

Fylgir ţar fyrri siđ,

falslínan gefna.

Helsporuđ horfir viđ

Herbjarnar stefna !

 

Ljót er nú kviđan kunn

komin á spjöldin.

Sögunnar ađfalls unn

endar međ völdin.

- Reiknast ţví Ragnar minn,

rétt opinberun,

ađ sveikst inn á símann ţinn

CIA- tengd hlerun !

 

                                  Rúnar Kristjánsson

                                           - fecit -

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 118
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 365585

Annađ

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband