Leita í fréttum mbl.is

Hrikaleg framtíđarspá ?

 

David Wilkerson er víđkunnur bandarískur prédikari og kannski ţekktastur fyrir bókina Krossinn og hnífsblađiđ, sem samnefnd kvikmynd var gerđ eftir međ Pat Boone í ađalhlutverki. En David Wilkerson hefur skrifađ fleiri bćkur og sennilega eru ţćr orđnar í kringum ţrjátíu talsins. Međal ţeirra er bók sem hann sendi frá sér áriđ 1985 og heitir Set the Trumpet to thy Mouth. Í ţeirri bók fjallar hann um dóm Guđs yfir Ameríku - Bandaríkjunum. Hann segir ţar ađ Bandaríkin séu Babylon nútímans og búin ađ fylla bikar misgerđa sinna.

Ameríka sé ţví dćmd til eyđingar og dómnum verđi ekki breytt úr ţessu. Ţađ muni enginn Jónas koma og prédika iđrun eins og í Nínive forđum, svo ađ tortímingu verđi afstýrt. Í bók ţessari spáir Wilkerson fyrir um margskonar óáran og hamfarir, brennandi olíubrunna og uppmögnuđ stríđsátök í heiminum, allt vegna takmarkalausrar grćđgi manna og spillingar. Hafa ber í huga ađ hann skrifar ţetta 6 árum fyrir Flóastríđiđ 1991. Hann bendir ekki hvađ síst á hina siđferđilegu hnignun sem komin sé út yfir öll mörk og kalli á reiđi Guđs.

Í raun er ţarna tekiđ á siđleysi nútímans yfir línuna og bent á ađ Bandaríkin hafi ađ miklu leyti leikiđ ađalhlutverkiđ í ţeirri siđspillingu. Ţađ er sagt ađ Ameríka muni hljóta sín syndagjöld og Bandaríkin verđi eydd međ eldi.

Ţessari bók Wilkersons var tekiđ međ mjög skeytingarlausum hćtti. Einhverjir tóku hana kannski til alvarlegrar skođunar, en flestir skelltu skollaeyrunum viđ henni og sögđu sem svo: " Hann var nokkuđ efnilegur hér á árum áđur, en nú er hann kominn út í algert rugl, ţađ er ekkert ađ marka lengur ţađ sem aumingja mađurinn segir ! "

Miđađ viđ örlagaríkan bođskap bókarinnar má segja ađ viđbrögđin hafi ţannig ađallega gengiđ út á ađ ţegja hana í hel. Ţađ vildi enginn vita af neinu sem virtist eiga skylt viđ  " handwriting on the wall ! "

En Wilkerson hélt sínu striki hvađ sem ađrir sögđu og 1998 kom hann međ bókina America´s Last Call ţar sem hann fjallar um fjármálalega helför á heimsvísu innan skamms tíma. Og ekki var nú ánćgjan meiri međ ţá bók, enda flestir á kafi í ţví ađ grćđa og sanka ađ sér efnislegu fánýti. Hin babylonska grćđgi var ţá allsráđandi um allan heim.

Viđvaranir Wilkersons hafa ţví ađ mestu veriđ ađ engu hafđar, enda segir hann ađ ţví verđi ekki breytt sem koma á.

Laugardaginn 7. mars síđastliđinn, ţađ er ađ segja á ţessu ári, sendi Wilkerson frá sér á bloggsíđu sinni ţađ sem hann kallar knýjandi skilabođ. Ţar segir međal annars :

 " Miklir ógnaratburđir eru yfirvofandi um alla jörđ, ţeir verđa svo ćgilegir ađ allir menn munu skjálfa, jafnvel ţeir sem Guđi fylgja best. Ţađ verđa óeirđir og eldar í borgum um allan heim, ţađ verđa rán og víđtćkar gripdeildir í New York og víđar. "

Wilkerson segir í sambandi viđ ţetta : " Ég veit ekki nákvćmlega hvenćr ţetta verđur, en ég veit ađ ţađ er ekki langt í ţađ. Nú hef ég létt ţessari byrđi af mér - til ykkar. Fariđ međ ţennan bođskap eins og ykkur ţóknast. "

 

Nú er ţađ svo, ađ oft er talađ međ háđslegum hćtti um heimsenda-spámenn, ţví fćstir eru ánćgđir međ ađ heyra um yfirvofandi hrun á öllu ţví sem tengist lífi ţeirra og lífsgćđum. Viđ Íslendingar erum ţó komnir međ ţá reynslu ađ vita ađ hrun getur orđiđ međ tiltölulega stuttum fyrirvara. Allt hiđ menntađa greiningar-liđ sem á ađ vara okkur viđ slíku getur brugđist algerlega eins og viđ ţekkjum nú manna best eftir bankahruniđ.

Ţeir sem áttu ađ greina ógćfuferliđ, sáu ekkert nema endalausa hagsćld fram á siđustu stund - svo skall ógćfan yfir fyrirvaralaust !

Ţađ er nefnilega svo, ađ ţađ hafa alltaf veriđ miklu fleiri spámenn sem hafa endalaust spáđ hagsćld og gróđa, talađ ţađ út sem ađrir vildu heyra og ţeir töldu sér í hag. Slíkir spámenn sem Hananja ( sbr.Jeremía 27. og 28. kafla ) hafa alltaf veriđ til, en bođskapur ţeirra hefur ekki veriđ frá Guđi. Ţeir eru kodda-spámenn ( pillow prophets ) og tala lygatungum.

Ţađ hefur sérhver manneskja val fyrir sig og fólk getur kynnt sér ţađ sem David Wilkerson hefur veriđ ađ segja og lagt sitt mat á ţađ. Ýmislegt um hann og feril hans er ađ finna á netinu. Bćkur hans tala líka sínu máli.

Og ég verđ ađ segja fyrir mig, ađ bók hans Set the Trumpet to thy Mouth er mikil lesning og vekur sterkar og áleitnar spurningar um ţađ á hvađa leiđ viđ séum og hverskonar framtíđ viđ teljum okkur vera ađ skapa fyrir börn okkar og eftirkomendur međ ţví ađ vera sofandi gagnvart ţví niđurbroti gamalla og góđra gilda sem stöđugt fćrist í aukana um allan heim.

Hverskonar heim viljum viđ ađ börnin okkar erfi - eđa koma ţau til međ ađ erfa   einhvern heim,,,,,,,,  - kannski er ţađ fyrst og fremst spurningin, sé höfđ hliđsjón af ţví sem David Wilkerson er ađ segja ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 365491

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband