Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

LINCOLN OG ROCKEFELLER


Ţađ er söguleg stađreynd ađ ţeir sem fluttust til Ameríku, nýja heimsins, á öldum áđur, gerđu ţađ fyrst og fremst vegna ţess ađ kúgun yfirstéttanna í gamla heiminum var löngu orđin óbćrileg. Venjulegt fólk gat ekki fengiđ jarđarskika, gat ekki notiđ ávaxta erfiđis síns, ţví alls stađar voru blóđsugurnar sem hirtu afrakstur vinnunnar af ţeim sem unnu. Fólk flutti vestur í von um frelsi, í von um ađ fá ađ vera frjálst fólk í frjálsu landi, ađ fá ađ njóta ávaxta vinnu sinnar, ástunda trú sína í friđi og lifa viđ mannlegan jöfnuđ. Í stuttu máli sagt - ţannig urđu Bandaríkin til.

En gamli heimurinn vildi snemma setja mark sitt á ţann nýja. Ýmsir ađilar vildu koma kúgunarkerfi gamla heimsins upp ţar, en viđ ramman reip var ađ draga.

Erfitt var ađ svćfa hinar nývöktu frelsishugsjónir og fólk sem var fariđ ađ geta dregiđ andann, vildi ekki láta kefla sig aftur. Margvísleg átök urđu um ţađ hvađa farveg hiđ nýja ríki ćtti ađ marka sér, eftir ađ bresku yfirráđunum var hrundiđ. En lýđveldisfyrirkomulagiđ naut snemma afgerandi fylgis ţví menn vildu ekki hafa eina verstu fylgju gamla heimsins - konungsvaldiđ - međ í för.

Og margt tókst vel í byrjun, menn eins og George Washington, John Adams, Thomas Jefferson, Benjamín Franklin o. fl. vöktu yfir málum og brátt naut hiđ nýja ríki virđingar í samfélagi ţjóđanna. En alltaf ţurfti ţó ađ hafa gát á hlutunum svo frelsishugsjón frumherjanna stćđi fyrir sínu.

Svo leiđ tíminn og ţjóđin efldist jafnt og ţétt. Landiđ var auđugt og menn lágu ekki á liđi sínu viđ ađ nýta kostina. En svo kom ađ ţví ađ borgarastyrjöld braust út og skal sú atburđarás ekki rakin hér, en eftir ţá styrjöld  breyttist margt í Bandaríkjunum.

Stríđiđ ruddi sem aldrei fyrr brautir fyrir ţá sem töldu sig eiga miklu meiri rétt til gćđanna en ađrir. Suđurríkin voru rćnd međ ýmsum hćtti og "big-business" mennirnir fóru ađ kaupa sér stjórnmálaleg áhrif í stórum stíl. Og brátt leiđ ađ ţví ađ Bandaríkin urđu hugmyndafrćđilegur vígvöllur anda Lincolns og anda Rockefellers.

Lincoln hafđi lokiđ hinu frćga Gettysborgarávarpi sínu međ ţessum orđum : " - that this nation, under God, shall have a new birth of freedom ; and that government of the people, by the people, for the people, shall not perish from the earth ", en andi Rockefellers gekk út á allt ađra og verri hluti og brátt var auđvaldiđ orđiđ allsráđandi í Bandaríkjunum.

Međ ţví var komiđ hliđstćtt kúgunarvald í nýja heiminum og konungs og ađalsvaldiđ var í ţeim gamla. Ófarnađarstefnan var komin á fulla ferđ.

Og nćstu áratugirnir sýndu ţađ og sönnuđu. Rockefeller-andinn ruddi Lincoln andanum gjörsamlega frá öllum völdum. Menn eins og Wilson reyndu ađ tala fyrir góđum málum en ţeir voru kaffćrđir af öfga-kapitalistum og ţing og ríkisstjórn komst algerlega í hendur burgeisanna, lávarđa og greifa hins nýja heimsveldis.

Enginn Mr. Smith ferđađist til Washington til ađ aflétta spillingunni og brátt var Lincolns ađeins minnst á hrćsnisfullum hátíđasamkomum, ţar sem viđstaddir höfđingjar hrósuđu happi í hljóđi yfir ţví ađ hann vćri ekki viđstaddur ţar í eigin persónu. Sá hefđi nú veriđ fljótur ađ sjá í gegnum svikavef hrćsninnar.

Síđan hafa Bandaríkin veriđ eins og hvert annađ heimsveldi sögunnar " hundingi sem hausi veltir / hvar sem bráđ á jörđu lítur " og verđskulda ţví sama dóm og fyrri stórkúgarar ţessa heims. Rockefeller-andinn stjórnar Bandaríkjunum algerlega í dag, og hefur lengi gert, til bölvunar fyrir allt sem gott er og göfugt.

En Lincoln-andinn lifir í brjóstum manna um allan heim, ţrátt fyrir alla kúgun, og hann verđur aldrei bugađur né brotinn međan mannleg vitund hefur skynjun á frelsi, réttlćti og sannleika.

Mađurinn sem sagđi : " With malice toward none, with charity for all, with firmness in the right, as God gives us to see the right, let us strive on to finish the work we are in ; to bind up the nation´s wounds ; to care for him who shall have borne the battle and for his widow and his orphan - to do all which may be achieve and cherish a just and lasting peace among ourselves and with all nations ".

Hefđu Bandaríkin fylgt ţessum innblásnu orđum úr seinni innsetningarrćđu Lincolns vćri saga ţeirra önnur í dag en hún er.

En einmitt ţá var skammt eftir ćvi Lincolns og jafnframt skammt í algera yfirtöku auđvaldsaflanna á ríkiskerfi Bandaríkjanna. Suđurríkin fengu fyrst ađ kenna á ţví og síđan öll Suđur-Ameríka og eftir ţađ allur heimurinn.

Rómaríki hiđ nýja er síst betra en ţađ gamla og mun falla fyrir rotnun ađ innan eins og ţađ og jafnframt ţeim náttúruhamförum sem munu koma skyndilega yfir ţađ međ algerri eyđileggingu.

Viđvörunin í New Orleans var ađeins lítilsháttar ábending um ţađ sem koma skal. Bandaríkin hafa fyllt bikar misgjörđa sinna og dómurinn verđur ekki umflúinn.

 


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 120
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 365587

Annađ

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband