Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
29.11.2009 | 00:04
Vörumst vítin !
Undanfarin ár hefur íslenskt samfélag stórlega aðhyllst ofmat á menntun á kostnað eðlilegrar dómgreindar og siðfræðilegra gilda. Háskólamenntað fólk hefur flætt út á vinnumarkaðinn og gert kröfur um mjög hátt kaup út á áunnar námsgráður. Þar hefur hæfni samfara ábyrgð sjálfkrafa verið talin til staðar í svo ríkum mæli, að hægt hafi verið að fara fram á sannkölluð ofurlaun í mörgum tilfellum. Reynsla - í framhaldi af námshæfni og ábyrgð í verki, var hinsvegar ekki mikið á dagskrá í umræðu mála, enda í fæstum tilfellum til staðar.
Hámenntað fólk í hundraðatali fékk því alltof há laun sín út á námsgráðurnar og lítið annað. Það er ein af ástæðunum fyrir efnahagslegu hruni Íslands og ekki sú minnsta. Fólk var umsvifalaust ráðið í lykilstöður vegna þess að það var með hinar og þessar lærdómsgráður, en þar sem reynslan var engin og hæfnin varðandi það að axla ábyrgð enn í skötulíki, fór sem fór.
Fólkið fékk sín háu laun en skilaði enganveginn því sem af því var krafist. Menn í ábyrgðarmiklum stöðum varðandi almannaheill, varðmenn samfélagsins, sváfu fullkomlega á verðinum í værð og unaði allsnægtanna.
Oftrúin á menntunina gerði það að verkum að hvorki var spurt eftir reynslu eða einhverju sem sannaði vökula ábyrgðarkennd viðkomandi einstaklinga.
Það þótti nóg að um gráðuriddara væri að ræða og það var ekki talið skipta neinu máli þó að þeir væru gráðugir í þokkabót. Kannski þótti það jafnvel betra sem ótvírætt merki um metnað !
En það má ekki gleyma því að það var þetta hámenntaða lið uppskrúfaðra alikálfa sem setti þjóðfélagið okkar á hausinn !
Það var ekki Anna skúringakona eða Pétur grásleppukarl sem settu hér allt á hvolf. Það var þetta gráðuga gráðuriddaralið, sem með harðsvíraða sjálfselskuna og heimtufrekjuna að einstefnu leiðarljósi, rústaði þessu samfélagi og hefur ekki enn þann dag í dag séð að sér eða kannast við eitt eða neitt.
Þar er engin iðrun í gangi, engin sjálfsskoðun, engin viðurkenning á ábyrgð af neinu tagi. Þetta lið væri þessvegna vafalaust reiðubúið strax í dag til að taka aftur upp sömu hætti á kostnað okkar hinna, ef það sæi sér það fært !
Er ekki einn þátturinn í uppbyggingu nýs þjóðfélags, að fara yfir það hvernig og hversvegna allt þetta hámenntaða lið brást okkur og í hverju brotalamirnar fólust svo læra megi af því sem aflaga fór ?
Eigum við að horfa fram hjá slíkri endurskoðun og stefna að óbreyttu hvað þetta varðar í annað og meira fall eftir nokkur ár ?
" Fræðingakerfið " sem stjórnaði hér öllu, samkvæmt trúarbrögðum frjálshyggjunnar, með fullu umboði frá sofandi stjórnvöldum, og steypti okkur þannig fram af hengifluginu, má ekki undir neinum kringumstæðum hljóta hér aftur þau alræðisvöld sem það hafði.
Það verður að læra af mistökunum sem gerð voru og það verður að gera þá kröfu til langskólamenntaðs fólks að það skilji að menntunin ein gefur því ekki nógu haldbæran grundvöll til að gegna lykilstöðum í samfélaginu. Menntun þess þarf að styðjast við reynslu og fela á fólki ábyrgðarstörf eftir því sem hæfni þess vex, sem gerist auðvitað í réttu hlutfalli við eðlilegt sambland menntunar og reynslu.
Prófgráðurnar einar duga ekki, það ættum við að hafa lært af biturri reynslu, og ofurlaun eiga enga samleið með íslenskum veruleika og þaðan af síður þeirri almennu skynsemi sem Göran Persson sagði að væri í raun grundvöllur allrar hagfræði.
21.11.2009 | 10:57
Um vonda sagnfræði
Sagnfræði er mjög merkilegt fyrirbæri. Flestum er ljós þörfin á því að sagan sé rituð og heimildir varðveittar, til þess m.a. að menn geti lært af mistökum fyrri kynslóða og varast vítin. Hitt er svo annað og verra mál, að sannleikurinn verður oft töluvert mikið útundan þegar sagan er skráð.
Oft hefur verið sagt að sigurvegararnir ráði því hvernig rás atburða er lýst og það segir sig sjálft að ef svo er, þá er þar um að ræða vonda sagnfræði. Á margan hátt má segja að 20. öldin hafi markað ákveðin þáttaskil varðandi sagnfræði og þá kannski einkum vonda sagnfræði.
Menn fóru að falsa söguna með ýmsum afgerandi hætti þegar aukin tækni gerði þeim það kleyft. Stalín er t.d. sagður hafa verið býsna viðkvæmur fyrir myndum sem sýndu Lenín og Trotskí saman. Það leiddi til þess að Trotskí var einfaldlega fjarlægður af myndunum. Mörg önnur hliðstæð dæmi eru þekkt, þar sem ríkjandi valdhafar hafa reynt að falsa söguna og fara á svig við það sem raunverulega gerðist. Tuttugasta öldin virðist líka hafa fætt af sér mjög marga pólitíska sagnfræðinga, þ.e.a.s. sagnfræðinga sem skrifuðu verk sín út frá pólitískri línu og höfðu miklar hneigingar til að lýsa málum persónulegum skoðunum sínum í hag. Sannleikurinn var sem sagt ekki leiðarlínan, heldur það að þjóna persónulegum markmiðum í pólitískum skilningi.
Nú er t.d. komin út nokkurskonar ævisaga Stalíns eftir breska sagnfræðinginn Simon Sebag Montefiore. En hver skyldi Simon Sebag Montefiore vera ?
Hann er maður á hægri kanti breskra stjórnmála, maður sem er í nánum tengslum við toppana í Íhaldsflokknum. Þegar hann skrifar ævisögu Stalíns er það svona álíka og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefði skrifað ævisögu Einars Olgeirssonar !
Skyldi Montefiore þessi hafa einhverja löngun til að skrifa ævisögu Pinochets ? Nei, alveg áreiðanlega ekki, það myndi ekki þjóna pólitískum markmiðum hans nema síður væri. Hægrisinnaðir óþokkar eru ekki hans viðfangsefni.
Hvaða sagnfræðigildi skyldi það hafa ef Davíð Oddsson ritaði ævisögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða öfugt ?
Ísland hefur ekki farið varhluta af pólitískum vinnubrögðum í sagnfræði og er því full ástæða til að vera gagnrýninn á margt það sem gefið er út sem óháð fræðimennska á því sviði. Þar virðast leigupennar víða vera á ferð.
Það sýnist t.d. liggja klárt fyrir, að íslenskir sagnfræðimenn hafi beinlínis verið sendir til Austur Þýskalands og Rússlands eftir fall austurblokkarinnar, til að róta í skjölum þar og það um langa hríð.
Sennilega hefði sumum ekki þótt verra ef eitthvað bitastætt hefði fundist þar varðandi feril sumra íslenskra stjórnmálamanna á vinstri kantinum !
Þegar yfirlýstir fræðimenn dvelja við slíkar rannsóknir langtímum saman í öðru landi, vakna eðlilega ýmsar spurningar, spurningar eins og - hver borgar brúsann, hvað býr að baki og hvern á að reyna að hengja ?
Í því sambandi er enganveginn í gangi sú afstaða sem Geir Haarde orðaði svo fallega varðandi bankahrunið : " Við skulum ekki vera að persónugera vandann !
Nei, vond sagnfræði er víða í gangi og menn mega hafa sig alla við til að falla ekki í gildrur hinna röngu og villandi upplýsinga.
Eitt dæmi varðandi upplýsingar um atburðarás mætti taka hér, sem full ástæða er til að umgangast með varúð. Íslenska bankahrunið er eðlilega mikið rannsóknarefni í sagnfræðilegum skilningi og jafnframt stórpólitískt mál sem slíkt. Flestir gera sér grein fyrir því, að það skiptir miklu hvaða sjónarmið koma til með að ráða varðandi niðurstöður um alla þá atburðarás.
Ýmsir hafa því rokið til og skrifað bækur um bankahrunið og viðrað skoðanir sínar á því. Þar býr trúlega að baki viss hagnaðarvon varðandi sölumennsku, en líka og jafnvel öllu heldur viljinn til að hafa áhrif á söguna og túlka hlutina með þeim hætti sem viðkomandi telur sér best í hag, pólitískt sem og prívat !
Menn sem voru innvígðir og innmúraðir frjálshyggjupostular, starfandi í útrásar-bankakerfinu, hafa sent frá sér bækur og lýst útrásinni og ástandi mála frá sínum sjónarhóli !
Fólk getur rétt ímyndað sér hvað mikið er að marka frásögn slíkra manna af því sem fram fór. Þeir eru þarna í óðri önn að bera blak af sér, og lýsa öllu sem einhverju ópersónulegu sjónarspili sem átt hefði sér stað, án þess að þeir hefðu á nokkurn hátt átt þátt í því eða gert nokkuð af sér.
Þannig frásagnir eru fyrst og fremst framlag til vondrar sagnfræði og nánast á engan hátt nothæfar til að undirbyggja raunhæfar lýsingar á atburðum í eðlilegu samræmi við það sem gerðist.
Jafnvel sjónvarpsþættirnir sem fjölluðu um bankahrunið voru litaðir af áróðri sem kom einstökum aðilum vel og voru hreint ekki óháð sagnfræði.
Ef íslenska bankahruninu yrði lýst í bók þar sem hver eftirtalinna manna skrifaði sinn kafla, Björgólfur Guðmundsson, Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, hygg ég að fleiri en ég myndu gjalda varhug við skýringum mála. Margir yrðu þeir vafalaust þá sem myndu telja viðkomandi höfunda hafa verið allt of flækta í málin til að þeir gætu fjallað um þau á þeim forsendum sem eðlileg sagnfræði hlyti að gera kröfur um.
En málin virðast heldur ekki snúast um það að koma fram með sannar sagnfræðilegar skýringar, heldur að koma fram með einhverjar skýringar, helst svo margar að enginn geti áttað sig á því hvernig beri að skilja hlutina.
Það er að sumu leyti saga sagnfræðinnar í dag - líklega í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Blekkingarleikirnir eru margfaldir miðað við fyrri tíð.
Þegar púðurreykur deilumálanna er rokinn úr loftinu, eftir svo sem tuttugu ár, getur verið að menn fari að átta sig á því hver atburðarásin var, en þá er umræðan löngu komin út í annað og enginn hefur áhuga á sannari seinni tíma sagnfræðiskýringum nema þá örfáir fræðimenn.
Við skulum því gera okkur fulla grein fyrir því að sagnfræði nútímans er sjaldnast grundvölluð á hreinni sannleiksleit, heldur er hún meira en nokkru sinni fyrr skráning sögunnar út frá sjónarhóli sigurvegaranna - þeirra sem eiga aðgang að fjölda leigupenna, þeirra sem fjármagninu ráða og fjölmiðlana eiga,
- þeirra sem eiga yfirleitt enga samleið með sannleikanum !
14.11.2009 | 11:57
Hrikaleg framtíðarspá ?
David Wilkerson er víðkunnur bandarískur prédikari og kannski þekktastur fyrir bókina Krossinn og hnífsblaðið, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir með Pat Boone í aðalhlutverki. En David Wilkerson hefur skrifað fleiri bækur og sennilega eru þær orðnar í kringum þrjátíu talsins. Meðal þeirra er bók sem hann sendi frá sér árið 1985 og heitir Set the Trumpet to thy Mouth. Í þeirri bók fjallar hann um dóm Guðs yfir Ameríku - Bandaríkjunum. Hann segir þar að Bandaríkin séu Babylon nútímans og búin að fylla bikar misgerða sinna.
Ameríka sé því dæmd til eyðingar og dómnum verði ekki breytt úr þessu. Það muni enginn Jónas koma og prédika iðrun eins og í Nínive forðum, svo að tortímingu verði afstýrt. Í bók þessari spáir Wilkerson fyrir um margskonar óáran og hamfarir, brennandi olíubrunna og uppmögnuð stríðsátök í heiminum, allt vegna takmarkalausrar græðgi manna og spillingar. Hafa ber í huga að hann skrifar þetta 6 árum fyrir Flóastríðið 1991. Hann bendir ekki hvað síst á hina siðferðilegu hnignun sem komin sé út yfir öll mörk og kalli á reiði Guðs.
Í raun er þarna tekið á siðleysi nútímans yfir línuna og bent á að Bandaríkin hafi að miklu leyti leikið aðalhlutverkið í þeirri siðspillingu. Það er sagt að Ameríka muni hljóta sín syndagjöld og Bandaríkin verði eydd með eldi.
Þessari bók Wilkersons var tekið með mjög skeytingarlausum hætti. Einhverjir tóku hana kannski til alvarlegrar skoðunar, en flestir skelltu skollaeyrunum við henni og sögðu sem svo: " Hann var nokkuð efnilegur hér á árum áður, en nú er hann kominn út í algert rugl, það er ekkert að marka lengur það sem aumingja maðurinn segir ! "
Miðað við örlagaríkan boðskap bókarinnar má segja að viðbrögðin hafi þannig aðallega gengið út á að þegja hana í hel. Það vildi enginn vita af neinu sem virtist eiga skylt við " handwriting on the wall ! "
En Wilkerson hélt sínu striki hvað sem aðrir sögðu og 1998 kom hann með bókina America´s Last Call þar sem hann fjallar um fjármálalega helför á heimsvísu innan skamms tíma. Og ekki var nú ánægjan meiri með þá bók, enda flestir á kafi í því að græða og sanka að sér efnislegu fánýti. Hin babylonska græðgi var þá allsráðandi um allan heim.
Viðvaranir Wilkersons hafa því að mestu verið að engu hafðar, enda segir hann að því verði ekki breytt sem koma á.
Laugardaginn 7. mars síðastliðinn, það er að segja á þessu ári, sendi Wilkerson frá sér á bloggsíðu sinni það sem hann kallar knýjandi skilaboð. Þar segir meðal annars :
" Miklir ógnaratburðir eru yfirvofandi um alla jörð, þeir verða svo ægilegir að allir menn munu skjálfa, jafnvel þeir sem Guði fylgja best. Það verða óeirðir og eldar í borgum um allan heim, það verða rán og víðtækar gripdeildir í New York og víðar. "
Wilkerson segir í sambandi við þetta : " Ég veit ekki nákvæmlega hvenær þetta verður, en ég veit að það er ekki langt í það. Nú hef ég létt þessari byrði af mér - til ykkar. Farið með þennan boðskap eins og ykkur þóknast. "
Nú er það svo, að oft er talað með háðslegum hætti um heimsenda-spámenn, því fæstir eru ánægðir með að heyra um yfirvofandi hrun á öllu því sem tengist lífi þeirra og lífsgæðum. Við Íslendingar erum þó komnir með þá reynslu að vita að hrun getur orðið með tiltölulega stuttum fyrirvara. Allt hið menntaða greiningar-lið sem á að vara okkur við slíku getur brugðist algerlega eins og við þekkjum nú manna best eftir bankahrunið.
Þeir sem áttu að greina ógæfuferlið, sáu ekkert nema endalausa hagsæld fram á siðustu stund - svo skall ógæfan yfir fyrirvaralaust !
Það er nefnilega svo, að það hafa alltaf verið miklu fleiri spámenn sem hafa endalaust spáð hagsæld og gróða, talað það út sem aðrir vildu heyra og þeir töldu sér í hag. Slíkir spámenn sem Hananja ( sbr.Jeremía 27. og 28. kafla ) hafa alltaf verið til, en boðskapur þeirra hefur ekki verið frá Guði. Þeir eru kodda-spámenn ( pillow prophets ) og tala lygatungum.
Það hefur sérhver manneskja val fyrir sig og fólk getur kynnt sér það sem David Wilkerson hefur verið að segja og lagt sitt mat á það. Ýmislegt um hann og feril hans er að finna á netinu. Bækur hans tala líka sínu máli.
Og ég verð að segja fyrir mig, að bók hans Set the Trumpet to thy Mouth er mikil lesning og vekur sterkar og áleitnar spurningar um það á hvaða leið við séum og hverskonar framtíð við teljum okkur vera að skapa fyrir börn okkar og eftirkomendur með því að vera sofandi gagnvart því niðurbroti gamalla og góðra gilda sem stöðugt færist í aukana um allan heim.
Hverskonar heim viljum við að börnin okkar erfi - eða koma þau til með að erfa einhvern heim,,,,,,,, - kannski er það fyrst og fremst spurningin, sé höfð hliðsjón af því sem David Wilkerson er að segja ?
6.11.2009 | 21:01
VANHÆF VERKALÝÐSFORUSTA
Íslensk verkalýðshreyfing er algerlega í dauðadái sem stendur og vandséð hvort hún lifnar við. Þeir sem nú þykjast halda á málum fyrir launþega landsins njóta einskis trausts og hafa ekkert raunhæft samband við þær hugsjónir sem gerðu verkalýðshreyfinguna hér á árum áður að frumafli allra velferðarsigra íslensku þjóðarinnar.
Það skilur t.d. ekkert á milli Gylfa Arnbjörnssonar og Vilhjálms Egilssonar.
Þeir tala sama mál í öllum meginatriðum og það er Gylfi sem endurómar Vilhjálm.
Þegar hinir fölsku forsvarsmenn launþega ganga í einu og öllu erinda auðvalds atvinnurekenda, tala þeir um þjóðarsátt, stöðugleika-sáttmála og annað slíkt og passa sig á að hafa nógu yfirborðsfalleg orð yfir hlutina, en það er ekkert nema Gylfaginning !
Í reynd þýðir slíkt bara eitt - að launþegar eigi ekki að fá neinar kauphækkanir, að launþegar eigi að bera þær ógnarbyrðar sem óstjórn auðvalds og arðráns hefur kallað yfir þjóðina, að launþegar eigi að borga eyðslubrúsa græðgisaflanna. Og stefnan er sem fyrr sú, að þeir lægst launuðu eigi að taka við mestu drápsklyfjunum !
Það líður að því að aumingjarnir í ASÍ, undir heiladauðri hagfræðiforustu Gylfa Arnbjörnssonar, fái inni hjá Samtökum atvinnulífsins eða Vinnuveitenda-sambandinu. Þar væru þeir best geymdir - í gluggalausu bakherbergi.
Einn kunningi minn segir að skammstöfunin ASÍ standi fyrir nafninu Aumingja Samkunda Íslands, en þannig sé núverandi verkalýðsforustu best lýst.
Það er alveg sama hvar við grípum niður í þessum hópi sem telur sig nú í forustu fyrir íslenska verkalýðshreyfingu, alls staðar er doði og drungi og fullkomið viljaleysi til alls lifandi framtaks.
Engin verkalýðshugsjón er þar í gangi. Flest störf á vegum hreyfingarinnar virðast nú orðin léttvæg skrifstofustörf, sem að miklu leyti eru unnin af konum. Víða virðist sem starfsfólk á slíkum skrifstofum hafi undarlega litla þekkingu á raunverulegum vandamálum launþeganna. Jafnvel einföldustu fyrirspurnir frá fólki fá iðulega litla sem enga úrlausn.
Það virðist þannig sem ærið margir starfi á vegum verkalýðshreyfingarinnar með það eitt að stefnumiði, að vera áskrifendur að kaupinu sínu. Slík afstaða er ekki ásættanleg í hreyfingu sem á að vera vökul og lifandi á verði fyrir hagsmunum launafólks.
Klíkuvinnubrögð og pólitísk rétthugsun hafa sett drjúgan svip á starf ASÍ til margra ára. Það þarf að losna við slíkt og leggja höfuðáherslu á faglega stjórnun sem grundvölluð sé á einingarhugsjón heildarhagsmuna verkafólks.
Núverandi forusta hreyfingarinnar er vita gagnslaus og hreyfingin sem slík dauð í hennar höndum. Það þarf nýtt fólk með sýn til starfs og dáða. Fólk með rennandi blóð í æðum !
Nafnið Gylfi þýðir kóngur og það virðist eiga prýðisvel við Gylfa Arnbjörnsson.
Hann virðist alls ekki líta á sig sem þjón fólksins í landinu - hann leikur kónginn í ASÍ og virðist ekki kunna sér læti vegna þess.
Sjálfur Vilhjálmur Egilsson talar við hann sem jafningja - að hugsa sér !
Og Gylfi þessi leyfir sér að segja í blaðagrein, að Aðalsteinn Baldursson hafi misst traust innan hreyfingarinnar ! Það virðist nú flest benda til þess að sá maður sé í mun eðlilegri tengslum við íslenska verkalýðsgrasrót en sjálfumglaði stórforsetinn í ASÍ.
Það verður að koma til siðbót og endurnýjuð sæmdarvakning innan verkalýðs-hreyfingarinnar. Hver ærlegur maður hlýtur að geta séð hvílík nauðsyn er á því.
Hreinsa þarf hreyfinguna af illgresinu sem er búið að breiða sig yfir grasrótina sem á að ráða henni. Almennt verkafólk þarf að losna við þessi andlegu dauðyfli sem sitja þar á forstjóralaunum og eru komin óraveg frá þeim hugsjónum sem þeim var ætlað að fylgja.
Burt með Gylfa Arnbjörnsson, Sigurð Bessason og alla þessa steindauðu kerfisgaura sem hafa bersýnilega ekkert hjarta í sér sem slær fyrir launafólkið í landinu og hagsmuni þess.
Vekjum verkalýðshreyfinguna til lífsins og gerum hana aftur að því sem hún á að vera - raunverulegu varnarþingi fyrir launþega þessa lands !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 575
- Frá upphafi: 365473
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 491
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)