Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
26.12.2009 | 12:53
Nokkur orð um Breta og Hollendinga fyrr og nú
Sú var tíðin að Bretar voru að miklu leyti drottnarar heimsins, ekki síst heimshafanna. Margar skýringar lágu þar að baki og kannski var helsta skýringin sú að þjóðin var afskaplega fylgin sér og kunni að standa saman, einkum þegar hættur steðjuðu að.
Oft voru Bretar líka svo lánsamir að eiga mikla afburðamenn sem vel voru til forustu fallnir og svo - og ekki síst - voru þau gildi sem Bretar reyndu að standa fyrir, að mörgu leyti þess eðlis að þau stóðu fyrir sínu í augun flestra vel hugsandi manna. Allmargir menn úr fyrri tíðar sögu Breta eru mér t.d. hugstæðir og nokkrir meira að segja hjartfólgnir vegna þess sem þeir stóðu fyrir og þeirra gilda sem þeir vörðu meðan þeir lifðu og störfuðu.
Langþreyttir Bretar kenndu ágangssömu konungsvaldi sterka lexíu á sautjándu öld, þegar þingið tók völdin í nafni þjóðarinnar eftir blóðuga borgarastyrjöld og óhæfur konungur var að lokum gerður höfðinu styttri.
Það átti sér stað þó að breska þjóðin hafi löngum haft það orð á sér að vera ein konunghollasta þjóð veraldar. En Karl I. Stúart kom sér út úr húsi hjá þjóð sinni með yfirgangssemi sinni og kannski má segja að mesta manndómsverk hans um dagana hafi verið að mæta dauða sínum með karlmennsku sem hann sannanlega gerði.
Það er hinsvegar undravert hvað almennir borgarar Bretlands virðast seint ætla að fá sig fullsadda af sínu aðalshyski þrátt fyrir langtíma margháttaðan kostnað skattgreiðenda af slíkum yfirstéttarómögum.
Hollendingar áunnu sér mikinn orðstír á sextándu og sautjándu öld sem vaxandi þjóð frelsis og mannréttinda. Þeir börðust gegn kúgurum sínum, Spánverjum, af mikilli einurð og hetjulund og hvikuðu hvergi.
Fólk sem tilheyrði fjölmörgum kúguðum minnihlutum annarra Evrópulanda, flykktist til Hollands þar sem það fékk að njóta frelsis og árangurs erfiðis síns. Hollendingar sóttu fram í verslun og viðskiptum og urðu á skömmum tíma það mikið flotaveldi að jafnvel Bretum stóð stuggur af þeim.
Sjóliðsforingjar eins og de Ruyter og van Tromp unnu mikla sigra í nafni Hollands og reyndust fyllilega jafnokar bestu flotaforingja Breta.
Herflotar þessara siglingaþjóða voru ekki hvað síst styrktir til að tryggja öryggi kaupskipanna sem færðu varninginn heim.
Afrek Breta og Hollendinga, einkum á 17. og 18. öld eru mörg og þau lögðu trúlega mikið til grunninn að þeim orðstír sem þessar þjóðir unnu sér á heimsvísu, en síðan eru liðin mörg ár og margt hefur breyst. Síðari saga hefur því miður að mörgu leyti gefið þeim annan og verri vitnisburð.
Bretar og Hollendingar urðu nýlenduherrar, einkum í krafti sæveldis síns, og fóru brátt fyrir fullum seglum inn á þá braut að beita aðrar þjóðir kúgun og arðráni sér til vaxandi viðurværis. Framferði Breta á Indlandi, í Afríku og víðar er ekki fögur saga en ferill Hollendinga í Austur Indíum og víðar er jafnvel verri. Þar hefur mörgum staðreyndum verið þokað inn á þagnarslóðir.
Það er athyglisvert að hugsa til þess, að þessar þjóðir máttu sjálfar berjast fyrir rétti sínum til að ráða eigin þjóðarmálum, Bretar gegn Spánverjum og síðar konungi sínum og Hollendingar gegn Spánverjum og síðar Frökkum. Þær hefðu því átt að hafa lært að það væri fjarri öllum frelsisanda að níðast á öðrum !
En strax og þeim óx fiskur um hrygg og þær gátu varist ágengni annarra, brugðu þessar þjóðir sér í hlutverk kúgara og fóru að drottna yfir öðrum með harðri hendi og voru þá engum líkari en sínum fyrri kúgurum.
Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur orðstír Breta farið jafnt og þétt dvínandi. Þeir hafa reynt sem mest að lifa á fornri frægð en það hefur ekki skilað þeim miklu. Atgervi þjóðarinnar virðist hafa hrakað mikið, enda samsetningin allt önnur en hún var. Kannski er það líka að verða spurning hvort einhver bresk þjóð sé til nú til dags, því margir telja þar aðeins um einhvern fjölþjóðlegan hrærigraut að ræða og á það einkum við um England. Skotar hafa betur haldið um sitt og halda því enn að mestu sínu þjóðlega höfði og það er gott til þess að vita.
Forustumenn Breta eftir stríð virðast að mestu hafa verið miðlungsmenn, ef þeir hafa þá náð því og svo hefur mikilvægi Bretlands á alþjóðavettvangi aldrei orðið það aftur sem það var fyrir stríð og var þó auðsæ afturför í þeim efnum á árunum milli heimsstyrjaldanna. Bandaríkin tóku alveg að sér hið alþjóðlega hlutverk Stóra-Bretlands eftir 1945, enda höfðu þau fulla burði til þess, en Stóra-Bretland sem þá var raunverulega orðið Litla-Bretland, gat þá ekki lengur staðið sig í stykkinu. Það gerðist smám saman algert fylgiríki sinnar fyrri nýlendu og glataði enn frekar virðingu annarra ríkja fyrir þá þjónkun, enda fór það að sýna Sámi frænda allt að því hundslega fylgispekt í öllum málum.
Þegar Bretar höfðu misst nýlendur sínar höfðu þeir einfaldlega ekki neinn slagkraft í það hlutverk sem þeir áður höfðu tekið sér. Fjárstreymið til heimalandsins frá hinum arðrændu matarholum heimsveldisins hafði stöðvast.
Nú er Bretland skugginn af því sem það var á sínum velmektardögum og reynir helst að þrífast á því nú til dags að níðast á þeim fáu ríkjum sem það telur sig ráða við og við Íslendingar erum svo óheppnir að vera í þeim hópi.
Um Hollendinga má segja mjög svipaða sögu. Þeir reyndu eftir stríð að halda Austur-Indíum með valdi, en það var vonlaust mál fyrir þá. Hinar undirokuðu þjóðir Asíu höfðu séð þá beygða í duftið af Japönum í stríðinu og hin fyrri virðing var horfin. Hvítu herrarnir urðu því að hypja sig !
Síðan þá hafa Hollendingar reynt að hreiðra sem best um sig í skjóli Nato og Evrópusambandsins og þjóðleg einkenni þeirra hafa verið að þynnast út og hverfa við stóraukinn innflutning fólks af öllu tagi, sem í vaxandi mæli er farið að tala fyrir munn Hollands, sem er nú allt annað fyrirbæri en það var.
Hollendingar nútímans eiga því alfarið samleið með Bretum nútímans, þar sem báðar þjóðirnar berjast við vaxandi minnimáttarkennd og reyna að hamla henni með því að viðhafa yfirgang og stórmennskutakta gagnvart örþjóðum eins og Íslendingum.
Bankagreifar íslensku útrásarinnar hegðuðu sér vissulega með algerlega óábyrgum hætti og bera sannarlega þunga og mikla sök á efnahagslegu hruni Íslands. Það er á engan hátt hægt að afsaka óþjóðlega breytni þeirra sem verður vonandi krufin til mergjar síðar meir, íslenskri þjóð til vítis og varnaðar.
En framferði breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart íslensku þjóðinni er hinsvegar talandi vitni um það hvað þessar þjóðir hafa vikið langt frá þeim gildum sem gerðu þær miklar og virðingarverðar á sínum tíma.
Það er mjög dapurleg niðurstaða - fyrir þær sjálfar og heiminn allan sem þær virðast löngu hættar að bæta.
16.12.2009 | 20:31
Um sérfræðiálit og lögfræðingaveislur !
Það er erfitt í dag fyrir almenna borgara á Íslandi að leita réttar síns fyrir dómstólum. Það er nefnilega orðið of dýrt fyrir venjulegt fólk.
Það saxaðist drjúgt á gjafsóknarréttinn meðan svokallaðir sjálfstæðismenn sátu að völdum, enda ekki til þess ætlast af patríseum þessa lands að óvaldir plebejar njóti slíkra lagaréttinda. Lögfræðingar eru því nú til dags dýr munaðarvara sem almennt fólk hefur lítil efni á. Jafnvel Bónusveldið með alla sína tekjuliði fann sárt fyrir þeim kostnaði sem það varð fyrir í hinum alræmda málarekstri sem varð eitt mesta vindhögg í sögu ákæruvalds þessa lands. Þar sást glöggt að jafnvel viðskiptaveldi geta fundið fyrir lögfræðingakostnaði svo um munar.
Lögfræðingastéttin virðist þrífast best við vaxandi ranglæti en dragast saman á þeim tímum þegar meira réttlætis er gætt. Aukið vantraust milli aðila í þjóðfélaginu býður, eftir því að dæma, upp á miklu meiri tekjur í vasa lögfræðinga. Þar sem þeir virðast nánast orðnir ómissandi milliliðir í flestum málum, má hiklaust halda því fram að mannleg samskipti séu orðin óheilbrigð. Sem sagt - þar sem enginn getur öðrum treyst, virðist lögfræðingastéttin blómstra !
Í samfélagi þar sem ekkert traust ríkir, þekkjast engin handsöl eða að mál séu leyst með beinum hætti milli manna. Allt þarf að skoðast og yfirfarast af lögfræðingum í bak og fyrir og það kostar sitt.
Í stuttu máli sagt, ætti því að mega ganga út frá því með einfaldri röksemdafærslu, að það þjóðfélag sem þurfi á fæstum lögfræðingum að halda, sé líklegast til að vera á nokkuð góðu stigi hvað traust varðar. Íslenska samfélagið er það ekki, enda eru lögfræðingar hér á hverju strái og virðast allir hafa meira en nóg að gera.
Í fleiri en færri tilvikum virðist starf þeirra felast í því að sjá um innheimtu með einum eða öðrum hætti. Það er, að skilningi margra, fólgið í því að ganga hart að illa stöddu fólki í nafni misréttislaga landsins.
Það er nokkuð síðan einn góður kunningi minn sagði við mig : " Ekki gæti ég hugsað mér að vera lögfræðingur því mér verður bókstaflega illt þegar ég hugsa til stéttarinnar og þess sem mér sýnist hún ganga fyrir ! "
Eitthvað myndi þessi maður segja núna ef hann gæti horft á stöðuna í dag, en hann er nú horfinn úr heimi, og ég á ekki von á því að það séu margir lögfræðingar að angra hann á þeim slóðum þar sem ég hygg hann nú vera.
Stephan G. sagði í vísunni góðu: " Löngum var ég læknir minn / lögfræðingur, prestur/ smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur, hestur.
Það væri ekki amalegt að geta verið sjálfum sér svo nógur og sérstaklega með tilvísun til lögfræðinnar.
Við skulum ekki gleyma því að traust er grundvöllur allra mannlegra samskipta. Þegar ráðamenn og ræningjar hafa leikið þjóðfélag okkar eins grátt og raun ber vitni, svo að allt traust er farið, er það klárt og víst að púkarnir á fjósbitum samfélagsbyggingarinnar fitna hvarvetna á okkar kostnað. Reynum því að vinna upp aftur traust í samskiptum og stefnum að því að leysa sem flest mál - án milligöngu lögfræðinga.
Það mun áreiðanlega bæta þjóðfélagið, því það er sama hvort við tölum um hagfræðinga eða lögfræðinga eða aðra fræðinga - þeir eiga ekki sem slíkir að stjórna þjóðfélaginu, að minnsta kosti ekki meðan við eigum að heita borgarar í lýðfrjálsu landi.
Mér verður stundum hugsað til þess sem Lúðvík Jósepsson sagði í sjónvarpsviðtali þegar hann kvaddi stjórnmálasviðið. Það var efnislega eitthvað á þessa leið :
" Mér sýnist því miður stefna í það að sérfræðingar fari að ráða hér of miklu. Það er eðlilegt að hafa þá til ráðuneytis ef þurfa þykir, en þeir eiga ekki að ráða gangi mála. Það eru hinir þjóðkjörnu fulltrúar sem verða að taka hinar endanlegu ákvarðanir. Það eru þau varnaðarorð sem ég vil beina til komandi forsvarsmanna lands og þjóðar. "
Þarna var Lúlli karlinn glöggur sem oft áður, því hver hefur raunin orðið ?
Það er ekkert hægt að gera í efnahagsmálum og viðskiptalífi nema sérfræðiálit útlærðra hagfræðinga liggi fyrir, það er ekkert hægt að gera í stjórnmálum og dómsmálum nema sérfræðiálit útþaninna lagaspekinga liggi fyrir !
Allt er orðið svo flókið í samskiptum og verður auðvitað enn flóknara í meðförum sérfræðinganna. Þannig auka þeir stöðugt mikilvægi sitt á kostnað samfélagsins og þannig hefur traustið í samfélaginu hrunið eins og svo margt annað í þessu landi.
Er ekki löngu kominn tími til að leita uppi gömlu göturnar, gömlu gildin, endurheimta þjóðlegu samviskuna og sómatilfinninguna, og umfram allt traustið í mannlegum samskiptum ?
Það verðum við að gera sjálf, því sérfræðingarnir gera það ekki fyrir okkur, hvorki hagfræðingar, lögfræðingar eða yfir höfuð nokkrir á meðal patrísea samspillingarkerfisins.
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 30
- Sl. sólarhring: 492
- Sl. viku: 920
- Frá upphafi: 377381
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 795
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)