Leita í fréttum mbl.is

Er kjarnorkuvetur framundan ?

 

 

Nú fer að líða að hausti og síðan vetri. Sá vetur verður trúlega kaldur víða í Vestur-Evrópu, en þau Nató dáleiddu stjórnvöld sem þar eru, mega sjálfum sér um kenna. Þau trúðu lygum vestrænna fréttastofa um að Rússar væru veikir fyrir, ættu engin vopn og herinn væri í afleitu standi, efnahagurinn bágborinn o.s.frv. !

 

Sannleikurinn er hinsvegar sá að Rússland hefur verið að eflast með hverjum degi, vopnaframleiðsla í ótal verksmiðjum sem stóðu áður auðar, er orðin eins og á stórstyrjaldartímum. Rússa skortir ekki vopn og þeir hafa allt sem þarf til að framleiða þau. Efnahagsþvinganir Vestur-landa gegn Rússum hafa snúist í algera andstæðu sína og fyrst og fremst skaðað þau sjálf !

 

Heimurinn virðist að mestu með Rússum, fyrir utan Bandaríkin og Vestur-evrópsku fylgiríkin. Athyglisvert er að öll gömlu nýlendu-kúgararíkin þjappa sér saman undir forustu Bandaríkjanna. Líkur sækir líkan heim. Nánast öll ríki Afríku virðast vera hlynnt Rússum og líklega stór hluti af Suður-Ameríku. En allt mun þetta skýrast betur á komandi mánuðum þrátt fyrir allt lygafárið sem í gangi er. Sannleikurinn mun koma í ljós !

 

Iðnaðarparadísin Þýskaland virðist nú vera að nálgast mikla efnahagslægð. Það skaðar sjálft sig stórlega á efnahags-stefnunni gagnvart Rússlandi, sem er neydd upp á það af Bandaríkjunum og Nató. Norðurlöndin öll eru undir pólitísku stjórnvaldi sem leitt er meira og minna af heilaþvegnu krata-liði, eins og nánast öll Vestur-Evrópa, sem hefur sökkt sjálfri sér í stjórnleysi fjölmenningarmála og hreinnar vitleysu !

 

Hin kratísku stjórnvöld á Norðurlöndunum eru sem fyrr svínbundin á Natóklafann og geta ekki hugsað frjálsa hugsun og vita varla lengur hvað það er. Þau þegja bara og hlýða. Ísland hefði líklega betur notað þessar 4500 milljónir sem það hefur látið í Úkraínu-seiðketil Nató í að byggja upp ónýta innviði hér, en forgangurinn er annar. Ísland er afgangsstærð hjá liðónýtum stjórnvöldum þessa lands okkar. Velferð lands og lýðs er á förum vegna gagnsleysis þeirra og himinhrópandi vesalmennsku sem sýnir sig í nánast öllu !

 

En við erum líklega að horfa upp á byrjunina að efnahagshruni bandaríska heimsveldisins. Heimsvaldastefna þeirra er að syngja sitt síðasta og nýtt fyrir-komulag heimsmála er í uppsiglingu. Heimurinn hefur fengið sig fullsaddan á yfirgangi Kanans, enda löngu mál til komið. Ekkert ríki á og má fá að hegða sér eins og Bandaríkin hafa gert !

 

Bræðravígin í Úkraínu hafa verið keyrð upp með linnulausri ýtni og áreiti af hálfu Vesturveldanna og allar fréttastöðvar reyna enn að básúna lygasönginn um slæma stöðu Rússa. En Rússar verða ekki með orðum vegnir frekar en í Seinni heims-styrjöldinni !

 

Vesturveldin höfðu fullvissað Kiev-stjórnina um að þau myndu vopna her Úkraínu og tryggja honum sigur. Komið var í veg fyrir gerða samninga við Rússa og Úkrar stóðu ekki við undirskriftir sínar vegna þrýstings frá Nató. En vopna-birgðirnar miklu að vestan hafa ekki dugað og hátæknigræjurnar skilað sér illa. Töfravopnin frá Könum, Bretum og Þjóðverjum hafa hreint ekki staðið undir væntingum og vonbrigði ráðamanna á Vesturlöndum og í Úkraínu eru gríðarleg. Sumir fara því kannski að flýja í villurnar sínar vestur í heimi ?

 

Sumarsóknin mikla og margauglýsta hjá her Úkraínu hefur fjarað út. Hún náði reyndar aldrei að gera sig. Líklega hafa 350 þúsund Úkraínumenn fallið og í kringum 40 þúsund Rússar. Annars veit enginn nákvæmar tölur í þeim efnum því sláturhúsin gefa þær ekki upp þó menn fylli út áróðurs-dálkana þeim mun betur !

 

En eitthvað gengur nú verr með lygaáróðurinn, þó fréttastofur á Vestur-löndum reyni að vera kokhraustar. Eitthvað verður jafnan að virðast styðja lygar, en fátt gerir það í Úkraínumálunum. Jafnvel Pólverjum líst ekki lengur á blikuna, en þeir hafa barist með her Úkraínu í átökunum og þegar misst nokkur þúsund hermenn. Leynistríð Nató eru sem löngum fyrr með ýmsu móti háð !

 

Staðreyndir mála eru samt að mestu ljósar. Rússland verður ekki sigrað með stríði. Kjarnorkuvopn landsins munu sjá til þess og hátæknivopn Rússa, sem í sumum tilfellum eru betri en þau sem Bandaríkin hafa yfir að ráða. Úkraínskir hermenn eru ekki lengur fyrir hendi sem Selensky-valið fallbyssufóður, ætlað til fórnar á stríðsaltari Nató. Þeir eru annaðhvort dauðir, særðir eða flúnir !

 

Blóðfórnirnar hafa verið ofboðslegar. Rússar sögðu strax í fullri alvöru í byrjun ógæfuferlisins, að ef það yrði þrengt að þeim, yrðu þeir til í allt. Síðan hefur stöðugt verið reynt að þrengja að þeim og þeir brugðist hart við. Aðvörun þeirra var ekki sinnt og ekki staðið við gerða samninga. Draumur vesturveldanna um einhverskonar hrun Rússlands hefur breyst í martröð, rétt eina ferðina enn !

 

Nytsamir sakleysingjar á Vesturlöndum sitja þó enn fyrir framan sjónvarpstækin sín og bölva Pútín í gríð og erg. Allt væri að þeirra mati í himnalagi í heiminum ef það væri ekki þessi ómögulegi, hábölvaði Rússi,Vladimir Pútín. Það er öllu minna talað um Mr. Biden í Washington sem orsakavald, enda er hann þegar hálfur út úr heiminum og elliær í meira lagi !

 

Á Vesturlöndum er Pútín sagður verri en Hitler, en hverjir vöktu Hitler upp til að hann gengi frá Rússum og hverjir voru það sem fyrst og fremst gengu frá Hitler ? Pútín er sjálfsagt engu betri en aðrir valdamenn í austri og vestri, en að halda að hann ráði öllu í Rússlandi og víðar er að gera manninn miklu stærri en hann er.

 

Það er hinsvegar mikil valdabarátta í gangi milli Bandaríkjanna og Rússlands, uppvakin af Nató, og framvinda mála fer þar að stjórna sér sjálf og kann því að leiða til þess að öllu ljúki í þessum heimi senn hvað líður !

 

Staðan er einfaldlega sú að meiriháttar kjarnorkustyrjöld getur skollið á fyrir-varalítið og þessi heimur okkur fer þá sem fyrr segir líklega endanlega til helvítis. Menn og djöflar hafa sosum lengi verið að reyna að koma honum þangað með ýmsu móti !

 

Skyldi sú niðurstaða annars vera svo mikill skaði í ljósi þess hvernig menn hegða sér og hafa alltaf hegðað sér á þessari syndum spilltu jörð, þar sem mikið til saklausu blóði er stöðugt úthellt, öllum jarðarbúum til ólýsanlegrar og eilífrar skammar ?

 

 

 


Nokkur orð um haldreipi sérgæskunnar og rembihnútarök ranglætisins !

 

 

Flestir Íslendingar virðast farnir að telja að allt of margt skapi hagsmuna-árekstra í okkar litla samfélagi þó fjölbreytni sé nokkur. Mikil nauðsyn sé á því að draga saman og sameina rekstrar-einingar, víðar en bara í fyrirtækjum sem þurfa að losa sig við óþægilegt fólk. Kannski er eitthvað til í þessu, en útfærslan verður líklega seint eðlileg enda áreiðanlega ekki að því stefnt !

 

Í því sambandi væru þeir sjálfsagt til sem líklega vildu skoða það alvarlega hvort ekki mætti sameina stöðu seðla-bankastjóra og stöðu forseta ASÍ. Nú hefur atburðarás síðustu ára sýnt glöggt mikil inngrip seðlabankastjóra í launabaráttu verkafólks og þar með vægi hans til þess að halda launum verkalýðsins niðri til að koma böndum á verðbólguna !

 

En eins og sumir virðast trúa og telja, skapar eiginlega ekkert verðbólgu nema laun verkafólks. Og það sem meira er, enginn virðist í alvöru vera að berjast fyrir verkafólk. Seðlabankastjóri er því líklega alveg kjörinn til að stjórna á báðum þessum umræddu vígstöðvum, og áreiðanlega mun hann fær um að gera það - að sumra mati - sumum til heilla og ríflega það !

 

Staða forseta ASÍ í umræddum efnum virðist þó orðin miklu veikari en áður og litlar líkur virðast á því að alþýðusamtökin komi sér saman um það að sameinast um almennilega bitastæðan mann til lengdar í það embætti. Oftast fara þá deilur í gang sem enda með einhverri málamiðlun sem verður hvorki fugl né fiskur. Og þá fer líklega mörgum að líða illa í samtökunum þeim. Í því sambandi má kannski minna á hina átakanlegu sögu um embættislegt úthald Drífu Snædal sem forseta ASÍ !

 

Þar sem seðlabankastjóri hefur leyft sér að vera með svo mikil inngrip í launakjör verkafólks á Íslandi sem raun ber vitni og virðist telja alla hækkun á þeim sérlega verðbólguhvetjandi, væri kannski lausnin sú, að hann tæki jafnframt að sér stöðu forseta ASÍ og stæði þar svo á bremsum varðandi almenningskjörin í landinu ?

 

Enginn hefur líklega meiri hæfni en viðkomandi maður til að þjóna með þeim hætti. Það þarf nefnilega nokkuð til. Það þarf auðvitað mikinn sveigjanleika gagn-vart allri réttlætishugsun og alveg sérstakan samstarfsvilja og bræðralags-anda gagnvart Samtökum atvinnulífsins, eða því afli sem fólk virðist kalla núorðið sín á milli SA - sveitirnar !

 

Þeir hugarfarslegu innviðir sem þörf er á í þessu tilfelli, virðast að öllu samanlögðu mjög ríflega til staðar í núverandi seðlabankastjóra, sumum vafalaust til mikils fagnaðar. Glansmyndin af Íslandi þarf að vera uppi við svo ferðamennskan dafni. Almennt verkafólk í landinu á því hvergi að sjást, ekki frekar en óhreinu börnin hennar Evu. Það væri bara til að skemma myndina !

 

Auðstéttin á Íslandi þarf því líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðu sinni á meðan seðlabankastjóri stendur keikur með sitt spámannlega skegg á hagsmuna-vaktinni fyrir hana - hverja stund, - í seðla-bankanum og kannski innan tíðar hjá ASÍ ?

 

 


Bandaríska auðvaldsófreskjan og undirúlfarnir !

 

 

Frakkar eiga mjög umbrotasama sögu og víða eru í henni mjög ljótir kaflar. Þeir eru líklega eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem hefur kastað kristni og tekið upp aðra trúarsiði þó það stæði reyndar ekki lengi. Vellystingar frönsku þjóðarinnar hafa jafnan verið fengnar með kúgun á öðrum, en það hefur löngum verið litið framhjá því !

 

Sem nýlenduveldi á Frakkland sinn ljóta feril, ekki síður en önnur ríki, sem fóru fram með ofbeldi og kúgun gegn minni máttar. Aðallega í krafti betri og fjöl-breyttari vopna og meiri hervæðingar. Það var enginn öðrum betri í þeim siðlausa og mjög svo blóðuga ræningjahóp auðvaldsins sem hrifsaði til sín nýlendurnar !

 

En nú virðist í mörgu vera komið að nýjum kaflaskilum í stöðugri frelsisbaráttu fyrrum nýlenduþjóða. Fjölmargar nýlendur fengu að vísu sjálfstæði um og upp úr 1960, en fjármálakúgunin og arðránið hélt áfram undir yfirborðinu. Svokallað valda-rán í Níger beinist ekki hvað síst að því að hefta hið stöðuga og gegndarlausa auð-lindarán franska auðvaldsins gegn íbúum Níger !

 

Það hefur komið fram í ýmsum upplýsandi greinaskrifum, að Frakkar hafa blóðsogið fátæka þjóð Níger áratugum saman. Landið er ríkt af úrani, en það fer allt um franskar auðvalds-krumlur og Nígermenn njóta þar ekki neins. Að yfirlýst evrópsk menningarþjóð, sem þykist halda í heiðri grundvallargildi almennra mannréttinda, skuli haga sér svona á 21. öldinni er hneyksli og viðvarandi vansæmd fyrir viðkomandi þjóð !

 

Um 70% af raforkuframleiðslu Frakklands eru fengin frá kjarnorkuverum, sem ganga fyrir úrani sem kemur að mestu frá Níger. Og um fjórðungur þess úrans sem notað er í Evrópu kemur frá Níger. Arðránið er þarna hrein svívirðing og hinir mjög svo frjálsu Frakkar, eða hitt þó heldur, hegða sér þarna engu betur en verstu Bandaríkjamenn og þá er virkilega til vonds jafnað !

 

Sagt var frá því í fréttum af títtnefndu valdaráni að margir hefðu veifað rússneskum fánum á götum úti í Níger. Kannski var það vegna þess að orðstír Rússlands er allur annar í Afríku en Vesturveldanna ? Rússar hafa meðal annars afskrifað margra milljarða skuldir Afríku-þjóða við þá, í samhjálpar og samvinnu-skyni, til að létta þeim róðurinn til betri lífskjara. Slíkt gerir vestræna auðvaldið ekki. Það herðir bara þumal-skrúfurnar !

 

Afríkubúar eru engir vitleysingjar. Þeir vita hverjir eru með þeim og hverjir eru á móti þeim. Þeir vita hvar vinarhugur er til staðar og hvar ekki. Þeir vita hvernig Rússar og Kínverjar hafa reynst þeim. Þeir vita líka hvað þeir þurfa að gera til að losa sig við arðránsklærnar illræmdu sem þjaka þá og þeir vita hverjum þær tilheyra. Atburðarásin í Níger er skýrt dæmi um slíka viðleitni, þar sem Frakkar eru í hábölvuðu hlutverki kúgarans og arðræningjans, sér og sinni þjóð til hinnar mestu skammar !

 

Í viðskiptum Frakklands við Níger er hvorki boðið upp á frelsi né jafnrétti og þaðan af síður bræðralag. Frakkar eru þar að öllu leyti í hlutverki hins ógeðslega yfirgangs samviskulauss kúgara. Þeir eru meðal helstu undirúlfa Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu og góla sitt hungurvæl í takt við blóðsugurnar í Brussel. Megi þeim illa farnast í öllu sínu kúgunarbrölti gagnvart öðrum þjóðum, því það eiga þeir sannarlega að öllu leyti skilið !

 


Enn þarf að berjast við bölvun hins liðna !

 

 

Ríki er til í Vestur-Evrópu sem var skipulagt af ætlaðri pólitískri nauðsyn á sínum tíma og líklega jafnframt til að koma tilteknum konungsrassi fyrir í gullbúnu hásæti. Þetta var upp úr 1830 í uppsiglingu hins komandi Viktoríutíma í Bretlandi. Leopold, sem gerður var að konungi Belgíu 1831, sá fyrsti með því nafni eftir mikið pólitískt þvarg, var móðurbróðir Viktoríu, hinnar komandi drottningar Bretlands og það segir auðvitað sína sögu um niðurstöðuna !

 

Belgía hefur löngum verið skilgreint sem nokkurskonar artificial state – tilbúið ríki eða bara gervi-ríki. Sjálfsagt hefði verið eðlilegast að norðurhlutinn hefði gengið undir Holland og suðurhlutinn undir Frakkland. Þá hefðu deilur Flæmingja og Vallóna ekki komið til og niðurstaðan verið sanngjarnari gagnvart öllum aðilum. En pólitíkin á þessum tíma sá til þess að Belgía varð að veruleika fyrir tilverknað utanaðkomandi afla, það er að segja þáverandi stórvelda, sem the artificial state !

 

Sagan sem fylgdi varð ekki geðsleg, síst í nýlendumálum, því Leopold II. Belgíu-konungur varð einn skelfilegasti einræðis-herra nýlendutímans og framferði hans í hinu svokallaða Belgíska Kongó var yfirgengilegt. Hann fékk að ráða þar öllu og var skilgreindur eigandi nýlendunnar og það sem fékk að viðgangast í Kongó á valdaárum hans, var ólýsanlega ofbeldis-full kúgun fyrir íbúa landsins og mikil skömm fyrir Belgíu !

 

Fortíðarsaga landsins hefur því verið skuggum sveipuð og Brussel varð snemma mikið hreiður pólitískra vélabragða. Það er því engin tilviljun að viðkomandi borg er og hefur verið valinn valdapunktur Evrópusambandsins, Nató og annarra álíka mannkynsfjandsamlegra afla, sem ganga fyrir heimsveldisdraumum og fullum vilja til yfirgangs og fjárhagslegrar kúgunar á öðrum heimshlutum !

 

Belgía er sem sagt ekki ríki neinnar þjóðlegrar einingar, heldur pólitískur tilbúningur kapitalískrar hagsmunahyggju þar sem allt eltir sína fyrstu fylgju. Líklega er ekkert ríki innan Evrópu-sambandsins svo algerlega samgróið sjálfu sambandinu stefnulega séð. Þar er nefni-lega allt byggt á gervigrunni, falskri undirstöðu pólitískra refshátta, og hefur alltaf verið !

 

Hin nýja nýlendupólitík Evrópu-sambandsins getur því sem best heitið andleg arfleifð Leopolds II. Kongókúgara og blóðbræðra hans. Paul-Henri Spaak utanríkisráðherra Belgíu sem var í hópi þeirra sem undir-bjuggu stofnun Efnahagsbandalags Evrópu á sínum tíma, lét hafa eftir sér á þeim tíma : ,, Sendið okkur nógu öflugan mann, hvort sem hann er guð eða djöfull, við munum taka á móti honum !“ Aðrir mega dæma um það hvern Spaak er að ákalla með þessu ?

 

Orkuveikleiki Evrópusambandsins hefur frá fyrstu tíð verið mjög til hindrunar mörgu af því sem auðvaldsöfl sambandsins hafa stefnt að.Þessvegna þurfti snemma nýja nýlendustefnu. Blóðsugur leita alltaf að blóði og Evrópusambandið er ekkert nema risastór og viðbjóðsleg blóðsuga !

 

Auðlindir Rússlands hafa því alltaf verið takmark í augum auðvalds-afla Vesturlanda. Það hefur aldrei farið á milli mála. Þangað hafa horft og horfa gráðugum augum enn í dag vestrænir auðhringir, nazistar, Nató og nánast allt hið ógeðslega blóðsuguvald þessarar válegu veraldar okkar !

 

Þau illu öfl gætu því sagt eins og Játvarður I. Englandskonungur er látinn segja í Braveheart: ,, Vandinn við Skotland eru Skotarnir !“ Vandinn við Rússland eru Rússarnir, þeir ættu auðvitað ekki að vera til, Þeir standa á milli okkar og veislunnar sem við þráum !“

 

Og Evrópusambandsstefnan, Natóstefnan, belgíska stefnan, eða hvað við kjósum að kalla ásælnina til austurs, byggir alltaf sína hugarfars-græðgi á þessum grunni, að sækja blóð til annarra, að kúga aðra og spilla lifibrauði þeirra, að yfirtaka auðlindir annarra þjóða og ræna og eyðileggja heilu þjóðlöndin í krafti ofbeldis og hernaðarvalds Nató. Fórnar-lömbin eru þegar orðin allt of mörg !

 

Hlustum ekki á lygafréttir vestrænna fréttastofa. Þar er enginn sannleikur á ferð, aðeins pólitískur áróður frá keyptum þjónum, sem glatað hafa manngildi sínu, og vita ekki hvað þeir eru að gera !

 

Slíkir vesalingar gefa ekki rétta mynd af fjórða valdinu. Þar er ekkert í gangi fyrir almannaheill. Burt með RÚV í heilu lagi og byggjum í staðinn eitthvað heilbrigt upp. Stöndum sameinuð og ákveðin gegn lygapólitík hinna illu græðgisafla.

Lifi heilbrigt þjóðfrelsi allra landa !


Full þörf á málefnalegum skæruhernaði !

 

 

Sjómenn hafa löngum verið atkvæðamikill hópur í íslenskri þjóðarsögu. En eftir upptöku hins illræmda kvótakerfis, sem færði auðlindina í hendur fjármagns-aflanna í landinu, hefur reisn íslenskra sjómanna verið barin niður með ýmsum hætti. Það er ljót saga og engir þekkja hana betur en sjómenn þessa lands !

 

Nú er sjómannastéttin með þeim hætti að hún virðist orðin tvískipt. Annarsvegar eru þeir sem virðast hafa verið barðir niður að fullu og þegja og hlýða og svo hinsvegar þeir sem enn virðast vilja berjast fyrir mannréttindum sínum sem frjálsir sjómenn. Það eru fyrst og fremst menn af því tagi sem hafa stundað strandveiðarnar sem nú er verið að taka af þeim !

 

Og af hverju er verið að gera það ? Jú, stórútgerðin teygir sig stöðugt lengra. Ránshönd hennar er alltaf útglennt og kerfið þjónar henni meira og minna. Nú nær mannréttindasvipting sjómanna til veiða yfir 10 mánuði á ári. Strandveiðar eru orðnar minna en helmingur þess sem þær áttu að verða. Bláhönd ranglætisins hvílir þungt á sjómönnum þeim sem enn reyna að verjast sægreifavaldi svívirðunnar og um leið er stöðugt þrengt að almennings-frelsi á Íslandi í gegnum ólýðræðisleg tök hins ógeðslega blóðsuguvalds sem ógnar hér öllum friði og allri þjóðarsamstöðu !

 

Sjómenn verða að taka upp málefnalegan skæruhernað. Skipuleggja andstöðu sína og skrifa látlaust greinar í fjölmiðla og vekja athygli alþjóðar á yfirgangnum. Það þarf hver og einn að láta þar til sín taka. Hamra stöðugt á hinum frjálsa mann-rétti til sjósóknar. Hefja málefnalegan hernað í ræðu og riti !

 

Það má ekki gefa mafíu misréttisins nokkurn frið. Fáeinir, vinalausir menn mega ekki fá að ráðskast með auðlindir þjóðarinnar eins og verið hefur. Menn sem telja allt til sölu og ganga fram í rang-lætisanda kúgunar og ofríkis !

 

Ráðherrar, þingmenn og embættismenn sem þjóna undir kvótakerfis-kúgunina, sumir sýnilega meira eða minna orðnir heila-þvegnir til hugar og sálar, þurfa stöðugt að vera minntir á það, að þeir bera ábyrgð gagnvart þjóðinni, gagnvart almannaheill !

 

Þeirri ábyrgð verða þeir að svara með manngildislegum hætti, sem þjónar sam-félagsins, en ekki sem þjónar ógeðslegrar eigin-hagsmunaklíku sem er fullkomlega andstæð íslensku mannfrelsi. Kvótakerfið byggir allt sitt á raunverulegri þjóðar-kúgun og einum versta viðbjóði íslenskrar sögu !

 

Sjómenn Íslands ! Látið ekki gera ykkur að algjörum þrælum margbölvaðs misréttis-kerfis, standið fast á rétti ykkar sem frjálsir menn og mótmælið alla daga ranglætinu og öllu því spillta stjórnvaldi sem ryður því braut í þessu landi !


Hin orkusnauða Vestur-Evrópa - spjall um spillta sögu !

 

 

 

Svo til öll ríki Vestur-Evrópu búa við orkuskort. Sum eru ekki fær um að mæta orkuþörf sinni nema 3-4%, eins og til dæmis Luxembourg og Malta. Hversu sjálfstæð og sjálfbær eru þau ríki sem eru í slíkri stöðu, sjálfstæði þeirra hlýtur að vera blekkingar-mynd ? Þeim er í raun haldið uppi af öðru valdi en þeirra eigin ríkisvaldi og menn geta spurt sig – hvað stýrir þeirri nauðsyn ?

 

Bretland, Frakkland og Þýskaland þurfa að flytja inn meira en helming þeirrar orku sem þau þarfnast. Flest önnur ríki álfunnar eru illa stödd í þessum efnum og allt Efnahagsbandalagið er í æpandi orku-þörf og því eins og grenjandi ljón á orkuveiðum !

 

Staðreyndin er líka orðin sú, að Evrópusambandið sjálft er hluti af efnahagsvanda Vestur-Evrópu með allt sitt reglugerðarfargan og endalausa skatt-heimtu á aðildarþjóðir sínar. Finnar eru sagðir búnir að fá nóg af þeirri áníðslu og fleiri þjóðir þola ekki öllu meira af kröfum af slíku tagi. ESB er hnignandi blóðsugubákn sem getur ekki öllu lengur fitað sig sér til vaxtar á annarra blóði !

 

Norska ríkið gæti að vísu staðið nokkuð vel að vígi orkulega séð, ef allskonar skuldbindingar þess og samningavitleysa við Evrópusambandið stæði þar ekki málum fyrir þrifum, eins og hérlendis. Og norskir ráðamenn virðast oftast og yfirleitt vera umpólaðar kratadruslur og ná litlu manndómsmáli !

 

Þeir virðast yfirleitt vera af Jaglands og Stoltenbergs mann-gerðinni, sem þykir í afskaplega litlum mæli vera þjóðlega norsk að upplagi, heldur löngu orðin bandarískt fyrirbæri að trú og takti. Svo við erum varla að tala um Norðmenn í slíkum tilfellum !

 

Sjálfstæði norskra ráðamanna hefur farið mikið aftur síðan um miðja síðustu öld. Í Noregi er enginn Einar Gerhardsen lengur á ferð, enginn traustur landsfaðir. Norðmenn virðast öllu heldur vera Norðurstraums-liðar í dag og þeir virðast trúa á Nató eins og það sé Almættið sjálft. Himnaríki þeirra er því sennilega í Washington og Brussel og þangað virðist allri tilbeiðslu þeirra beint !

 

Sleppum svo Noregi og litum aðeins yfir til Frakklands, þar sem Sólkonungurinn réð í eina tíð með sínum endalausu styrjöldum. Frakkland er líklega eitt skuldugasta ríki jarðar í dag og franska þjóðin á líklega fyrir sér framtíð með mjög skertum lífsgæðum. Frakkar hafa lengi búið við afleita forustu og síðustu forsetar þeirra hafa ekki einu sinni reynst miðlungsmenn að manngildi !

 

Macron núverandi forseti er svo lítill leiðtogi, að strax í skóla tók kennslu-konan hans hann að sér af vorkunnsemi, því hann virtist svo umkomulaus og bjargar-þurfi. Hún hefur reynt að halda yfir honum hendi síðan og hefur ekki veitt af í gjörningahríð gerspilltra stjórnmála Evrópukastalans, sem átti víst í eina tíð að gnæfa yfir allt !

 

Frakkar hafa gengið svo saman gildislega á síðari árum, að Þjóðverjar voru farnir að ganga yfir þá í flestum málaflokkum og það á hverjum degi í Brussel og þeir jafnvel þurrkuðu af fótum sínum á þeim. Líklega eru Frakkar að nálgast að gildi til núllstöðu sína frá árinu 1940 og fátt bendir til að þeir rísi upp úr þeim pytti í komandi tíð. Þeir hafa einfaldlega ekki burðina til þess !

 

Efnahagsleg ofurstaða Þýskalands er samt ekki lengur fyrir hendi. Orkulega séð stendur þýska ríkið tæpt um þessar mundir. Græningjar hafa barist svo hart gegn kjarnorkuverum í landinu að þeim hefur verið lokað og ekki fæst lengur sú orka þaðan sem áður var. Hið margnefnda þýska efnahagsundur gengur ekki af sjálfu sér. Án orku gengur það bara úr sér og dregst saman og hagvöxtur í Þýskalandi getur þessvegna senn hvað líður farið í mínus !

 

Ódýra rússneska orkan fæst ekki lengur, eftir að Bandaríkjamenn sprengdu Norður-straumsleiðslurnar, eins og almennt er talið. Þar var um að ræða beina árás gegn hagsmunum Þýskalands, bræðraþjóðar í Nató, og auðvitað um leið alvarlegt brot á innri sáttmála hernaðarbandalagsins. En Nató-bandalagið var aldrei myndað með samvisku, heldur til að viðhalda bandarísku valdi í Vestur-Evrópu og Kanar gera bara það sem þeim sýnist gegn hverjum sem er og hafa lengi gert !

 

Þeir eru komnir á örvæntingarplanið með öll sín völd og fjöldi þjóða er búinn að fá andstyggð á þeim og botnlausum yfirgangi þeirra. Bandaríkin munu aldrei ná fyrri stöðu sinni aftur í þessari veröld og verða aldrei mikil aftur. Þeirra óhófs valdatími á annarra kostnað er senn á enda liðinn og sannarlega mál til komið fyrir allan heiminn að upplifa það og fagna yfir því !

 

En snúum okkur aðeins að okkar þjóð og hver okkar staða er í þessari veltandi veröld okkar. Íslenska þjóðin er afskap-lega sérkennilega hugsandi og það kemur skýrt í ljós í þeirri umræðu sem hér er yfirleitt í gangi, enda er hún oft mjög furðuleg og að margra mati óskiljanleg !

 

Óþjóðlegar skoðanir, sem í flestum öðrum löndum yrðu taldar til beinna föður-landssvika virðast hreint ekki þykja mikið tiltökumál hér. Íslendingur yrði líklega seint talinn föðurlandssvikari því það er eiginlega ekki neitt til sem getur skil-greint hann sem slíkan !

 

Allt virðist samt metið til verðs, þjóðtungan, sjálfstæðið, gjaldmiðillinn og auðlindir lands og sjávar. Þjóðleg sjálfs-virðing hefur eiginlega verið einskismetin hin síðari ár og það er ekki erfitt að skilja það eins og haldið er á málum. Það sem engin rækt er lögð við, hlýtur að ganga úr sér og verða rýrt og það hefur því miður raungerst hjá okkur !

 

Ísland hefur verið nokkurskonar land-tenging milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og virðist hafa tileinkað sér margt af því versta sem þar hefur verið til húsa, í báðum tilfellum. Eins og til dæmis ótakmarkaða græðgi og yfirgengilegan hroka og stöðugt vaxandi sérgæsku !

 

Auðlindir Íslands eru því á laumusiglingu til Brussel og margir virðast taka þátt í að róa þeim þangað. Það er samt enginn talinn þjóðsvikari á Íslandi fyrir vikið, menn eru bara sagðir í bisniss. Og flest í þeim efnum er fengið frá Ameríku með því siðferðilega brotalama-mynstri sem þar er við lýði og þykir ekkert tiltökumál !

 

Íslenskir menn í bisniss á ameríska vísu, skilgreina auðvitað allt falt með kapi-talískum hætti samkvæmt erlendum vísdóms-fræðum, sem hafa verið sérstaklega prentuð fyrir 30 silfurpeninga menn sem finnast auðvitað í öllum löndum og þá ekki síður hér !

 

Halda menn svo, að við Íslendingar séum á uppleið sem borgarar í Litlu Ameríku, berstrípaðir í græðgisfullu arðráni og sérgæsku-stríði gegn náungum okkar og samborgurum ?

 

Nei og aftur nei, við Íslendingar erum á niðurleið í öllu þjóðlegu tilliti og eigum þar fullkomlega skilið hörð gjöld fyrir það hve ábyrgðarlaust við höfum hegðað okkur undanfarin ár gagnvart okkar ómetanlegu þjóðar arfleifð. Þá arfleifð ver enginn, ef við hysjum ekki upp um okkur brækurnar, hefjum upp þjóðlegan anda, og skömmumst til að gera það sjálfir !


,,Vinstra fólk, forðist Vg íhaldið !“

 

 

 

Þar sem þetta er þúsundasti pistillinn sem ég skrifa hér á bloggið,vil ég helga hann sérstöku þjóðvarnarmáli sem orðið er mjög brýnt að vara við. Það er einbeitt áskorun til allra þjóðhollra manna í þessu landi, að fylgja ekki lengur ómerkingum sem hafa dæmt sjálfa sig úr leik í allri umræðu - með alhliða gildisleysi !

 

Allt það vinstrisinnaða fólk sem hefur veitt Vg stuðning á undanförnum árum og er búið að gera sér grein fyrir svívirðilegum stefnusvikum þeirrar vesælu flokksnefnu, hvet ég til að yfirgefa að fullu og öllu flokk þann og styðja þau framboð í næstu kosningum sem berjast af heilindum fyrir almannahag !

 

Það þarf þó fyrst og fremst að koma róttæku framboði inn á þing og til áhrifa og gefa nýju afli af því tagi tækifæri til að sýna hug sinn og dug með pólitísku framtaki. Það vantar slíkt framboð og einnig heilshugar framboð fyrir sjálfstæði lands og þjóðar !

 

Við sem erum kjósendur í landinu getum losað okkur og þjóðina við Vg í næstu kosningum. Það er, að mínu mati, engin manneskja lengur í forustusveit Vg sem verðskuldar virðingu fyrir störf sín. Það er sárgrætilegt að nánast ein óvenju athyglissjúk kona skuli hafa getað dregið heilan flokk, undanfarin ár inn í 100% þjónkun við versta andstæðing yfirlýstrar stefnu sinnar !

 

Verðlaunum ekki tækifærissinnasvik Vg og losum okkur við þessa ömurlegu henti-stefnuklíku. Kjósum ekki heldur Sam-fylkinguna sem vinstri kost því það er að fara úr öskunni í eldinn. Allur stuðningur við krata endar í Brussel. Fellum Vg út af þingi en styðjum samt ekki krata til valda í þessu landi. Stefna krata í málefnum Evrópu hefur skaðað álfuna meira en flest annað síðustu áratugina !

 

Við þurfum vinstra framboð sem stendur í lappirnar. Ekki óþurftarlið sem hleypur á spena hjá íhaldinu og gleypir við bitlingum og bófaklækjum pólitískra svika-gjörninga. Við þurfum heldur ekki mennta-snobbaða pírataelítu sem virðist berjast 99,5% fyrir réttindum útlendinga í landinu !

 

Viðreisn getur aldrei orðið neinn eðlilegur valkostur fyrir kjósendur þegar menn skoða málið með íslenska þjóðar-hagsmuni í huga. Þar er tækifærissinna-háttalagið í fyrirrúmi í öllum efnum. Hvað er til ráða þegar allir sem sitja á þingi virðast klikka sem varnarmenn fyrir Ísland og einblína bara á egóið og eigin ferils-skrá ?

 

Þau tæpu 15% sem í sjálfstæðisflokknum eru og standa líklega undir því að vera sjálfstæðismenn í raun og veru, ráða engu í flokknum og er haldið þar frá öllum völdum. Það kom annar andi í bæinn þar með Bjarna Ben. Það sjá jafnvel blindir menn í dag !

 

Framsókn er ekkert nema stefnuvillt fyrir-bæri frá fyrri tíð sem virðist ekkert vita í sinn haus og Miðflokkurinn er nokkurskonar tilraunar-útvöxtur af þeim meiði. Þó er síðarnefndi flokkurinn að öllum líkindum skömminni skárri !

 

Flokkur fólksins nær ekki því flugi héðan af sem hann hefði þurft að ná. Þar vantar miklu meiri kraft og festu þó sitthvað sé talað. Svo hvað er til ráða ? Kannski ættu menn að gefa Sósíalista-flokknum tækifæri til vaxtar, en hann þyrfti þá að fá verulega fylgisaukningu. Til þess að svo geti orðið þarf samt vissa hugarfars-breytingu meðal landsmanna. En hennar er þörf !

 

En umfram allt, gefum Verstu greyjunum, hvíld og það til frambúðar. Þau eru búin að þreyta þjóðina nógu lengi, sjálfum sér til ævarandi skammar, og þjóðinni til langtíma vansa. Orðstír þeirra er gjör-fallinn og ekkert getur lengur bætt þar úr málum. Byggjum eitthvað bitastætt upp í forustumálum alþjóðar. Oft hefur verið þörf á því en nú er alger neyðar nauðsyn á því til staðar !

 

Fyrsta heilbrigða skrefið til góðrar framvindu, er að losa sig að fullu og öllu við Verstu greyin, þennan flokksræfil sem er orðinn fullkominn viðbjóður í augum allra þjóðhollra manna yfir línuna í þessu landi !

 

 


Saga hinna villuráfandi endurtekur sig !

 

 

 

Á miklum örlagatíma í sögu Gyðinga gerðist það, að þeir heimtuðu að fá konung yfir sig, eins og þjóðirnar í kring. Þeir voru ekki lengur sáttir við að hafa ósýnilegan konung, jafnvel þótt hann væri hinn Almáttugi Guð. Þeir vildu fara leiðir síns eigin vilja og Guð lét það eftir þeim til að sýna þeim í reynd hvers þeir væru að biðja. Konungar hafa sjaldnast verið almenningsvænir !

 

Framhaldið þekkja menn. Sál var smurður sem konungur Ísraels, en hann fór strax út í óhlýðni og uppreisn gegn boðum Guðs. Og honum var afneitað af Almættinu og hann féll að lokum á Gilbóafjalli fyrir eigin sverði. Þessi fyrsti konungur Ísraels var algerlega misheppnaður maður og örlög hans urðu dæmigerð fyrir svo marga konunga, sem hafa glatað sál sinni í gegnum aldirnar, fyrir sakir hroka, ágirndar og sjálfs-upphafningar !

 

Þegar menn hætta að trúa og treysta á Guð, fara þeir að festa trú sína við eitthvað annað. Þeir eignast sín skurðgoð og tilbiðja þau. Vestur-Evrópa sem er afkristnuð að stórum hluta, vegna ótryggðar við kristin gildi og sofanda-háttar margra þjóða þar gagnvart alda-gamalli arfleifð sinni, hefur eignast sín skurðgoð. Þeim er ætlað að koma í staðinn fyrir trúna og traustið á Guði !

 

Fyrsti konungur Ísraels hét Sál og nafn hans var ekki út í bláinn. Baráttan stóð um sál hans. Hann stóðst ekki manndóms-prófið sem hann þurfti að gangast undir og hann glataði öllu. Þannig fer enn fyrir mörgum þó þeim hafi verið mikið gefið. Sál glataði sál sinni. Það er nokkuð sem aldrei vinnst aftur. Það er eilíf lífs-glötun !

 

Eitt helsta skurðgoð Evrópu í dag er Nató. Æðstiprestur Nató er Jens Stoltenberg, en það er annar ,,höfðingi“ á bak við hann og annar ,,höfðingi“ á bak við þann mann. Allir þessir menn eru merktir því valdi sem ræður þeim og þar vantar hvorki hroka, ágirnd eða sjálfsupphafningu. Af ávöxtunum verður eðli manna þekkt og ávextirnir í þessu dæmi eru ekki helgaðir friði. Þeir eru helgaðir stríði, yfirgangi, valdafíkn og botnlausum hroka !

 

Í musteri Nató í Brussel er engin Guðstrú til staðar, ekki frekar en í musteri Evrópusambandsins þar. Andavaldið sem þar stjórnar öllu er ekki að ofan. Það er að neðan. Það stefnir ekki að framtíðarlífi mannkynsins, það stefnir að útrýmingu þess. Og verkfærin til þeirrar útrýmingar hefur það vald þegar valið sér !

 

Slík útrýmingarplön hafa margoft áður verið hugsuð og reynd í sögu mannkynsins. Það sem er að gerast í dag er sönnun þess að sæði hins illa var ekki gjöreytt 1945. Það lifðu nógu margir af hirðmönnum nazistaríkisins til að planta því aftur, í skjóli nýrra valdhafa. Vesturveldin sýndu sæði þessu allt frá byrjun mikla velþóknun, enda var það frá upphafi á þeirra vegum !

 

Það kom strax í ljós eftir stríðslokin 1945 að ný heimsveldisstefna var í mikilli uppsiglingu. Hún var knúin fram í nafni Pax Americana, hins ameríska friðar. Sá falski friður hefur orðið þjóðum jarðar dýrkeyptur til þessa. Marshall-mútukerfið batt margar þjóðir á klafa fjárhagslegrar kúgunar. Hið illa sæði ófriðar og yfirgangs fékk aftur að dafna undir nýju flaggi blekkingar og svika. Heimsveldis-draumar yfirgangsmanna söfnuðu kröftum !

 

Hakakrossinn vék en vék þó ekki. Hann steig bara til hliðar um stundarsakir, eins og afhjúpaður bankastjóri. Strax 1949 var búinn til sérstakur aðhlynningar-garður fyrir gróðrastíu og vaxtaröfl hins ráðandi og ríkjandi yfirgangs – Nató !

 

Í þeim kortum sem teiknuð voru þá fyrir komandi tíð, hefur aldrei verið myndað svo mikið sem eitt strik – í þágu raunverulegs friðar á þessari jörð. Hin mjög svo mannkyns-fjandsamlegu áform heimsvalda-stefnunnar hafa hinsvegar verið afhjúpuð rækilega á undanförnum árum !

 

Og uppskeran leynir sér ekki, hún er farin að blómstra á ný í Evrópu, til ills og bölvunar fyrir álfuna alla. Til hvers var barist og varist 1939-1945, ef það á að láta sæði hins illa gjörspilla heiminum enn á ný með tugmilljóna manndrápum, undir alræði manna sem eru ekkert nema útsendarar djöfulsins ?

 

Það er sagt heitt í helvíti, en það verður víða kalt í Evrópu næsta vetur. Kannski leggst líka veturinn snemma að eins og 1941 ? Þýska þjóðin kynnist því þá kannski hvernig hermönnum hennar leið undir lokin í Stalingrad. Þangað voru þeir sendir af einum verstu yfirvöldum sem til hafa verið á þessari jörð og þaðan til heljar !

 

En Þjóðverjar virðast ekki hafa lært mikið af helför þeirra. Þeir fylgja Natóvaldinu og virðast beygja sig þar undir allt – bókstaflega allt, og eru að glata sjálfstæðri reisn sinni fyrir vikið, ef þeir náðu henni þá nokkurntíma aftur eftir stríð ?

 

Hin gjörspillta og óhæfa bandaríska Bidenstjórn, er að leiða Vestur-Evrópu til algerrar glötunar í hófleysi hroka síns, meðan hinar rammpólitísku fréttastofur eru látnar lofsyngja lygina sem aldrei fyrr !

 

Það vantar því ekki að skrattanum er skemmt á okkar tímum, þegar æðstu-prestarnir leiða lýðinn beint til heljar, að boði hans !

 

 


Um þorskhausajafnvægi !

 

 

 

Kári Stefánsson forstjóri virðist telja að áunnu þorskhausajafnvægi í stjórnkerfi íslensku þjóðarinnar sé hætta búin. Það er ekki nýtt áhyggjuefni því þorskhausafjöldi íslenskra stjórnmála og embættismanna er með ólíkindum að magntölu og þar fjölgar stöðugt óhæfu gráðuliði og heilbeinuðum kvarnarkollum !

 

Forustulið þessarar þjóðar er orðið svo rótnagað og útlendingasinnað, að það hefur gjörsamlega gleymt sinni eigin þjóð. Það er ekki lengur í neinum tengslum við lífsbaráttu fólks til sjávar og sveita. Slíkt lið er algerlega óhæft til íslenskrar forustu !

 

Núverandi ríkisstjórn er orðin fullkomin þjóðarskömm. Hún eltist við erlend sjónarmið og útlendingadekur meðan nauðsynleg innviðamál okkar samfélags drabbast niður á alla kanta. Þetta úrkynjaða, athyglissjúka þorskhausalið virðist bara vilja fá að vera í fréttum erlendra fjölmiðla – að öllu leyti á okkar kostnað. Það knúsar jafnvel og kyssir erlenda óþokka í fréttamyndum, en hirðir í raun ekkert um íslenskan almenning eða lífsskilyrði hans !

 

Venjulegir þorskhausar eru einfaldir að gerð, en þeir þorskhausar sem við höfum í vinnu hjá okkur á ónefndum stað, sem á víst að vera vinnustaður, eru tvöfaldir að gerð og jafnvel þrefaldir. Það verður því seint hægt að koma einhverju jafnvægi á þau mál sem þeir koma nálægt og hafa afskipti af. Best væru þeir því geymdir í upphengdu ástandi í ýlduhjöllum erlendra spillingarkerfa !

 

Kári Stefánsson virðist sjá margt, en þó mætti hann skoða betur hvernig kvótakerfið er upphugsað og sniðið að sérgæðingaþörfum íslenska útgerðar-auðvaldsins en engan-veginn að íslenskri almannaheill. En Kári sér kannski ekki alveg mun málanna í þeim efnum, því eitt sinn minnir mig að þjóðin hafi átt að ábyrgjast alfarið þann rekstur sem hann var að fara af stað með, sem þótti þá allmikil áhætta. Þá virtist koma sér vel að eiga valdamikla vini. Þá sá Kári mér vitanlega ekkert að slíku ráðs-lagi, en nú er Kári hinsvegar fólksins maður og vill vera það !

 

Batnandi manni er best að lifa, en það er orðið vandlifað á Íslandi margra hluta vegna. Misskiptingin er í það fyrsta orðin allt of mikil. Hér lifa arðræningjar og arðrænt fólk, fólk sem á að heita af sömu þjóð, í vaxandi heiftarandspæni. Meðferð stjórnvaldsins á strand-veiðunum sýnir það ljóslega. Hvenær sýður algerlega upp úr, spyrja margir, og flest bendir til að það geti orðið bráðlega ?

 

Hver er annars þorskhaus og hver ekki ? Ef íslenska stjórnkerfis-elítan er samansafn þorskhausa, sem hún reyndar er að öllum líkindum, hvað erum við þá, íslenskir kjósendur, sem kjósum slík víðáttufífl, sem raun ber vitni, yfir okkur sem fulltrúa okkar ?

 

Á Íslandi getur enginn búist við neinu þorskhausajafnvægi, því með hverri kynslóð koma nýir og verri þorskhausar fram, einkum úr háskólunum, sem fara yfirleitt með fyrra heimskujafnvægi þjóðmálanna til fjandans. Og fæddum ýlduhausum fjölgar !

 

Menntunin sem er orðin öfug í allri útkomu sinni nú á tímum, á sér fyrir vikið aðeins eina leið, og hún liggur niður á við. Það er stöðugt beðið um meiri og fleiri asna !

 

 


Er ríkisstjórnin á leið inn í uppgjör þar sem lömbin þagna ekki ?

 

 

 

Oft vill svo fara að allar vammir og skammir séu geymdar til ákveðins skiladags. Það gildir líklega um ríkisstjórnir eins og annað. Næstmesta undirlægjustjórn Nató sem vanvirt hefur sjálfstæðisbrag Íslands, stjórn Katrínar Kobbadóttur, hlýtur senn að fara að gefa upp andann enda nákvæmlega ekkert við hana að virða eins og stöðugt fleiri sjá og skilja !

 

Syndir þessarar ömurlegu ríkisstjórnar eru orðnar margar og verða líklega seint fulltaldar. Í fyrsta lagi var umboð hennar í byrjun til myndunar stjórnar ekki lýðræðislega óvéfengjanlegt, vegna þess að kosningarnar voru gallaðar. Í landi þar sem lýðræði væri haft í heiðri hefði verið kosið aftur. En þreföld spillingarklíka kom í veg fyrir það. Sú synd varð svo ranglætishvetjandi gjörningur fyrir alla framvindu mála í kjölfarið og öllum til skammar sem þar komu að málum og verður aldrei af þeim þvegin !

 

Stundum fer svo, að það sem á að verða kærleiksheimili, verður ekki kærleiks-heimili til lengdar. Stundum fer svo að friður slíks heimilis rofnar vegna þess að valdafjölskyldan á ekki lengur samleið. Þá fara jafnvel þeir sektarminnstu í hópmenginu að finna til vanlíðunar. Þegar svo er komið að lömbin þagna ekki, sama hvaða dúsu þau fá, hljóta menn að sjá að það er eitthvað mikið að og þannig er staðan og hún fer ekki batnandi !

 

Verndarmál barna, verndarmál fjölskyldu-eininga og friður hvers heimilis á að vera undirstöðumál í íslenska samfélags-kerfinu. Því er mikil nauðsyn á því að vammlaus og óumdeildur maður fari með slíka málaflokka fyrir hönd okkar allra. En á kærleiks-heimili sem er ekki lengur kærleiks-heimili, ýmissa vandræða vegna, er erfitt að láta hlutina ganga upp við kerfislæga sléttunarmeðferð, ekki síst þegar lömbin eru alveg hætt að þagna !

 

Uppgjör fyrrverandi kærleiksheimilis við eigin sögu verður í flestum tilvikum sársaukafullt ferli. Og oftast fara lömbin verst út úr öllum slíkum uppgjörsmálum. Þeir sem mest hafa unnið til saka sleppa oftast best, enda er allt okkar lögskipaða gatasigti miðað við það og ekkert annað !

 

Og sannarlega er núverandi ríkisstjórn það aumasta sem maður hefur séð frá því að maður fór að fylgjast með stjórnmálum þessa lands og það er vægast sagt langt síðan. En aldrei hafa mál farið batnandi á þeim tíma og nú virðist botninum náð í þeim efnum !

 

Fyrir allnokkrum árum var maður eiginlega orðinn sannfærður um það að spillingin í stjórnkerfinu væri búin að gera okkur að svokölluðu bananalýðveldi. En nú er maður því miður orðinn þeirrar skoðunar, að við séum eiginlega komin niðurfyrir þá stjórnarfarslegu aumingja-stöðu. Svo hröð hefur afturförin verið, en samt hlær núverandi forsætisráðherra í veislum í útlöndum í anda Nerós !

 

Engin íslensk ríkisstjórn hefur getað stjórnað efnahagsmálum hér, það hefur alltaf verið efnahagsmálaöngþveiti í landinu. Þegar úr öllu hófi hefur verið keyrt sem oft verður, hefur vandræðunum jafnan verið sturtað niður til almennings. Hann hefur alla tíð þurft að borga stjórn-leysið og það er þá kallað þjóðarsátt !

 

En sá gjörningur hefur alltaf verið með öfugum formerkjum. Þjóðin hefur verið látin borga alla svikareikninga um leið og útlendingum er stöðugt hyglað á kostnað lands og þjóðar. Svona stjórnunarlag er ekkert nema rakinn þjóðarglæpur og getur aðeins endað með hruni allrar velmegunar í þessu landi !

 

Og hvað segir svo íslenska þjóðin við þessar aðstæður, lömb landsins, af hverju jarma þau ekki miklu meira og kalla á uppgjör við allan kærleiksheimilis-óþverrann ? Er þjóðin orðin ónæmis-bólusett fyrir allri stórspillingunni í landinu ? Hvenær ætlum við að vitkast og ná áttum ? Þurfa allir innviðir að bresta áður ?

 

Er kannski búið að setja lágmarks-kvóta á alla dómgreind í landinu og ætlar þjóðin að fara dansandi inn í kjarnorkustríð það sem Vesturlönd, undir forustu hins fallandi heimsveldis Bandaríkjanna, virðast vera að trekkja upp ? Eiga lömbin kannski að þagna þá – vegna þess að þau verða þá öll dauð ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1031
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband