Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2024 | 00:03
Spurningin um úthald ?
Á síðari árum hafa margar konur gert sig gildandi í pólitík hér á landi og komist það langt að verða ráðherrar. Athyglisvert er þó að þær hafa svo fljótlega kvatt stjórnmálalífið og látið sig hverfa þar burt af sviði. Þar hafa stjörnuhröp af því tagi verið nokkuð tíð !
Sumar þessara kvenna voru taldar líklegar til að verða flokksforingjar í komandi tíð, en eitthvað brást í þeim efnum og styrkur þeirra, ekki síst sá persónulegi, virðist hafa verið verulega ofmetinn. Það má alveg sjá ástæðu til þess að velta því máli nokkuð fyrir sér og hvað það geti leitt af sér !
Menn verða oftast pólitískir leiðtogar í gegnum langtíma reynslu og seiglan skiptir þar miklu. En ef konur hverfa þar af vettvangi útkulnaðar, áður en þær öðlast reynslu og seiglu, hvað verður þá um forustu kvenna á þessu mikilvæga sviði ?
Karlar sem hafa komist langt í pólitík, virðast miklu síður líklegir til að hætta þar og láta sig hverfa með svipuðum hætti. Þeir virðast vilja standa á sviðinu jafnvel eftir að öll skynsamleg rök mæla með því að þeir ættu að hætta og tími þeirra þar sé liðinn. Þarna virðist vera marktækur munur í starfslegu tilliti milli úthalds karla og kvenna á hinum pólitíska vígvelli !
Þær konur sem koma mér í hug í þessu sambandi og mætti nefna eru til dæmis Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigríður Anna Þórðar-dóttir, Sólveig Pétursdóttir, Siv Frið-leifsdóttir, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Pálmadóttir, Eygló Harðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannes-dóttir, Katrín Júlíusdóttir, Oddný G. Harðar-dóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björt Ólafs-dóttir !
Allar hafa þessar konur orðið ráðherrar, en flestar í skamman tíma, og svo ekki söguna meir. Fáeinar hafa haldið áfram í stjórnmálum en virðast samt einhvern veginn hafa tapað pólitísku þunga-vigtargildi sínu og orðið undarlega vægis-litlar í öllu framhaldi málanna!
En yfir línuna er þarna um nokkuð margar konur að ræða, sumar á besta aldri, er þær hurfu nánast af vettvangi. Þær virðast bara hafa kulnað út, skort úthald, misst áhugann og í framhaldinu kannski, sem þekktar manneskjur, átt kost á einhverju kröfuminna starfi á góðum launum ? Enginn hefur samt farið í að rannsaka hvað hefur valdið því fráfalli sem hér er gert að umtalsefni !
En af hverju er þetta raunin ? Reynir meira á konur í taugaslítandi rifrildis-ferli stjórnmálanna og gerir það álag feril þeirra svo áberandi skammvinnan sem hann virðist hafa orðið í nokkuð mörgum tilfellum ? Hefur pólitíkin kannski önnur áhrif á konur til lengdar en karla ? Eru þær af tilfinningalegum ástæðum líklegri til að ,,brenna út á skömmum tíma í pólitík - fremur en karlarnir ?
Var það kannski þessvegna sem fyrrverandi forsætisráðherra virtist allt í einu vera búin að fá nóg og hljóp fyrirvaralítið frá sarfsskyldum sínum sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar ? Eða var það vegna þess, að flokkur hennar var að mælast á mörkum þess að hann kæmi manni inn á þing í næstu þingkosningum ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2024 kl. 13:39 | Slóð | Facebook
8.6.2024 | 00:11
Eigum við einhverja framtíð ?
Það er alltaf mikil nauðsyn á því í viðræðum við aðra, að menn reyni umfram allt að vera sjálfum sér samkvæmir. Að það sé hverjum manni nauðsyn að hafa sannleika og réttlæti að leiðarljósi og menn skyldu varast að skaða sál sína og sitt innra líf með einhverju framferði sem flokka mætti undir eitthvert af ótalmörgum afbrigðum Vítisfæddrar Júdasarhyggju !
Heimurinn er falskur og svikull og hann er aldrei sjálfum sér samkvæmur. Tíðarandinn er á forhertri Júdasargöngu, ekki síst á Vesturlöndum, og stefnir markvisst undir leiðsögn djöflavalds, að tortímingu mannkynsins. Sumum finnst jafnvel að þar verði í raun og veru um fullkomlega verðskulduð endalok að ræða. Á vegferð síðustu áratuga hefur mannkynið alfarið virtst vera undir leiðsögn illra afla og viljað svíkja allt sem gott er og sómakært. Öllum sjónarmiðum heimsfriðar hefur yfirleitt verið hent út í horn !
En af hverju skyldi heimurinn vera svona svikull og óáreiðanlegur ? Skyldi það ekki vera af því að fólkið í heiminum er að stórum hluta orðið þannig ? Lýsingin á söfnuðinum í Laódíkeu í 3. kafla Opin-berunarbókarinnar á við fólk á síðustu tímum, þeim tímum sem nú eru að koma yfir heiminn. Í Jesaja, kafla 24, er fjallað um eyðingu jarðarinnar og Dagur Drottins ( II. Pétursbréf 3. kafli ) er að öllum líkindum ekki langt undan !
Táknin um það sem er framundan leyna sér ekki. Heimurinn í dag hyllir allt sem illt er, hann verðlaunar ekki neinn sem talar sannleika, metur ekki neinn sem iðkar réttlæti og hundsar alla trúmennsku. Óheiðarlegur pólitíkus fær oft stuðning beinlínis vegna þess að hann er óheiðarlegur. Það er þá hægt að hafa gagn af honum, það er hægt að múta honum og fá hann til óþurftarverka. Við vitum það líklega öll, að við þurfum ekki að fara út fyrir mörk Íslands til að verða óþægilega vör við afvegaleiddan hugsunarhátt, jafnvel hjá æðstu valda-mönnum !
Ísland hefur alla tíð átt allt sitt undir friði. Í fyrri heimsstyrjöld sendu Bretar hingað mann sem öllu fékk að ráða hér. Hann réð meira að segja alfarið verðlagi á útflutningsvörum okkur. Öll fyrri stríðs-árin urðum við að búa við slíkt arðrán Breta og lengi eftir það. Við skiptum engu máli í hugsun þeirra og réttur okkar var enginn. Og þetta átti að heita vinaþjóð okkar. Seinni stríðsárin fóru jafnvel enn verr með íslensku þjóðina, ekki síst siðferðilega. Gamlar, þjóðlegar dyggðir hurfu nánast og lygar og óheiðarleiki komu í staðinn. Menn lærðu þá að stunda vinnusvik. Stríð hefur aldrei verið blessun fyrir Ísland og verður það aldrei !
Vesturlönd virðast nú lúta algerlega stríðsæsingarformúlum Nató og ESB, en þar er prédikað að það verði að lima Rússland niður í einhverjar smáeiningar sem verði viðráðanlegar fyrir nýja nýlendustefnu og arðrán. Það er gamall vonardraumur vondra manna í auðhringa-mafíum heimsins að hægt verði að koma því í kring. En dettur nokkrum heilvita manni það í hug, að stórþjóð eins og Rússar og kjarnorkuveldi eins og Rússland, láti fara þannig með sig ? Slíkt uppgjör getur ekki orðið annað en feigðarferð mannkynsins !
Og það stefnir líka allt til heljar. Jafnvel Norðurlöndin, þar sem oftast var einhverja glóru að finna, eru nú týnd og tröllum gefin. Þar spretta bandarískar herstöðvar upp í tugatali eins og gorkúlur á fjóshaug forheimsku og óstöðvandi fjöl-miðlalyga. Öllum hugsanlegum ærleg-heitum hefur verið úthýst og allir eru á leið í stríð, sitt eigið dauðastríð !
Norðurlönd virtust stundum hér áður fyrr, eins og ljós í myrkri kaldastríðs og glæpagjörninga, en hafi svo verið, er víst að það ljós er slokknað fyrir ásókn ófriðar og myrkravalda. Aukið kvennavald í pólitík þessara landa hefur síður en svo styrkt friðaranda þeirra. Nú er þaðan einskis góðs að vænta. Myrkvunin er þar að verða alger !
Einna eftirtektarverðast í svartnættinu sem er að hrannast upp fyrir komandi tíð, er að ýmis smáríki virðast vera með mjög herskáa ráðamenn um þessar mundir. En jafnvel þó litlir hundar gelti, tekur veruleikinn í sjálfu sér lítið mið af því. Það eru stóru víghundarnir sem ráða á sviðinu og þeir sem gjamma nú að vestan-verðu, virðast heimta blóð og það mikið blóð. Verði það til þess, að stórstyrjöld brjótist út, eins og Nató virðist stefna að, munu helstu borgir þessa heims líklega verða fyrstu fórnarlömb kjarnorku-eldflauga austurs og vesturs !
Við jarðarbúar getum þá áreiðanlega kvatt meginborgir eins og Washington og New York í Bandaríkjunum og fleiri borgir þar, London, París, Brussel og Berlín í Vestur-Evrópu og helstu borgir Rússlands. Allar þessar borgir verða gerðar að geislavirkum rústahrúgum og fleiri tugir milljóna manna munu farast. Þegar kjarnorkusprengjurnar falla beint í mark verður engu hlíft og mannslíf verða þá einskisvirði. Jafnvel innflytjendur Vestur-Evrópu munu ekki lifa af slík Ragnarök !
Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur og Helsinki munu varla þurfa margar sprengjur yfir sig, en öll líkindi eru fyrir því að einhverjum kjarnorkueldflaugum verði skotið að þeim. Svo það tekur því nú varla fyrir Dani að byggja Börsen upp, þar sem Danmörk virðist nú, mettuð af stríðsæði. Og ef það þykir taka því að senda kjarnorkueldflaug á Reykjavík, verður utanríkisráðherra vonandi staddur í höfuðborginni, og þá auðvitað til að bjarga því sem bjargað verður !
Styrjöld er enginn leikur og hefur aldrei verið og síst nú til dags. Við þverrandi vald Vestursins í málefnum heimsins, hefur grimmt villidýr risið upp og ógnar nú heimsfriðnum. Valdaöfl vestursins virðast segja blákalt : ,, Ef við fáum ekki að ráða öllu eins og verið hefur, sendum við allan heiminn til helvítis !
Þannig virðast skilaboðin vera frá Nató og norska dindlinum sem þjónar þar efst á skítahaugnum, manni, sem að minni hyggju, er ömurlegasta eintak af Norðmanni sem uppi hefur verið. Það er illt og meira en illt, að fjöregg þessarar veraldar og framtíð lífs á þessari jörð, skuli alfarið vera staðsett í höndum alveg glórulausra misyndismanna sem eru til alls vísir, og virðast helst sjá fyrirmynd sína í manni sem framdi sjálfsmorð árið 1945 til að þurfa ekki að gjalda fyrir glæpi sína !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2024 kl. 11:54 | Slóð | Facebook
5.6.2024 | 10:16
Það styttist líklega í niðurtalninguna !
Vesturveldin hófu dulbúinn hernað gegn Rússlandi í gegnum Úkraínu árið 2014. Þau stóðu fyrir valdaráni þar og gengu síðan stöðugt á lagið. Þar kom að Rússum var nóg boðið og þeir tóku til varna fyrir rússneska íbúa austurhéraða Úkraínu, sem höfðu verið beittir miklu harðræði um langa hríð af fasistastjórninni í Kiyv og því risið upp til varnar. Allir eiga sinn sjálfsvarnarrétt og merkilegt nokk - rússneskt fólk líka !
En þrátt fyrir gífurlegan austur fjármagns og hergagna frá Vesturlöndum til Úkraínu hefur stríðið ekki gengið sem skyldi og Björninn í Bjarmalandi hefur hreint ekki reynst viðráðanlegur og vex að styrk með degi hverjum. Rússar eru nú búnir að átta sig á því, að það stefnir í nokkuð sem alveg mætti kalla áframhald föður-landsstríðsins mikla. Enn krefjast allar aðstæður þess að þeir verji sitt land gegn nýjum hitlerum sem enn á ný fylkja liði úr vestri !
Gamla ógæfusagan er enn að komast í fulla gerjun, undir hinni gömlu auðhringapólitík Vesturveldanna, sem segir ,,það þarf að lima Rússland niður, það er allt of stórt ! Eins segir auðvalds-heimurinn : ,,Það þarf að gera það sama við Kína, og eiginlega Indland líka ! Og er þá ekki eðlilegt að fólk spyrji : ,,Hvernig og hvenær mun þá slíku stríði verða lokið ?
Stjórnvöld Litlubreta, Litlufrakka og Litluþjóðverja, þjóða sem hafa gildisfellt sjálfar sig stórlega að undanförnu, hafa verið að æsa til aukins stríðs, undir forustu lilleput-leiðtoga af lakasta tagi. Þau hafa hlaupið vælandi til Stóra Natópabba handan hafsins og klagað Rússa. En geta þeirra sjálfra til hernaðar hæfir nú aðeins illa úrkynjuðum aumingjaþjóðum, sem eru að missa sín eigin lönd í hendur innflytjendum, sem aldrei munu verða aðlögunarhæfir !
Á sama tíma styrkist Rússland þrátt fyrir að hafa lengi verið beitt mestu viðskiptaþvingunum sem nokkurt land hefur þurft að þola. Rússland er að læra af reynslunni og eykur viðskipti sín stöðugt við Asíuríkin og stefnir að því að hætta sem mest viðskiptum til vesturs. Í raun standa heimsmálin svo, að 80% heimsins eru búin að fá miklu meira en nóg af yfirgangi Vesturveldanna. Svo það eru mikil fallaskipti í nánd !
Og nú er líka svo komið, að fjárhagsstaða Stóra Natópabba handan hafsins er orðin mjög löskuð. Hann hefur lengi orðið að halda litlu bandamönnunum uppi með illa fengnum fjármunum, sem teknir hafa verið með arðráni um veröld alla. En nú hefur sú tekjulind hinsvegar dregist stórlega saman vegna betri samstöðu þjóða gegn heimsvaldastefnu hans og blóðugri kúgun víða um lönd. Þessvegna hefur sístækkandi Brics-blokkin orðið til !
Stóri Natópabbi er ekki lengur eins öflugur og hann var og hann er því farinn að æsa sig upp í fullan styrjaldargír og vill skipta heiminum upp á nýtt, en áttar sig enganveginn á því að nú er ekkert eins og það var. En samt virðast bandarísk stjórnvöld stefna að því að gera allan heiminn að víetnömskum vígvelli. Yfir-gangur Stóra Natópabba er kominn að þolmörkum á heimsvísu og sannarlega mál til komið.
Ríkisskuldir Bandaríkjanna fara nú trúlega að nálgast 35 trilljónir dollara og Bidenstjórnin eykur stöðugt á þær. Ríkið er rekið með bullandi halla og tekjuöflun þess er langt undir útgjöldum. Forsetinn er gamalmenni sem stendur varla á fótunum og veit tæpast lengur hvað er í gangi, en ætlar fram aftur, líklega með fjarstýrðum hætti. Einhverjir skugga-stjórnendur fara í raun með völdin í Hvíta húsinu og ætla sér það vafalaust áfram !
Svo staðan er sú, að Stóri Natópabbi handan hafs getur ekki hjálpað undir-hákörlum sínum í Vestur-Evrópu mikið lengur. Og nú er svo komið, að Úkraínumenn eiga ekki öllu lengur mannafla til fórna fyrir Nató og ESB. Það virðist því aðeins spurning um tíma, hvenær hinu falska en fórnfreka staðgengilsstríði lýkur, og hið raun-verulega árásarstríð Vesturveldanna gegn Rússlandi, undir ógnþrungnu hitlersvaldi fasismans, hefst fyrir alvöru ? Rússar hafa samt gert ítrekaðar tilraunir til að semja á undanförnum árum, en gerðir samningar hafa nánast jafnóðum verið sviknir af Vesturveldunum, ESB og Nató. Allt traust er farið og mælirinn er fullur !
Það hlýtur því brátt að koma að því að hinar raunsönnu stríðsvakningarþjóðir fái að kynnast mannfalli í eigin röðum. Og við skulum hugleiða afleiðingarnar. Það verður styrjöld hátækni, hypersonic vopnabúnaðar og kjarnorkueldflauga. Helstu borgir stríðsþjóðanna verða þá skotmörk og líklega flestar eyðilagðar. Það stefnir þannig aðeins í eitt að öllu óbreyttu fullkomið gereyðingarstríð með kjarnorkuvopnum. Það þýðir umbúða-laust - að það stefnir í þriðju og síðustu heimsstyrjöldina !
Kínverjar munu að öllum líkindum styðja Rússa þegar í fulla hörku fer, því þeir vita að Rússar eru líka að verja þá fyrir yfirgangnum að vestan. Ef Rússland væri ekki, væri stríðsæsingum Vesturveldanna vafalítið beint gegn Kína. Leiðtogar meginríkja Asíu vita alveg hver staðan er og gömlu nýlendukúgararíkin hafa eðlilega aldrei verið vinsæl þar !
Bandaríkin sem komu Vestur-Evrópuríkjunum tvívegis til hjálpar á 20. öldinni, í heimsstyrjöldunum báðum, sem voru auðvitað ekkert annað en útþenslustyrjaldir auðvaldsríkja, virðast ætla að verða að lokum það ríki sem mun valda tortímingu þessara fylgiríkja sinna í Evrópu. Þriðju afskiptin munu þannig verða öfug við þau fyrri. Nú eru Bandaríkin hættulegasta ríki heims gagn-vart heimsfriðnum, og virðast reiðubúin til að tortíma með öllu þessari veröld okkar !
Þá mun aldagömul ofbeldis og kúgunarsaga Bretlands, Frakklands og Þýskalands heyra sögunni til og Norðurlöndin munu að öllum líkindum fara niður með þessum ríkjum og afgangurinn af Kaupmannahöfn verða eldi að bráð eins og Börsen. Stríðsóð Norðurlönd verða eðlilega miklu frekar bein skotmörk kjarnorkueldflauga en lönd sem fylgja friði !
Þegar forustumenn í litlum þjóðríkjum Norðurlandanna eru farnir í fullri alvöru að tala um stríðsvæðingu og vígbúnaðar-eflingu gegn miklu kjarnorkuveldi eins og Rússlandi, er sýnilegt að geðveiki fer vaxandi í þeirra hópi. Natósýkillinn eitrar greinilega út frá sér og bægir öllu friðsamlegu andrúmslofti frá. En það kemur sem koma á og sáð er fyrir. Og nú virðist hin einbeitta brotastefna vera sú af hálfu Vesturveldanna, að best sé að ganga fyrir björg og sprengja allt í tætlur til dýrðar Nató !
Eitt er víst að andrúmsloft Dana, Norðmanna og Svía og annarra verður varla heilsusamlegra eftir kjarnorkustríð og geislavirkni afleiðingaferlisins. Ég tel ekki Finna með, enda einskis góðs af þeim að vænta. Þeir voru félagar og bandamenn nazista í síðasta stríði og þá um leið fasistans Stepans Bandera, sem er nýköruð ,,þjóðhetja leppstjórnar Vesturveldanna í Kiyv !
Líklega fer niðurtalningin að hefjast og síðasta flugeldasýning þessa heims er þá sennilega skammt framundan. Öll glóra í samskiptum ríkja virðist nú að baki, öllu trausti milli aðila hefur verið eytt, engar friðarviðræður eru í gangi, og heimurinn virðist að fullu og endanlega kominn á forherðingarbraut feigðar sinnar. Engin þjóð virðist því eiga von á góðu héðan í frá !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook
2.6.2024 | 08:43
Prímadonnan var felld !
Kjarnaatriði nýafstaðinna forsetakosninga er auðvitað að Katrín Jakobsdóttir verður ekki forseti Íslands. Þjóðin vildi hana ekki og lét það ótvírætt í ljós. Sá frambjóðandi var kosinn, sem undir lokin var talinn af flestum, í þeirri stöðu að vera líklegastur til að koma í veg fyrir kjör Katrínar. Það er þakkarvert að það tókst !
Valdaelítan í landinu reyndi með öllum ráðum að koma Katrínu Jakobsdóttur að. Að mínu mati gengu þar sumir lengra en mannleg sómatilfinning hefði átt að leyfa, ef hún hefði verið fyrir hendi. Öll tiltæk vopn voru notuð og hlutdrægni fjölmiðla var þar áberandi þáttur, að margra mati. Stýringin við framsetningu mála í kringum skoðanakannanir og fleira leyndi sér heldur ekki. Fullyrt var við mig, af fleirum en einum, að ekkert gæti komið í veg fyrir það að Katrín yrði næsti forseti Íslands. En það var ekki rétt fullyrðing, þjóðin kom í veg fyrir það. Elítan fékk ekki að vinna þessa orustu og hampa þar sínum útvalda gullkálfi !
Prímadonnunni var hafnað og það afgerandi. Og mikið lifandis ósköp er ég þakklátur fyrir það að þjóðin sá til þess að svo færi. Það er nefnilega ákveðin skoðun mín, að lakasti hluti fólksins í landinu hafi að mestu leyti stutt Katrínu Jakobsdóttur. Og ég hef líka ákveðnar hugmyndir um það hversvegna það var gert. Við öðru þurfti ekki að búast. En ég tel að flestu af því fólki geti ekki verið annt um orðspor Íslands. Það hlýtur að hafa gengið til þessarar kosningar á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem miða að því að efla sæmd íslensku þjóðarinnar. Og sem betur fer varð því ekki að vild sinni !
Það hefði verið skelfileg staða fyrir land og þjóð að vera með Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra, Þórdísi Reykfjörð Gylfadóttur sem utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Að mínu áliti, hefði varla verið hægt að fara neðar í mannvali fyrir þjóðina okkar. En við vitum að spillt pólitík veldur mörgu illu á Íslandi sem og víðar, og í þingsölum virðist sjaldan sá andi verða fundinn núorðið sem lætur stjórnast af hreinni þjóðarheill. Í því felst ekki hvað síst sú ógæfa sem tærir okkar samfélag !
Útkoma forsetakosninganna hugnast mér ekki alfarið, því ég hef vissar efasemdir um kjörinn forseta og ég kaus hina Hölluna og vildi gefa henni tækifæri. En í mínum augum er það samt kjarnaatriði, að þjóðin hafnaði Katrínu Jakobsdóttur. Vonandi hverfur prímadonnan nú að öðrum störfum og lætur þjóðina hér eftir í friði !
Jafnframt vil ég, að hætti Catós gamla, nefna það hér í lokin, að það væri tímabær framhaldshreinsun að þjóðin þurrkaði Vg alfarið burt af alþingi við næstu kosningar. Sú flokksnefna hefur þar gengið sér fullkomlega til húðar og hefur þar ekkert erindi lengur, nema til skaða og skammar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook
29.5.2024 | 14:57
Þjóðleg hvatningarorð til þeirra sem heyrandi heyra og sjáandi sjá !
Spillingaröfl á Íslandi eru orðin ógnvænlegri en nokkru sinni fyrr og virðast ná langt inn í ríkiskerfið og nánast allar valdastofnanir landsins. Það er líklega þessvegna sem gjörspillt valda-elítan vill líka eigna sér forseta-embættið. Það á ekkert að vera eftir, sem á að fá að tilheyra fólkinu í landinu, þeirri duglegu og ábyrgu almennings-fjölskyldu sem ein getur staðið fyrir þau gildi sem best hafa reynst þjóðinni alla tíð !
Á forsetaembættið nú líka að verða gleypt af þeirri elítu sem myndar óhæfa ríkisstjórn, ræður óhæfu alþingi, er að ganga endanlega frá heilbrigðiskerfinu okkar með dulbúinni einkavæðingu, hefur gert dómstóla okkar vafasama gagnvart tiltrú,lætur innviði ríkis og sveitar-félaga drabbast niður en hyglar hér stöðugt auðmönnum og sérgæskuliði, styður ófrið og allra djöfla upphlaup erlendis ! Og á nú að kjósa einn forhertasta fulltrúa þessarar elítu til forseta fyrir land og þjóð ?
Margt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað margra ára reynsla ætti að geta sagt okkur um ætlaða hæfni sumra. Enn segjast sumir sjá hæfni þar sem reynsla þjóðarinnar á undanförnum árum segir okkur allt annað. Látum ekki blekkja okkur til að styðja einn eða neinn frambjóðanda sem er fullreyndur að svikum við allt sem hann hefur þóst standa fyrir. Verum ábyrg á þjóðlegan hátt og verðlaunum ekki slíkt framferði !
Góðir Íslendingar, heilbrigt hugsandi og heiðarlegir Íslendingar, stöndum með okkur sjálfum. Kjósum út frá ábyrgri hugsun og líka með hjartanu. Vísum öllum óhreinum straumum til sinna svörtu föðurhúsa. Fylgjum betri straumum til framtíðar. Kjósum frambærilega Fjallkonu til forseta !
Einn frambjóðandi í aðalslagnum fyrir forsetakosningarnar framundan Halla Hrund Logadóttir, hefur sýnt sig í því að standa fólkinu í landinu nær en hinir. Hún hefur jafnan talað á þjóðlegum, íslenskum forsendum. Veitum henni brautargengi. Látum kolsvört spillingar-öflin og valdaelítuna ekki ofan á allt annað einnig yfirtaka Bessastaðaheimilið okkar.
Látum það tilheyra þjóðinni áfram. Það er nóg komið af yfirgangi sjálfskipaðs aðals og forréttindaklíku í þessu landi. Miklu Meira en Nóg !
Gefum Höllu Hrund Logadóttur tækifæri til að þjóna þjóð sinni sem Forseti Íslands !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook
25.5.2024 | 14:04
Lítill rakki að gelta !
Það hefur löngum þótt kaldhæðnislegt blekkingartal þegar Evrópusambands-sinnar hafa talað um áhrif Íslands innan sambandsins, ef við létum tælast þangað inn. ,,Þá fengi rödd okkar að heyrast við borðið, segja þessar raddir sem virðast helst ættaðar frá árinu 1262 og jafn svikular og forverar þeirra voru !
Eins er það, þegar Ísland er að blanda sér í stórveldapólitíkina og þykist hafa eitthvert vægi þar, meðan stöðugt er verið að reyta af því pening fyrir Natóstuðningi og nú síðast vopnakaupum svo hægt verði að drepa fleira fólk. En Ísland er þarna bara eins og lítill rakki að gelta, svipað og Litháen gerir, þegar þarlendir ráðamenn virðast helst vilja fara í stríð við Kína. Sennilega eru þetta þau tvö smáríki heimsins sem hafa haft heimskustu ráðamönnum sömu veraldar á að skipa, eins og sakir hafa staðið um skeið !
Hvaða vægi skyldi kjölturakki hafa innan um risastóra víghunda ? Hann hefur þar nákvæmlega ekkert vægi, enda er hann ekkert nema gjammið. Og bak við allt gjammið er bara lítið hrætt hjarta. En ráðherra með langt nafn, sér víst stöðu mála með allt öðrum hætti, og fær líka fyrir vikið að fara á ráðstefnur út í löndum og verða þar trúlega - að eigin hyggju talsvert númer !
Og nú erum við Íslendingar ekki bara sekir um að vera í Nató, lítil friðarþjóð, véluð inn í drápsmanna-samsteypu, heldur erum við orðnir sekir um vopnakaup, kaup á búnaði til beinna manndrápa. Það er nýtt skref af hálfu okkar Íslendinga út í ómennskuna. Fram til þessa hefur slíkt skref ekki verið stigið. En nú virðist það ljóst, að konur sem fá völd séu grimmari og blóðþyrstari en karlar með völd, og öllu fúsari til að sökkva okkur dýpra niður í svað glóruleysis og glæpaverka en karlarnir gerðu !
Ef niðurstöður mála eiga að verða í þessu fari, hvað er þá unnið við að konur fari með völd, jafnvel reynslulitlar eða reynslulausar, og tali fyrir þjóðar-hagsmunum okkar, og bletti um leið skjöld okkar með nýjum ávirðingum sem ekki hafa verið okkur til vansa fyrr ? Er það kannski ný leið til jafnréttis kynjanna, að allir liggi hlið við hlið í skítnum, jafnt konur sem karlar ? Það mætti jafnvel halda það, þegar heimskan fær að ráða með svo forhertu og síversnandi stefnuinntaki !
Eitt af því sem áður var talið nánast gefið mál, var að eftir því sem konum fjölgaði í valdastöðum í heiminum, yrði veröldin friðsamlegri !!! Sýnist fólki það vera niðurstaðan ? Nei, eins og ég kom inn á hér framar í pistlinum, er slíkrar draumsýnar ekki að vænta við aukin völd kvenna. Miklu frekar hið gagnstæða !
Vilji kjósendur hinsvegar stuðla stöðugt að auknum völdum kvenna, þá verða þeir að taka afleiðingunum, sem hljóta að verða í flestum tilfellum miklu fleiri rangar ákvarðanir, teknar á forsendum mjög svo æstra tilfinninga. Aukið kvennavald í pólitík Norðurlanda hefur til dæmis gert þau fyrrum friðarins lönd, herskárri en nokkru sinni fyrr. Sú rödd friðar og sátta, sem þar talaði löngum áður, er þögnuð. Það er breyting sem hefur enganveginn bætt þennan heim !
Hafa menn aldrei heyrt eða lesið um valkyrjur og skjaldmeyjar fyrri tíma ? Konur geta verið grimmar, stríðsóðar og blóðþyrstar, engu síður en karlar, og nú virðist það reynt og staðfest af sárbeittum, íslenskum veruleika. Heimurinn verður, því miður, alls ekki friðvænlegri við það að konur séu leiddar til meiri valda, hvorki á Íslandi né annarsstaðar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook
23.5.2024 | 00:09
Að halda uppi lögum og reglu í Vestur-Evrópu !
Það er ekki nema eitt sem Vestur-Evrópuríkin geta gert varðandi inn-flytjendamálin, sem komin eru á hættulegt stig og úr öllu vitrænu sambandi. Senda verður alla ólöglega innflytjendur úr viðkomandi löndum sem fyrst. Ef lögreglan dugir ekki til að sjá um þá hluti, verður að setja neyðarlög og kalla heri landanna til !
Það er hvort sem er, búið að skapa borgarastyrjaldar forsendur í flestum löndum Vestur-Evrópu eins og sakir standa, og með illu skal illt útreka segir máltækið um neyðarréttinn, þegar annað dugir ekki til. Alger aumingjadómur hjarð-mennskunnar líðst ekki lengur. Það sem kallað hefur verið lýðræðisleg undan-látsstefna er útilokuð hér eftir. Borgaralegt öryggi fólksins í viðkomandi ríkjum verður að ganga fyrir og ekkert má hindra það !
Til hvers eru þjóðaherir ? Til þess að verja þjóðir fyrir því sem ógnar tilvist þeirra og menningu. Slík ógn er nú þegar fyrir hendi í nánast öllum löndum Vestur-Evrópu. Hvenær á eiginlega að snúast til varnar ? Pólitískir ráðamenn hafa brugðist almenningi algjörlega í umræddum löndum. Það verður með ákveðnum hætti að leiðrétta þau mistök sem þeir hafa valdið með svikum sínum og undansláttarstefnu og koma málum í viðunandi horf !
Það er löngu tímabært að allir þeir sem eru ólöglegir innflytjendur í þessum ríkjum séu sendir til síns heima eða til síns heimshluta. Og þó að þeir séu í hundrað þúsunda tali, verður að fara í þetta verkefni og beita því afli sem dugir og til er, það er þjóðlegu hervaldi !
Menntaskrípin sem hafa staðið fyrir allri vitleysunni, verða að víkja úr vegi meðan endurreisn laga og réttar á sér stað. Þau munu aldrei verða þar að gagni og aðeins þvælast fyrir eins og þeirra siður er. Almenningur Vestur-Evrópu vill ekki sjá það lið lengur !
Að láta innflytjendur verða að ógnarafli í löndum þeim sem þeir koma til, í stað þess að taka aðlögun með jákvæðum hætti, er svo vitlaust að engu tali tekur. Slíka ógn verður að fjarlægja með skipulögðum brottflutningi allra ólöglegra dvalaraðila í viðkomandi löndum og gefa þar ekkert eftir. Jafnframt verður að láta öðrum innflytjendum skiljast, sem hafa skilríki sín í lagi, að uppreisnaröfl í ríkjum Vestur-Evrópu verði ekki liðin. Þeir sem reynist þar sannir að sök, verði sviptir borgararétti og umsvifalaust vísað úr landi !
Það er sannarlega komin hin ellefta stund til að skapa frið innan landamæra umræddra ríkja. Og ríkisstjórnir þeirra verða að hysja upp um sig brækurnar og taka á málum, eftir áralanga vesal-mennsku. Stjórnvöld og flokkar við völd verða að verja þjóðir sínar fyrir hinni utanaðkomandi ógn eins og skyldan býður þeim. Annars eru þær alls óhæfar og rúnar öllu trausti !
Burt með fjölmenningarkjaftæðið og allan áróðurinn fyrir því að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Þau eru það ekki og geta aldrei verið það. Rándýrin leika lausum hala við slíkar aðstæður. Það þarf að tryggja lög og reglur í samfélögum Vestur-Evrópu og setja rándýrunum mörk í mannfélagsskóginum þar. Og það þarf að gerast í GÆR !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook
20.5.2024 | 11:53
Ætla menn að láta Evrópu deyja ?
Út um alla Vestur-Evrópu er búið að hafna fjölmenningu sem þeirri lausn sem stjórnmálaelítur og fjölmiðlafólk sögðu hana vera, og þar í hverju landi er nú verið að glíma við hrikalegar afleiðingar þeirrar illu og þjóðlausu stefnu !
Óþjóðlegt menntafólk í valdastöðum ber meginábyrgðina á algjörlega kolvitlausri innflytjendapólitík liðinna áratuga. Það hefur með vítaverðu kæruleysi skapað fullkomna neyðarstöðu í hverju landinu af öðru, með því að styðja í öllu alveg takmarkalaust aðstreymi innflytjenda, sem að drjúgum hluta eru ólöglegir og langt frá því að vera aðlögunarhæfir !
Þrátt fyrir að allar verstu spár varðandi þennan vanda hafi gengið eftir, er á Íslandi enn setið við þessa vitleysu sem fyrr og því fylgt hér sem alls staðar annars staðar er búið að tapa tiltrú og væntingum. Fjölmenningarfárið hefur kallað hrylling yfir allan vesturhluta álfunnar okkar. Hér er í þeim efnum enn setið við Tölur og mengi eins og gert var löngu eftir að Svíar höfðu hætt að kenna þær formúlur sem þar voru settar fram, sem þeir voru þó upphafsmenn að. Íslenskt glóruleysi tekur flestu fram !
Svíar virðast nú hafa tapað landi sínu að mestu í hendur áður óþekktra glæpahópa innanlands, sem allir eru aðkomnir og hafa notað hið sænska frelsi til að eyðileggja hið friðsamlega samfélag sem Svíþjóð var. Og blinda stjórnmála-hirðarinnar þarlendis viðhelst sem áður, því hún er gengin inn í forherðinguna sem fylgir jafnan miklum afbrotum manna sem kunna ekki að iðrast. Flest bendir til þess, að við Íslendingar séum á sænska vísu á svipaðri feigðarferð, alteknir sömu vitleysunni út í gegn !
ESB stefndi fyrir nokkru að landamæra-lausri álfu og hrósaði sér af því. Schengen-vitleysan var toppurinn á allri heimskuvæðingunni í þeim efnum. Og milljónir manna frá Afríku og Asíu lögðu af stað til að leggja undir sig Evrópu. Ungverjar voru fyrstir til að vakna til vitundar gagnvart hættunni og byrjuðu að reisa landamæra-girðingar. Allar þjóðir Vestur-Evrópu og ekki síst yfirstjórn ESB hundskömmuðu þá fyrir vikið !
En skömmu síðar voru flestar þessar þjóðir einnig farnar að reisa slíkar girðingar. Innflytjendaflóðið 2015 varð slíkt að við ekkert varð ráðið. Innflytjendur eyðilögðu persónuskilríki sín í stórum stíl og lugu til um það hvaðan þeir væru komnir. Ekki var hægt að senda þá heim og kannski aldrei neitt alvöru innihald í þeirri yfirlýsingu svikulla stjórnvalda að ólöglegir innflytjendur yrðu sendir úr landi.
Engin stjórnvöld í Vestur-Evrópu sinna skyldum sínum við eigin þjóðir með eðlilegum hætti, miklu fremur þjóna þau hávaðasömum og afar ágengum innflytjendahópum og reyna að hafa þá góða. En að sjálfsögðu færa þeir sig stöðugt upp á skaftið vegna undan-látsseminnar. Það verður ekki við slíkt unað lengur og nú þarf að fara að vinda ofan af vandræðastöðunni sem sköpuð hefur verið og því fyrr því betra !
Evrópa hefur ekki verið varin og evrópsk menning og evrópsk þjóðgildi hafa beinlínis verið látin standa við dauðans dyr undanfarin ár. Fyrra öryggi þeirra þjóða sem búa í Vestur-Evrópu hefur nánast verið eyðilagt af handónýtu ESB forustu-liði, sem hefur eingöngu verið almenningi viðkomandi landa til bölvunar og svikið allt traust sem því hefur verið sýnt. Þjóðir þær sem líða fyrir þau svik, þurfa alfarið að hætta að styðja þetta heiladauða Júdasarhyski og koma sér upp starfhæfri þjóðvarnarforustu sem fyrst !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook
17.5.2024 | 15:16
Evrópusambandið hefur brugðist á öllum sviðum !
Evrópusambandið hefur sýnt það á undan-förnum árum að það er gjörsamlega óhæft til að leysa vandamál Vestur-Evrópu varðandi innflytjendaflóðið. Samt átti það stærstan þátt í því að búa þá holskeflu til. Angela Merkel réð þar, á seinni stigum málanna, miklu sem áhrifamikill kanslari Þýskalands, og átti mjög mikla sök á því hvernig vandræðin hrúguðust upp í þessum málaflokki og kaffærðu þennan hluta álfunnar með þeim hætti sem hefur gerst !
Evrópusambandið, ekki síst undir forustu Merkel, gerði hver mistökin öðrum verri í þessum efnum og kom í raun í veg fyrir allar lausnir til bjargar þjóðum álfunnar. Heilaþvegið vinstra fólk virtist ekki sjá neitt annað en að fylla bæri allan vestur-hluta Evrópu með innflytjendum sem kallaðir voru flóttafólk og hælis-leitendur, þó fæst af því væri það í raun. Hægriblokkin var litlu skárri og kunni heldur ekkert til ráða !
Innflytjendaflóðið kom til Evrópu til að svelgja í sig ávextina af baráttu tveggja kynslóða í viðkomandi löndum og þá velmegun sem sú barátta hafði skapað og byggt upp. Þessar kynslóðir unnu þetta uppbyggingarafrek fyrir afkomendur sína og ætluðu þeim að njóta ávaxtanna. En nú hafa aðrir komið til sem vilja éta alla björg frá hinum réttu erfingjum. Það segir sig sjálft, að innflytjendur hafa ekki lagt nokkurn skapaðan hlut til þeirrar velmegunar sem sköpuð hefur verið með fyrrnefndu erfiði og þeir eiga engan kröfurétt til neinnar hlutdeildar í þeim gæðum !
Mestur hluti þessara innflytjenda hafa bara komið til að njóta evrópskra velmegunarkjara, þó lítið sem ekkert hafi verið gefið þar á móti. Og aðlögunarvilji meðal þeirra hefur ekki verið mikill að vöxtum né velvild til þeirra sem fyrir hafa verið í viðkomandi löndum. Það átti sér hinsvegar stað ákveðin tegund af innrás og fyrsta stigið var að komast inn í löndin. Hvort það var gert með löglegum hætti eða ólöglegum skipti ekki máli, ákveðinn brotavilji lá athöfnum til grundvallar, oftast þvert á lög og reglur. Og stjórnmálahyskið í löndum Vestur-Evrópu, jafnt til hægri sem vinstri, féll allt á prófinu í þessum málum, sem verjendur kjósenda sinna. Lakari gat frammistaðan ekki verið !
En nú er komið að því að slíkur aumingja-skapur verður að hætta. Það verður að fá til forustu fólk sem hefur kjark til að taka á þessum málum og dug til að leysa vandann. Það hafa aldrei verið forsendur fyrir því að flytja heilu þjóðirnar inn í lönd Vestur-Evrópu, það átti aldrei að fá að gerast. Og nú þarf að vinda ofan af vitleysunni, því ekki er seinna vænna !
Allar þjóðir eiga fullan rétt til að verja trú sína, menningu sína, lífshætti sína og allt sem þær hafa lifað fyrir í löndum sínum. Það verður allt af þeim tekið, ef ekki verður snúist til varnar og það endurheimt sem þeim hefur tilheyrt frá fornu fari og sjálfsvarnarrétturinn í þessum efnum er sannarlega alveg óumdeilanlegur !
Evrópusambandinu var komið á til að hindra stríð í Evrópu, að því er sagt var. Sumir kolféllu fyrir því áróðursbragði og trúðu því að svartasta auðvald álfunnar myndi standa fyrir friði. Hvað gerði Evrópu-sambandið þegar Nató herjaði á Júgóslavíu ? Það tók bara fullan þátt í viðbjóðnum og eins í Kosovomálunum !
Nei og aftur nei, Evrópusambandið stendur ekki fyrir friði á nokkurn hátt og hefur í raun aldrei gert. Það er tilbúið að tryggja vald sitt með hvaða ráðum sem er, þar með talið stríði. Þeir sem ennþá hafa frjálsa hugsun hljóta að sjá, að á síðustu árum hefur Evrópusambandið miklu frekar ýtt undir stríð í Evrópu, og auðhringur eins og það, mun aldrei verða trúverðugur aðili að neinu því sem stuðlað getur að varanlegum friði !
Þessa ESB auðssamsteypu sósíaldemókrata og hægri manna þarf að leysa upp og gefa þjóðum Vestur-Evrópu að nýju sjálfsvald í eigin málum. Kúgunarvaldið í Brussel er sömu ættar og það kúgunarvald sem áður talaði frá London, París eða Berlín. Það kúgunarvald var sameinað í Brussel-skrímslinu og varð verra fyrir vikið. Bretar hafa að vísu slitið sig frá þeim fjanda á yfirborðinu, en ekki á bak við tjöldin. Nató er látið sjá um þá samstöðu vegna sameinaðra auðvaldshagsmuna Vestur-veldanna !
Hagsmunir þjóða Vestur-Evrópu felast ekki í því að þær liggi hundflatar fyrir Brusselvaldinu. Hagsmunir frelsis þeirra liggja í því að þær hlynni með sjálfstæðum hætti að sínum réttu rótum, trúarlega, menningarlega og efnahags-lega, og beygi sig ekki lengur fyrir kúgunarvaldinu sem talar frá Brussel !
Það var ekki af engu sem ESB valdi sér höfuðstöðvar í Belgíu, eina ríkinu í Evrópu sem er ekki þjóðríki að stofni til og var búið til eftir pólitískum gervi-formúlum á sínum tíma, líklega ekki síst til að koma tilteknum Bretavini af aðals-slekti í hásæti. Hvorki Belgía né Evrópu-sambandið byggja tilvist sína á þjóðlegum grunni og því passar falsið og óhreinleikinn þar hvort öðru !
Eins og sakir standa, fylgir Evrópu-sambandið pólitískri og hernaðarlegri harðlínustefnu sem gæti leitt til algerrar tortímingar Vestur-Evrópu og mikils hluta heimsins. Þar afhjúpar það sitt illa ófriðar og yfirgangseðli til fulls. Á það að komast upp með að leiða þar alla fram af ystu nöf, í fullu stórbrjálæði stríðsæsinga og vitfirringar ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook
15.5.2024 | 00:12
Hvort kýs fólk valfrelsið eða valdaelítuna ?
Ég nefndi það í pistli fyrir nokkru, að elítuöfl landsins ásamt skuggastjórn baktjaldavaldsins, myndi einbeita sér að því á næstu dögum og vikum, að reyna að eyðileggja framboð Höllu Hrundar Loga-dóttur til forsetaembættisins, til að ryðja hinum útvalda frambjóðanda veg til kjörs. Það hefur sannarlega rætst og ótrúlegustu raftar hafa nú verið dregnir á flot, til að leggja sitt fram í óhróðurskór forréttindaliðsins. Það lýsir sjaldan valfrjálsu viðhorfi, þegar elítan vill ná sínu fram og reynir að valta yfir allt !
Almannatenglaþjónustan er auðvitað að mestu elítustýrt fyrirbæri. Þar sem peningar eru nógir fyrir hendi, þar eru þeir sem vilja bjóða þjónustu sína með tilbúinni hönnun, þeir sem þykjast leggja út af almenningsáliti, en viðhafa bara allar áróðurskúnstir fyrir sína útvöldu skjólstæðinga. Og fjölmiðlarnir margir hverjir eru vægast sagt varhugaverðir og jafnvel í þjónustu slíkra aðila. Jón Steinar Gunnlaugsson, sá skeleggi maður, dró ekkert úr því í viðtali nýlega, að spillingin í landinu væri orðin geigvænleg !
Fyrirsagnir fjölmiðla eins og Fylgi Höllu Hrundar hrynur er falstúlkun sem búin hefur verið til af útkomu Kappræðnanna í sjónvarpinu og uppskálduðum afleiðingum þeirra. Þar er hamrað á því sama aftur og aftur. Og á þeirri túlkun er bullandi stýring. Þannig er lýðræðisleg misnotkun hönnuð og nýtt í gegnum undirgefna fjölmiðla, af ,,fagmönnum sem eru að vinna fyrir elítuöflin á sínu háa kaupi !
Svo eru menn eins og Kári Stefáns, Víðir Reynis og Þórólfur Guðnason dregnir fram til að lýsa yfir stuðningi við Kötu Jakk. Er kosning hennar kannski orðið einhvers-konar almannavarnarmál ? Hvað skyldi vera unnið með þvílíku uppátæki ? Álit allra þessara manna er einskisvirði í þessu sambandi. Þeir eru auðvitað innvígðir elítusinnar og því umsagnaraðilar í núll-stöðu !
Það hefði miklu frekar verið frétt, ef þeir hefðu ekki ætlað að kjósa prímadonnuna. Sennilega hefðu þeir þó helst kosið, að geta sprautað alla þjóðina með elítusmurðri Kötustuðnings inngjöf, því án sprautugjafar er þetta eflaust allt erfiðara. Það má líka greina að vinnubrögð Almannatenglaþjónustunnar virðast vera farin að einkennast af vaxandi örvæntingu, samfara einhverjum niðurstöðuótta, þrátt fyrir alla faghæfnina og háa kaupið !
Og ekki er síst eftirtektarvert að sjá, að maður eins og Páll Vilhjálmsson, sem telur sig líklega mesta andspillingar-postula Íslands, virðist ekkert annað sjá en að Kata Jakk verði næsti forseti. Með sínu lyktnæma spillingarþefsnefi finnur hann ekki vott af spillingu í kringum hina valdgírugu (vg) íhaldshækju og vill endilega greiða henni veg á Bessastaði. Þvílíkur andspillingar-maður eða hitt þó heldur.....! Þau kunna líklega að vera nokkuð fleiri glæpaleitin í þessu þjóðfélagi en hann hefur hingað til uppgötvað og bent á, ef allt yrði þar talið og gegnumlýst að fullu !
Það virðast oft geta legið þræðir milli manna sem enginn hefði ætlað að hefðu nokkurt samband sín á milli. En spillingin teygir víða þræði sína, og menn sem verða þar ánetjaðir, verða að hlýða kalli þegar þess er krafist og það kemur alltaf að því að þess verður krafist. Og þá geta ólíklegustu menn orðið bandamenn. Þannig er skuggamálapólitík landsins rekin og allt gert til að hindra, að aðrir en útvaldir verði kosnir í ábyrgðarstöður fyrir íslensku þjóðina. Fólk þarf að rísa gegn slíku baktjaldavaldi !
Í lok þessa pistils vil ég svo nefna eitt, sem ég vil biðja fólk að hafa í huga og halda sig við, hvernig sem vargahjörð verndarelítu hins pólitíska samtryggingar-liðs lætur og hverju sem hún kann að þyrla upp gegn trúverðugasta fram-bjóðanda fólksins í landinu. Það eru einföld sannindi sem í því felast :
Það getur verið, að Höllu Hrund hafi orðið eitthvað á á sínum ferli, því engin manneskja er fullkomin, en miðað við þá frambjóðendur sem elítan og skuggahirðin vill að við kjósum, hlýtur hún að vera - í öllum samanburði - með miklu hreinni skjöld !
Nálgast brátt hin stóra stund,
styrkist andinn glaði.
Þjóðin bjóði Höllu Hrund
heim á Bessastaði !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 214
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 783
- Frá upphafi: 365681
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 693
- Gestir í dag: 205
- IP-tölur í dag: 203
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)