Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2024 | 12:38
Leiðtogaleysi og ellivandi ógnar mörgum þjóðum !
Það er velþekkt staðreynd úr heimi stjórnmálanna, að fólk þar á erfitt með að hætta störfum þó aldur og heilsa mæli að öllu leyti með því. Sú var líka tíðin að menn töluðu um að æðstu menn Sovétríkjanna væru gamlir tréhausar, fúnir í gegn !
Sovéska ríkiskerfið var orðið svo þung-lamalegt á síðustu árum, að þegar menn komust loks á toppinn voru þeir flestir orðnir hundgamlir og heilsulinir og varla færir um að sinna skyldum sínum. Leonid Brechnev sat allt of lengi á toppnum, ófær til alls, Yuri Andropov var heilsulaus maður er hann náði þangað og dó fljótlega, Konstantin Chernenko var frá byrjun eins og lifandi lík. Af þessum sökum kom Mikhail Gorbachev fram eins og hressandi stormsveipur, geðþekkur maður á besta aldri, meðan bandaríska kerfið gat ekki tjaldað öðru en afgömlum leikara og kaldastríðsjálki !
Og nú er svo komið, að ellivandamálið og leiðtogaleysið virðist öllu meira hjá Könum en öðrum. Þar sitja eldgamlir fauskar á þingi og á forsetastóli, menn sem frjósa í miðjum ræðum, en geta ekki hugsað sér að víkja frá völdum. Jafnvel Bernie Sanders vill ákafur halda áfram, þó kominn sé vel yfir áttrætt !
Óskaplega halda þessir menn að þeir séu ómissandi og óskaplega er valdafíknin enn sterk í hugum þeirra, eftir öll þau ár sem þeir hafa verið að garfa í málunum, oftast til lítils gagns. Af hverju geta þeir ekki með nokkru móti séð að þeirra tími er liðinn og kemur ekki aftur ? Sjálfs-blekking þeirra er sannkallað þjóðarvíti !
Og nú eru tveir elliærir hrollvekjukarlar að berjast um forsetaembættið í Banda-ríkjunum og ætti þó hvorugur þeirra að koma þar nærri. Það ætti að vera hverri sæmilega greindri manneskju augljóst, að báðir hafa þeir sýnt með verkum sínum og afskiptum af málum þjóðar sinnar, að þeir eru fullkomlega óhæfir til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna !
Það er í sannleika sagt meira en undarlegt að tugmilljónaþjóðir skuli ekki geta komið sér upp bitastæðum leiðtogum. Vanhæfnin virðist bera þar allt ofurliði. Og nú er svo að sjá sem bandaríska ríkiskerfið sé orðið jafn þunglamalegt og það sovéska var orðið að síðustu. Háaldrað fólk fer þar með völdin meira og minna, fólk sem er undir stjórn einhverra Bormanna og Göbbelsa sem í kringum það eru, manna sem koma sjaldnast fram í dagsljósið og gera sitt í leynum !
Það er vont fyrir allan heiminn að þurfa að búa við valdamikið fólk sem þarf að leiða burt eftir að hafa tapað þræði og hætt að vita hvað það ætlaði að segja. Á svo vanburða væflum hvílir víst friður þessarar veraldar nú um stundir !
Og nú virðast margir vanhæfir og lélegir leiðtogar vera farnir að trúa því alfarið, að styrjöld muni helst greiða úr þeim óyfirstíganlegu og að mestu leyti heima-tilbúnu vandamálum sem virðast sundra dag hvern sálarfriði þeirra. Þarf einhver að undrast, að það hljóti að fara að styttast í endalokin við slíkar aðstæður !
Birtist víða brotalöm,
brátt skal öllu fórna.
Heimurinn er á heljarþröm,
heiladauðir stjórna !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook
8.5.2024 | 11:34
Nokkur orð um raungildisrýra ,,betri borgara !
Það er vel kunnugt að auðmenn, jafnt á Íslandi sem annarsstaðar, láta oft í það skína í viðtölum og persónubundnum áróðri sínum, að þeim sé annt um samfélagið. Kannski getur það átt sér stað í einstaka tilfellum, en það eru hinsvegar allar líkur á því að þar sé þá aðeins um að ræða fáeinar undantekningar frá reglunni. Græðgishvötin sem liggur að baki allri auðsöfnuninni er ekki samfélagsleg, hún byggist á því grund-vallar markmiði að taka en ekki því að gefa !
Samfélagslega hættan við óheftan kapí-talisma er oftast fólgin í því að menn með lítið manngildi öðlast stórt auðgildi. Oftast og yfirleitt gerist slíkt að sjálf-sögðu eftir einhverjum óhreinum leiðum. Og afleiðingarnar verða þær, að nokkuð skyndilega geta ábyrgðarlausir og sið-villtir menn verið komnir með fullar hendur fjár og hafa líklega því samfara, í upphöfnum hofmóði sínum, margfaldað manngildi sitt í eigin augum. En þá auðvitað jafnframt um leið langt umfram það sem það sannanlega er !
Slíkir menn halda jafnvel við slíkar kringumstæður að engin lög nái lengur yfir þá. Þá eru þeir orðnir hættulegir sem rándýr í samfélagsskóginum og ógn fyrir alla sem ekki viðurkenna þá sem stórveldi og fást því ekki til að beygja sig fyrir persónu þeirra og auðvaldi. Þegar svo er komið, gerast oft mjög slæmir hlutir sem verða auðvitað mjög skaðlegir á allan hátt fyrir mannlegt samfélag og hefur sett þau ófá endanlega um koll !
Það er nokkuð þekkt á Íslandi sem annars staðar, að innviðarýru fólki hættir mjög til að skríða fyrir auðgildi manna. Og sú skriðdýrs þjónusta sem þar birtist fer illa með menn sem hana viðhafa og jafnvel enn verr með þá menn sem verða hennar aðnjótandi. Þegar lífið er farið að snúast um sjálfsdýrkun og hégóma er fátt heilbrigt á ferðinni eins og fjölmörg býsna ömurleg dæmi sanna best !
Öll eðlileg siðræn viðmið skekkjast þá og mannleg samskipti verða að ærulausum og innantómum skrípaleik. Sýking af slíku tagi hefur aukist talsvert á síðustu árum í íslenskum veruleika og skaddað margt af því sem enginn ætti að skadda. Það er mikil samfélagsleg nauðsyn á því, að sem minnst verði um slíkt ómennskuframferði að ræða í þessu lýðveldi sem við byggjum. Það var sannarlega ekki til þess stofnað !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2024 kl. 18:02 | Slóð | Facebook
Það lá strax fyrir þegar Halla Hrund Logadóttir fór að skora hátt í skoðana-könnunum, að farið yrði að herja á hana af hálfu elítusinna. Kötubjarnaklíkan hefur verið þar annarsvegar og Baldurs-klíkan hinsvegar. Jón Gnarr hefur ekki verið þar fast tengdur, því framboð hans er mikið til í lausu lofti og stefnulega séð afar óskýrt svo ekki sé meira sagt. Þannig var það líka í borgarstjórnarkosningunum hér um árið. Eftirleikur þeirra kosninga sýndi glöggt að Jón Gnarr stendur ekki fyrir neitt stefnulega séð. Hann varð fljótt leikfang í Dags höndum. Jón er bara trúður og það ber að taka hann sem slíkan !
Allt fólk sem vill styðja almannahagsmuni og stuðla að því að forsetaembættið sé og verði virkur öryggisventill fyrir fólkið í landinu, þarf að snúast gegn elítu-frambjóðendum eins og Kötu Jakk og Baldri. Kata er fulltrúi valdaelítunnar í landinu og Baldur er ESB-sinni í húð og hár. Bersýnilegt virðist líka, að kjör hans eigi að nota, ef til kemur, til enn meiri upphafningar samkynhneigðar í þjóð-félaginu en verið hefur. Það hefur nú ekkert vantað á slíkt hingað til. Það virðist miklu frekar gleymast, að til er gagnkynhneigt fólk í landinu. Hvorugt þeirra Baldurs eða Kötu Jakk er eða getur orðið trúverðugur fulltrúi fyrir almennan mannrétt í landinu okkar !
Íslensk þjóð eða fólkið í landinu hefur nokkrum sinnum áður talið sig hafa staðið frammi fyrir því að reynt hafi verið að stela forsetaembættinu frá því, til sérþarfa. Það hafi verið reynt 1952 með pólitísku framboði séra Bjarna Jónssonar, 1968 með framboði Gunnars Thoroddsen, frænda Kötu Jakk, 1996 með framboðum Péturs Kr. Hafstein og Guðrúnar Péturs-dóttur, og hafðir uppi tilburðir til hins sama 2016, þegar Davíð Oddsson fór að bjóða sig fram, eftir að tími hans var liðinn. Öll þessi framboð voru af nægilega mörgum talin elítuvalds framboð og þjóna sérhagsmunum, en hreint ekki neinum almannahagsmunum !
Öllu því sem sérhagsmunaöfl landsins munu geta þyrlað upp gegn framboði Höllu Hrundar Logadóttur mun verða þyrlað upp gegn henni og kjöri hennar miskunnarlaust fram að kjördegi. Þar mun öllu til tjaldað. Enn verða sömu öflin að verki og svo oft áður og þau munu takast á sem fyrr. Almannatenglar á háum launum munu gegna þar sínum hlutverkum. Jafnvel gamalreyndir fjöl-miðlamenn sem ýmsu hafa þjónað á liðnum árum, verða kallaðir til liðs, kannski vegna einhverra ógreiddra reikninga frá fyrri tíð ?
Þjóðin í landinu, fólkið, vann sem fyrr segir varnarsigra gegn ásókn valda-elítuafla 1952, 1968, 1996 og 2016, þó stundum gengi ýmislegt til baka í framhaldi mála. Það gerðist vegna þess að sumir þeir forsetar, sem kjörnir voru undir góðum stefnuorðum, reyndust misjafn-lega þegar á leið og virtust ekki þola álagið til lengdar. Forseti Íslands þarf margt að varast og þungir straumar þrýstings leika iðulega um hann og mörg öfl vilja ráðskast með hann og jafnvel stjórna honum !
Andstæðurnar í þessum kosningum verða aðalsréttur innvígðra sérhagsmuna valda-ætta, borinn fram með hundslegri auðmýkt og undirlægjuhætti við erlend ríki, og hinn almenni mannréttur venjulegs fólks, sem vill fá að lifa í landinu sínu við eðlileg lýðræðisleg kjör og ærlegt frelsi til starfs og dáða. Óhjákvæmileg samskipti við valdaelítuna og sérgæskupólitíkina hafa alltaf haft sín óæskilegu áhrif á sitjandi forseta. Hann þarf að vera sterkur persónuleiki til að standast þá áníðslu með sómasamlegum hætti.
Enginn forseti okkar hefur staðið þjóðinni nær sem forseti fólksins, en Kristján Eldjárn. Sú staða sem hann náði í þeim efnum, fólst í alþýðlegum persónuleika hans og allri framgöngu. Hann samsamaði sig fólkinu í landinu og var aldrei með neinn hégóma í sínu farteski. Kristján var ætíð frábitinn snobbi og allri yfir-borðsmennsku. Valdaelítunni var því aldrei mikið um hann gefið. Hann var maður fólksins í eðli og anda !
Halla Hrund Logadóttir mun fá ýmislegt á sig fram að kjördegi, sú staðreynd er ljósari en nokkur dagur. En allur undir-róður gegn henni er settur af stað vegna þess að hún er talin hættuleg þeim öflum sem alltaf vilja öllu ráða í krafti auðs og valda og vilja fá sína útsendara kjörna. Fjölmiðlar landsins eru jafnvel grunaðir um að vera henni óvinveittir eins og margt virðist benda til !
,,Hér kem ég með mitt fólk til að kjósa sagði hreppstjórinn forðum þegar hann kom með alla sveitina í halarófu á eftir sér, á kjörstað. Þannig vilja slíkir hafa það enn í krafti auðs og valda. Ef fólk vill tryggja kjör einhvers frambjóðanda sem gengur fram gegn sérhagsmunaöflum og valdaelítu virðist Halla Hrund vera eini valkosturinn sem hefur einhverja mögu-leika til að verja almennan mannrétt í landinu !
Fólk þarf því að halda sjó á hverju sem gengur og fylgja því sem fylgja ber og skást er í stöðunni. Þjóðin má ekki leyfa að forsetaembættið sé gert að útibúi sérhagsmunaveldis elítunnar í landinu. Nóg er samt ofríki peningavaldsfurstanna, allt frá stolnum fósturvísum til slæmrar meðferðar einkaframtaksafla á gamal-mennum á einhverjum gylliboðaheimilum !
Styðjum ekki neinn falskan fulltrúa valdaelítu og uppblásinnar gervi-menningar til setu á Bessastöðum. Látum Kötu Jakk eiga sig og setjum verðugan endapunkt á hennar vondu afskipti af afkomumálum þjóðarinnar, látum Baldur Þórhallsson eiga sig í háskólavígi sínu sem er líklega jafn óþjóðhollt og maðurinn sjálfur virðist vera, látum Jón Gnarr eiga sig í sínu skaupglaða skemmtihreiðri. Veitum framboðum þeirra allra ákveðið afsvar af fullri einurð á þjóðlegum forsendum og styðjum ekki þetta fólk !
Tökum slaginn fyrir heilbrigða hagsmuna-baráttu lands og þjóðar. Veljum þann fulltrúa sem er ekki eyrnamerktur í bak og fyrir af eignarvaldi sérgæsku og elítu-hagsmuna. Tökum skásta kostinn. Gefum Höllu Hrund Logadóttur tækifæri til að sanna sig, sem verðugur fulltrúi á forsetastóli fyrir fólkið í landinu fyrir íslensku þjóðina - fyrir okkur öll !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook
2.5.2024 | 17:33
Innrásin í Frakkland hvar er Karl Martel ?
Oft virðist fara svo, að á miklum örlaga-tímum verði til staðar menn sem sigrast á miklum hættum og bjarga málum fyrir eigin þjóð og jafnvel aðrar þjóðir um leið. Slíkur maður varð Karl Martel í sögu Frakklands og þess ber að minnast !
Saga Evrópu hefði trúlega orðið allt önnur, ef hann hefði ekki sigrað her múslíma, eftir að sá herafli ruddist yfir Pyreneafjöllin frá Spáni og inn í Frakk-land. Þá átti að láta sverfa til stáls og leggja allt undir yfirráð múslíma. En Karl Martel var ekki á því og kom með afgerandi sigri í þessum hernaðarátökum í veg fyrir þær ráðagerðir. Það gerðist í orustunni við Poitiers árið 732 !
Auknefni Karls, heitið Martel, þýðir hamar. Og vissulega hamraði Karl oft kröftuglega á sínum andstæðingum og var sigursæll um sína daga. Hann var afi Karls mikla, sem í norrænum heimildum er oftast kallaður Karlamagnús, eftir hinu latnesku heiti sínu Carolus magnus, sem þýðir einfaldlega Karl mikli. Orðið magnus mun þannig upphaflega hafa verið lýsingarorð sem breyttist í nafnorð !
Frankar voru allt frá tímum Clovis I. um 500, öflug hernaðarþjóð og þeir risu hæst með keisaraveldi Karls mikla um 800. Síðar breyttist nafn þeirra í Frakka og vesturhluti ríkis Karls mikla varð svo síðar það Frakkland sem við þekkjum í dag. Lengi hafa örlög Vestur-Evrópu verið ráðin í mörgu af franskri atburðarás og nú eru sannarlega hættutímar og margt að varast !
En Frakkar eru, að margra mati, orðnir úrkynjaðir nú á dögum, engu síður en Bretar. Þeir hafa lengi átt mjög slappa leiðtoga, sem hafa náttúrulega verið dæmigerðir sem slíkir, vegna þjóðlegrar afturfarar á flestum sviðum. Og sannast sagna bendir lítið sem ekkert til þess að Frakkland geti átt sér einhverja björgu-lega framtíð fyrir höndum, því til þess virðast engar raunhæfar forsendur eins vitleysislega og lengi hefur verið haldið á málum í landinu, þjóðinni til mestu bölvunar !
Frakkar virðast nefnilega vera að missa völdin í eigin landi, því hliðstæð innrás og sú sem kom yfir Pyreneafjöllin forðum, sýnist vera að heppnast eftir öðrum leiðum. Og nú virðast Frakkar ekki eiga neinn Karl Martel til að hamla slíkum ágangi. Og jafnvel þó einhver jafni hans kynni að rísa upp til varnar yfirtöku lands og lýðs, eru varla nokkrir Frakkar eftir í landinu sem eru til þess færir að standa í lappirnar gegn slíkum ágangi eins og menn !
Stuðningur við slíkan mann í því verkefni að tryggja öryggi lands og þjóðar, yrði því kannski hálfvelgjan ein. Svo mikil er afturförin orðin. Franska þjóðin er orðin merglaus og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Og frönsk stjórnvöld hafa enga stefnu til að leysa þann vanda sem á knýr. Og sá vandi hefur líka að langmestu leyti verið búinn til af sofandi pólitíkusum. Til hvers er verið að eyða gífurlegum fjármunum í að endurbyggja kirkju þegar landið er að falla í hendur múslíma ?
Litli franski forsetinn vill víst öllu heldur, ef marka má fréttir, fara í hofmóði blekkinganna með franskt herlið í einhverskonar krossferð eða frelsisstríð, austur til Úkraínu. Hann virðist sjáanlega jafn blindur fyrir því og aðrir skynlitlir Frakkar nú á dögum, hver staðan er heimafyrir. Honum væri nær að bjarga sínu eigin landi !
Macron litli er náttúrulega hvorki ígildi Karls Martel eða Jóhönnu af Örk og reyndar býsna langt frá því. Það er því eðlilegt að spyrja, hvað getur orðið Frakklandi til bjargar eftir alla þá vitleysu sem viðgengist hefur í landinu síðastliðna hálfa öld eða meira, og hvar er vörnin fyrir þá innrás sem nú er í gangi og hver er hún ?
Hvað um franska menningu, sem hefur verið Evrópu svo mikils virði, hvað um franskt og evrópskt frelsi, jafnrétti og bræðralag í þeim þjóðlega anda, sem áður var svo huglægur í álfunni ? Hvað um gildi okkur Evrópumanna og vörn fyrir þá lífshætti sem hafa verið okkur eiginlegastir í okkar eigin löndum ? Hvar er arftaki Karls Martel til að veita þá forusta sem hann veitti þegar mest lá við ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2024 kl. 17:33 | Slóð | Facebook
30.4.2024 | 00:04
Enginn veit hvað getur gerst, þegar ábyrgðarlaus stjórnvöld leika sér í stríðsæði að fjöreggi mannkynsins !
Það er engin tilviljun að Rússar ráða landi sínu enn í dag. Þeir hafa alla tíð þurft að vera harðir og ákveðnir í að verja sitt. Það hefur bjargað þeim alla tíð. Hver innrásin af annarri hefur verið gerð á land þeirra, bæði að austan og vestan. Oft hafa Rússar átt í vök að verjast, en jafnan hafa þeir þó náð vopnum sínum að lokum og haldið sínum hlut. Land þeirra er ekki um það bil 1/6 hluti heimsins vegna þess að einhverjir aumingjar búi þar !
Það er sagt að rússnesk föðurlandsást sé ein sterkasta kennd sem til er. Í Stalíngrad sögðu verjendur borgarinnar á mesta örlaga-tímanum: ,, Það er ekkert land fyrir okkur handan Volgu ! Þeir ætluðu sér að deyja þar sem þeir stóðu og margir þeirra gerðu það. Fáar þjóðir hafa þurft að verja land sitt jafn oft og af jafn miklu harðfengi gegn innrásarherjum !
Af þeim sökum er kjarnorkuherafli Rússa jafn mikill og hann er. Það er full þörf á því að hann sé það. Hann býr yfir miklum fælingarmætti og við verstu aðstæður þarf enginn að efast um að honum verður beitt. Það sigrar enginn Rússa nema með þeim ógnarafleiðingum sem kjarnorku-styrjöld fylgja, sem mun þá þýða að allir tapa og slíkt tap mun endanlega gera út af við mannkynið !
Tvíhöfðaði Brusselþursinn með Natóhöfuðið og ESB höfuðið er mesta ógnin í nútímanum við friðarhorfur í heiminum. Jafnvel Norðurlandaþjóðirnar hafa í Natóblindu sinni glatað friðar-arfleifð sinni frá liðnum árum og eru nú sem villuráfandi vankasauðir. Vesturveldin hafa lengi verið þjáð af sálrænum ótta og minnimáttarkennd gagnvart Rússum. Algjör sigur þeirra á nazistaherjunum 1945 margfaldaði þann ótta sem hafði tekið sig upp strax eftir byltinguna 1917 !
Að bera saman úthald Rússa gegn nazistum og aumingjadóm Frakka gegn þeim á sama tíma, er sláandi dæmi um algerar andstæður. Fimmta herdeildin var búin að rústa Frakklandi áður en til stríðsins kom, en Rússar rústuðu fimmtu herdeildinni í sínu landi áður en hún gat unnið sitt ætlaða niðurrifsverk !
Frakkar eru að tapa sínu landi í hendur innflytjendum. 42% múslíma í landinu virða meira sharia lög en frönsk lög. Hlutfallið hækkar í 57% meðal ungra múslíma. 49% múslíma í Frakklandi vilja að kaþólikkar snúist til islam og kirkjum verði breytt í moskur. Það eru miklar hættur sem ógna !
Leiðtogar Frakka hafa lengi verið miðlungsmenn eða enn minni bógar. Þeir hafa ekki haft neitt þrek til að glíma við sívaxandi innanlands vandamál, sem hafa að mestu verið búin til af þeim sjálfum. Macron er ekkert nema slysatilfelli sem leiðtogi !
Ef fyrir hendi væru eðlilegar þjóð-félagsaðstæður í Frakklandi hefði Macron aldrei getað orðið forseti. Svo er þessi toppfígúrutrítill að tala um að senda franskan herafla til Úkraínu ? Jafnvel kollegar hans, hinir meðaljónarnir í leið-togastöðum Vestur-Evrópu virðast ekki hafa tekið það í mál, enda væri þá stórstyrjöld skollin á. En stríðsæðið breiðist samt áfram út frá Brussel og Natóvaldið kyndir þá elda sem óðast, enda mun það orðið feigt sem sú tímaskekkja sem það er !
Íslensk stjórnvöld eru kannski næst því að styðja Macron í þessum stríðsham hans, enda býr íslenska þjóðin nú við þá lélegustu forustu sem hér hefur náð völdum. Héðan hefur verið ausið fjármagni af verulega takmörkuðum efnum til Nató og stríðsátaka í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa trúlega aldrei sokkið dýpra í syndafen stórpólitískra utanríkismála en að undanförnu !
Þó allir innviðir hér séu í bágu og brothættu ástandi og sérgæskuhyskið nánast búið að einkavæða ríkið og ræna það, er stöðugt barið á skildi fyrir stórvelda-pólitíkina í ráðuneytum í Reykjavík og geðveikin fer þar vaxandi heldur en hitt !
Svo langt hefur heimskan aldrei leitt íslensk stjórnvöld fyrr. Og þjóðin þegir við öllu, því það er búið að ljúga hana svo fulla í gegnum falska fjölmiðla, að hún veit ekkert hvað er raunverulega að gerast, en lætur etja sér út í kolsvart hyldýpi hættulegrar framvindu sem getur algerlega gert út af við hana. Kötubjarnavaldið hefur reynst íslensku þjóðinni blóðug bölvun !
Og það kann að vera, að íslensku þjóðinni verði sendur mikill örlagareikningur að málalyktum. Fari svo, mun hann ekki fara til ríkisstjórnarinnar eða ráðherrans með langa nafnið, hann mun heldur ekki fara til Nató hann mun fara til íslensku þjóðarinnar, og mun koma niður á öllum okkar efnahag og það til langs tíma !
Og líklegast er að örþjóð - eins og við erum í raun og sannleika, muni aldrei geta komist frá slíkum reikningi, enda munu þeir sem helst ættu að greiða þann reikning þá vera flúnir úr landinu, ef þeir geta þá einhversstaðar fundið sér skulda og skattaskjól. En auðvitað borga slíkir aðilar aldrei neitt og þjóðin mun bara fá að sitja í afleiðingaskít verka þeirra, eins og hún hefur raunar alla tíð þurft að gera, frá afnámi sjálfstæðis okkar og frelsis sem þjóðar árið 1949 !
En það versta er, að sá skítur sem nú er verið að dreifa yfir þjóðina í nafni Nató og ESB mun því miður geta kaffært Ísland og alla velferð Íslendinga í marga áratugi. Það er illt og nöturlegt til þess að hugsa, en alltaf eru sjálfskaparvítin verst !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook
27.4.2024 | 00:07
Kveðið gegn Kötubjarnaklíkunni
Ríkisstjórnin ráðafá
rembist bæði til og frá,
saknar Kötu sinnar.
Gleymir öll að glópasið,
gegnum það sem blasir við,
að gæta götu sinnar.
Hanga áfram völdin við
vill hún meðan fást þar grið
fyrir fjöldans kalli.
Þó er ekkert þar í plús,
þjóðin sér þar lokað hús,
bundið feigðarfalli.
Flýja burt því Kata kaus,
keppa vildi að öðru laus,
eins og hurð á hjörum.
Öllum skyldum skreið hún frá,
skapaði aðra þjóðarvá,
breitt með bros á vörum.
Þjóðin varist vanda þann,
váin snertir sérhvern mann,
ef með klækjakvöðum,
valdahjörðin eðlis ill
ætlar nú og þar með vill
búa á Bessastöðum.
Rotin eru ráðin slík,
rekum burt þá pólitík
sem spillta stefnu stundar.
Betri leið er ljós og virk,
lyft sé upp með fólksins styrk
merki Höllu Hrundar !
24.4.2024 | 00:16
Til umhugsunar fyrir forsetakosningarnar !
Sú var tíðin að fólk vildi ekki og fannst ekki viðeigandi, að forustufólk sem kæmi beint úr pólitík, hnuplaði forseta-embættinu frá þjóðinni, eins og sumir vildu kalla það. Gunnar Thoroddsen fjarlægði sig pólitíkinni um skeið fyrir kosningar þó það dygði honum ekki til kjörs. Það vann líka gegn honum að hann var tengdasonur sitjandi forseta og fólk á þeim tímum vildi alls ekki fara að búa til einhverja forsetaætt !
Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram 1996 var orðin nokkur afstöðubreyting á viðhorfum fólks í framangreindu efni, en það styrkti stöðu hans kannski helst og það í augum nógu margra, að hann þótti einfaldlega mun hæfari frambjóðandi en aðrir sem buðu sig fram á þeim tíma. Auk þess mun hin ágæta eiginkona hans hafa tryggt honum umtalsvert fylgi !
Það má auðvitað margt um Ólaf Ragnar segja og óneitanlega allt of mikið ego hans. En eitt er víst, að hann sýndi fram á það með styrk sínum í öllum málflutningi, að forsetaembættið gat skipt miklu máli. Það kom skýrt í ljós þegar hann sem handhafi þess hafði þá burði að geta staðið fast í lappirnar, og þá ekki hvað síst gegn hinu pólitíska valdi. Þjóðin kunni að meta þann styrk. Svo kom Guðni eftir hann, sem mörgum hefur þótt hvorki vera fugl né fiskur, miðað við forvera sinn !
Á seinni árum virðist hinsvegar tilfinning fólks fyrir óæskilegum tengslum valda og áhrifa í þjóðfélagskerfinu hafa dofnað talsvert, og sumum finnst nú margt allt í lagi sem áður þótti ekki gott. Sú afstaða hefur til dæmis komið fram hjá fráfarandi forseta og virtist þar næmleiki hans fyrir sérstöðu forsetaembættisins vera eitthvað laskaður, svo ekki sé fastar að orði kveðið !
Hann sagðist ekki sjá neitt að því að forsetinn kæmi beint úr pólitíkinni. Það hefði hann átt að láta ósagt, þó ekki væri nema embættisins vegna. Guðni hefur nú aldrei þótt sérlega tilþrifamikill forseti og trúlega er það rétt af honum að sitja ekki lengur, kannski ekki síst þjóðarinnar vegna !
Þegar Ásgeir Ásgeirsson var kosinn forseti 1952, var gerð áberandi tilraun af vissum flokkspólitískum öflum til að stjórna forsetakjörinu. Forsetinn átti samkvæmt því líklega að verða flokkskjörinn en ekki þjóðkjörinn. Það pólitíska samráð var talið aðför að Ásgeiri og framboði hans. Almennum kjósendum varð fljótt ljóst hvað var þar á ferðinni og fólk kunni ekki við afskiptin. Það sameinaðist með ákveðnum hætti gegn þeirri pólitísku stýringu, enda hefur hún ekki verið reynd síðan !
Ásgeir Ásgeirsson var þannig kjörinn forseti og það var sannarlega þjóðkjör, fólkið gegn flokkavaldinu. Ásgeir mun þó fljótt hafa samið fullan frið við þau öfl sem reyndu að hindra kjör hans og róað þau snarlega niður. Þau meðtóku áreiðanlega einhver skilaboð um að hann yrði þeim ekki hættulegur í neinu og margir önduðu líklega léttar. Það gerist oft margt og mikið bak við tjöldin, hérlendis sem annars staðar !
Ásgeir var í raun klókur stjórnmálamaður og hafði áður gegnt stöðu þingmanns og forsætisráðherra og þekkti vel til hins pólitíska spils, engu síður en forveri hans Sveinn Björnsson. Samskipti hans við fyrri andstæðinga urðu brátt hin ljúfustu, þó upphafið hefði verið með öðrum hætti, og kannski nokkuð um að stuðningsmenn hans sumir hverjir yrðu fyrir vonbrigðum með framgöngu hans eftir kosningarnar, en það er önnur saga !
Kjarni málsins er hinsvegar sá, nú sem endranær, að við Íslendingar þurfum á því að halda sem þjóð, að á Bessastöðum sitji virðingarverður forseti sem hefur hjarta fyrir þjóðinni og velferð hennar. Allir sem eru á móti hverskonar spillingartengslum og gjalda varhug við þeim, þurfa alltaf að vera á verði. Og ekki síst er þörfin á því brýn, þegar svo virðist vera að koma eigi í slíkum tilfellum á beinum tengslum og safna öllu valdi á sömu hendur. En að forsetaembættið verði þannig gert að einhverjum ómerkilegum afleggjara frá pólitíkinni og ánetjað vafasömum öflum í samfélaginu má aldrei verða !
Ef málum væri svo skipað, má telja víst að öryggi þjóðarinnar og lýðræðisleg réttindamál væru þar með komin öll í einn óhreinan valdavasa, sem myndi gera heilbrigð viðmið af hálfu forseta-embættisins máttlaus og merkingarlaus. Forseti Íslands má alls ekki vera einhver klíkuútsendari. Hann þarf alltaf að kappkosta að vera sannur og trúverðugur fulltrúi þjóðarinnar, fólksins í landinu, !
Við þurfum því skelegga manneskju til að gegna forsetaembættinu, ef það á að vera það sem það þarf að vera, manneskju sem er ekki og hefur ekki verið hluti af einhverju klíkuvaldi eða vafasömum félagsskap, manneskju sem býður sig fram á hreinu stöðuborði til þjónustu fyrir þjóðina og samfélagið, á heilbrigðum, lýðræðislegum forsendum !
Mín tilfinning á undanförnum dögum hefur verið sú, að verulega vaxandi hópur fólks sé að komast að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir komist næst því, af þeim frambjóðendum sem í boði eru, að uppfylla slík skilyrði !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook
21.4.2024 | 11:03
Fulltrúar sérgæskunnar !
Þeir menn eru ófáir sem hafa tekið sæti í ríkisstjórn á Íslandi og hafa samt aldrei staðið fyrir almannaheill. Sérhagsmuna-menn hafa þar löngum vermt stólana og skaðað þjóðarhag með ýmsu móti. Af þeim vettvangi er mörg sagan ljót, en enginn sagnfræðingur fer í að rannsaka slík mál, því enginn aðili fæst til að borga fyrir ætlaða aðför að sérgæskunni. Hún er sagnfræðilega séð óhult á Íslandi !
Það eru til allmörg dæmi um vel heppnuð framfarskref og góð uppbyggingarmál á Íslandi fyrir atbeina ríkisins, einkum þó frá fyrri tíð, sem hugsuð voru til að efla þjóðarhag, og þau skref hefðu ekki verið tekin nema fyrir forustu af ríkisins hálfu og uppbyggingarkostnaði greiddum af því !
En flestum slíkum sigrum hefur verið stolið frá þjóðinni síðar meir og öllum ávinningi af þeim verið komið í hendur gráðugra sérgæskusinna með einum eða öðrum hætti. Það er í raun hin afspyrnu ljóta framhaldssaga hins stöðuga og óþjóðlega arðráns í samfélaginu !
Þannig hafa fulltrúar sérhagsmuna og sérgæsku í ríkisstjórn og á alþingi jafnan séð til þess í framhaldi mála að arðsamir gullmolar hafi verið einkavæddir í þágu einhverra vel tengdra einstaklinga eða auðugra ætta í landinu. Það er blóðug staðreynd sem margir þekkja en loka samt augunum fyrir. Í flestum tilfellum hugsa sérgæskuöflin dæmið á eftirfarandi veg :
,,Við þurfum fyrst að fá ríkið til að koma málinu á koppinn, þar sem kostnaðurinn við það er svo mikill. Svo þegar búið er að koma öllu í gang og greiða stofn-kostnaðinn að mestu niður, einkavæðum við fyrirtækið og sitjum síðan að arðseminni, án þess að stofnkostnaðurinn dragi úr gróða okkar. Þá höfum við dæmið allt í plús. Skítt með allt þetta verkalýðs-kjaftæði um þjóðarhag og almannaheill. Við erum bara í ,,bisness !
Og þessi leikur auðvaldsins hefur margoft verið iðkaður af íslenskum valdamönnum, sem hafa þóst vera þjóðlegir upp-byggjendur fyrir almannahag og íslenska velferð, en hafa í raun aldrei verið neitt annað en fulltrúar sérgæskunnar í landinu, dulbúnir fimmtu herdeildarmenn svika og ræningjaháttar gagnvart íslenskri þjóðar-velferð og almannaheill !
Það má því segja, að það kunni að vera til lítils í augum hugsjónalausra uppgjafa-rsinna, að ávaxta þjóðlegar talentur á ríkisins vegum. Einkum þegar það liggur nánast fyrir, að svo virðist búið um hnútana víðast hvar í valdakerfinu, að þegar ágóði skilar sér, eigi hann allur að fara í óhreina vasa, eftir auðvaldsreglu númer 1 !
Og slíkt gerist aftur og aftur fyrir atbeina blóðsugufulltrúa sérgæskuaflanna. Síðan er sú auðlegð sem þar kemst í rangar hendur, notuð til að skapa hér stöðugt meiri misréttisstöðu í samfélaginu og vinna þannig gegn allri almennri velferð !
Er þessi glæpsamlega meðferð þjóðarauðs okkar, það sem íslenska þjóðin vill hafa sem veganesti til framtíðar, í gegnum ógeðsleg kvótakerfi sérhagsmuna og svívirðu ? Ef svo er, þá getur sannarlega ekki verið langt í hið endanlega hrun þjóðar Jóns Sigurðssonar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook
18.4.2024 | 10:15
Að mjólka ríkið !
Svokölluð rannsóknar blaðamennska hefur um skeið verið mjög hátt skrifað fag sem hefur verið skilgreint sem fyrirbæri sem þjónar almannahagsmunum. Raunin mun þó sú að þar sé margur pottur brotinn. Til rannsóknar þarf nefnilega peninga og þeir sem leggja fé til, í slíkum tilfellum sem öðrum, vilja yfirleitt fá eitthvað fyrir sinn snúð eða slíkt framlag. Þar af leiðandi er margt rannsakað sem slíkum aðilum hugnast og þjónar þeirra hagsmunum, en margt látið órannsakað sem slíkir aðilar kæra sig ekki um neina rannsókn á og þyrfti jafnvel miklu frekar á því að halda að vera rannsakað !
Rannsóknar blaðamennskan er því undir stýringu, og það eitt er oftast rannsakað sem kann að þjóna hagsmunum spilltra fjársterkra aðila, sem eru kannski að koma höggi á einhverja andstæðinga sína eða að reyna að bæta ímynd sína. En aðilar af slíku tagi sjá yfirleitt til þess að ekki sé verið að fara of djúpt ofan í samfélagslegan spillingarskít og síst af öllu sé þar farið að róta í þeirra eigin skít, sem auðvitað er þá líka fyrir hendi !
Ein langtíma æfðasta og sérhæfðasta auðgunargrein verðandi íslenskra oligarka, er að mjólka ríkið. Ef títtnefnd rannsóknar blaðamennska á Íslandi væri í raun og veru einhvers virði í þjóð-hagslegum skilningi, væri búið að rannsaka hverjir stæðu yfirleitt helst að þeirri mjólkun, og fletta ofan af því svínaríi sem þar hefur svo lengi viðgengist. En það fer enginn í það verkefni !
Og skýringin liggur auðvitað á borðinu. Það fást ekki neinir peningar til þess að rannsaka slíkt. Hinum sjálfstallsettu rannsóknar blaðamönnum virðist einfaldlega vera sagt, af fulltrúum hins oligarkíska fjármálavalds, ,, þið megið rannsaka þennan skít og fáið pening til þess, en farið ekki neitt útfyrir mörkin þar, annars farið þið á svartan lista og fáið engan pening framar !
Og hvað gera þá þessir uppgraftarmenn samfélagsskítsins á Íslandi, skrýddir herklæðum Galahads að eigin mati ? Þeir hlýða líklega og fara eftir fyrirmælunum, af því að þeir lifa á peningum eins og aðrir og ef þar verður þurrð á, fá þeir ekki þrifist sem sjálfskipaðir riddarar hinna ,,samfélagsvænu rannsóknarstarfa !
Íslenskir auðmenn eru flestir oligarkar að eðli til, og það voru slíkir menn sem rændu sovéska ríkið upp úr 1990 og urðu fyrir vikið með ríkustu mönnum heims. Og þeir eru hreint ekki svo fáir sem hafa orðið auðmenn á Íslandi fyrir hliðstæða verknaði. Og hvað felst í því að mjólka ríkið, að arðræna samfélagskerfið ? Það er einfaldlega að stela af þjóðinni, hlunnfara almenning og koma í veg fyrir að fjármunir þjóðarinnar og arðsamar þjóð-félagseiningar skili ágóða sínum til almenningsheilla !
Og sú mjólkun ríkisins sem staðið hefur yfir frá 1991, þegar ,,mjólkurfræðingar Mammons komust í kjörstöðu oligarkismans á Íslandi, hefur verið slík að umfangi, að það hefur sannarlega verið rík nauðsyn til að fara ofan í saumana á þeim málum og fletta ofan af þeim svívirðilegu skolla-brögðum sem þar hafa verið viðhöfð. En það tendrar enginn týru á þeim kveik, því það fæst enginn auðugur aðili til að borga rannsóknina ?
Og fái sjálfskipaðir rannsóknar blaðamenn ekki aurana sína, þá verður engin rannsókn gerð. Og aurarnir koma víst aðallega frá óhreinum uppsprettum sem fyrr segir. Nei, staðreynd málanna er sú, að viðkomandi rannsóknar aðilar eru líklega eins fjarri því að vera hugsjónamenn fyrir meðferð þjóðlegra verðmæta og nokkrir menn geta verið. Þeir vilja sjálfsagt vera riddarar réttlætisins, en geta enganveginn verið það nema á fölskum forsendum !
Þar er engin fórnfús barátta í gangi fyrir mannréttindum eða einhverjum heildar-hagsmunum margrændrar þjóðar, aðeins ótakmörkuð sjálfshyggja og blind eiginhagsmunasemi gráðugra sérgæsku-lubba, samanblönduð við athyglissýki á mjög háu stigi !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook
16.4.2024 | 00:19
Svikin við friðarstefnu fullveldisins !
Þeir forustumenn fullveldismála okkar Íslendinga sem gengu frá samningum við Dani 1918, voru sannfærðir um það að íslensku þjóðinni væri best borgið með því að halda sig fjarri deilum annarra þjóða og kappkosta að eiga góð og friðsamleg samskipti við allar aðrar þjóðir. Sú stefna væri og myndi áfram verða Íslendingum farsælust sem veganesti til framtíðar !
En íslenski sjálfstæðisandinn bjó ekki í nösum allra, hvorki þá né síðar. Sumir vilja alltaf selja frumburðarrétt sinn ef baunadiskur er í boði. Og slík viðskipti hafa alltaf verið yfirgripsmikil á íslenskum markaði, ekki síst hin síðari ár, eins og ófá dæmi sýna !
Verðmiði var settur á Ísland upp úr stríðslokum 1945. Fáir vissu til fulls hvað var að gerast á bak við tjöldin, en það var mikil verslun í gangi. Stjórnmálamenn sem fluttu þjóðlegar ræður 1945 með fjálglegum hætti um sjálfstæði Íslands og nauðsyn íslensku þjóðarinnar á því að það yrði varið, hættu skyndilega að halda slíkar ræður. Það kom allt annar andi í ræður þeirra og þær hættu að vera þjóðlegar. Eitthvað virtist hafa persónu-breytt mönnum og gert þá að einhverju allt öðru en þeir höfðu talist vera áður !
Þeir fóru að tala um nauðsyn vestrænnar samstöðu gegn ógn sem sögð var blasa við á sama tíma og álfan var að stórum hluta í rústum. Hvað var eiginlega í gangi ? Voru menn ekki einmitt að koma út úr skelfingum, sem hlutu að undirstrika hvað dýrmætt væri fyrir okkur öll að halda frið í þessari veraldarskonsu okkar ?
En seiðnum var framhaldið. Og það var ekki farið dult með það, að ógnin átti að stafa frá þjóð sem hafði borið þyngstu stríðsbyrðarnar gegn nazistaveldinu, misst um 27 milljónir þegna sinna, var með allan vesturhluta lands síns í rúst og hafði orðið fyrir efnahagslegu tjóni sem talið var jafngilda 485 milljörðum dollara á þeim tíma. Hvaða þjóð þráði friðinn meira og þurfti frekar á honum að halda ?
En þjóðarleiðtogar þeir sem héldu þessum hernaðarhyggjuáróðri fram í lok stríðsins, voru fulltrúar þjóðar sem varð fyrir sáralitlu efnahagslegu tjóni í allri styrjöldinni og manntjón hennar var um 450.000 manns. Þeir vildu því sýnilega hafa í gangi viðvarandi stríðsástand og fá að vera ráðandi þjóð um veröld alla !
Hið sanna var nefnilega, að það var verið að koma á nýrri heimsskipan. Það átti að nota sterka stöðu tiltekinnar þjóðar eftir stríðið, til að festa niðurbrotnar þjóðir Evrópu á skuldaklafa hennar um langa framtíð, ef ekki alla !
Nýtt Rómaveldi var að rísa með miklar bandalagsáætlanir austan og vestan Atlantshafs. Og litla Ísland gat ekki einu sinni fengið að vera í friði fyrir þessum rísandi friðræningjum sem veifuðu valdi sínu í krafti öflugrar efnahagsstöðu sinnar og vildu gína yfir öllu á heimsvísu !
Þeir höfðu lofað því að þeir myndu fara af landi brott í stríðslok, en sviku þau orð sín og hafa allar götur síðan svikið allt sem ærlegir menn telja sér skylt að standa við. Og ekki nóg með það, heldur fengu þeir drjúgan hluta af íslenskum ráðamönnum þessa tíma til að svíkja líka. Það geta menn séð af því hvernig ræður þeirra breyttust skyndilega og fóru að verða amerískar en ekki íslenskar !
Sjaldan og sennilega aldrei hefur íslenska þjóðin verið blekkt jafn illa og þegar hún var véluð inn í Nató, án þess að fá að koma þar við sögu með lýðræðislegum hætti. Nógir voru Natóþjónarnir í þremur ráðandi flokkum og allir sammála því að leiða málið framhjá þjóðinni og öllu lýðræðislegu vali !
Stærri flokkarnir tveir vildu þó ekki eiga forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem látin var standa fyrir þessum illa gjörningi. Hann varð að sækja til minnsta flokksins sem lagði hann til af sérstökum undirlægingarvilja !
Þannig varð fullveldisþjóðin frá 1918, sem vildi friðsamleg samskipti við allar þjóðir heimsins, herlausa smáþjóðin á markalínu Evrópu og Ameríku, blekkt og svikin og dregin inn í heimsvaldasinnaða hernaðarbandalagsklíku, sem stöðugt gerir sögu sína glæpsamlegri og verri !
Þar eru Íslendingar, hin fyrri full-veldisþjóð friðarins, orðin ábyrg fyrir mörgu sem aldrei skyldi verið hafa, og sú atburðarás hefur verið okkur bölvun og ógæfa, allt frá því að þjóðin var leidd undir Natóvaldið sem fórnarlamb, fyrir tilverknað svikulla forustumanna sem brugðust öllu því sem þeim bar skylda til að standa fyrir !
Einhverntíma kemur að því að þeir menn verða séðir í sönnu ljósi verka sinna og felldir af stöllum. Eftirfarandi Orð Krists standa í hornsteini Alþingishússins sem heilbrigt leiðarstef fyrir þjóðina :
,,Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa ! Að því mun koma að þeim verður fylgt að öðrum kosti mun þjóðin glatast !
Þetta leiðarstef gefur okkur þá von að íslenska þjóðin muni ekki endalaust láta ljúga að sér, og að því muni koma að hún verði frjáls, frjáls frá Nató, frjáls frá öllum ófriðaröflum, frjáls frá öllu valdi svikulla forustumanna sem lúta erlendu valdi, frjáls til þess að þjóna ærlegum viðmiðum eins og þeim sem fólust í fullveldis-yfirlýsingunni frá 1918 og hlutleysis og friðarstefnunni gagnvart öllum þjóðum !
Í þeirri stefnu einni getum við gengið fram í heilbrigðum þjóðaranda og áunnið okkur endurnýjaða virðingu meðal annarra þjóða !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 669
- Frá upphafi: 365694
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)