Leita í fréttum mbl.is

Hvađ eru jólin ?

 

Já, hvađ eru jólin ? Eru ţau fćđingarhátíđ Frelsarans, verslunarhátíđ kaupmanna, hyllingarhátíđ Mammons eđa bara einhver uppskrúfađur tilbúningur sem ekkert gildi hefur ? Ţú sem lest ţessar línur, hefur ţú gert ţađ upp í ţínum huga hvađ jólin tákna – fyrir ţig ?

 

Ytri gildi hafa á yfirstandandi tímum náđ afgerandi valdastöđu gagnvart innri gildum. Ţađ efnislega og veraldlega hefur tekiđ flest andleg gildi í bóndabeygju sérgćskunnar nú á tímum. Peningaleg sjónarmiđ ráđa ríkjum og efnishyggju-dýrkunin hefur ađ sjálfsögđu líka spillt andlegu gildi jólanna.

 

Ţúsundir landsmanna virđast hafa pyngju í hjartastađ og veraldleg hagsćld virđist ađ sama skapi hafa kćlt sálir margra talsvert niđur fyrir frostmark. Sent allan náungakćrleik út á gaddinn. Ţá er lítiđ andlegt eftir á ţeim bćjunum !

 

Gróđurlaus eyđimörk andlegrar fátćktar virđist víđa vera farin ađ fćrast upp á bćjarhólana. Nćsta stig ţeirrar eyđingar verđur innanbćjar og er ţegar farin ađ valda andlegum usla ţar. Og hvernig ţá ? Viđ eyđingu siđagildanna magnast öll upplausn. Hjónaböndin halda ekki, fjölskylduböndin slitna og heimilin hćtta ađ vera til sem ţađ sem ţau voru - verustađir friđar og samstöđu !

 

Ef jólin eru helguđ ţeirri hugsjón ađ vera fćđingarhátíđ Frelsarans, eru ţau jafnframt helguđ uppbyggingu hjónabanda, fjölskyldubanda og heimilisbanda. Allra ţeirra kćrleiksbanda sem innifela ţađ besta fyrir mannlífiđ !

 

Ţar er vissulega andleg helgun góđra siđagilda til stađar, međ ótvírćđa blessun fyrir mannssálina. En spurningin er, hvort viđ viljum, í veraldlegu róti samtímans, stuđla ađ eflingu ţeirrar kćrleikshugsjónar í okkar samfélagi ?

 

Eđa viljum viđ og erum viđ samţykk ţví ađ jólin eigi ađ vera hátíđ andstćđra og öfugra gilda, ţar sem sjálfselska og grćđgi sitja í öndvegi ? Viljum viđ hafa ţar kaupmennskubrag á öllu, ađ allt sé ţar metiđ til verđs ? Viljum viđ ađ Mammon ráđi ţar og ríki og ćtlum viđ ađ dansa ţar í kringum gullkálfinn ?

 

Eđa erum viđ ef til vill heiđingjar ? Erum viđ montin af ţví hvađ viđ höldum okkur vera upplýst og menntuđ og vísum ţar af leiđandi Guđi burt úr okkar sálarhúsum ? Viljum viđ segja, í samrćmi viđ guđlausan tíđarandann, ađ viđ séum engum háđ nema eigin löngunum og eigin frelsi til ađ njóta hvers sem er ?

Er ţađ sá heiđingjaháttur sem á ađ ráđa framgöngu okkar og gjörđum ?

 

Hvar erum viđ á vegi stödd ? Eru ekki jólin einmitt góđur tími til ađ gera sér grein fyrir ţví ? Hvert stefnum viđ međ lífi okkar og starfi ? Erum viđ ađ byggja upp eđa rífa niđur ? Verđur samfélag okkar betra ţegar viđ kveđjum en ţađ var ţegar viđ komum inn í ţađ ? Verđur framlag okkar einhvers virđi, höfum viđ lagt gott til mála ?

 

Spurningarnar eru margar og ef viđ viljum vera heiđarleg gagnvart okkur sjálfum, ćttum viđ ađ spyrja okkur ţeirra og krefjast ćrlegra svara. Og kannski er einmitt rétti tíminn á jólunum til ađ viđ gerum ţađ upp viđ okkur hverskonar manneskjur viđ erum eđa viljum vera, hvađ viđ stöndum fyrir eđa viljum standa fyrir og hvort viđ viljum byggja upp eđa rífa niđur ?

 

Viljum viđ brotin hjónabönd, sundrađar fjölskyldur og rústuđ heimili ? Viljum viđ slíka og ţvílíka upplausn í samfélagi okkar, upplausn sem verđur til vegna uppreisnar gegn öllum heilbrigđum siđagildum ? Uppreisnar sem verđur til vegna ţess ađ viđ erum í mörgu ađ ţjóna allt öđru valdi en viđ eigum og ćttum helst ađ ţjóna ? Er ekki tímabćrt ađ skođa ţetta allt í ljósi sannleikans og taka nýja og heilbrigđari stefnu, í trú og von ?

 

Enginn ćtti ađ fara ţannig međ líf sitt - ađ hann svíki sjálfan sig og sína sálarheill. Viljum viđ ekki öll stefna til fyrirheitna landsins, eftir brautinni helgu ? Er ekki lending ađ lokum - í ljóssins ríki - ţađ sem viđ ţráum öll ?

 

Ég óska hverri lifandi sál gleđilegra jóla – í Guđs friđi !

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 22. desember 2018

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1164
  • Frá upphafi: 316850

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 866
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband