Leita í fréttum mbl.is

Ađ mjólka ríkiđ !

 

 

 

Svokölluđ rannsóknar blađamennska hefur um skeiđ veriđ mjög hátt skrifađ fag sem hefur veriđ skilgreint sem fyrirbćri sem ţjónar almannahagsmunum. Raunin mun ţó sú ađ ţar sé margur pottur brotinn. Til rannsóknar ţarf nefnilega peninga og ţeir sem leggja fé til, í slíkum tilfellum sem öđrum, vilja yfirleitt fá eitthvađ fyrir sinn snúđ eđa slíkt framlag. Ţar af leiđandi er margt rannsakađ sem slíkum ađilum hugnast og ţjónar ţeirra hagsmunum, en margt látiđ órannsakađ sem slíkir ađilar kćra sig ekki um neina rannsókn á og ţyrfti jafnvel miklu frekar á ţví ađ halda ađ vera rannsakađ !

 

Rannsóknar blađamennskan er ţví undir stýringu, og ţađ eitt er oftast rannsakađ sem kann ađ ţjóna hagsmunum spilltra fjársterkra ađila, sem eru kannski ađ koma höggi á einhverja andstćđinga sína eđa ađ reyna ađ bćta ímynd sína. En ađilar af slíku tagi sjá yfirleitt til ţess ađ ekki sé veriđ ađ fara of djúpt ofan í samfélagslegan spillingarskít og síst af öllu sé ţar fariđ ađ róta í ţeirra eigin skít, sem auđvitađ er ţá líka fyrir hendi !

 

Ein langtíma ćfđasta og sérhćfđasta auđgunargrein verđandi íslenskra oligarka, er ađ mjólka ríkiđ. Ef títtnefnd rannsóknar blađamennska á Íslandi vćri í raun og veru einhvers virđi í ţjóđ-hagslegum skilningi, vćri búiđ ađ rannsaka hverjir stćđu yfirleitt helst ađ ţeirri mjólkun, og fletta ofan af ţví svínaríi sem ţar hefur svo lengi viđgengist. En ţađ fer enginn í ţađ verkefni !

 

Og skýringin liggur auđvitađ á borđinu. Ţađ fást ekki neinir peningar til ţess ađ rannsaka slíkt. Hinum sjálfstallsettu rannsóknar blađamönnum virđist einfaldlega vera sagt, af fulltrúum hins oligarkíska fjármálavalds, ,, ţiđ megiđ rannsaka ţennan skít og fáiđ pening til ţess, en fariđ ekki neitt útfyrir mörkin ţar, annars fariđ ţiđ á svartan lista og fáiđ engan pening framar !“

 

Og hvađ gera ţá ţessir uppgraftarmenn samfélagsskítsins á Íslandi, skrýddir herklćđum Galahads ađ eigin mati ? Ţeir hlýđa líklega og fara eftir fyrirmćlunum, af ţví ađ ţeir lifa á peningum eins og ađrir og ef ţar verđur ţurrđ á, fá ţeir ekki ţrifist sem sjálfskipađir riddarar hinna ,,samfélagsvćnu rannsóknarstarfa !“

 

Íslenskir auđmenn eru flestir oligarkar ađ eđli til, og ţađ voru slíkir menn sem rćndu sovéska ríkiđ upp úr 1990 og urđu fyrir vikiđ međ ríkustu mönnum heims. Og ţeir eru hreint ekki svo fáir sem hafa orđiđ auđmenn á Íslandi fyrir hliđstćđa verknađi. Og hvađ felst í ţví ađ mjólka ríkiđ, ađ arđrćna samfélagskerfiđ ? Ţađ er einfaldlega ađ stela af ţjóđinni, hlunnfara almenning og koma í veg fyrir ađ fjármunir ţjóđarinnar og arđsamar ţjóđ-félagseiningar skili ágóđa sínum til almenningsheilla !

 

Og sú mjólkun ríkisins sem stađiđ hefur yfir frá 1991, ţegar ,,mjólkurfrćđingar Mammons“ komust í kjörstöđu oligarkismans á Íslandi, hefur veriđ slík ađ umfangi, ađ ţađ hefur sannarlega veriđ rík nauđsyn til ađ fara ofan í saumana á ţeim málum og fletta ofan af ţeim svívirđilegu skolla-brögđum sem ţar hafa veriđ viđhöfđ. En ţađ tendrar enginn týru á ţeim kveik, ţví ţađ fćst enginn auđugur ađili til ađ borga rannsóknina ?

 

Og fái sjálfskipađir rannsóknar blađamenn ekki aurana sína, ţá verđur engin rannsókn gerđ. Og aurarnir koma víst ađallega frá óhreinum uppsprettum sem fyrr segir. Nei, stađreynd málanna er sú, ađ viđkomandi rannsóknar ađilar eru líklega eins fjarri ţví ađ vera hugsjónamenn fyrir međferđ ţjóđlegra verđmćta og nokkrir menn geta veriđ. Ţeir vilja sjálfsagt vera riddarar réttlćtisins, en geta enganveginn veriđ ţađ nema á fölskum forsendum !

 

Ţar er engin fórnfús barátta í gangi fyrir mannréttindum eđa einhverjum heildar-hagsmunum margrćndrar ţjóđar, ađeins ótakmörkuđ sjálfshyggja og blind eiginhagsmunasemi gráđugra sérgćsku-lubba, samanblönduđ viđ athyglissýki á mjög háu stigi !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 466
  • Sl. sólarhring: 468
  • Sl. viku: 1704
  • Frá upphafi: 317962

Annađ

  • Innlit í dag: 384
  • Innlit sl. viku: 1330
  • Gestir í dag: 366
  • IP-tölur í dag: 366

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband