Leita í fréttum mbl.is

Auđgildi mega ekki fá ađ trođa niđur manngildi !

 

 

 

Löngum taldist ţađ mannfélögum til gildis ađ ţar vćru manngildi metin hćrra en auđgildi. En átrúnađur lítilsigldra manna á forsjá ţeirra sem auđgast hafa, hefur stóraukist í íslensku samfélagi í seinni tíđ, enda hafa auđmenn hér aldrei veriđ jafn margir og nú og flestir eru ţeir ţađ auk ţess á miklu veikari forsendum en áđur var. Gömlu veldiskarlarnir voru ţrátt fyrir allt manneskjulegri á flestan hátt og viđurkenndu samfélagslega ábyrgđ sína ađ vissu marki, öfugt viđ ţađ sem tíđkast nú til dags !

 

En jafnframt ţví sem sumir hafa vađiđ áfram í hroka og mikilmennsku síđustu árin, virđast ţeir orđnir býsna margir sem eru orđnir svo smáir ađ eigin innviđum, ađ ţeir vilja skríđa ađ hverju beini sem hent er til ţeirra undir samfélagsborđiđ. En jafnvel bein af slíku tagi eru ekki gefins. Ţau eru látin í té fyrir ţjónkun og hundslega hlýđni. Og manngildi ţeirra sem eru ţegar á snöpum eftir slíku fóđri, getur varla á nokkurn hátt veriđ virđingarvert eđa búiđ yfir nokkrum samfélagslegum ávinningi !

 

Ţađ er á engan hátt íslenskt menningarmál, ađ hér verđi stjórnarfar auđrćđis og öfgakapítalisma, sérskipađ frjálshyggju-form ţar sem hinum ríku leyfist allt. Sú sviđsmynd er sannarlega óíslensk, en hún gćti sem best átt viđ í ,,Kanans landi“ eins og nú er gengiđ um garđa ţar í mannlífslegum efnum. Peningahyggjan einber virđist kćfa ţar allt sem mannlegt getur talist og eftiröpunarstíllinn hér er ađ öllu leyti verulega viđbjóđslegur !

 

Á hvađa leiđ er íslenskt samfélag ? Hafa breytingar í stjórnarfarslegu og lagalegu umhverfi okkar, frá síđustu aldamótum, veriđ til almenningsheilla ? Nei, ţćr hafa ekki veriđ ţađ, ekki frekar en á hinum Norđurlöndunum, sem núorđiđ eru einnig međ allt á hćlunum í öllum manngildis-réttarmálum. Samviskulaust auđrćđi og fyrri tíma fasismi er ţar í fullri uppsiglingu, og ađ ţví er virđist, međ harđlínubundna afstöđu til reiđu fyrir töku tvö !

 

Er slík framvinda íslensku ţjóđinni ađ skapi ? Er ţar veriđ ađ koma ţví kerfi á sem ţjóđin vill ? Sem sagt, ađ allur mannréttur verđi brotinn niđur viđ innreiđ fátćktar í landiđ og auđhyggjan ráđi hér lögum og lofum og reisi hér ofar öllu hásćti Mammons ?

 

Á ţá ađ koma ţví á aftur sem einu sinni var, ađ almennt fólk eigi kannski ţann eina kost ađ vera á snöpum, undir krásum hlöđnu borđi ţjóđvilltra og manngildis-snauđra auđkýfinga ?

 

Ég trúi ţví ekki ađ íslensku ţjóđinni hugnist slík framtíđarsýn. Ég held ađ hugsjón almenns mannfrelsis eigi meiri tök í hugsunum Íslendinga en svo. Frjálst fólk verđur ekki lengi til á Íslandi ef valdaelítan í landinu kemur slíku auđ-rćđiskerfi á ađ fullu og öllu. Og enginn ţarf ađ efast um ađ hún hefur fullan vilja til ţess !

 

Auđrćđi er andstćđa alls sem býr yfir sanníslenskum anda. Og fólk sem enn er íslenskt og vill áfram vera íslenskt, hlýtur ađ kjósa manngildi ofar auđgildi og neita ađ vera skriđdýr undir borđum siđlausra arđrćningja lands og ţjóđar !

 

Viđ hćttum ađ vera frjáls ţjóđ í eigin landi, ef viđ sleikjum upp ţađ sem verst hefur fariđ međ orđspor okkar og alla ţjóđarmennt og sýnum ţví hundslega ţrćlslund sem enga virđingu á skiliđ !

 


Bloggfćrslur 8. mars 2024

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 241
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 1378
  • Frá upphafi: 317064

Annađ

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 1066
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband