5.3.2010 | 22:14
HÖFUÐVERKJAKÖST LÝÐRÆÐISINS
Þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun er í raun enn eitt dæmið um þessi höfuðverkjaköst sem lýðræðisfyrirkomulagið fær alltaf annað slagið.
Í sumum tilfellum skapast slík köst af beinni misnotkun lýðræðisins og það er í sjálfu sér ekkert nýtt að sumir virðast hafa ríkan vilja til að nota lýðræðislegar kosningar í sprell og fíflalæti. Þeir sem þannig nota sér dýrmæt mannréttindi til heimskupara eru sannarlega ekki að horfa mikið í það hvað slíkt getur kostað þjóðfélagsheildina.
Forsetinn hljóp eftir skoðanakönnunum og vildi reyna að vaxa að lýðhylli eftir að hafa verið á þeysingi með útrásarvíkingum út um allan heim á liðnum árum. Hann setti þingfrágengið Ice-Save málið í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, sem mun greinilega fara fram við andskynsamleg skilyrði. Það getur nefnilega enginn greitt atkvæði í þessari kosningu út frá þjóðhagslegum skynsemdar forsendum. Dæmið er svo óskýrt sem frekast má vera.
Ekki er heldur ólíklegt að skaði þjóðfélagsins af því að málið var ekki látið ganga til lausnar um áramótin, sé þegar orðinn svo mikill að hugsanlegur ávinningur í samningsgerð vegi þar lítt upp á móti. Þeir sem hugsa á þjóðhagslegum nótum hljóta því að eiga erfitt með að sjá hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið eða hjálpað eins og nú er komið í þessu yfirgengilega máli.
Þeir sem ætla hinsvegar að greiða atkvæði í þessari dæmalausu kosningu út frá flokkslegum hagsmunum, á flokkspólitískan hátt, telja sig aftur á móti sjálfsagt vita hvernig þeir eiga að kjósa. Þeir geta eflaust talið sér trú um það, að þeir séu með atkvæði sínu að styðja flokkinn sinn, en hvort þeir eru að styðja hann til góðra eða illra verka með tilliti til hagsmuna þjóðarheildarinnar geta þeir bara alls ekki vitað og kannski er þeim mörgum hverjum sléttsama um það.
Birgitta þingkona sagði í nafni þess brots af " þjóðbjörgunarliðinu " sem hún stendur fyrir, að ákvörðun forsetans um að vísa málinu í þjóðaratkvæði hefði verið sigur fyrir lýðræðið ! Hverskonar sigur ?
Það getur enginn maður sagt svona á nokkrum skynsamlegum forsendum eins og staðan er og hefur verið. Ég hef líka fengið mestu efasemdir um að lýðræðishugsun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta samrýmist þeirri lýðræðishugsun sem ég hef sem Íslendingur fyrir minni þjóð.
Ólafur Ragnar fékk minn stuðning 1996, því mér fannst sjálfsagt að hann fengi að sýna hvað í honum byggi, en ég missti fljótlega alla trú á því að hann myndi breyta einhverju til bóta í stjórnkerfismálum þjóðarinnar.
Forsetinn hefur tvisvar beitt valdi sínu til að beina málum í þjóðaratkvæði. Ég er helst á því að í bæði skiptin hafi hann verið þjóðinni næsta óþarfur maður.
Oft hefur það viljað brenna við, að þegar Íslendingar hafa staðið frammi fyrir valkostum fyrir líf sitt og framtíð, hafi þeir valið það sem verstu gegndi.
Oft hefur það verið gert í nafni hroka og skorts á eðlilegri upplýsingu. Það virðist ekki síður til í dæminu í dag en oft áður.
Þegar sambandslögin varðandi fullveldi Íslands lágu fyrir 1918, fóru sumir svokallaðir " sjálfstæðismenn " þeirra tíma, hamförum gegn þeim og fundu þeim margt til foráttu. Samt voru þau eins og nú er viðurkennt mikið skref fram á við fyrir þjóðréttindi Íslendinga. Guðmundur Finnbogason, einn merkasti Íslendingur sinnar tíðar, sagði á þeim tímamótum:
" Ég tel það helga skyldu mína að gjalda sambandslögunum jákvæði. Og yrðu þau nú felld með þjóðaratkvæði, eftir allt sem á undan er gengið, þá mundi ég til æviloka standa orðlaus, hvenær sem Íslendingar væru kallaðir asnar. "
Ég veit ekki hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun fer, en ég óttast að hún geti falið í sér ógæfuforskrift að lýðræðislausnum komandi tíma.
En ég vona samt að hún setji hvorki mig né aðra landa mína í þá vandræðastöðu að standa framvegis orðlausir við tiltekin skilyrði, eins og Guðmundur Finnbogason benti réttilega á að gæti átt sér stað.
Við verðum alltaf að vita um hvað er verið að kjósa þegar kosið er !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 58
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 627
- Frá upphafi: 365525
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)