19.3.2010 | 19:35
Lífið er af Guði gefið
Ég vil að þessu sinni birta hér á síðunni litla sögu, sem ég las fyrir mörgum árum, og hefur aldrei horfið úr huga mínum síðan. Þessi saga felur í sér sígildan boðskap sem mannkynið hefur á seinni árum lagt æ minni rækt við, að lífið sé heilagt og okkur beri að umgangast það og virða sem slíkt.
Fósturdeyðing
Ung kona með bjarthærðan hnokka í fangi, gekk inn á biðstofu heimilislæknis síns. Þegar hún var kölluð inn til hans og sest með barnið í kjöltu sér, sagði hún við hann: " Ég er hér komin til að biðja þig að hjálpa mér, því að ég er í vanda stödd. Þetta barn mitt er aðeins ársgamalt og nú er ég orðin barnshafandi á ný, en ég vil ekki að börnin mín komi svona ört. "
" Hvað ætlast þú til að ég geri ? ", spurði læknirinn með hægð.
" O, bara að losa mig við fóstrið, " svaraði hún og leit undan föstu augnaráði hans. Læknirinn sat nokkra stund í þungum þönkum, en sagði síðan með ró :
" Ég held að ég geti bent þér á heppilegri leið út úr þessum vanda. Ef þú getur ekki hugsað þér svo skammt á milli barneigna, væri skásti kosturinn sá, að deyða barnið sem þú heldur á og lofa hinu að fæðast. Það er miklum mun auðveldara að komast að barninu í kjöltu þér, heldur en því, sem þú berð undir belti, og auk þess sé ég svo sem engan mun á því hvort barnið ég drep.
Svo er líka á það að líta, að heilsu þinni og jafnvel lífi væri hætta búin, yrði yngra barninu fargað. "
Að svo mæltu rétti læknirinn hönd sína eftir hnífi og sagði móður barnsins að leggja það á kné sér og snúa sér undan.
Það var sem konan riðaði við, er hún rauk upp úr sæti sínu og hreytti út úr sér milli samanbitinna tanna: " Morðingi !"
Einmitt !
En nú var komið að lækninum að segja nokkur vel valin orð í fullri alvöru.
" Sestu, " sagði hann, " og taktu eftir orðum mínum. Á sínum tíma var þetta fallega barn, sem þú hampar, á sama þroskastigi og það, sem þú berð nú undir belti. Þú kemur til mín með myrka áætlun í huga og reiðist mér svo, þegar ég reyni að sýna þér fram á með álíka skammarlegri tillögu, hve óguðleg beiðni þín er. Ég veit að þú elskar þetta yndislega barn og getur eðlilega ekki hugsað þér að láta vinna því mein. En hver er í raun munur á því og hinu óborna annar en aldurinn ? Og er einhver mismunur á því að myrða barn, sem séð verður, eða það, sem byrgt er í móðurkviði ? Eða hvað ertu að biðja mig um að gera ?
Á ég að deyða verðandi þjóðskörung, skáld eða listamann, Guðs þjón, vísindamann eða afreksmenni, ástríka verðandi móður eða umhyggjusaman föður - yndislegt barn, sem þráir ást og umhyggju eins og blómið ljós og yl ?
Nei ! Biddu mig ekki um að drýgja svo stóra synd. Þú ert hraust og heilbrigð og hefur því alla burði til að takast á við vandann, sem þú kallar svo. Og raunar veit ég, að þegar barnið er í heiminn komið, mun þig aldrei iðra þess, að hafa gengið með það og gefið því líf. "
Nú varð stundar þögn, en síðan rétti læknirinn konunni hönd sína, og er þau kvöddust, voru augu beggja tárvot.
Að lokum má geta þess, að á sínum tíma fæddist fallegur drengur, sem varð stolt og gleði bæði móður og föður.
( S.V. / H. M. )
Margt er tekið skammar skrefið,
skráð er allt á vísum stað.
Lífið er af Guði gefið,
gleymum ekki að virða það !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 149
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 718
- Frá upphafi: 365616
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 629
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 142
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)