13.4.2010 | 19:43
Burt með spillinguna og afætukerfin
Íslenska ríkiskerfið breyttist til hins verra í mörgu eftir innreið frjálshyggjunnar upp úr 1980 og gerðist þaðan í frá stöðugt meira skálkaskjól falskra starfshátta.
Svokölluð uppbyggingarstarfsemi fór að taka sífellt meira mið af sérhagsmunum svo að í raun var um að ræða stórfellt niðurrif ofmenntaðrar valdsstéttar á gömlum gildum sem kom mest fram í því að níðst var á heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Pólitísk velferðarstefna fyrir þjóðfélagsheildina varð brátt alls staðar í algjöru skötulíki. Flokkarnir höfðu svo sem allir lengi haft almenna velferðarstefnu sem opinbert stefnumið, en það var fyrst og fremst verið að því í blekkingarskyni, því enginn þeirra hefur fylgt þeim forskriftum eftir með ærlegum hætti.
Ríki og sveitarfélög hafa verið rekin að miklu leyti eftir þrælmögnuðum sérhagsmuna leiðum. Hyglingar og mismunun hafa verið svo til daglegt brauð og allt hefur þetta gerst fyrir atbeina stjórnmálaflokkanna sem hafa gerst æ spilltari. Ríkiskerfið allt er löngu orðið sannnefnd gróðrarstía fyrir spillingu.
Þrýstihópar hafa makað krókinn þar og í viðskiptalífinu og almenn velferð hefur jafnan verið látin lönd og leið þegar því er að skipta. Allt hefur snúist um að "aðallinn" gæti lifað hátt á kostnað almenningsheilla.
Utanríkisþjónustan hefur t.d. verið með ýmsar senditíkur og eflaust annað flottræflalið á háum launum, án þess að sögur færu þar af verkefnum og vinnuframlagi. Þar fer skattpeningurinn fyrir lítið sem og víðar í kerfinu.
Ég las einu sinni að spillingin innan Sameinuðu þjóðanna væri komin á það stig að það væri dæmi til um hálaunaða embættismenn á vegum þeirra sem dveldu árin út í Sviss og víðar, þægju sín laun og gerðu ekki nokkurn skapaðan hlut nema taka þátt í kokkteilboðum og samkvæmislífi. Og þessi lýsing yrði áreiðanlega enn ógeðslegri ef málin væru rannsökuð í dag.
Svipað virðist þetta hafa verið innan íslenska ríkisins. Embættismannakerfið þar er löngu staðnað og ófærugjá milli þess og þjóðarinnar sem það þykist vera að þjónusta. Vofa Sir Humphrey Appleby gengur ljósum logum um alla sali þar með sín kerfisáhrif.
Þar er allt stöðuglega í síhækkandi gír varðandi laun og hlunnindi og ekkert sem dregur úr sporslum og spreðeríi, hvernig svo sem efnahagsástandið er á hverjum tíma. Menn mæta líka þar í sínar kokkteilveislur, með sínar fálkaorður og riddarakrossa, og hégóminn og vitleysan er í algleymingi, meðan almenningur berst við það að hafa í sig og á. Það er engin hugsjón fyrir þjóðfélagslegri velferð lengur til í þessum " upper class " hópum, allt miðast við að komast betur á jötuna, komast betur að kjötkötlunum, komast betur inn í eitthvert afætukerfið sem nagar grunnstoðir þjóðfélagsins.
Sumar af stoðunum þeim hafa reyndar þegar verið nagaðar alveg í sundur af - mér liggur við að segja - þessum Homo Sapiens meindýrum.
Þar á ég við siðleysingja sem hrækja með fyrirlitningu á alla mannfélagslega hugsun, gera gys að réttlæti og sannleika, og sjá ekkert að mismunun svo framarlega sem hún þjónar þeirra hagsmunum.
Það er nefnilega til fólk sem sýnir á sér afskaplega andfélagslegar hliðar og við þekkjum sjálfsagt flest - því miður - dæmi um slíkt. Þannig er fólkið sem fyllir afætukerfi þjóðfélagsins, ríkiseiningarnar margar hverjar, viðskiptalífið, kvótahirðina og yfir höfuð allar þær spensuguleiðir sem fyrirfinnast og kostaðar eru af almenningi.
Lífsmottóið hjá þessu liði virðist vera " Það er svo flott að hafa það gott !" En það er ekkert flott við að vera afæta - það er bara skammarlegt !
Nýja Ísland þarf að vera laust við afætukerfin - þau hafa skaðað land og þjóð meira en flestir geta í raun gert sér grein fyrir. Þau hafa stundað niðurrif þjóðfélagslegra verðmæta um árabil og valdið nær óbætanlegu tjóni á samfélagsbyggingu sem átti að hafa fulla burði til að skila sér sem skjól fyrir alla. En Ísland eftir 1980, eftir að frjálshyggju-viðbjóðurinn yfirtók Sjálfstæðisflokkinn og gerði hann að því sem varð svo Þjóðarógæfuflokkurinn stóri, var fyrst og fremst hannað sem skjól fyrir fáa útvalda - gæðinga og gróðapunga sem höfðu aldrei neina þjóðhollustu til í sínum fórum.
Ríkisstjórnin sem nú situr og kennir sig við félagshyggju, hefur rótast í því að endurfjármagna bankana með skattpeningum okkar, hefur ötullega byggt undir fyrirtæki og fjármagnseigendur eins og hver blámannastjórn hefði gert í hennar sporum, en að slá skjaldborg um heimilin í landinu - það hefur hún ekki gert þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit um slíkt.
Þar hefur hún svikið öll sín orð fram að þessu og er verri fyrir vikið en nokkur hægri stjórn, því hún hefur með því framferði rekið rýting í bakið á fjölskyldunum í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir var sett á forsætisráðherrastólinn og margir litu á hana sem einhvern erkiengil réttlætis og mannréttinda, en sú mynd hennar mun fljótlega breytast í andstæðu sína í augum fólksins í landinu, ef hún gengur áfram veginn inn í sérhagsmunabjörgin. Og hún virðist sannarlega vera á leiðinni þangað !
Hún virðist hreint ekki vera að smala saman þeim félagshyggjuöflum sem slegið gætu skjaldborg um heimilin í landinu, hún sýnist miklu frekar vera að smala saman villiköttum viðskiptalífsins og afætukerfanna til að þau öfl geti varið sína sérhagsmuni gegn félagslegum almannalausnum.
Það er hvorki rétt né sanngjörn stefna, að afskrifa endalaust skuldir, og það ekki svo litlar skuldir, hjá fyrirtækjum svikahrappa og fjárglæframanna, en skilja heimilin í landinu eftir varnarlaus í klóm sama auðvaldsins og steypti hér öllu í strand.
Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk ekki brautargengi út á slíka stefnu - fólk vænti þess að hún myndi standa fyrir almenningsvænum lausnum í hvívetna, en þær væntingar virðast nú hjá mörgum vera að renna út í sand örvæntingar og reiði. Það er ekki furða þó mikið sé talað um " fjórflokkinn ", að hin pólitísku öfl séu jafnspillt yfir línuna og það sé enginn munur þar á.
Við vitum hvernig hægri öflin notuðu valda-aðstöðu sína til að flá efnahagshúðina af almenningi í þessu landi og ef núverandi vinstri valdaöfl ætla að láta þá fláningu standa eru þau síst betri.
Burt með afætukerfin og tökum upp raunverulegt lýðræði í þessu landi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 35
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 604
- Frá upphafi: 365502
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)