Leita í fréttum mbl.is

Íslenska ríkiđ - útibú fjármagnseigenda

Flestum ćtti ađ vera ţađ kunnugt ađ íslenska ríkiđ hefur undanfarin ár veriđ alfariđ rekiđ sem útibú fjármagnseigenda. Ţađ hefur veriđ notađ sem ábyrgđarmiđstöđ og sjóđsdeild til baktryggingar fyrir ţá gullkálfa sem hafa í ólmri grćđgi hamast viđ ţađ ađ fjölga krónum sínum ţó nógar ćttu fyrir.

Ef illa fćri var ţegjandi samkomulag milli ađila um ađ ţjóđin fengi reikninginn.

En ţjóđin sem í orđi kveđnu á ađ vera ţađ sem ríkiđ á ađ standa fyrir, hefur hinsvegar ekkert haft um ţađ ađ segja hvernig fariđ hefur veriđ međ opinbert fjármagn. Hún hefur bara átt ađ ţegja og hlýđa og umfram allt - vinna sem mest á sínum lúsarlaunum - svo forréttindaslektiđ geti áfram lifađ flott í afćtukerfunum.

Ráđslagiđ á ríkiskerfinu hefur veriđ skelfilegt og eins fjarri ţví ađ ţjóna almennri velferđ og hugsast getur. Ţađ eru fjármagnseigendur sem njóta ţjónustulundar kerfisins og jafnvel eftir ađ ţeir hafa sogiđ út allar eigur og sjóđi ríkisins er snúist áfram í kringum ţá og ţarfir ţeirra.

Eftir ađ fjármagnseigendum tókst međ fullu samţykki kerfisins ađ spila upp falskan markađ og koma margföldum svikaverđstimpli á fasteignir og annađ og lokka fólk í gegnum bankana til viđskipta á upplognum forsendum, hrundi kerfiđ saman ţví ţađ var allt saumađ úr sviknu efni.

Bankarnir sem voru orđnir fjármagnslausir af tćmingu innanfrá, voru svo endurfjármagnađir međ blóđi, tárum, erfiđi og svita fólksins í landinu, en gjörsamlega óraunhćfum skuldum sturtađ niđur til almennings í stađinn og ekki gefin nokkur leiđrétting ţar. Í hćsta lagi má kannski segja ađ lengt sé í hengingar-ólunum og svo á ađ skipa einhvern umbođsmann skuldara sem á víst ađ fylgjast međ dauđastríđi ţeirra sem kerfiđ er miskunnarlaust ađ drepa og fella sín krókódílatár međan á ţví stendur.

Ummćlin um ađ ríkisvaldiđ myndi slá skjaldborg um heimilin í landinu eru ađ verđa ein mestu öfugmćli í samfelldri svikasögu íslenskra stjórnmála og er ţá mikiđ sagt. Íslenska ríkiđ er greinilega enn rekiđ sem útibú fjármagnseigenda og er ţví ekki ađ létta neinar byrđar á almenningi nema síđur sé. Ţungi hrunsins skal fá ađ leggjast á ţrćlabökin, ţá launalćgstu, barnafólkiđ, einstćđu foreldrana, öryrkjana, gamlingjana og lífeyrissjóđsţegana !

Gjaldmiđill ţjóđarinnar hefur veriđ eyđilagđur af ábyrgđarleysi fjármagns-eigenda fyrir lokuđum augum eftirlitsstofnana ríkisins og eignastađa almennings ţar međ rústuđ ađ miklu leyti, en verđtrygging skulda veldur ţví ađ öllu venjulegu fólki er fyrirmunađ ađ sjá til sólar í fjármálum sínum og lítiđ sem ekkert gert ţar til úrlausna. Skuldastađa fólks er reiknuđ sem fyrr segir út frá fölsku markađsverđi eigna og ekki heil brú á bak viđ ţann gjörning.

Á sama tíma eru afskrifađir milljarđar á milljarđa ofan af skuldum fjármagnseigenda og allt gert til ađ halda efnahagsböđlum Íslands uppi.

Íbúđalánasjóđur er ađ afskrifa tugmilljónir hjá skuldugum sveitarfélögum en býđur almennum borgurum bara upp á gervilausnir sem herđa skuldaklafana. Ţađ segir sitt um skelfilegt ástandiđ í efnahagsmálum ţjóđarinnar ţví Íbúđalánasjóđur hefur lengst af veriđ landsfólkinu mun betri í skiptum en hinir bankarnir, sem urđu allir dulbúin skrímsli gagnvart almannahagsmunum eftir einkavćđinguna alrćmdu.

Í raun og veru hegđa íslenskar lánastofnanir sér gagnvart almenningi í landinu međ mjög svo svipuđum hćtti og Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn gagnvart íslenska ríkinu. Böđulsvaldiđ hiđ innra er ekki betra en ţađ ytra og ţó verra ţegar á allt er litiđ ţví ţađ böl sem ţannig er skapađ, blóđstimplar sig í merg og bein.

Stjórnvöld verđa ađ geta tekiđ á málum fyrir ţjóđina og vinna ríkinu tiltrú á ný međal fólksins í landinu. Skjaldborgin til varnar heimilunum verđur ađ rísa !

Íslenska ríkiđ hvorki getur né má vera í ţeirri stöđu ađ ţađ sé rekiđ áfram sem útibú sérhagsmunaaflanna - eđa međ öđrum orđum -  í ţágu Mammons !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 978
  • Frá upphafi: 389488

Annađ

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 788
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband