24.4.2010 | 11:29
Um séríslensk vandamál
Í sjónvarpsviðræðum í Kastljósi milli fulltrúa stjórnmálaflokkanna 14. apríl sl. sagði Þór Saari að alþingi yrði að byrja hreingerningu þjóðfélagsins innan sinna veggja, axla ábyrgð og sýna gott fordæmi. Bjarni Benediktsson brást við þessum orðum Þórs með því að fara að tala um vitleysuna sem hefði viðgengist út í þjóðfélaginu og um leið hvessti hann augun gegn Þór eins og hann héldi að það væri nóg til að þagga niður í honum,. En Þór lét sér hvergi bregða og svaraði honum einfaldlega með því að eftir höfðinu hefðu limirnir dansað.
Þór fór í þætti þessum nokkrum viðurkenningarorðum um Vinstri græna og sagði að þeir hefðu stöðugt varað við og reynst hafa haft á réttu að standa.
Jóhanna Sigurðardóttir vildi nú meina að hún hefði líka varað við, en ekki bar nú mikið á því í þetta eina og hálfa ár sem hún sat stillt og prúð í ríkisstjórn með sjöllum, altekin þeirri hugsun eins og hinir kratarnir að senn yrði lagt í ferðina til Brussel.
En það er þetta með að axla ábyrgð. Það virðist séríslenskt vandamál að slíkt sé ekki gert. Og ef það er gert þá er það yfirleitt með þeim hætti að það hefur í raun ekki verið gert. Bjarni Benediktsson sagði eftir að rannsóknarskýrslan kom út að Geir Haarde hefði beðist afsökunar á landsfundi flokksins. Það var náttúrulega ekki alls kostar rétt hjá Bjarna frekar en margt annað, því sú afsökunarbeiðni var til flokksins en ekki þjóðarinnar. Og þó Sjálfstæðisflokkurinn telji sig stóran þá er hann ekki þjóðin. Hreiðar Már Sigurðsson bað fjárfesta afsökunar í Kastljósþætti en sá enga ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar, en nú hefur Björgólfur Thor fyrstur útrásarforkólfanna gert það. Spurningin er hinsvegar - liggur einhver iðrun að baki eða er þetta bara enn eitt klókindabragð hins alþjóðlega fjárfestis ?
Það er margreynt mál að fólk fær iðulega samúð með röngum aðilum og oft frekar gerendum en þolendum. Þetta veit Björgólfur Thor efalaust og kannski er hann einmitt að róa á slík mið með afsökunarbeiðni sinni. Fjölmiðlarnir virðast líka í ýmsum tilfellum vinna að því að vekja samúð með röngum aðilum og vekur það kannski enn og aftur spurningar um það hver eigi þá og hverjum þeir þjóni ?
Við höfum séð 7 hægri manninn með barn sitt í fanginu, við höfum séð tvær þungavigtarkellingar úr pólitíkinni grátandi af iðrun og játandi mistök og svona sviðsetningar eru auðvitað ömurlegt sjónarspil. Kannski á allt útrásarliðið og kerfislegir fylgifiskar þess eftir að koma fram með ýmsum hætti og reyna að sleikja sér út samúð næstu vikurnar og svo á eftir eiga væntanlega allir að vera vinir og standa saman í hörmungunum.
En meinið er að hörmungarnar eru fyrst og fremst að lenda á okkur, almennum borgurum þessa lands - en ekki þessu þjóðarógæfuliði, sem þó er gerandinn að þeim og hruninu. Við erum hinsvegar þolendurnir !
Og eigum við að hafa samúð með þessu fólki, er virkilega ætlast til þess - t.d.
í fjölmiðlum sem þeir eiga ef til vill ennþá ?
Hversu líklegt er t.d. að Morgunblaðið geti fjallað um hrunið og ástand mála með frambærilegum og trúverðugum hætti - undir ritstjórn Davíðs Oddssonar ?
Eru engar vanhæfisreglur til þegar þannig stendur á að aðalleikarar þjóðmálahrollvekjunnar sem leiddi til hrunsins eru við stjórnvöl fjölmiðla ?
Væri ekki nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að koma fram með fjölmiðlafrumvarp sem tæki á slíkum hlutum ?
Það vantaði ekki hrokaháttinn í þessar manneskjur þegar þær veltu sér í völdunum og horfðu smáum augum á allt og alla, meðan tveggja, þriggja kynslóða erfiði íslensku þjóðarinnar var gert því sem næst að engu.
Og halda menn að opinbert snökt í tveim pólitískum kellingum geti þvegið allt svínaríið á burt sem að baki er ?
Nei, það er satt sem Þór Saari segir - alþingi er ekki fært um að vera Alþingi Íslendinga með stórum staf fyrr en það hefur hreinsað ærlega til í sínum ranni.
Og það þarf meira efni til þeirrar hreingerningar en krókódílatár í ræðustóli !
Þjóðfélagsleg endurreisn getur einfaldlega ekki orðið að veruleika meðan þingið er eins og það er !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 27
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 377541
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)