Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđing á 1.maí - "frídegi fólksins".........!

Ég hitti kunningja minn fyrir nokkru og viđ rćddum um ástand mála og hvernig stjórnvöld stćđu sig sem verjendur lands og lýđs. Kunningi minn átti bara eitt orđ um ţađ. " Ţetta eru aumingjar upp til hópa " sagđi hann og hrćkti fyrirlitlega. "Sjálfstćđisflokkurinn olli hruninu međ hundslegri ađstođ Framsóknar og síđar Samfylkingar, ţađ var sama forustuliđiđ í öllum ţessum flokkum, fólk sem skeytti ekkert um almannahagsmuni. Og nú sýnist mér ađ Vinstri grćnir hafi svo til alveg bćst í ţennan félega hóp. Ţeir eru ekki ađ sýna sig neitt betri og félagslegar lausnir eru ekki til hjá ţeim heldur. Ţetta er allt sama pakkiđ " !

Kunningi minn átti sem sagt til mörg sterk orđ um hlutina og ţađ sem ég hef eftir honum hér er bara ţađ allra vćgasta. Og hinn nöturlegi veruleiki er ađ svona eru ţúsundir landsmanna farnir ađ líta á málin. Ţađ er ekkert gert fyrir almenning, enda segja sumir ađ ţađ sé beinlínis krafa Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins ađ yfirvöld komi ţar ekki til hjálpar. Ţađ er kapitalísk stefna ađ almenningur axli kreppugjöldin ţegar kapitalisminn hefur siglt öllu í strand.

Ríkisstjórnin öll veit ţetta og sćttir sig viđ afarkostina ţó ađ ţar sitji nú fulltrúar ţeirra flokka sem ţykjast vera sjálf félagshyggjuforsjá ţjóđarinnar !

En ţetta valdaliđ gerir ekkert til ađ létta byrđarnar af vítisverđtryggingunni sem liggur ţungt á fólki, ekki frekar en bláhandarliđiđ hefđi gert. En sú margföldun skulda sem skapast hefur eftir hruniđ er ţó alfariđ á ábyrgđ yfirvalda sem sváfu á verđinum og létu allt fara hér úr böndum fjárhagslega.

Í hugum margra er orđiđ alveg sama hver pólitíkusinn er, ţetta eru yfir línuna vćflur og vesalingar og sárt til ţess ađ hugsa ađ ţađ sé enginn í öllu stjórnmálalífinu sem getur stađiđ í lappirnar  - nema fyrir sjálfan sig !

Ísland 2010 fer ađ minna átakanlega á Frakkland 1789, örvćnting fólks vex stöđugt og ţađ getur ýmislegt gerst. Og raunverulega má orđa ţađ svo, ađ ţađ ćtti ýmislegt ađ fara ađ gerast ekki síđur en í Eyjafjallajökli, ólgan í fólki er ekki minni en ólgan ţar undir jarđskorpunni.

Hvergi hitti ég menn sem segjast bera traust til íslenskra stjórnmálamanna, allir virđast meira eđa minna á einu máli um ađ ţeim sé ekki viđbjargandi. Einn mađur sagđi í mín eyru nýlega, ađ ţađ vćri sín skođun ađ ţingmenn landsins upp til hópa vćru bara ekki samfélagshćfir.

Annar sagđist vilja ađ settir yrđu upp á Austurvelli 17. júní nćstkomandi sirka 63 gapastokkar til sértćkra ađgerđa !

Hljóđiđ í fólki er sem sagt afskaplega ţungt og ţolinmćđin gagnvart sinnulausum stjórnvöldum minnkar sýnilega međ hverjum deginum.

Og nú heyrir mađur ađ erlendir fjárfestar séu búnir ađ fá yfir sig nóg af íslenskum fjármálamönnum - heldur vilji ţeir tapa fúlgum fjár en hafa nokkuđ saman viđ ţá ađ sćlda frekar. Landkynningin er gćfuleg eđa hitt ţó heldur.

Og stjórnvöld vađa í villu og svima eins og franska stjórnin 1789. Ţađ er vađiđ úr einni vitleysunni í ađra, en ađ létta almannahag. Nei, ţađ er ekki gert !

Og hvers vegna ? Vegna ţess ađ í augum ráđamanna, hvort sem ţeir ţykjast vera til vinstri eđa hćgri, virđast fjármagnseigendur vera ţjóđin og ţessvegna virđist eina hugsunin vera sú ađ ţađ verđi ađ pína almenning til ađ taka viđ gjöldunum fyrir glćframennsku kerfisins og gullkálfa ţess.

Alikálfasukkiđ skal greitt af almenningi - Punktur basta !

Ţađ er ađ vísu eitthvađ veriđ ađ snúast í kringum jeppalánin en hvađ međ húsnćđislánin ? Í eina tíđ var sá skilningur skýr fyrir hendi ađ allir ţyrftu ţak yfir höfuđiđ en jeppar voru síđur taldir lífsnauđsyn. Hvernig meta menn málin núna - eitthvađ virđist hafa breyst međ forganginn á lífsnauđsynjunum.

Núverandi félagsmálaráđherra er ţegar búinn ađ sýna ţađ ađ hann er í röngum flokki - hann á greinilega heima í Stóra Ţjóđarógćfuflokknum međ sinn ţankagang, en annars er Samtryggingin löngu orđin svo frjálshyggjumenguđ ađ hún er eiginlega bara  útibú frá Valhöll - tengingin viđ alţýđuna er úr sögunni.

Einn af forsvarsmönnum Bolungarvíkur var ađ guma af ţví í útvarpsfréttum nú nýveriđ ađ mikill viđsnúningur hefđi orđiđ í fjármálum bćjarfélagsins til hins betra. Hann nefndi ţó ekki ađ Íbúđalánasjóđur hefđi afskrifađ tugmilljóna skuld bćjarins og sett annađ eins í frystingu međ hugsanlega afskrift í huga síđar.

Nei, nei, fréttin gekk út á ţađ, ađ ráđamenn á Bolungarvík vćru bara búnir ađ hagrćđa svona mikiđ..............!

En ţarna var um ađ rćđa 146 milljón króna skuld.

Ţađ er lengi hćgt ađ komast af međ rekstur ef skuldirnar eru afskrifađar - hvenćr skyldi almenningi vera bođiđ upp á slík kjör ?

Ţó ekki vćri nema kannski upp á afskrift umframkeyrslu skulda miđađ viđ ábyrgđ steinsofandi yfirvalda á ţví sem gerđist............!

Nei, ţađ á bara ađ sturta öllu svínaríinu niđur til almennings, frá ríki og sveitarfélögum, bönkum og hverju sem er. Öll gjöld hćkka og atvinnulaus lýđurinn á ađ borga meira og meira.

Ţeir sem fengu engin bođskort í veisluna eiga ađ borga veislugjöldin !

Ég lýsi frati á íslensk yfirvöld ţví ég hef ekki í mér nokkurn vott af trausti til svefngenglanna sem ráfa um sali ríkisins, ţingsins og dómskerfisins í stöđugri kerfisvímu - án ţess ađ hafa hugmynd um ţađ hvernig ţjóđinni líđur í ţessu glötunarástandi sem henni hefur veriđ sparkađ niđur í - ofan frá !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 310
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 1039
  • Frá upphafi: 389549

Annađ

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 839
  • Gestir í dag: 233
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband